Þjóðólfur - 02.07.1895, Side 3
127
sannindi, er eitt illa þokkað málgagn hefði
verið að breiða út, að all-mikill flokkur
manna í vesturhluta ísafjarðarsýslu væri
andstæður Skúla Thoroddsen, og kvað hann
það vera ánægju fyrir sig, að lýsa þessi
umrnæii blaðsins ósannindi, eins og fleira
úr þeírri verksmiðju, o. s. frv. Voru upp-
ástungur nefndarinnar samþykktar með
öllum atkvæðum, nema Sigurðar aiþm. Jens-
sonar, er gerði þá grein íyrir því, að hann
greiddi ekki atkvæði um þetta, af því að
hann vildi ekki fyrirfram binda hendur
sínar sem þingmaður, og var það fyllilega
rétt frá formlegu sjónarmiði, enda skildi
enginn það svo, að hann væri móthverfur
fundarályktaninni, svo að það er alveg
rangt hjá „ísafold“, eins og fleira, er hún
skýrir frá því, að hann hafi verið á móti
þessari ályktun. — Yflr höfuð tókst Þing-
vallafundur þessi einkar vel, og er bæði
fulltrúunum og kjördæmum þeim, er þá
sendu, til sóma, enda kveður svo rammt
að, að ísafold sjálf leggur niður rófuna
og mælir fátt, enda munu augu hennar
loksins hafa opnazt fyrir því, að henni
mundi hentast, að grafa nú alla fram-
komu sína sem allra fyrst í gleymskusjó.
Þá er fundi var slitið á Þingvelli, gekk
fram úr áheyrendaflokki „lágur maður, rauð-
skeggjaður", er enginn þekkti þeirra, er
næstir stóðu, og bar fram þá tillögu, að
MagnúsStephensen landshöfðingi væri gerð-
ur að sýslumanni í Rangárvallasýslu, en
Skúli Thoroddsen væri settur í hans stað
í landshöfðingjasætið, en yrði það ekki
tekið til greina, vildi hann láta beita öðru
ráði gegn landshöfðingja, er ekki þarf hér
að greina, enda var þessu ekki sinnt frek-
ar, en nóg þingvitni eru að þessu. Og
svo hvarf þessi ókunni maður burtu og
sást ekki síðan, hvort sem hann heldur
hefur verið bergmál eitt úr Almanna'gjá
í persónugerfi, eða sendiboði vætta þeirra,
er ef til vill byggja ÞingvöII enn, frá þeirri
tíð, er útlent drottnunarvald hafði ekkert
tangarhald á íslandi, frá dögum þeirra
„Gissurar og Geirs, Gunnars, Hóðins og
Njáls“.
Af því að hvorugur ritstjóri „ísafoldar"
var viðstaddur á fundinum (af eðlilegum
ástæðum hefur blaðið snapað sér miður
áreiðanlegar sagnir þaðan. Meðal annars
segir það, að samþykkt hafi verið að halda
fram lagaskóla, í stað hins, sem ályktað
var, að beiðast háskóla í þrem deildum
o. s. frv. með aukningum síðarmeir, enu-
fremur að tekið hafi verið ákvæði um inn-
lent brunabótafélag, mál, sem fundurinn tók
út af dagskrá; ennfremur, að fundurinn hafi
viljað veita styrk til að rsnnsaka, hvað
járnbraut mnndi kosta frá Reykjavík aust-
ur að Þjórsá, í stað þess sem ákveðið var:
austur i Rangárvallasýslu; ennfremur að
landssjóður eigi að bæta Skúla Thoroddsen
embættismissistjónið (!), alveg eins og lands-
sjóður eigi að greiða honum nál. 6000 kr.
iaun áriega meðan hann lifir (!), því að
svo mikil laun hefur hann haft sem sýslu-
maður og bæjarfógeti, og sjá allir, hvíiík
fjarstæða þetta er, auk þess sem blaðið
hermir rangt frá atkvæðagreiðslunni um
þetta mál („með flestöllum atkvæðum“).
Það er reyndar ekki spánnýtt, þótt „ísa-
fold“ víki sannleikanum dálítið við sér í
vil, en sjaldan hefur það komið jafn ber-
lega í ljós, eins og nú á síðustu tímurn,
og það fer ávallt hríðversnandi, svo að
eiginlega er svo komið, að orðum hennar
er ekki að trúa í þeim málum, sem hún
er nokkuð verulega viðriðin, og er það
hörmulega öfug blaðamennska, sprottin af
algerðu virðingarleysi fyrir þjóðinni, sam-
fara algerðu kæruleysi um, hvað sé rétt
og hvað sé rangt.
Nokkur orð um strandferðirnar,
Mér datt í hug, þegar eg sá í „ísafold“
grein E. H. um farþegarúmin á „Laura“,
að ekki væri síður vanþörf á, að minnzt
væri opinberlega á, hvaða kjörum farþeg-
ar á öðru farþegarúmi á „Thyra“ sæta,
því eg hef ferðazt með þeim skipum báð
um á öðru farþegarúmi, og er óskiljanieg-
ur munur á þeim — svo miklu betra rúm
er á „Laura“ — þegar gætt er að því,
að jafndýrt er á báðum skipunum. Samt
hefði eg líklega ekki hreyft þessu máli
neitt, ef ekki hefði viljað svo vel til, að
eg var einn af þeim óskabörnum samein-
aða gufuskipafélagsins, sem máttu bíða um
hálfan mánuð eptir „Thyra“ nú í síðustu
ferð hennar norðan um land. Aldrei hefur
rammara kveðið að gjörræði félagsins sam-
einaða gagnvart okkur íslendingum, en í
það sinn. Skipið fór af stað 12 — tólf —
dögum eptir áætiun, og seinkaði sér auk
þess alltaf með því, að sieikja innan fjölda-
margar hafnir, sem það átti alls ekki að
koma á samkvæmt ferðaáætluninni, svo
sem Svalbarðseyri, Hjaiteyri og Hofsós,
hafði langa dvöl á ölium þessum höfnum.
Eg fæ ekki séð, að slíkt athæfi sé skip-
unum heimilt, þegar þau eru langt á ept-
ir ákveðnum tíma. Að minnsta kosti eru
slíkar biðir óskemmtiiegar fyrir farþega,
sem búnir eru að bíða lengi eptir skipun-
um. Kannske skipunum sé þetta leyfilegt,
og þá er ekki um það að tala, en efþeim
er það ekki leyfilegt, þá má það ekki þol-
ast. Vér farþegar, sem biðum eptir „Thyra“
í þetta sinn, sendum þá með skipinu á-
skorun til landshöfðingjans, um að hann
útvegaði oss skaðabætur hjá gufuskipafé-
laginu fyrir tjón það, er við hlutum af bið
þessari. Vonum vér fastlega, að iands-
höfðingi geri það sem hann getur, tilþess,
að það mál íái framgang; bregðist sú von,
þá verður helzt af þvi ráðið, að skipin
þurfi ekki aðra áætlun en þóknanlega hent-
ugleika gufuskipafélagsins; því megi skipin
vera hálfum mánuði eptir áætlun að ó-
sekju, þá er auðsætt, að þau mega vera
mánuði á eptir, og þegar svo er kornið,
hvað er þá á móti því, að félagið sleppi
alveg ferð og ferð úr, ef því sýnist svo,
einhverra hluta vegna, svo sem, ef það
þykist ekki hafa nógar vörur að flytja fyr-
ir kaupmeunina dönsku, eða pöntunarfé-
lögin, sem félagið er nú nýbúið að taka
upp á arma sína. Það verður ekki ann-
að ráðið af þessum flækingi skipanna á
hverri höfn, þrengslum í skipinu o. fl., en
að skipin séu einungis „transport“-dallar,
sem ekki þurfi öðru að sinna, en að snapa
saman sem mestan flutning. Þannig hefur
það verið og er enn, en þannig má það
ekki vera lengur. Vér íslendingar meg-
um ekki láta Dani bjóða oss sömu með-
ferð og Eskimóum, að minnsta kosti meg-
um við ekki þegja við því. En þingið og
stjórnin eiga að gæta réttar vors gagn-
vart þeim, sem vinna opinberlega fyrir oss,
hvort sem það er sameinaða danska gufu-
skipafélagið eða aðrir. Er nú vonandi, að
þau eptirleiðis sjái sóma sinn í að gæta
skyldu sinnar í því efni sem öðru, og
skora eg á þingið í nafni allra þeirra, sem
biðu eptir „Thyra“ um daginn, að gæta
betur réttar landsmanna en hingað til, þeg-
ar það semur, eða lætur semja, næst við
félagið. Læt eg svo úttalað um það, og
um rúmið á „Thyra“ þarf eg ekki að vera
margorður, því það þekkja flestir. Annað
farþegarúm á „Thyra“, einkum það, sem
ætlað er körlum, er regluleg svínastí, sem
á líklega ekki sinn líka í veröldinni, ör-
lítil tvö herbergi, dimm og draugaleg, fyr-
ir 12 menn hvort, svo hafa þarf opið nótt
og dag, ef ekki á að vera drepandi Iopt
í þeim, og er það ekki gott, þegar kuldi
og stormur er, og stundum ekki hægt fyr-
ir sjógangi. Engin sérstök stofa er á öðru.