Þjóðólfur - 26.07.1895, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 26.07.1895, Blaðsíða 4
148 Hinn eini ekta Hrama-Ljifs-EIllKir. (Heilbrigðis matbitter). Þau uærfellt 25 ár, sem almenmngur hefur notað bitter þennan, hefur hann rutt sér í fremstu röð sem matarlyf og lofstír hans breiðzt út um allan heim. Honum hafa hlotnazt hæstu yerðlaun. Þegar Brama-lífs-elixír hefur verið brúkaður, eykst öllum líkamanum þróttur og þol, sálin endurlifnar og fjörqast, maður verður glaðlyndur, hugralckur og starffús, skiln ingarvitin verða nœmari og menn hafa meiri ánægju af gæðum lífsins. Enginn bitter hefur sýnt betur að hann beri nafn með rentu en Brama-líís elixír, e-i sú hylli, sem hann hefur náð hjá almenningi, hefur gefið tilefni til einskis nýtra eptirlíkinga, og viljum vér vara menn við þeim. Kaupið Brama-lífs-elixír vorn einungis hjá útsölumönnum vorum, þeim sem fengið hafa umboð frá oss, sem eru þessir: Akureyri: Hr. Carl Höepfner. -----Gránufélagii. Borgarnes: Hr. Johan Lange. Dýrafjörður: Hr. N. Chr. G-ram. Húsavík: Örurn & Wuljfs verzlun. Keflavík: H. P. Duus verzlun. -----Knudtzon’8 verzlun. Reykjavík: Hr. W. Fischer. —.— Hr. Jón 0. Ihorsteinson. Raufarhöfn: Gránufélagið. Sauðárkrókur: ---- Seyðisfjörður:-------- Siglufjörður: —— Stykkishólmur: Hr. N. Chr. Gram. Vestmannaeyjar: Hr. .7. P. T. Bryde. Vík í Mýrdal: Hr. Halldór Jónsson. Ærlækjarsel: Hr. Sigurður Gunnlögsson. Einkenni: Blátt Ijón og gullhani á einkennismiðanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, hinir einu, sem búa til hinn verðlaunaða Brama-lífs-Elixír. Kaupmannahöfn, Nörregade 6. V o 11 o r ð. Eins og hljóðbært er orðið hér um sveitina, gaf eg, i síðastliðnum febrúar Guðm. Björnssyni á Stóruseilu, vottorð undir eiðstilboð, að eg hefði heyrt Gísla Benediktsson á Skorðugili og Einar Sigurðsson á Reykjarhóli, tala sín á milli um, hvað gera skyldi við sauð, sem Guðm. Björnsson átti, sem Gísla var afhentur á Sauðárkrók til beztu fyr- irgreiðslu, þegar þeir ráku þaugað pöntunarsauðina úr Seiluhreppi síðastl. haust. Samtal þetta heyrði eg einn, að þeim báðum undanteknum, og kom það fullkomlega í ljós i umræðum þeirra, að þeir vissu vel, að sauðurinn heyrði ekki til pöntunar- fénu, því þeir voru að gera ráð fyrir, að slátra honum, og leggja hann inn í reikning G. B. á Seilu, sem átti sauðinn, en ekkert varð úr þvi, og sauð- inn létu þeir fara með pöntunarfénu. Margir höfðu séð nefndan sauð, og sáu ljóslega, að hann heyrði ekki til pöntunarfé Seiluhr.manna, á þvi, að annað litarmark var á honum, og gáfu vottorð um það, öll vottorðin voru til sýnis á sáttafundi, því Guð- mundur Björnsson stefndi þeim félögum fyrir til- tækið, og fékk borgaðan sauðinn, er þeir sáu sitt óvænna, en á eptir hafa þeir fengið samvizkubit og riðu heim til mín, fyrst Gíslí og Pétur Stef- ánsson ráðsmaðurinn á Reykjarhóli, að reyna að fá mig til að taka aptur vottorðið, en máttu þá fara svo búnir; þarnæst komu þeir þrir saman n. fl. Gísli, Einar og Björn Björnsson frá Holtskoti; þeir höfðu með sjer skrifað skjal, sem þeir báðu mig að ljá sér nafn mitt undir, og töluðu mikið um, í hvaða vandræðum þeir væru út af þessu vottorði, sem eg hafði gefið Guðmundi, það gæti leitt til þess, að hið „opinbera11 skærist í leikinn. Jafnframt sögðu þeir mér, að eg gæti komið til að bera á- byrgð á vottorðinu, þar eg væri að eins einn, sem bæri um þetta samtal, og gæti því orðið óþægilegt fyrir mig. Eg var illa viðbúinn slíkri heimsókn og lét tilleiðast — af því eg kenndi i brjósti um þá — að ljá nafn mitt undir skjalið, en eg iðraðist strax eptir það; það var meining skjals þessa, að vottorð það, sem eg hafði gefið Guðm. skyldi ómerktvera; þeir handsöluðu mér, að þeir skyldu ekki sýna það nokkrum, sem eg tók sem svo, að þeir sýndu það ekki nema þeir yrðu fyrir nýjum árásum út af nefndum sauð. Þetta hafa þeir því miður ekki efnt, og á sveitarfundi á Stóruseilu 9. raarz siðastl. fengu þeir það kand. J. Jakobssyni á Víðimýri í hendur til yfirlýsingar og jafnframt hafði hann haldið álnarlanga ræðu, til þess að sverta mig í augum almennings, með sínum venjulega munnsöfn- uði, og hefur ætlað að þvo þá hreina, sem auðvit- að hefir atað þá meir, þar þeir ekki voru menn til að þvo hendur sínar sjálfir, og hefði þó Gísla grey- inu ekki veitt af að hreinkast dálítið!! Eg var ekki á þessum fundi til þess, að heyra á, eða svara fyrir mig; hefir því kandidatinn verið á sínum bezta stað. Af því eg var ekki vel fyrirkallaður, þegar þeir heimsóttu mig, þá kenndi eg í brjóst um þessa manngarma, hvað þeir báru sig illa, og lét til- leiðast, að ljá þeim nafn mitt undir áður nefnt skjal; er það því alveg ómerkt, en það vottorð, Bem eg friviljuglega gaf Guðm. á Seilu er hið sanna og rétta. Eg býst við, að kandid. á Víðimýri haldi ekki nema tuttugu og þriggja þuml. langa ræðu, til að lýsa framkomu sinni gagnvart mér, enda hryggir það mig ekki; það þarf ekki að verja málstað minn, vottorðið, sem eg frambauð Guðm. er sannleikur, og sannleikurinn ver sig sjálfur, ef ekki er níðst á honum. Á framanrituðu getur ,sést, hvað hægt er að leiða menn frá sannleikanum, þegar þeir eru illa fyrirkallaðir. Svartárdal ytri 12. apríl 1895. Einar Björnsson. Þakkarávarp. Þegar eg á næstl. vetri varð fyrir því sorgartilfelli, að missa manninn minn í sjóinn frá 8 börnum á ómaga-aldri, urðu mjög margir til að létta mér þennan tilfinnanlega missi, með því bæði að senda mér gjaflr, taka af mér börn án endurgjalds og hjálpa mér á ýmsa vegu, sem enga björg gat veitt mér, þar eg lá fyrir dauð- anum, þegar þetta sorgartilfelli bar að höndum. — Þar eg veit, að þessir velgerðamenn mínir hafa ekki gert þetta kærleiksverk í þeim tilgangi að fá að sjá nafn sitt á prenti, læt eg nægja að biðja hinn algóða föður að launa þeim öllum, sem af kristilegum kærleika sýndu mér þennan óverðskuld- aða velgerning, í þessum mínum mjög erfiðu kring- umstæðum. og veit, að þeir fá að heyra þau gull- vægu orð á sínum tima: „Hvað sem þér gerðuð einum af þessum mínum minnstu hræðrum, það hafið þér mér gert“. Húnakoti í Þykkvabæ 12. júní 1895. Guöný Kr. Magnúsdóttir. Fyrirlestur. Á laugardagskveldið 27. þ. ni. heldur ungfrú Jessie Ackermann fyrirlestur fyrir kvennfóik í Goodtempiara-húsinu kl. 81/*!. Aðgangur ókeypis, og fást aðgöngumiðar í húsi Kr. Ó. Þorgrímssonar 4 laugardag inn frá ki. 12—2 og 5—7. ju frá 125 kr. -s- 10°/0 afslætti gegn borg- jl un út í hönd. Okkar harmoniurn eru il brúkuð um allt ísland og eru viður kennd að vera hin beztu. jl Það má panta hljóðfærin hjá þess- jj um mönnum. sem auk margra annara |1 gefa þeim beztu meðrnæli sín: j Hr. dómkirkjuorguulsta Jónasi Helgasyni, |1 — kaupm. Birni Krlstjánssynií Beykjavík, ■jj -----Jakob Gunnlögssyui, Nansens- f |1 Biðjið um verðlisla vorn, sem er með jl myndum og ókeypis. Í Potersen & Stenstrup, jj Kjöbenhavn V. Tf jöt af velfeitum nautkálfi, á 25—30 a. pundið, fæst í verzlun Finns Finnssonar. Nálægt Kögunarhól í Ölfusi tapaðist fyrir stuttu hryssa, fremur ljósgrá á lit, affext, með stýfðu tagli, klárgeng, með sexboraðri skeifu undir öðrum fram- fæti og tjörukross hægramegin á lendinni, mark: biti apt. h. (granntj, blaðstýft fr. v. — Finnandi geri mér. aðvart. Neðradal í Vestureyjafjallahr. 15. júlí 1895. lngvar Hallvarðsson. Eigandi og áhyrgðarmaður: Ilannes Þorsteinsson, r.and. theoi. Félagspren tsmiój an.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.