Þjóðólfur - 26.07.1895, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 26.07.1895, Blaðsíða 2
146 maður þess Valtýr Guðmundsson mikil- lega með því og sömuleiðis Jens Pálsson, en Tryggvi Gunnarsson andmælti því, sagði að hér væri farið fram á oflítið og oímik- ið, nfl. oflítið, að því leyti, að þetta eina skip gæti alls ekki fullnægt samgönguþörf- um vorum, þá er ætlazt væri til, að það væri bæði strandferðaskip og millilanda- skip, og gæti því ferðaætlun þess ekki orðið í neinu lagi, en ofmikið væri þetta, að því leyti, að teflt væri með fé lands- sjóðs frekar en góðu hófi gegndi, því að sjálfsögðu mætti búast við miklu fjár- framlagi fram yfir þessar 350,000 kr., til þess að skipið gæti borið sig o. s. frv. Það dylst víst engum, að flutningsm. frumvarps þessa hafa borið það fram í bezta tilgangi til þess, að ráða bót á þeim samgönguvandkvæðum, er hér hafa átt sér stað og til þess að fullnægja á ein- hvern hátt kröfum almennings, er alstaðar hafa gengið í þá átt, að auka þyrfti sam- göngur innanlands og við útlöud, að mikl- um mun. En hins vegar ber að gæta þess, að þótt þessar óskir þjóðarinnar séu allríkar, þá mun það alls ekki vera að skapi meginþorra hennar, að einmitt nú þegar sé keypt eimskip á kostnað land- sjóðs með allri þeirri áhættu, er þar af leiðir. Að vísu munu sumir segja, að við lagasjóðurinn sé nógu sterkur til að leggja út í þetta fyrirtæki, og að vogun vinni og vogun tapi, en þá kemur hitt til greina, hvort það er rétt og tiltækilegt af fulltrú- um þjóðarinnar nú á þessu þingi að varpa ef til vill meiri hluta þess fjár, er vér höfum safnað í viðlagasjóð næstliðin 20 ár, með einu teningskasti í eitt einasta fyrirtæki, sem þrátt fyrir margvíslegt hagræði, alls ekki getur veitt landsmönnum samsvarandi á- góða, hvorki beinlínis né óbeinlínis. Vér efumst um, að svo alvarlegt tafl sé þjóðar- vilji. Að minnsta kosti væri sanngjarnt, að þjóðinni væri gefinn kostur á, að láta í ljósi vilja sinn um þetta, áður en þing- ið tekur ákvarðanir um það. En vér viljum taka það beinlínis fram, til að koma í veg fyrir allan misskilning, að þetta frumvarp samgöngumálanefndar- innar á alla viðurkenningu skilið, og er þess vert, að um það sé rætt og ritað hóglega og mjúklega, því að allir eru sammála um það, að eitthvað þurfi að gera til að hrinda samgöngumálum vorum í betra horf. Frum- varp þetta er einnig kornið fram nú, eink- um sakir þess, að tilboð þau um strand ferðir, er fyrir þinginu lágu þóttu óað- gengileg, og þá hefur nefndin tekið það ráð, að hreyfaþessu máli—eimskipskaupi— til að láta það sjást, að hún vildi gera eitthvað, svo að þinginu yrði ekki legið á hálsi fyrir afskiptaleysi af þessu máli. En flutningsmenn málsins vita það ofboð vel sjálfir, að mál þetta er mjög athuga- vert og þarf miklu rækilegri undirbúning, en nú hefur verið kostur á. Yér höfum t. d. engan hérlendan mann, er getur tal izt vel hæfur til að gerast farstjóri þessa landssjóðsskips, þótt einhver ungur, óreynd- ur maður kynni að vilja bjóða sig til þess. Og það er reynsla fyrir því, að „enginn er öðrum sjálfur“, og að flestöll stórfyr- irtæki, sem kostuð eru af almannafé fara miklu fremur á höfuðið, en þau fyrirtæki eða félög, sem einstakir menn standa fyr- ir, og hafa sjálfir hag af, að borgi sig. Því er nú miður, að svo er mörgum farið, að vera ekki jafngóðir ráðsmenn yfir ann- ara fé, sem sínu eigin, einkum þar sem hið opinbera á hlut að máli annars vegar. Að svo komnu máli, viljum vér að eins óska, að þingið geti fundið einhver önnur ráð, til að hrinda samgöngumálum vorum í viðunanlegt horf, næsta fjárhagstímabil, heldur en þetta, sem nú hefur komið fram, því að það er mjög athugavert frá ýxns- um hliðum og af ýmsum ástæðum, er hér verða ekki allar greindar. --»<o-~ - - „ísafold á nálum“. í næstsíðasta blaði ísafoldar má lesa greinilega milli línanna, að henni stendur meir en lítill geigur af því, ef svo óhappa- Iega(!) tækist til, að stjórnarskrármálið yrði samþykkt nú í sumar, og nýjar kosn- ingar færu fram að sumri, því að þá er hún lafhrædd um, að ritstjóri Þjóðólfs kom- ist á þing. En hún þarf ekkert að vera srueik við það, því að fyrst og fremst hafa þingmenn Skagfirðinga og Húnvetninga í efri deild svarizt í fóstbræðralag, til að stytta stjórnarskránni aldur, ef hún kemst svo langt, og svo er ritstj. ÞjóðóJfs alls ekkert áhugamál að komast á þing, enda er miklu þægilegra fyrir blaðamann, að standa fyrir utan alla þingflokka, svo að allar hinar góðgjarnlegu getgátur ísafoldar um fylgi Þjóðólfs við stjórnarskrármálið saltir þess eru alveg gripnar úr lausu lopti. Eu „margur heldur mig sigu. ísafold þekk- ir eflaust enga aðra sannfæringu, en þá, sem að eins skapast sakir eiginna hags- muna eða í ávinningsskyni og þess vegna hefur hún svo dyggilega lafað aptan í landsstjórninni með lotningarfullu smjaðri um allar hennar gerðir, en ruglað um vel- ferðarmál þjóðarinnar stefnulaust, alvöru- laust og sannfæringarlaust á öllum áttum, eptir því sem heuni hefur boðið við að horfa sitt í hvert sinn, og eptir þvi hvern- ig vindstaðan hefur verið, því að „velferð landsins er varaskeifa, verði ekki öðru til að dreifa“, eins og skáldið kvað. Þó tekur út yfir, þá er ísafold klykkir út með því, að setja landsskjalasafnsröð- unina(!) í samband við stjórnarskrána (!) Hún á fremur erfitt með að gleyma hrak- förunum í því máli 1893, því að það er auðséð, að hún er ekki nærri jafngóð enn. Þetta kemur svo afarbjánalega og hlægi- lega fram, að menn geta ekki stillt sig um að brosa að hínni magnlausu gremju blaðsins út af þessum litla styrk, er þing- ið veitti til þess verks í hitt eð fyrra, einkum þá er hvorJci nú né eptirleidis, verður sótt um neinn styrk til þess frá vorri hálfu, og má því ísafold japla svo lengi sem hún vill á þessu landsins mesta velferðarmáli(I), er hún svo nefnir. Hún vinnur ekki annað með því, en að gera sig enn hlægilegri og aumingjalegri, og er þó varla gustuk við það að bæta. Skólamálið. Frumvarp stjórnarinnar um gagnfræðakennslu við lærða skólann og afnám Möðruvallaskólans var fellt í efri deild 20. þ. m. með öllurn atkv. hinna þjóðkjörnu gegn hinum konungkjörnu. Mælti landshöfðingi fastlega með frumvarpinu, ásamt Jóni Hjaltalín, en ekki hreif það. Mun það eirikum hafa verið afnám Möðru- vallaskólans, er varð frumv. að fótakefli. Ætla menn að skólastjóri uni illa þeim úrslitum, enda er það inun skemmtilegra og þægilegra, að sitja hér í höfuðstað landsins innan um æztu „broddaua“, heldur en heima „í fásinninu" á Möðruvöllum. í sambandi við þetta mál birtum vér hér stutta skýrslu, er vísindamaður einn á Þýzkalandi, gagnkunnugur skólamálum, reit kunningja sínum hér í bænum fyrir 8kömmu, er hafði skýrt honum frá hinni fyrirhuguðu skólabreytingu hér á landi og spurt hann um fyrirkomulag þýzkra skóla. Svar hans, er oss hefur verið léð til birt- ingar, er svo látandi: „Spurningin frá yður var um það, hvort á Þýzkalandi væru til sameinaðir „real“- (gagnfræða-) og latínuskólar ? — Geri eg þá ráð fyrir, að þér með latínuskóla mein- ið eiumitt skóla, eins og Eeykjavíkur lærða skóla eða „Gymnasium" eptir þýzku hug- myndinni, þ. e. skóla með kennslu í latínu og grísku, sem útskrifar stúdenta tií há- skóla.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.