Þjóðólfur - 16.07.1895, Side 3

Þjóðólfur - 16.07.1895, Side 3
139 borð á þiljum uppi og hripuðu niður frétt- ir sínar á 15 tungumálum. Á hverri hálfri stundu skauzt dálítill gufubátur milli skips og lands með hraðskeyti og fréttapinkla. Allt í einu kveða við þúsundföld fall- byssuskot, svo allt leikur á reiðiskjálfi. En þegar mökkinn dregur frá, hyllir und- ir „Hohenzollernu, keisaraskipið, er það kemur brunandi gegnum skurðinn. Sjálfur stendur keisarinn í lyptingu í logagyltum skrúða og kveða við þúsundföld faguaðar- óp, er hann siglir framhjá. Nú var skurð- inum upplokið og komu öll hin skipin í halarófu á eptir. Þegar þessu var lokið stóðu veizluhöldin í 2 daga samfleytt á eptir, og átu menn þar og drukku og voru glaðir. Ýmsir eru dómar manna um, hverja þýðingu skurður þessi muni fá. Þegar sem hæst stóðu hátiðahöldin, vildi það ó- happ tii, að 2 stórskip hlupu á grunn, en þó varð þeim með miklum viðbúnaði ýtt á flot aptur. Er þess til getið af sumum, að hér muni vera svik í tafli og sé skurður- inn eigi svo djúpur, sem til var ætlazt. Hanmörk. Hór í Danmörku er tvennt, er mestum tíðindum þykir sæta. Er það eitt, að Gladstone gamli kom hér við á ferð sinni til Kílarhátíðarinnar, en hitt annað, að hiugað kom fjöldi blaðamauna frá Kíl- arborg. GKadstone gamli dvaldi hér að eins skamma hríð, eu ekki gekk þó lítið á. Múgur og marginenni flykktist niður að skipi hans og stóð þar lengi dags, ef vera mætti, að eitthvað sæist af honum. Hélt hann sér mest innanborðs, því hann er orðinn maður háaldraður og vill sem mest leiða hjá sér stjak og óró. Konungs- ættiu heimsótti hann á skipinu og dvaldi Þar nokkra stund. Blaðamennirnir dvöldu hér í 3 daga í mesta yflrlæti. Var þeim fagnað dásam- lega vel, og veittur hinn bezti beini. Öll voru stræti borgarinnar prýdd með fánum og blómsveigum og fagnaðarópin kváðu við úr hverju horni. Þótti þeim flestum mikið til koma og luku hinu mesta lofs- orði á Dani og gestrisni þeirra, sem vel má gera. Hafa allmörg hinna merkustu stórþjóðabiaða flutt langar og hlýjar roliur um Dani og framkomu þeirra við þetta tækifæri. Nýlega er strokinu héðinn frá Kaup- mannahöfn gimsteinafágari nokkur, Rappo- port að nafni. Haun var pólskur gyðing- ur að ætt og uppruna, hafði komið til Danmerkur fyrir nokkrum árum síðau og tekizt með hræsni og undirferli að koma sér i mjúkinn hjá ýmsum málsmetandi mönnum. Nú er það komið upp úr kafinu, að hann á Englandi og víðar hefur snuð- að gimsteina svo hundruðum þúsunda króna skiptir út í reikning ríkra gimsteinasala í Kaupmannahöfn. Enginn veit með vissu, hvar hann er niður kominn, en lögreglu- þjónar eru sendir í leit í ýmsar áttir. Hinn 1. júlí héldu íslenzkir stúdentar í Kaupmannahöfn samsæti í minningu 50 ára afmælis alþingis. Tóku alls 26 manns þátt í því og fór vel og skipulega fram. Ræður héldu þeir kand. Bogi Th. Melsteð, Dr. Jón Þorkelsson og stud. theol. Har- aldur Níelsson. Nýdáinn er Peter Schram, söngvari við konunglega leikhúsið. Stóð hann meðal hinna fremstu listamanna Dana í þeirri grein, og var optsinnis unan að sjá hann og heyra. Noregur og Svíþjóð. Að því er snert- ir viðureign þessara tveggja sambandsríkja, þá gerir þar hvorki að reka né ganga. Ráðaneyti Stangs beiddist lausnar eigi alls fyrir löngu, og varð konungur því að svip- ast um eptir nýju ráðaneyti. En það gekk ekki greiðara en svo, að konungur eptir ýmsar árangurslausar tilraunir í þá átt varð að biðja ráðaneytið að sitja kyrrt, og skipar það því enn sæti sitt. England. Ráðaneyti Eosebery’s lávarð- ar hefur nýlega beðið ósigur við atkvæða- greiðslu á þingi og þessvegna sagt af sér störfum. Salisbury lávarður hefur tekizt á hendur að mynda nýtt ráðaneyti. Standa nú bráðlega kosningar fyrir dyrum, og er flestum forvitni á að vita, hvort Gladstone gamli muni taka nokkuru þátt í kosninga- þrefinu, með því að slíkt þykir eigi all- sendis óhugsandi. Tyrkland, Fyrir uokkru síðan hefur verið ráðizt á enska, frakkneska og rúss- neska konsúla í Jeddah og misþyrmt illa. Nú hafa Englendingar sent þaugað 3 járn- varða dreka, og er eigi ólíklegt, að nokk- uð kunni að sljákka í Tyrkjum við þá sjón. Austurþjóðir. Ennþá er kurr mikill með Japönum og Kínverjum. Japanar hafa áskilið sér eyjuna Formosa, og veitthenni móttöku samkvæmt friðarskilmálunum. Eu Formósabúar hófu uppreist með tilstyrk Kínverja, og hafa Japauar orðið að bæla allan mótþróa niður með hervaldi. Sam- þykkt er meðal Rússa og Frakka að lána Kínverjum 400 miljónir franka til viðrétt- ingar landi og lýð eptir ófriðinn. Er svo sagt, að þessar tvær þjóðir í öllu séu Kín- verjum hlynutar, en hitt og, að Englend- ingar og Þjóðverjar styðji Japan og hygg- ist með því munu ráða jafnvæginu. Alþingi. IV. Holdsveikraspítali. Nefndin í því máli í neðri deild hefur lagt til, að láta fella stjórnarfrumvarpið um þá stofnun, sakir þess að málið sé ekki nægilega und- irbúið, en vill láta gera ráðstafanir til betri undirbúnings undir þing 1897. Enn- fremur vill nefndin láta fella stjórnarfrum- varpið um aðgreining holdsveikra frá öðr- um mönnum, en að nýtt frumvarp í líka átt sé samþykkt. Prestskosningariög. Nefndin í því máli vill láta samþykkja frumv. frá síð- ustu þingum um aukinn kosningarrétt safn- aða, þannig, að söfnuðirnir fái að velja um alla umsækendur, en biskup geti bægt frá, þeim er hann telur óhæfa til prestslegrar þjónustu. Til löglegrar kosningar þarf helmingur kjósenda að sækja fund, og um- sækjandi fá miuust x/8 atkvæða, er greidd eru. Prestakallaskipun. Nefnd í efri deild hefur lagt það til, að Kálfafelissókn á Síðu skuli vera sérstakt prestakall með 300 kr. uppbót úr landsjóði; ennfremur að jörðin Hrafnagil leggist til Grundarþinga presta- kalls, en Akureyrarprestakall fái 150 kr. úr landsjóði til endurgjalds. Einnig hefur nefndin lagt það til, að Eyvindarhólapresta- kall fái 200 kr. uppbót úr landsjóði, eins og stjórnarfrumv. fór fram á. Eptirlaunamálið er nú samþykkt í neðri deild. Samkvæmt því séu eptirlaun launanna og 20 kr. að auki fyrir hvert þjónustuár. Efri deild hefur samþ. 600 kr eptirlaun handa séra Pétri Guðmunds- syni, fyrv. presti í Grímsey, en í neðri deild er komin fram tillaga um, að eptir- laun hans séu 500 kr., eins og stungið var upp á í stjórnarfrumvarpiuu. Lækkun á árgjaldi. Hallgr. Sveins- son og Gutt. Vigfússon hafa borið fram frumv. um, að 600 kr. árgjald frá Hólma- prestakalli i Reyðarfirði færist niður í 200 kr. frá fardögum 1895, og að skuld sú, að upphæð 600 kr., er núverandi prestur í brauðinu sé kominn í við landsjóð, falli niður. Fjárráð giptra kvenna. Nefnd í því

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.