Þjóðólfur - 24.05.1895, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.05.1895, Blaðsíða 1
Arg. (60 arklr) kostar 4 kr Erlendis 5 kr.— Borgist fyrir 15. Jttll. Dppsögn, bnndin vi8 ttramttt, ttgild nema komitiltttgefanda fyrir 1. október. ÞJÖÐÓLPUR XLYII. árg. Reykjayík, föstudaglnn 24. maí 1895 Nr. 25. Aðsóknin að latínuskólanum. í 61. tbl. „ísafoldar" f. á. birtist grein með þessari yfirskript, og vildi eg Ieyfa mér að gera við hana nokkrar athuga- semdir. Höf. segir t. d. að það væri rangt álitið, að andleg menntun ein, og ekkert annað, væri nægileg fyrir almenning til þess að komast í góða stöðu síðar meir, þegar námsárunum lýkur. Það er auðvitað rétt, að af svo fámennri þjóð, sem vér íslend- ingar erum, eru fleiri lærisveinar í lærða skólanum nú sem stendur, en við mætti búast, í samanburði við fólksfjölda og em- bættatölu landsins, en þrátt fyrir það mun ekki þurfa að kvíða fyrir, að almenningur taki það fyrir að Iæra í latínuskólanum; eg get nfl. ekki betur skilið, en að al- menningur þýði að minnsta kosti meiri hluta þjóðarinnar, en 100 af 70,000 er þó ekki meiri hluti hlutinn. í öðru lagi er það rangt álitið, að læri- sveinar í latínuskólanum venjist alls engu öðru eu andlegri menntun. Það munu vera flestir fátækir piltar og meira að segja þótt efnaðir séu, eða þeir, sem að þeim standa, sem verja sumarleyfi sínu til likamlegrar vinnu, eins og sjá má af því, að töluvert margir piltar eru nú í skól- anum, sem nálega verða að bjargast á eigin spítur, og hafa ekki úr öðru að spila en sumarkaupi sínu og ölmusustyrk (þeir, sem í hann geta náð), en þar eð þeir vinna 3 mánuði af ári hverju, þá finnst mér ekki létt að skoða þá til allra líkamlegra verka óhæfilega, eins og þó svo mörgum hættir við að gera. Þar sem höf. segir, að svo geti farið, að fleiri gangi menntaveginn en líkindi séu til að komizt geti að embættum, og bætir því við, að nú sé einmitt sú raun á orðin, þá flnnst mér ekki að heppilegt væri að fækka þeim á þann hátt, er höf. virðist helzt viija. Hann virðist helzt vilja fækka þeim þannig, að færri séu látnir læra af þeim, sem útlit sé fyrir að orðið geti efnilegir bændur, og jafnvel vírðist hann því ekki mótfaliinn, að „ölmusu“- styrkurinn sé tekinn af. Þetta finnst mér alls ekki hagkvæm aðferð til þess að koma í veg fyrir of mikla aðsókn að latínu- skólanum (sem eg reyndar er ekkert hrædd- ur við); mér fyndist miklu skynsamara að ákveðið væri nokkru þyngra próf í hinum neðri bekkjum skólans; þá mundu þeir verða eptir, sem miður væru hæfir að kom- ast tii embættis, annaðhvort vegna skorts á andlegum hæfilegleikum, eða annara orsaka, t. d. ómennsku, leti og því um líku. Það mundi líka koma mönnum til að fara fremur eptir því, þegar þem dett- ur í hug að senda sonu sína í skóla, hvort þeir væru hæfilegir til þess, en nú er al- mennt gert; þá væri síður farið eptir auði eða embættum þeirra, sem að þeim standa, heldur að eins eptir hæfilegleikum pilt- anna sjálfra. Höf. virðist vera svo tilfinningasamur, að kenna í brjósti um þá, sem ekki nái embætti að afloknu námi. Það munu ekki vera svo mörg dæmi til þess, að það hafi orðið, eða hætt við að það muni verða. Fyrst og fremst eru embætti mörg hér á landi í samanburði við fólksfjölda, og þar að auki eru það ekki svo fáir íslendingar, sem komizt hafa að embættum ytra; og þótt slíkir menn ekki séu beinlínis í land- inu sjálfu, þá bæði hafa þeir hingað til og munu framvegis vinua því stórmikið gagn, og það engu minna en margir þeir, sem í embættum eru heima. Höf. þykir það undariegt, að menn tali um, að nauðsynlegt sé, að gáfaðir piltar læri, „án þess þó“, segir hann, „að gætt sé að, hvort það svari kostnaði, að venja þá frá öllum líkamlegum störfum og eiga það á hættu, að þeir muni á endanum komast svo langt, að verða sjálfbjarga menn“. Það er næsta ótrúlegt, að höf., hver svo sem hann er, sé sá apturhalds- seggur, að vilja ráða mönnum frá því, að leggja út í nokkuð það, sem á einhvern hátt gæti misheppnazt, ef það versta yrði uppi á teningnum, sem orðið gæti; hvað er það, sem ekki getur misheppnazt? Hvaða fyrirtæki hafa menn ráðizt i, án þess að eiga það á hættu, að það kynni að fara öðruvísi en helzt hefði verið kosið ? Ætli áhugamálum þjóðar vorrar væri ekki skammt á veg hrundið, ef ekki hefði verið byrjað á neinu þeirra fyr en útséð hefði verið um, að þau hlytu að verða að fyllstu tilætluðum notum? „Sá sem aldrei þorir að eiga neitt á hættu, hann vinnur heldur aldrei neitt“, segir gamalt máltæki, og það er satt. Þótt dæmi séu til þess, að menn hafi annaðhvort ekki náð embættis- prófi eða lítil not haft af lærdómi sínum, þrátt fyrir mikla fyrirhöfn, og margítrek- aðar tilraunir, þá eru þeir þó, sem betur fer, mjög fáir í samanburði við hina. Höf. kemur með þá uppástungu, að feður taki árlega jafnmikla fjárupphæð, sem þeir mundu þurfa að kosta til náms sona sinna, og settu hana á vöxtu. „Það gæti“, segir höf., „orðið alllagleg fjárupphæð, þeg- ar synirnir væru orðnir 25 ára“. Það er mikið rétt, en hann gætir þess ekki, hversu miklu hægra það er fyrir bændur, að veita sonum sínum það, sem þeir þurfa til náms, en að setja á vöxtu jafnmikið fé árlega í peningum; þar er mikill mun- ur á, það hlýtur hver sanngjarn maður að játa. í öðru lagi mundu ekki öll systkini gefa samþykki sitt til þess, að slíkt fé væri tekið árlega af eigum allra þeirra, og einu fengið það allt í hendur, þar sem þau með ánægju mundu styðja að því, að einn bræðra sinna væri kostaður til náms. Á einum stað segir höf.: „Þegar hann (námsmaðurinn) kemur frá embættisborð- inu, hefur hann menntunina eptir dugnaði og hæfileikum“. Það er einnig alveg rétt, og svo er með hvað sem menn stunda, en þótt færri lærðu af bændasonum, tel eg enga sönnun fyrir því fengna, að lærðu mennirnir yrðu betur að sér eptir en áður, eg gæti öllu fremur búizt við hinu gagn- stæða. Áður hef eg lýst skoðun minni á því, hvað bezt væri til að koma í veg fyrir það, að menn yrðu ekki sæmilega að sér, þegar námið er úti. Ennfremur segir höf., að námsmaðurinn eigi það undir ham- ingjunni, að fá fyr eða síðar eitthvert rýrðar-embætti. En má eg spyrja, undir hverju ætli hann eigi það þá, að fá gott eða viðunanlegt embætti? Höf. þykja máske öll embætti rýr, sem hér getur verið um að ræða, eða að minnsta kosti gerir hann ekki ráð fyrir, að nokkur komist að öðrum embættum en rýrum. Það kann nú að vera rétt álitið, að laun embættismanna hér á landi séu fremur lág, en stundum hafa þó heyrzt raddir, sem látið hafa í

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.