Þjóðólfur - 02.08.1895, Page 4

Þjóðólfur - 02.08.1895, Page 4
152 rektor Þorkelssyni til að gefa út orðasafn sitt. Ennfremur vill nefndin veita 600 kr. styrk á ári til að gefa út kennslubækur á íslenzkri tungu við lærða skólann, en vill ekki veita fimleikakennaranum utan- fararstyrk, eins og stungið var upp á í stjórnarfrumv., og ekki heldur kaupa hús það, sem stýrimannaskólinn er haldinn í, en vill hækka laun forstöðumannsins upp í 2000 kr. og húsaleiguna um 100 kr. Nefnd- in vill veita hinum fyrirhugaða kvenna- skóla fyrir Austurland á Eiðum 1200 kr. styrk síðara árið, færa npp styrkinn til alþýðumenntunar, veita bókmenntafélags- deiidinni í Reykjavík 1500 kr. styrk sakir liins afarþrönga fjárhags íélagsins, en þyk- ist ekki geta lagt með því, að keypt sé hand- ritasafn þess handa landsbókasafninu, enda muni það ofdýrt sett (20,000 kr.); einnig vill nefudin hækka styrkinn til Þjóðvina- félagsins upp í 750 kr. á ári og styrkinn til náttúrugripasafnsins um 100 kr., enn- fremur styrkinn til stórstúku Goodtempl- ara upp í 800 kr. á ári, en er móthverf styrknura til útgáfu alþingisbókanna. Yill veita frú Elínu Eggertsdóttur 1200 kr. styrk til að koma á stofn hússtjórnar- og raatreiðsluskóla í Reykjavík, og 500 kr. árl. styrk til kennslu og viðhalds á skól- anum; vill veita cand. mag. Bjarna Sæ- raundssyní 800 kr. hvort árið til að kynna sér ástand fiskveiðanna hér við land, og Eiuari Jónssyni frá Galtafelli 500 kr. á ári til að halda áfram myndasmíði í Kaup- raannahöfn. Einnig vill nefndin veita Magnúsi Þórarinssyni á Halldórsstöðum 25,000 kr. lán vaxtalaust í 5 ár til að flytja tóvinnuvélar sínar á Húsavík; enn- fremur vill nefndin veita 600 kr. fyrra árið handa verkfræðingi til að rannsaka hafna- og þrautalendingar meðfram suður- strönd landsins. Að lokum vill nefndin veita amtsráði Vesturamtsins allt að 60,000 kr. láu til gufubátskaupa fyrir Vestfirð- ingafjórðung, og allt að 30,000 kr. lán til að styrkja ísgeymslu og útflutning á ís- vörðum fiski. — Framsögumaður nefndar- innar er séra Þórhallur Bjarnarson. (xufuskipsmálið. Við 2. umr. þess raáls í neðri deild 30. f. m. var samþykkt eptir allharðar umræður og með örlitlum atkvæðamun að kaupa skip, en fellt með 13 gegn 10 atkv. að leigja skip, og önn- ur varatillaga um að kaupa eða leigja felld með 12 atkv. gegn 11. Virðist það mál sótt meir af kappi en forsjá nú á þessu þingi. — Betur að vel rætist úr. Birting opinberra auglýsinga. Frv. frá Sigurði Stefánssyni og Jóni Jakobssyni um að opinberar auglýsingar skuli birta í Stjórnartíðindunum var samþ. við 2. umr. í efri deild í fyrra dag með 6 atkv. (Jón Hjaltalín og 5 þjóðkjörnir) gegn 5 (Sig- urður Jensson og 4 hinir konungkjörnu). Þorkell Bjarnason talaði einkum mikillega fyrir því, að ísafold væri ekki svipt þess- um auglýsingum, og sömuleiðis Hallgr. Sveinsson og Sigurður Jensson. Lands- höfðingi tók einnig til máls gegn frum- varpinu, eins og lög gera ráð fyrir, vildi ekki láta ákveða, hvar auglýsingar þessar ætti að birta, heldur væri stjórnin látin sjálfráð um það. Það væri líklega ekki mikið vafamál, hvert hún sneri sér þá!! Stjórnarskrármálið. Meirihluti nefnd- arinnar í því máli vill láta samþ. þingsá- lyktunartillöguna, en minni hlutinn (Pét- ur Jónsson) hefur komið fram með frum- varpið og var það samþykkt í Nd. í fyrra dag við framhald 1. umr. með 13 atkv. gegn 10. Allir tillögumennirnir greiddu atkv. gegn því nema Halldór Daníelsson þingm. Mýramanna. Má ganga að því vísu, að frumvarpið verði samþ. i neðri deild, hvað sem um þingsályktunartill. verður. Kennaraskólinn í Flensborg (uppá- stunga menntamálanefndarinnar) var felld- ur í Nd. í fyrra dag. Ný Iög. Þessi 14 lög eru nú afgreidd frá þinginu: 1. Um stækkun lögsagnar- umdæmis Akureyrarkaupstaðar. 2. Um prentsmiðjur (hlunnindi fyrir amtsbóka- safnið á Seyðisfirði). 3. Um bæjarstjórn í Reykjavík (rífkun kosningarréttar). 4. Eptirlaun handa séra Pétri Guðmundssyni í Grímsey (500 kr. árlega). 5. Um hvalleif- ar. 6. Um brúargerð á Blöndu. 7. Um sam- þykktir til hindrunar skemmdum af vatnaá- gangi. 8. Um eptirlaun embættismanna. 9. Um stefnur til æðri dóms í skiptamálum. 10. Um skipting ísafjarðarsýslu í 2 sýslufé- lög. 11. Um hluttöku safnaða í veitingu brauða. 12. Um breyting á gjöldum þeim, er hvíla á jafnaðarsjóðunum. 13.—14. Löggilding 2 nýrra verzlunarstaða: á Nesi í Norðfirði og Hvammstanga við Miðfjörð. Jón Jónsson í Múla, 2. þingm. Eyfirð- inga, kom til þings 27. f. m. Hafði legið veikur i taugaveiki, en er nú albata. Yerðlaun. Þeir dr. phil. Björn M. Ólsen og Jón prófastur Jónsson á Stafafelli hafa fengið verðlaun af „gjöf Jóns Sigurðs- sonar“, hinn fyrnefndi 500 kr. fyrir rit- gerð „um Sturlungu", en hinn síðarnefndi 200 kr. fyrir ritgerð „um íslenzk manna- nöfn“. Ennfremur má geta þess, að Sigurður bóndi Guðmundsson í Vetleifsholtshelli i Holtum hefur fengið 100 kr. verðlaun af búnaðarfélagi Suðuramtsins fyrir ritgerð um húsabyggingar. Hval fimmtugan rak á Strandhöfn i Vopnafirði fyrir skömmu. Uppganga á Eiríksjókul. Það hefur jafnan verið álitið, að ekki væri hægt að komast upp á Eiríksjökul, en nú hefur Dr. Heusler frá Þýzkalandi ásamt Þorgr. Guðmundsen komizt alla leið upp á há- jöku! og fundu engan sérlegan erfiðleika á því. Þeim virtist, að hægt væri að komast víða annarstaðar upp en þeir fóru; brattinn á sjálfum jöklinum er minni en á Heklu; neðst er hamrabeltið að vísu bratt nokkuð, en hættulaust uppgöngu. Jörðin Stóra-Ármót í Árnessýslu fæst til ábúðar í næstkom- andi fardögum. Jörðinni fylgja rojög stór tún, slétt og grasgefin. Útheyskapur mik- ill og hægur. Laxveiði talsverð. — Menn semji við undirritaðan eiganda og ábúanda jarðarinnar. Stóra-Ármóti 20. júlí 1895. Jón Eiríksson. Undirskrifaður heldur kveid-guðs- þjónustu í Bessastaðakirkju næstkom- andi sunnudag, 4. þ. m., kl. 5 e. h. Evík ‘-/s. ’95. Geir Sæmundsson. Bindindisféiag islenzkra kvenna held- ur aðalfnnd á miðvikudaginn 7. ágúst, kl. S1/^ e. h., í Goodtemplarahúsinu. Ungfrú Jessie Ackermann heldur íýrirlestur. Allir meðlimir eru beðuir að mæta. Félagsstjórnin. á allskonar vörum, sem sendar eru tii eða frá útlöndum með póstgufuskipunum eða öðrum gufuskipum, get eg útvegað, hvenær sem óskað er, gegn lágu ábyrgðar- gjaldi á öllum tímum árs. Tr. Gunnarsson. Kristján Þorgrímsson selur til 10. ágúst steinolíu, beztu tegund, fyrir 23 kr. tunnuna. WEf" Seltirningar eru beönir að vitja Þjóðólfs í Vesturgötu 38 hjá Páli kaupm. Jóhannessyni, eða hjá hr. Guðm. Einars- syni í Nesi. Kigandi og ábyrgðafmaðnr: Hannes Þorstelnsson, cand. thtol. Félagsprentsmlðjan,

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.