Þjóðólfur - 07.06.1895, Page 2
106
skólinn hefur farið óðum hnignandi og
versnandi á seinni tíma, jafnvel á meðan
herra Þórhallur var að nema þar, þótt
hann vilji eigi kannast við það, og er það
nokkur vorkun, fyrst hann lærði þar. Nið-
urstaðan verður, að dómur minn um Hafn-
arháskólann er sannleikanum samkvæmur.
En þótt danski háskólinn væri betri en
hann er, myndi oss íslendingum vera holl-
ara að eiga sjálfir háskóla hér heima.
Einnig myndi oss vera miklu betra að
leita til annara Ianda til að fá hina æðri
menntun; fyrir því má færa mörg sterk
rök, og meðal annars það, að undir ófrelsi
því, er danska stjórnin heldur oss nú í, er
eigi vert að hæna íslendinga að Dönum;
sumum af oss er svo voðalega hætt við
að verða líkir Dönum í því, að halda að
allur heimurinn snúist í kringum „Kon-
ungsins Nýjatorg“.
Margt býr í þokunni.
„Hvað getur fremur fjarlægt þá hug-
mynd........að verzlunararðurinn lendi
í landinu, en einmitt þessi Zöllners verzl-
un?“ — 8egir herra Gestur á Grafarbakka
í 21. tölubl. ísaf. þ. á. Hvernig hugsar
maðurinn? Er það meiningin, að umboðs-
verzlunin sé óarðsamari fyrir búandann —
kaupfélagsmanninn? — eða hitt: að verzl-
unararðurinn lendi því að eins í Jandinu,
að hann setjist að hjá fáeinum mönnum —
kaupmönnunum? Það væri gott að fá
skýringu á þessu.
Annað aðal-atriði er það hjá hr. Gesti,
að Zöllner eigi ekki neitt á hættu = velti
allri ábyrgð yfir á kaupfélögin, sem hann
skiptir við. Heldur Gestur, að kaupmenn
beri áJiyrgð fyrir ekki neitt? Á hvaða
grundvelli heldur hann, að kaupfélögin séu
bygð? Veit hann ekki, að kaupíélagsmað-
urinn einmitt vill sjá um ábyrgðina — þykir
kaupmaðurinn selja það of dýrt — eins og
fleiri sín störf — að hafa hana á hendi?
— „Það er lítið vit, að blindur dæmi um
lit“ — Gestur minn! Það mun lengi
sannast, að „betri er ein kráka í hendi,
en tvær í skógi“ — segir hann. Ojá —
já. Þetta er nú sannleikur fyrir þann,
sem huglítill er og jklauíhentur; hinn, sem
er hugdjarfur og handviss, snýr málshætt-
inumþrásinnisvið, ogverðurlöngum aðgóðu.
Gestur segir: „Hvað heíur nú Zöllner
eptir skilið mikla peninga í landinu? —
Ekki neitt“. — Enga — er Jíklega mein-
ingin. En hvað er hann að fara? Held-
ur hann, að kaupfél. fái alclrei peninga fyrir
vörur sínar eða finnst honum, að þeir pen-
ingar séu ekki frá Zöllner? Það er hægt að
hugsa svo. En eru peningar ekki pen-
ingar, hvort, sem þeir koma geqn um Zöll-
ner, eða frá Slimon eða Franz? — Það
er ekkert „drenglyndi“, Gestur sæll! að
sópa ryki í augu fólks; það er nóg af
þeirri vöru á þeim stað.
Um þriðja aðal-atriðið í grein hr. Gests
— einn sauðasölu umhoðsmann fyrir allt
land — get eg verið honum samdóma að
nokkru Ieyti. Ekki vegna þess, að eg
sjái ekki, að með þvi móti getur ísl. fé
náð hæstu verði — til þess þarf ekki sér-
lega skarpa sjón.. Uppfærsla á vörum
hefur allt að þessu, að minnsta kosti, ver-
ið fylgikona einokunar; og það sem hér
er um að ræða„ er einmitt einskonar ein
okun — vel aðmerkja: gagnvart Englend-
ingum, en ekki oss. En — satt að segja
er mér illa við einokun, i hvaða mynd
sem er; og í öðru lagi getur efasamur
maður hugsað, að þetta „hæsta“ verð,
komist. ekki æfinlega óskert í vasa eig-
andans. Þar, sem ekki er nema „einn“
— þar er við ekkert að miða.
Við getum litið til með sölunni — segja
sumir. Litið til — og á. En viljað hefur
það til, að kaupandi vöru hefur borgað
hana meira en upp var kveðið og almenn-
ingur vissi. Það eru margir vegir til uin-
hverfis eptirlit.
Sigurjón Friðjónsson.
Dalasýslu 19. maí: „Héðan er ekkert að
ekrita, nema pað helzt, að mjög þykir mörgum
Dalamönnum þingmaðurinn vor og aðrir járnbraut-
armenn á þinginu í fyrra hafa hlaupið á sig og
orðið að athlægi með það mál, þar sem maður sá
er þeir reiddu sig á, er þýðingarlaus fátækiingur
eða tómur agentaskuggi. Vér urðum allir hissa,
þegar vér lásum ferðasöguna frá lierra Ditlev
Thomsen og upplýsingar þær, erhann fékk og gef-
ur um þenna merkilega enska Davið, er allt veðrið
mikla stóð af. Margir eru hræddir um, að háð-
sagan í „Austra", neðanmáls, og nefnd er: „Úr
Eiríksbók11 eigi eitthvað skylt við þetta stóra mál-
ið, sem nú er orðið „litla málið“. Dykir sumum þar
vera Bneitt napurlega að vissum þingmönnum, þótt
engir séu þar með nafni nefndir. Flestir hinir
betri menn og eitthvað hugsandi, vilja endilega
hafa Þingvallafund í sumar, hvað svo sem þing-
maður vor um það segir, og að líkindum sendir
sýslan mann á Þingvöll.
Rosmhvalansi 20. maí: „Þótt veturinn
sem leið hafi verið mildur, þá voru hér hin mestu
illviðri frá haustnóttum að þrettánda, sífeld rok og
rosar og mörg veðrin sama daginn; febrúar og
marss voru góðir, en apríl og framan af maí mjög
kaldranaleg veðurátta. Skepnur hafa haínazt mjög
illa, fé hefur drepizt í vor, enda þótt það hafi ver-
ið í góðu standi, og kvillar hafa stungið sér niður
í hrossum. Afli af sjó hefur brugðizt með öllu,
bæði baustvertið og vetrarvertið; það eru nær fá-
dæmi, hve litill fiskur hefur komið á land í vetur,
í þessum byggðum. í Garði, Leiru og Keflavík
eru hlutirnir frá 70 fiskum til 300 oger þar flest
talið, svo varla helmingur af þessu er þorskur;
auk þessa hefur dálítið fengizt af heilagfiski og
skötu, og er það nokkur hlutarbót. Á Miðnesi og
Höfnum hefur aflazt nokkru betur, en þó ekki vel.
Eptir lokin kom síldarganga óvenjulega mikil hér
með suðurströndinni, en lítill fiskur fylgdi henni.
Þeir sem róðra hafa stundað hér síðan lokin hafa
aflað talsvert af ýsu, helst suður í Hafnasjó, en lít-
ið í Garðsjó.
Horfurnar fyrir almenningi hér eru allt annað
en glæsilegar. Allur þorri manna lifir hér af því,
sem fæst úr sjónum, en nú hefur hann brugðizt.
Keflavík, Leira og Garður standa þó verst að vígi,
þar eru svo margir þurrabúðarmenn, á Miðnesi eru
þeir færri, og þar styðjast bændur nokkuð við
skepnur og verða því eigi eins flatir fyrir, þó sjór-
inn bregðist. Þessi þurrabúðarmennska, sem hér
er svo mikið af, er næsta athugaverð. Þegar sjðr-
inn bregst, þá er örbirgð fyrir dyrum. Tekjur
þurrabúðarmannsins eru svo litlar í fiskileysisárun ,
að það er með öllu ómöguiegt fyrir þá að lifa
þolanlegu lífi, ef þeir hafa nokkra fjölskyldu. Lóð-
argjöld þeirra eru mikil í samanburði við þær lands-
nytjar, sem þeir hafa og auk þesB mega þeir borga
fyrir uppsátur, ef þeir eiga fleytu. — Það er 6-
líkur aðbúnaður og líf, sem þurrabúðarmenn eiga
við að búa á Vesturlandi og Austurlandi og hér
við Faxaflóa; þar lifa þeir þolanlegu lífi í flestura
árum, en hér er þurrabúðin leiðin til fátæktar,
hungurs og svo ómennsku.
Það er æði dauft yfir verzlun hér nú. í fyrra
verzlaði allur almenningur í kaupfélaginu til stór-
hagnaðar fyrir þetta byggðarlag. Einhverjar mis-
fellur urðu á sölu fiskjarins til óhags fyrir félags-
menn, en þá var nóg til þess, að vekja tortryggui
og sundrung meðal manna. Á almennum fundi var
ákveðið að halda áfram félaginu, aðalforstjóri var
kosinn; en þá vantaði vörur til að borga með hinar
pöntuðu vörur. Var því ákveðið að leitast fyrir
bjá Zöllner, hvort hann mundi eigi fáanlegur til
að líða um nokkuð af vörunum til næsta árs, ef
til þess kæmi, nð menu gæti eigi borgað allt í ár,
og var það auðfengið. Vörupantanir gátu vitan-
lega ekki orðið miklar, og ekki er víst, að til þess
komi, að nein skuld myndist fyrir þser. — Það er
augsýnilegt, að eins og nú stendur á, er ómögu-
legur kaupfélagskapur hér, ef við aðra væri að eiga
í útlöndum, en efnamenn, þegar bankinn er ekki
í því lagi, að geta eða vilja hlaupa undir bagga
þegar misæri verður. Það eru ekki nema tveir
vegir fyrir hendi, fyrir efnalítil héruð, þegar jat-
vinna bregst, að íá lán hjá milligöngumanni í
útlöndum, eða þá flýja á náðir kaupmanna, með
þeim afarkostum, sem því fylgja, ’úr því engiu
lánstofnun er önnur i landinu. Síðar vonum vér
aö geta gefið Þjóðólfi skýrslu um starf kaupfélags-
ins hér og sýnt fram á þýðingu þess fyrir þetta
byggóarlag.
Heilsufar manna hefur ekki vorið gott á þess-
um vetri; afieiðingar influeuzunnar hafa verið að
taka sig upp hér og hvar, svo hefur slæmt kvef
gengið í vor, þó hafa fáír dáið.
Það þóttu nýungar, að í góða veðrinu í marz
í vetur kom hingað nokkuð af fuglum, sem enginn
þekkti. Það var „Viba“ (vanellus cristatus) en
hurfu aptur í apríl.