Þjóðólfur - 26.07.1895, Side 3

Þjóðólfur - 26.07.1895, Side 3
147 Þar til svarast nei; slíkir skólar eru ekki til í neinu landi, þar sem þýzk tunga er töluð, bvorki í Prússlandi né hiuum einstöku ríkjum þýzka alríkisins og held- ur ekki í Austurríki nó á Svisslaudi. Þýzkir skólar skiptast þannig neðan frá: 1. Realskóli, með eintómri real- kennslu, og eru þar eigi lærð önnur mál en frakkneska og enska. Burtfararvottorð þaðan veitir að eins aðgang að eins árs herþjónustu, en ekki að neinu öðru. 2. Realskóli með „Progymnasium“ (undirbún- ingskennslu undir ,,Gymnasium“); þar er kennt alveg það sama sem í realskóla, að eins með þélm. viðauka, að þar gefst kostur á latínukennslu 1 3 ár, samsvar- andi að umfangi þvi sem kennt er í þrem- ur neðstu bekkjum (Sexta, Qvinta, Quarta) „gymuasianna" (lærðu skólanna); geta svo þeir, seui þeirrar kenuslu liafa notið, orðið teknir í neðri deild 3. bekkjar, talið ofan frá (Tcrtia). 3. Reai-gymnasium (áður kallað: æðri realskóli); í þeim skóla er nokkuð ítarlegri realkennsla en í realskóla nr. 1 og 2 og þar til latínukennsla í um- f'angsmeiri mæli.1 4. „Gymnasium“ (áður eiunig kallað latínuskóli, samsvarandi ykk- ar lærða skóla) með latínu og grísku kennslu. Burtfararvottorð frá þessum skól- um veitir keimild til framhaldandi æðra náins. — Af þessu sést ijósast, að hjá oss eru sameinaðir latíuu- og realskólar alls ekki til. Eg fyrir mitt leyti skil ekki, hveruig menu ætla sér að sameina tvo slíka skóla, það hlyti að verða skringilegur hrærigraut- ur, og á sama máli eru þeir, sem eg hef átt tal við um þetta. í stuttu máli: vér skiljum alls ekki þessa íslenzku fyrirætluu. Annarhvor hlutinn hlyti að skaðast, og það yrði þá einmitt ykkar gamli, frægi Rerði skóli. En vonandi er, að þetta verði lausagrilla eiu og ekki annað“. Mikil botnliius vitleysa er það, sem „ísafold“ ber á borð fyrir lesendur sína 2o. þ- m- út af úrskurði neðri deildar um forseta-atkvæðið 8. þ. m. Hún hringsnýst þar utan um sjálfa sig, eins og höfuðsóttar- gemlingur, jórtrar upp setningar eptir sjálfri sér, leggur þær Þjóðólfi í munn, og berst ’) Eptir þessa árs skýrsiu hins œðri realskóla í Leipzig var þetta lesið af latnoskum rithöfund- um: 10 æfir í Cornelius Nepos, 6 bækur í Cœsar, Jugurthustríð eptir Sallúst, valdir kaflar fir Meta- morphoBes Ovidíusar, Livius 21. og 23. bók, Cato Major Cicero’s, 1., a. og 3- hók í Eneasardrápu Yergils, Germania eptir Tacitus, Yaldar óður Hórazar. svo um á hæl og hnakka gegn þeim, svo sem annari endiieysu. Fyr má nú vera öfug hringferð í hugsunarganginum eu svo sé. Það er meira að segja ískyggiíegur vanki. Hver maður með meðal-þekkingu, hvað þá heldur margra ára stúdent í lög- vísi, ætti að geta séð það, að í Þjóðólfi hefur aldrei verið vikið að því einu orði, að úrskurður þingdeildanna um réttan skilning á þir.gsköpunum væri ekki talinn gildur á þeim tíma, sem hann er uppkveð- inn og í því máli, sem fyrir liggur, enda er auðvitað skylt að hlíta slíkum úr- skurð um. Eu þingdeildirnar geta fellt úrskurði þvert ofan í aðra úrsurði þeirra, sem áður hafa verið feildir, og það hafa þær stuudum gert, sem sýnir, að það er komið að miklu leyti uudir geð- þekkni deildarmanna í það og það skipti, hvernig úrskurðir þeirra falla, og er því hér ekki um ueitt algilt lagaboð að ræða, er alls ekki verði breytt með öðruin endi- legum úrskurði (konungs eða ráðgjafa), ef einhverju er haldið svo langt til streitu til að taka af allan vafa eptirleiðis. AUur vefur „ísafo!dar“ um frestun á fundi og þar fram eptir götunum, er hin hlægilegasta della, sem hugsazt getur. Það hefur enginn minnzt á neitt þvílíkt, nema hún ein. En að öðru leyti er varla ómaks- ins vert að yrðast við málgagn, er annað- hvort snýr öllu öfugt gegn betri vitund, þá er engin önnur ráð eru til að verja sig með, eða er svo andlega vankað, að skilja ekki mælt mál, né geta gert greinarmun á réttu og röngu. Það virðist eiga eitt- hvað sammerkt við manninn, er varð að skila pappírunum hvítum við lögfræðis- prófið í Kaupmannahöfn hérna um árið eptir langan og strangan undirbúning. A1 þ i n g i. VI. Þiiigsályktunartillagan í stjórnar- skrármáliuu var samþykkt í efri deild 22. þ. m. með 7 atkv. þ. e. öllum konuug- kjörna flokkuum, ásamt Jóni Jakobssyni og Þorleifi Jónssyni gegn 3 (Guttormi Vig- fússyni, Jóni Jónssyni og Sigurði Stefáns- syni), en Sigurður Jensson greiddi ekki atkv. Hélt Þorleifur alllanga ræðu móti stjórnarskrárfrumvarpinu, og lýsti því bein- línis yfir, að hann greiddi atkv. gegn því, ef það væri lagt fyrir deildina. Bar eink- um fyrir sig vilja kjósenda sinna, og kvaðst álíta, að hann brygðist trausti þeirra, ef hann greiddi ekki atkv. með tillögunni. Eptir að vita, hvort meiri hluti Húnvetn- inga verður á sama máli um það. Traust það, sem Jón Jakobsson bar til þingmanns- ius í þessu máli, hefur því ekki iátið sér skammar verða. „Öðruvísi mér áður brá“, má segja, ef flett er upp Þjóðólfi á árun- um 1886—1888, þ. e. í ritstjórnartíð þm. Húnvetninga. en það er sjálfsagt flest gleymt nú. Aptur á móti virðist hafa orð- ið erfiðara að gleyma „miðluninni41 frá 1889. Lagaskóli. Þeir Jón Jakobsson og ÞorJeifur Jönsson hafa borið upp í efri deild frumvarp um stofnun lagaskóla, svip- að því sem áður hefur verið samþ. af þing- inu. Skulu tveir kennarar vera við skól- ann, er annar sé jafnframt forstöðumaður og hafi 3000 kr. í árleg laun, en hinir kennarar 2500 kr. Jón Jakobsson notaði tækifærið við 1. umr. málsins, til þess að varpa hnútum að háskólamálinu, og hefur víst þótzt sýna mikla rögg af sér með því að lýsa því yfir, að hann greiddi atkv. gegn stofnun háskóla, hveuær sem frum- varp um það væri borið upp í ,þeirri deild, sem hann ætti sæti í. Hallgrímur Sveins- son talaði og í málinu, en fór kurteisari orðum um háskólastofnun hér og samskot til þess, heldur en þm. Skagfirðinga. Að lokum var sett 3 manna nefnd í málið: Hallgr. Sveinsson, L. E. Sveinbjörnsson og Þorleifur Jónsson. Jón Jakobsson var éklti valinn í nefndina. Annars er ekkert á móti því, að lagaskólafrv. þetta verði samþ. af þinginu. því að hver veit nema stjórnin sinni því nu, og er þá fengiún einn aðalþáttur í hiuni fýrirhuguðu há- skólastofnun. Þetta frv. þarf því alis ekki að verða því máli til hnekkis síðar meir, heldur miklu fremur til stuðnings. Ojafsóknir. Skúli Thoroddsen og Pét- ur Jónsson bera upp frumv. um, að gjaf- sóknarréttur embættismanna sé úr iögum numinn. Fréttaþráður. Samþykkt hefur verið í Nd. sú tiilaga frá samgöngumálanefndinni, að þingið skori á ráðherra íslands, að hlut- ast til um, að það verði borið fram við erleud ríki, hvort og að hve miklu leyti þau kynnu að vilja styðja að því, sérstak- lega veðurfræðinnar vegna. að lagðurverði fréttaþráður (teiegraf) til ísiands. Búseta fastakaupmanna. Frv. um það samhljóða frv. síðasta þings flytur Skúli Thoroddsen. Þjórsárbrúin er nú fullger og verður vígð á sunnudaginn kemur 28. þ. m. af Hannesi Hafstein landritara í umboði landshöfðingja, er sjálfur getur ekki þang- að farið af alþingi. Kvað brúarvígslan vera ákveðin kl. 4 e. h. og er það óhent- ugri tími fyrir héraðsbúa, er þangað koma að sjá og lieyra, heldur en vigslan hefði farið fram á hádegi eða fyr. Um háslátt- inn vill fólk fara sem allra-sparlegast með timann.______ Nýtt nautakjöt á 0,20 og 0,30 pd. fæst á morguu í verzlun Eyþórs Felixsonar.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.