Þjóðólfur - 21.06.1895, Blaðsíða 3
119
Vegarlagningin milli brúnna.
Maður heyrir opt þeirri spurniugu hreyft nú
um stundir, hvar vegurinn frá Ölfusárbrú til hinn-
ar væntanlegu Þjórsárbrúar eigi að liggja. Verða
um það allskiptar skoðanir; en enginn er svo djarf-
ur að rita eitt einasta orð um, hvar heppilegast
sé að leggja veginn; ættu menn þó að láta sér
' annt um þetta, og opt má mann reka minni til
'þess að ferðast frá Þiórsárbrúarstæði til Ölfusár-
hrúar, þó ekki væri nema næstliðið haust. Það er
auðvitað, að segja má, að hr. mannvirkjaíræðingur
Sigurður Thoroddsen sé einfær að ráða því einn,
en ekkert finnst mér á móti þvi, þótt menn láti
S.koðanir sín'ar i ljósi þrátt fyrir það.
Það hefur flogið fyrir, að vegurinn milli brúnna
hafi verið mældur af hr. S.gThoroddsen frá brúar-
stséði á Þjórsá yfir Skálmholtsheiði að Flatholti og
svó fyrir utan Hróarsholtslæk, þær sem Flóinn er
lægatur. Það er einkum, ef veginn á að leggja
yfir heiðina á þessum stað, sem eg er hræddur um
að honurn verði stór hætta búin af vatnsflóðum á
vetrum, þar sem stundum er engri skepnu fært um
nema íuglinum fljúgandi. Um annan eins vatna-
gang er ekki svo gott fyrir ókunnuga að imynda
sér, þegar gengið er um heiðina í þurkatíð
á sumardaginn. Mér er næst að segja, að hr.
S. Thoroddsen hafi ekki verið bent á þetta, þvi
fylgdarmaður hans hefur líka verið þessu ókunnur.
Hr. S. Thoroddsen kom til mín í fyrra sumar,
þegar liann var að mæla vegiun, og fannst mér
hann þá i nokkrum vafa um, hvort hann legði
veginn fyrir ofan eða framan bæ minn; en þá var
eg því miður svo ókunnugur hér, að eg gat ekki
hent honum á þetta, sem eg er nú miklu kunnugri
og fróðari um.
Veginn millum brúnna álit eg þvi betur settan
frá Þjórsárbrú að Skotmannshól fyrir framan Hurð-
arbak og yfir Hróarsholtslæk íyrir framan Vola.
Ef vegurinn væri þannig lagður væru 2 vegir gerðir
undit eins, þjóðvegur og sýsluvegur, frá Þjtrsár-
brú að Skotmannushól, og þessir vegir væru sam-
ferða sjálfsagt fulla miiu vegar. Þessa leið hefur
hr. S. Thoroddsen ekki mælt, svo eg viti, en ósk-
andi væri, að hann mældi hana í sumar, svo menn
gengu úr skugga um, hvar bezt væri að leggja
veginn, og eptir því sem hr. S. Th. hefur lagt
vegi er engin ástæða til að rengja hans fyrirsögn.
Kampholti 29. maí 1895.
Jakob Jónsson.
ltosmhvalauesi 17. júuí: „Héðan'fór
fjöldi manns til Austfjarða með „Agli“,
bæði karlmenn og kvennfólk, til að leita
sér atvinuu. Það væri óskandi, að þessu
fólki heppnaðist vel sumarviunan, því uú
hafa þessar byggðjr þörf á því. Þeir, sem
ætluðu vestur með „Thyra“, hafa orðíð fyr-
ir Ijótumbaga; þeir mega nú gera svo vel
°g biða í Rvík og kosta sig; þeir mega
þó helzt við því í þessu ári. Þeir, sem
höfðu ráðið þá hjá sér vestra, sitja nú
fólkslausir Og geta líka beðið af því stór-
skaða. Hvenær skyldi þetta danska gufu-
skipafélag hafa fyllt mæli synda sinna?
Nýlega kom hingað euskur fiskikaup-
maður, Mr. Ward, og keypti smáfisk fyrir
peninga, alls rúm 80 skpd. Hann borgaði
30 kr. fyrir skpd. af hálfþurrum smáfiski,
en kr. 22,40 skpd. fyrir smáfisk upp úr
salti. Þetta þótti mjög góð verzlun. Menn
eru óvanir að fá vörur sínar borgaðar í
peningum og voru því óvenjulega glaðir
að vera lausir við „túskið“ og fá peninga
milli handa tii þess að geta borgað nauð-
synleg útgjöld. Þessum manni er það að
þakka, að margir menn gátu svo greiðlega
komizt í atvinnu. Hann mun fremur verða
hændur hér að framvegis, ef kostur er á.
Þó ekki sé álitið, að við hér syðra sýu-
um mikinn pólitískan áhuga, þá verður þó
ekki annað sagt, en að menn hér hafi vitað
hvað þeir vildu við alþingiskosniugarnar,
sem eru nýafstaðnar. Undir eins og mönn-
um var kunnugt um, hverjir buðu sig fram
tii kosninga, var teniugunum kastað. Á
hreppsfundi, sem haldinn var í Garðinum,
skoruðu bændur á Þórð lækni Thoroddsen
að gefa kost á sér til alþingis, og þegar
kunnugt varð, að hann varð við áskorun
þeirra, þá bundu þeir fastmælum að sækja
allir kjörfund, sömuleiðis Miðnessmenn og
Njarðvíkingar og margir af Yatnsleysustr.
Meðal þessara manna hefur Thoroddsen
læknir starfað í mörg ár og áunnið traust
og virðingu allra. Það fór því mjög vel og
myndarlega, að kosniug þessi skyldi fara
þannig, og það er góður vottur um vaxandi
menningu bænda, að þeir ekki láta smala
sér sem búfé á kjörfund, heldur fari þangað
með sannfæringu af eigin hvötum. Þegar
svo er komið, eru kjósendur orðnir þeir,
sem lögum og lofum ráða; við því afli
geta eigi önnur völd reist, rönd“.
Húnavatnssýslu 30. maí: „Veturinn kvaddi
oss mildilega og vel, og sumarið heilsaði sólbjart og
blitt, og hefur hinn liðni tími þess mátt heita hag-
stæður og góður, þar eð engin stórhret hafa komið.
Grasvöxtur er þó fremur lítill, enda hafa eigi ver-
ið hitar að staðaldri og vætur fremur miklar.|
Féð er enn að drepast, einkum úr pest. Það tet-
ur ætlar ekki að gera endasleppt hér um slóðir.
Að nýbornar ær drepist frá lömbum úr pest er fá-
gætt.
Ekki enn orðið aflavart á Húnaflóa. Hrogn-
kelsaaflinn var sem enginn og útlitið dauft. Kaup-
skip komu 10. maí á Blönduós, sem áður var gjör-
snauður. Kornvara í lægra verði en í fyrra, eins
og annarstaðar, kramvara með líku verði.
Meðal tíðinda má helzt geta þess, að kvenna-
skóli vor hefur nú skipt alveg um stjórnar- og
kennslukrapta, með því Elín Briem veik frá stýr-
inu. • Er að henni mikil eptirsjá og sætið allvand-
skipað. Sem betur fer virðist mega vænta góðs af
eptirmanninum ungfrú Guðrúnu Jónsdóttnr (prófasts
á Auðkúlu). 3 undirkennarakonur kváðu eiga að
vera, en þær munu lítt reyndar“.
Grufuskipið „Dan“, er fiskveiðafélagið
danska hefur í förum, kom hingað í fyrra
kveld frá Englandi og fór um nóttina eptir
til Vestfjarða. Það tók úr íshúsinu hér
tæp 500 lúður, er höfðu verið lagðar í ís,
en ekki látnar frjósa í frystihúsinu, því
að vara þessi kvað vera útgengilegri á
Englandi sé hún ófrosin, þykir halda bet-
ur bragðinu; ennfremur má ekki blóðga
lúðuna, þá er hún er veidd, og ýmsar
aðrar reglur eru nú kunnar um meðferð
hennar, er ekki voru áður þekktar, og
verða þær bendingar eflaust teknar til
greina eptirleiðis. Það er eiunig miklu
brotaminna og hægra viðfangs að leggja
fiskinn blátt áfram í ísinn eptir vissum
reglum, heldur en geyma hann frosinn í
frystihúsi. Gfetur hið mesta hagræði orðið
að sölu þessari og ættu menn að láta sér
annt um, að þessi litli vísir verklegra
framkvæmda geti eflzt og þróast. En auð-
vitað þyrftum vér sem bráðast að færa svo
út kvíarnar, að vér gætum á eigin höud
fermt skip til að flytja þessa vöru á mark-
aðinn í Euglandi, eða að minnsta kosti
væri oss lífsnauðsyulegt að hafa einhvern
vel hæfan mann til að sjá um söluna þar
fyrir vora hönd, því að eiga allt undir
drengskap danska fiskveiðafélagsins er mið-
ur heppiiegt, að minnsta kosti þá er fram
líða stundir og oss-vex dálítið meir flskur
um hrygg í þessari verzlun, sem vér vilj-
um vona, að ekki verði langt að bíða.
Holdsveikilæknirinn dr. Ehiers hef-
ur að nýju fengið styrk af ríkissjóði Dana
til rannsókua hér á landi. í för með hon-
um verða 3 læknar: dr. G-rossmann augna-
læknir frá Liverpool, dr. Cahnheim frá
Dresden og dr. Eichmúller félagi Alpa-
klúbbsins í París. Koma þeir félagar hing-
að til Reykjavikur um 16. júlí, og dvelja
hér til 18. s. m. Á Eyrarbakka ætla þeir
að vera 19.—20., á Stórólfshvoli 21.-22.,
í Kalmannstungu 5. ágúst og á Akureyri
9.—io. s. m. Þaðan er ferðinui heitið til
Svarfaðardals og Grýtubakka í Höfðahverfi
og ef til vill til Ólafsfjarðar. ílokágústm.
fara þeir um Þingeyjarsýslu (austur hjá
Mývatni) til Austfjarða. Jafnvel þótt of-
urlítið hafi sletzt upp á vináttuna millum
Ehlers og íslendinga síðan hann var hér í
fyrra, má vænta þess, að menn telji skyldu
sína að greiða sem bezt för hans nú, því
að málefnið, er hann ber fyrir brjósti, er
mikilsvert og gott.
Prestkosning er um garð gengin í
Staðarprestakalli á Reykjanesi og hlaut