Þjóðólfur - 21.06.1895, Page 1

Þjóðólfur - 21.06.1895, Page 1
Árg, (CO arliir) koBtar 4 kr Krlendis 5 kr,— Borgist fyrir 15. júli. Dppaögn, bundin viö Aramöt, Agild nema komi tilútgefanda fyrir 1. oktðber. Þ J 0 Ð 0 L F U R. XLYII. árg. Lríimir Tliouisen: Ljóðmœli. Nýtt safn. Kmh. (Gyldendal) 1895. Allflestir yrkja svo Ijóð og hlýða svo ljóðum hér íi landi, að þeir þekkja að litlu eða engu þau lög, sem skáldlist er byggð á; en það er þó víst, að hvort sem vér hrífumst af sterkri skáldlegri hugsun í fögru formi, eða oss Jeiðist að heyra marg- slitnar hversdagshugsanir skrúfaðar upp í illa sniðinn stýl, ræður iögmál, sem hægt er að gera nákvæma grein fyrir, eins og hægt er að liða sundur lög náttúru og náms í öðrum greinum. — Hver maður verður að nema allt, sem numið verður í visindum skáldskaparins, ef hann á að geta notið að fullu gáfna sinna, til þess að yrkja eða meta Ijóð, en auðvitað er, að engiu þjóð og naumast neinn maður getur heitið fullnuma i þessum vísindum. Skáldmenntun manns eða þjóðar getur skarað svo langt fram úr annara menning í þessari grein, að námið yfirbugi náttúru- greindina, eða með öðrum orðum: skáld eða lesari geta ort betur, metið Ijóð betur en margfalt gáfaðri menn þeim. Það er hægt að smíða vel úr nýsilfri og smíða illa úr rauðagulli — og þó er ef til vill meira vert að gæta málmsins í hverjum grip, sem er, en myndarinnar einnar. — Afljóðagerð Gríms Thomsens er fleiri hluta að verða vísari um áhrif menntunar á meðfæddar gáfur til skáldskapar en af kvæðasöfnum annara islenzkra skálda, — og sé það mik- ils vert, sem flestir játa, að gerð sé grein ^ gildi þess, sem ort er í hverju landi og á hverjum tíma sem er, mætti það vel kallast ómaksins vert að brjóta yrki þessa höfundar til mergjar. Dagblaðsgrein getur auðvitað ekki nægt til annars en þess að benda á einstök at- riði af mörgu og miklu, sem skýra þarf og líta á frá ýmsum hliðum, þegar um annað eins efni er að ræða. Eg hef ekki föng á öðru hér en að segja aðalálit mitt í ör- fáum orðum. Ágæti og einkennileikur Gr. Th. meðal íslenzkra skálda á rót sína að rekja til þess, að hann hefur frá fyrstu vitað, að skáldlistin er vísindi eins og aðrar listir — og að hann hefur með þolinmæði og elju iðkað þessa list um langa æfi til þess aÉ ffeta ort. Þar sem flestir aðrir yrkja til Reybjavík, föstudaglnn 21. jnní 1895. þess að láta eptir hvötum hjarta síns, knýr hann öll öfl höfuðs síns og hjartans með í þjónustu þess vilja, er vill yrkja, láta eptir sig ljóð svo þróttmikil og haglega gerð sem unnt er. Fleira en eitt ber til þess, að hér er betri jarðvegur fyrir þess kyns kveðskap en víðast annarsstaðar. Það fyrsta og helzta er, að hér á landi er ekki almennt ort af jafnmikilli list og víðast hvar ann- arsstaðar um siðaðan heim. Þetta mundi vera með öllu skaðlaust að láta sér skilj- ast. — Þjóð vor hefur að vísu frá alda öðli alið feiknafjölda af ljóðasmiðum, ef til vill fleiri að tiltölu en nokkur önnur þjóð, og það má vel sjá af bókmenntum íslend- inga og þjóðlífi, að náttúrufar þeirra er í bezta lagi fallið til skáldskapar, en eitt er að hugsa skáldlega, annað er að búa hugs- unina listarinnar búningi. Oss hefur ekki farið fram í vísindum í neinum samjöfn- uði við aðrar þjóðir, og eru til þess or- sakir, sem ekki verður farið út í hér; — en af því standa nú einnig aðrir oss miklu framar í ölium listum, bæði skáldskap og öðru, svo að nú má heita, að meðalskáld slikra þjóða sem Dana yrki af meiri list en afbragðsskáld íslenzk. Annað meginatriði, sem opnað hefur Gr. Th. leið til skáldfrægðar hér, sem mundi hafa verið honum lokuð annarsstaðar, er ónumin auðlegð forn-íslenzkunnar og óþrot- legar gullnámur yrkisefna í sögunum. Það er sjaldséð, að nokkurt skáld geti svo keppinautafátt sem Gr. Th. grafið gull úr ijársjóðum liðinnar menningar og gert að eign sinni. Og allra tungna skáld geta að sönnu valið sér efni úr sögum vorum, en enginn nema íslendingurinn finnur hljóð- grunn hjá sinni eigin þjóð, sem tekur svo vel undir, ef gripið er í hina gömlu strengi. Auk þess sem höf. hefur verið einkar vel settur að tíma og stað, hefur hann haft margar ágætar gáfur til þess að geta numið mikið í skóla listarinnar, þótt hann að vísu einnig hafi brostið ýmsa hæfileika, sem eru næsta algengir meðal hinna skáld- auðugu íslendinga. Hann hefur verið svo heppinn að hljóta bæði last og lof, síðan fyrst var tekið eptir honum, þó hvort- tveggja hafi verið mjög um of — og það hefur án efa styrkt hann vel, að lofgerðar- straumarnir, sem optast renna væmnir og Nr. 30. óblandaðir yfir skáld vor, hafa verið hon- um kryddaðir með nokkrum sannleik. Mönnum hefur einkum orðið starsýnt á það, að höf. á ekki eyra til að greina milli réttra og rangra stuðla. Menn hafa meira að segja viljað byggja á þessu þann barnaskap, að Gr. Th. væri ekki sýnt um form skáldskapar yfir höfuð, og eru slíkir glappaskotsdómar að sönnu eðlilegir meðal þeirra, sem hyggja að formsins lögum sé hlýtt til hlítar, sé einungis ekki brotið á móti hinum allra fyrstu stafrofsreglum í því efni. Mér hefur alltaf virzt þetta næsta lítilvægt atriði, þar sem ræða er um slíkt listaskáld sem Gr. Th., sem er meiri form- snillingur í réttum skilningi þessa orðs en nokkur lifandi íslendingur. Mér hefur, mætti eg svo segja, fundizt þessi galli vera Ijóðum hans til prýði sumstaðar, svo vel á hann við hið málmhreina, öfluga mál- skrúð: „Hjarta mitt er eins og harpa“. Maður venzt þessum stuðlum vel, eins og maður venzt stórskornu andliti, sem mikið býr í — þó það sé ekki smáfrítt. Höf. hefur lært að verða hagorður, því fer honum fram en ekki aptur, svo lengi sem hann lifir. Það er fágætt í söfnum hans að finna frumhugsaðar hugsanir, sem heil kvæði sé byggð yfir, og er það eðli- legt, þegar þess er gætt, að höf. skilur og veit betur en flestir aðrir, að hann vantar skapandi skáldseðli, sem margir höfðu á undan honum og sem hann kann manna bezt að meta. Hví skyldi hann ekki steypa upp úr gömlu brotasilfri, snara, víkja við, jafnvel þýða — og því skyldi hann ekki binda sagnanna óbundnu ljóð eptir beztu tízku „af megiuþrótt“ ? Hann er svo fylgi- spakur annara hugsunum, að hann gleym- ir því stundum, að eitthvað verður þó að segja nýtt eða betur til þess að ekki verði heimildarlaust að ríma upp söguna. Þetta hefur honum gleymzt í „Sigríði Erlings- dóttur“, sem yfir höfuð er ein ómynd af sögunni; sama er að segja um fjölda er- inda í „Hemingsflokki Áslákssonar“, sem þó er stórum betur kveðinn. „Ásareiðin“ er eitt hið fullkomnasta kvæði í safninu og vel fallið til þess að sýna, hve vel má takast að yrkja af mennt- un og smekkvísi fyrir íslendinga á þess- um dögum. Þó eru mörg vansmíði á þessu

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.