Þjóðólfur - 17.05.1895, Blaðsíða 3
95
Ofan á allan þann kostnað, er lands-
sjóði hefur verið bakaður með þessari
málssókn þóknast nú stjórninni að bæta
við háum eptirlaunum árlega handa
manui, sem að eins er 36 ára gamail, og
vitanlega við beztu heilsu og með óveikl-
aða likams- og sálarkrapta (!), eða ekki
hefur annað heyrzt. Þetta gjörræði kórónar
allt saman. Þessi yfirstjórn lætur sér annt
um hag landsins og vill hlífa landssjóði
við óþörfum útgjöldum, — eða hitt þó
heldur, að vér ekki tölum um, hversu
sómasamleg og sanngjörn þessi aðferð er
gagnvart manni þeim, sem í hlut á, eptir
allan eltingaleikinn.
Ætla má að þetta stryk stjórnarinnar
mælist miðlungi vel fyrir hjá almenningi
hér á landi, enda er þess öll vou. Það
hefur þurft minna til að vekja almennan
kurr og óánægju gegn stjórninni en þetta.
Að minnsta kosti verður það trauðla til
að auka vinsældir hennar eða efla traust
það, sem menn kunna að hafa haft á æzta
stjórnanda innanlands. Og sé nokkur dáð
eða kjarkur í fulltrúum þjóðarinnar,
þá verður landshöfðingi naumast öfunds-
verður á þingi í sumar, þá er rætt verð-
ur um þetta mál, og hann á að fara að
verja aðgerðir sínar og stjórnarinnar í
þessu öliu saman. Það er þá eina bótin,
að ekki þarf að óttast ábyrgðina gagnvart
þínginu, þyí að hún er alls engin annars
vegar, að því er landshöfðingja snertir,
en þýðingarlaus bókstafur hins vegar ráð-
gjafamegin. Það er allt á eina bókina
lært hérna hjá oss. Bitstj.
„Ekki er ráð nema í tíma sé tekið“.
Jafnskjótt sem Einar Hjörleifsson fyrv.
ritstjóri Lögbergs og núverandi samritstj.
ísafoldar er stiginn hér á land, og hnig-
inn í hinn móðurlega verndarfaðm þess
málgagns, lætur hann ekki segja sér tvis-
var, hvað hann eigi fýrst að rita um, og rýk-
ur í Þjóðólf með ónotaskæting út af stefnu
hans í útflutningamálinu(!) í sambandi við
nokkur algerlega meinlaus ummæli blaðs-
ins um hann sjálfan og Lögberg. Hann
sleppir auðvitað því, sem var aðalatriðið
í Þjóðólfsgreininni, að óska honum góðrar
heimkomu, með von um, að hann gerði
hér eitthvert gagn o. s. frv. En úr því
honum hefur fuudizt, að hann gæti ekki
byrjað á öðru þarfara en að bregða upp
ófriðarfánanum gagnvart Þjóðólfi, þá má
varla minna vera, en að hann fái að sjá,
hvernig einn Vestur-íslendingur að minnsta
kosti hefur litið á heimferð hans. Það
getur vel verið, að sá maður sé lítill vin-
ur Lögberginga, eða að minnsta kosti er svo
að sjá, sem hr. E. H. og núverandi ritstj.
Lögbergs sé meinilla við, að þessi maður
hefur sent Þjóðólfi fréttagreinar um lífið
þar vestra, af því að hann Iýsir því eins
og það er, og öðruvísi en þeir vilja vera
láta. Þessi maður er hr. J. E. Eldon, ein-
arður maður og greindur vei. Afkurteisi
og sjálfsagðri mannúð gegn hr. E. H., þá
er hann var að leita hér hafnar i nauð,
birtum vér ekki í 21. tölublaði Þjóðólfs
þann kafla úr grein Eldons, er snerti E.
H., og ætluðum ekki að birta hann, ef E.
H. hefði látið Þjóðóif hiutlausan, en þá er
tilbekkninnar var svona skammt að bíða
frá hans hendi, þá birtist hér þessi kafli.
Þar segir svo í sambandi við heimferð
Ólafs ísleifssonar læknis, er muni segja
satt um ástand landa þar vestra (sbr. 21.
tölubi. Þjóðólfs).
„Ennfremur er á orði, að landar séu
að taka sig saman um að koma Einari
Hjörleifssyni af höndum sér. Hann þekk-
ist bezt af því, að hann hefur verið rið-
inn við útgáfu „Lögbergs“ síðan það blað
myndaðist. Nú er Einar þessi að beiðast
beininga suður í Bandaríkjum, og viil fá
25 cents af hverjum manni, sem hann nær
til. Álitið er að lúterska liðið hérna, Lög-
bergsráðið og fylkisstjórnin þurfi þó drjúg-
um að punga út fé til farareyris Einari.
Hann er iíkur sumum öðrum, á ekki mik-
ið í afgangi, og hefur þó, að sögn, haft
60 doll. um mán. um mörg ár, jafnvel 70
doll. á síðustu tímum. Eptirmaður hans
við „Lögb.“ heitir Sigtr. Jónasson . . . .
Ekki spá menn því, að hann verði „föður-
betrungur“ í blaðamennskunni. En svo
gengur iíka flest hér niður á við.
Fylgifiskar Einars vilja nú auðvitað
iáta f’ara sem allra bezt á heimsendingu
hans, og segja fólki allrahanda undur, sem
hann ætli að hafast að heima, því að
þetta sé ósköp mikili andans-maður! Eitt
er það, að hann eigi að verða gerður að
presti, og fari svo norður að Undornfelli,
til föður síns, að hjálpa honum til að préd-
ika guðsorð og koma á kristniboði frá
íslandi, á öllum útskæklum heimsins . ...
Nokkrir hafa fleygt því, að Einar ætli að
gerast pólitiskur prestur áskrif'stofu „ísa-
foldaru, og muni taka að sér aðgefaBirni
synda-kvittanir, ef honum verði það á, að
snúast frá landstjórninni. Aðrir fullyrða,
að Björn hafi „pantað“ hann heim til að
etja honum gegn Þjóðólfi í sinn stað, með
því að hann sjálfur sé mjög tekinn að lýj-
ast og gugna. Enn ætla sumir, að hann
eigi að verða ritstjóri Kirkjublaðsins, og
prédika fyrir lýðnum hina sönnu, sáluhjálp-
legu trú, í anda fyrirrennara síns. Hvað
af spám þessum rætist, fáið þér heima
víst bráðum að sjá“.
Það er þegar farið að rætast sumt af
þessu.
Dálítið undarleg er spurning hr. E. H.
um, hvort ekki muni ráð(!) fyrir Þjóðólf
að fara að hægja á sér með ruglið [það er
hægt að segja, en erfiðara að sanna] um
ástand íslendinga vestra [þ. e. að segja, þá
er ég sjálfur, E. H. er komiun. Varið ykk-
ur piltar(!)]. Þessu er fljótt svarað þannig,
að Þjóðólfur mun halda alveg sömu stefnu
sem fyr í vesturflutningamátinu, þráttfyr-
ir það, þótt hann sjálfur (E. H.) sé hing-
að kominn, og hversu vel sem hann stend-
ur á verði til að gylla Ameríku. Það vill
svo vel til, að frásögn hans um það efni
verður ekki talin neitt „evangelium“. Og
að siðustu viljum vjer hugga hann með
því, að hvað sem hann segir, eru engar
líkur til, að hann'fái einn einasta mann
til að flytja vestur. Vesturfarasóttin er
sem betur fer, alveg um garð gengin hér
á landi.
Póstskipið „Laura“ kom hingað af
Vestfjörðum í fyrra dag, og hélt samdæg-
urs áleiðis til Hafnar. Með því sigldu:
ekkjufrú C. Jónassen, dr. Björn M. Ólsen,
Sigurður Hjörleifsson Iæknir o. fl.
Mannalát. 26. f. m. andaðist húsfrú
Margrét Jónsdóttir, kona Ásgeirs firepp-
stjóra Guðrnundssonar á Arngerðareyri á
Langadalsströnd, „velmetin sæmdarkona“.
Skömmu áður lézt húsfrú Kristín Krist-
jánsdóttir, kona Jóns Arnórssonar á Höfða-
strönd í Grunnavik.
Tvö bjarndýr, er komu á land með
hafíshroða á Ströndum á útmánuðunum,
voru unnin, annað í Barðsvík, liitt í Tré-
kyllisvík.
Prestaskólakennari, séra Jón Helga-
son prédikar ekki í dómkirkjunni á sunnudag-
inn kemur, heldur á uppstigningardag (23. þ. m.),
kl. 5 e. h.
Sparisjóður irnessýslu á Eyrarbakka
gefur 3 kr. 60 a. í vöxtu af 100 kr. um
árið, eða hærra en flestir sparisjóðir; hefur
góða tryggingu. Er opinn daglega fyrir
langferðamenn.
Eyrarbakka, 10. maí 1895.
Guðjón Ólafsson. Jón Pálsson.
Kr. Jóliannesson.