Þjóðólfur - 16.07.1895, Síða 1

Þjóðólfur - 16.07.1895, Síða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr Erlendis 5 kr,— Borgist fyrir 15. Jtili. Oppsögn, bnndin við ftramftt, ftgild nema komi tilfttgefanda fyrir 1. oktftber. ÞJÓÐÓLFUE. XLYII. árg. Reykjayík, þrlðjudaginn 16. jálí 1895. Nr. 35. Stjórnarskrármáliö. „ísafold" hefur gert tilraun til að hrekja það, sem stóð í „Þjóðólfi“ síðast undir sömu fyrirsögn og að ofan, um þingsályktunar- tillöguna góðu. „ísafoldar“-greinin heitir „Algerð uppgjöf“ (59. tbl.). — Nú er það ekki lengur „aðalkjarninn", sem flaggað er með. Nú er spurningin að eins, hvort uppgjöfin sé algerð. Svo langt erum vér þó komnir áleiðis. Vér sögðum, að tiliaga þessi væri al- gerð uppgjöf á öllum stjórnarbótarkröfum endurskoðunarflokksins á þingi. — Þetta ætlum vér oss að standa við og skulum vér rekja gagnsannanir „ísafoldar“ í stuttu máli. „ísafoId“ ber fram sem fyrstu gagn- sönnun, að tillagan byrjar á yfirlýsing um, „að þingið haldi fast við sjálfstjórnarkröf- ur íslands“. Svarið til þessa liggur beint við. Væri það svo, að hinir 3 liðir álykt- unarinnar, sem koma á eptir þessari yfir- lýsing, gerðu tilboð um að aðhyllast nýja stjórnarskipun, sem ekki fæli í sér megin- kröfu fyrri þinga, væri uppgjöfin jafn alger fyrir því, þótt „inngangsyfirlýsingin“ gengi í gagnstæða átt. Hið fyrirhugaða stjórnar- frumvarp yrði ekki sniðið eptir henni, heldur eptir hinni sundurliðuðu ályktun sjálfri. Þrætan veltur því hér á réttum skilningi hinna þriggja liða og engu öðru. Breyting efri deildar á yfirlýsingunni sýnir einmitt, að menn hafa fundið til mótsagn- arinnar — þótt ekki hafi tekizt að bæta úr henni. Það sannar ekkert í þessu efni, að tillagan verði þannig að álítast „meira en í meðallagi kynleg“. Vér höfum ekki neitað því, að hún sé kynleg, heldur ein- mitt gefið í skyn, að menn muni komast fyllilega að raun um það, áður en lýkur, hve ómöguleg og óframbærileg hún er í aN« staði bæði að formi og efni. Næstu gagnsönnun vill „ísafold“ láta liggja í játning vorri um það, að 1. liður fer fram á rétta framkvæmd gildandi stjórnarskrár (setur íslandsráðgjafa utan ríkisráðs), sem einnig áður hefur verið farið fram á með áskorun til stjórnarinnar. Hugsunargangur „ísaf.“ hér og þýðing þessa atriðis í „uppgjafar“-spurningunni skilst bezt á því, að þótt þetta þing skor- aði á stjórnina að láta íslandsráðgjafa jafn- an sitja í ríkisráði Dana, væri löghlýðin stjórn jafnskyld eptir sem áður að láta ráðgjafann sitja fyrir utan það, meðan stjórnarskrá 1874 stendur óbreytt. — Kröf- ur um réttarbót geta verið gefnar upp, þótt kröfum um löglega framkvæmd rétt- ar, sem maður hefur, sé haldið — Það eina, sem þingið í þessu efni getur gefið upp, er sú aðferð, sem það fylgdi á undanfarandi þingum, til þess að fá aðskilnaði íslands- ráðgjafa og ríkisráðs framgengt, og það mundi þingið „gefa upp“ með áskorun í ályktunarformi í stað frumvarps. Þriðja röksemd „ísafoldar“ snýst um hinn „búsétta innlenda mann“, — og vill blaðið fá menn til að skilja, að þessi hluti tillögunnar (2. liður) haldi við meginkröfu fyrri þinga um innlenda rádgjafastjórn með ábyrgð fyrir alþingi. Þetta byggir blaðið að mestu leyti á röngum skilningi, er það leggur í ræðu landshöföingja í efri deild 11. þ. m. Samkvæmt útdrætti úr ræðu þessari, sem blaðið sjálft flytur, svar- aði laudshöfðinginn þannig fyrirspurn (frá séra Sig. Stefánssyni), að hann liti svo sjálfur á, „að sá er ábyrgðina ber og skrifar undir með konungi, verði að vera við hlið hans“. — Þessi orð leggur „ísaf.“ svo út, að landshöfðingi „sé hræddur um að stjórnin geti ekki aðhyllzt svo mikla breyting frá því sem nú á sér stað“. Hins vill „ísaf.“ ekki geta til, að landshöfðingi hafi meint, að það sé stjórnskipulega óhjá- kvcemilegt, að æzti stjórnandi (í löggjöf og umboðsvaldi) sé við hlið konungs, og því stprnskipulega ómögulegt að hann sé inn- lendur og búsettur hér. — Vér skulum ekki hér fara út í það, hvort blaðið flyt- ur réttan útdrátt af ræðu landshöfðingja, né heldur, hvernig ræðan verði að skiijast í heiid sinni, en vér skulum taka það upp aptur með skírskotun til alvarlegrar íhug- unar allra þeirra, sem um þetta mál fjalla — að „hér búsettur innlendur maður, er raæti á alþingi“, sem talað er um í 2. lið tillögunnar, getur ekki verið ráðgjafi, getur ekki haft æztu stjórn (löggjöf og umboðs- vald) yfir íslandi, einmitt af þvi, að „sá sem ábyrgðina ber og skrifar undir með konungi verður að vera við hlið konungs — eða landsstjóra. Það lítur svo út, sem „ísafold" rang- skilji orð landshöfðingja viljandi. Hitt er blaðinu ósjálfrátt, að það blandar saman löggjafar- og framkvæmdarvaldi ráðgjaf- ans, og ráðaneyti og æztu stjórn innan- lands — öllu í eina þvælu — en á þessum hugsanavíxlum „ísaf.“ er staðhæfingin um „aðalkjarnann" í 2. lið tillögunnar að nokkrn leyti byggð. — Vér álítum það ógagnlegt og allt of óskemmtilegt, að rekja til rótar hugleiðingar frá eigin brjósti „ísafoldar" um „Nellemann á alþingi". Það liggur fyrir utan þetta mál. Hitt er eitt nóg, að allir hljóta að sjá, að kæmist þessi fá- dæmaályktun, eins og hún er, gegnum þing- ið, og gæti stjórnin tekið hana alvarlega, mundi sá einn kostur nauðugur, að skilja hinn „innlenda búsetta, æzta stjórnanda" tillögunnar sem „æzta umboðsmann fram- kvæmdarvaldsins (ekki löggjafarvaldsins) hér á landi“. „ísafold" lætur það, sem vér sögðum um réttarfarsreglur tillögunnar, að því er snertir ábyrgð hins fyrirhugaða „stjórn- anda“ standa og falla með spurningunni um, hvort þessi stjórnandi beri að skoðast sem ráðgjafi eða ekki. — þar þurfum vér því ekki annars en vísa til þess sem sagt er hér á undan.“ — „ísaf.“ biður um skýr- ing á orðum tillögunnar, að því er snertir ákvæðisvaldið um, hvenær tilefni sé, og hvenær ástæða þyki til að höfða ábyrgðar- mál. — Vér sögðum, að orðalagið benti til þess, að þetta ákvæðisvald ætti að vera hjá stjórninni, eins og nú er um sams- konar ábyrgð (landshöfðingja ábyrgðina). — Sú regla að gera sem minnsta breyt- ing á hinum fyrra rétti, þá er þýdd eru ný ákyæði, mundi þegar gefa stjórninni við samning hins fyrirhugaða frumvarps, rétt til að leggja orð tillögunnar svo út. En aðal-áherzlan liggur á því, að sjálf ábyrgð slíks valdsmanns innanlands er næst því að vera þýðingarlaus sem stjórnarbótar- ákvæði. Vinsamlegri bending ísafoldar til vor um „að kenna landshöfðingja sem fyrst að skilja þingsályktunina rétt“, skulum vér vísa aptur með því heilræði til ísaf., að draga sem lengst í annað sinn að þýða

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.