Þjóðólfur - 09.08.1895, Síða 2

Þjóðólfur - 09.08.1895, Síða 2
164 2—300 kr. árlega, sem rynnu í landssjóð á þennan hátt, þá safnast þegar saman kemur, og 300 kr., væru þær látnar í sjóð, verða þó eptír 50 ár 15,000 kr. og með rentum og renturentum hálfu meira. Það munar um minna, og alls engin smámuna- semi að vilja efla tekjur landssjóð3 á þenn- an hátt, þótt upphæðin væri ekki ýkja stór árlega. En hvernig sem um mál þetta fer á þessu þingi, þá er svo mikið víst, að einmitt þessi tillaga ryður sér til fúms, og að opinberar auglýsingar verða teknar á leigu fyr eða síðar, hvernig sem „ísafold" spyrnir á móti, því að hún getur ekki haft eina einustu ástæðu, á viti byggða, gegn þessu fyrirkomulagi. Þá er Danir leyfa sér að hrófla við meir en 150 ára gömlum einkaróttindum Berlingatíðindanna, þá virðast þingmenn vorir ekki þurfa að verða ákaflega hjart- veikir út af því, þótt farið sé fram á að stinga ekki þessari 10 ára gömlu „dúsu“ ísafoldar upp í hana eptirleiðis svona al- gerlega ókeypis. Jafnvel þótt stjórninni hljóti að vera fremur hlýtt til blaðsins mun hún samt varla treystast til að gera því hærra undir höfði en „gamla Berlingi", nema ef einhver t. d. sýndi henni fram á það með átakanlegum orðum, að „ísafold“ mundi veslast upp, ef hún missti þessa „dúsu“. Þá færu líklega tvær grímur að renna á blessaða stjórnina, því að svo annt, sem hún lætur sér um hag landssjóðs, eins og hún hefur opt sýnt, þá mun hún samt láta sér enn hughaldnara um, að málgagnið hennar beri ekki skertan hlut frá borði, ef í nauðirnar rekur. Þjóðólfur mundi alls ekki hafa hreyft þessu auglýsingamáli, ef „ísafold“ hefði ekki að fýrra bragði ritað um það, eins og hún ritar. En þó tekur út yfir, þá er hún notar tækifærið til að gorta af kaupendafjölda og útbreiðslu framar öllum öðrum blöðum landsins, auðvitað í þeim tilgangi að krækja í auglýsingar og ala þá hjátrú, að hún sé útbreiddasta blað landsins og þar af leiðandi hentugasta auglýsingablaðið. En „Þjóðólfur" vill leyfa sér að gera dálitla athugasemd við þetta. Það getur verið og er enda allsennilegt, að um 1890 — eptir að „ísafold“ þandi sig mest út, sem hún sprakk síðar á — hafí hún haft flesta kaupendur íslenzkra blaða, en nú hefur hún það eklci, sam- kvæmt þeirri kaupendatölu, er séra Þork. Bjarnason skýrði frá í ræðu sinni um dag- inn, að hún hefði, og mun hann þó hafa ríflega reiknað. Þótt útgefanda ísafoldar þyki það ef til vill hart með öllu sínu gumi þá hefur Þjóðólfur nú sem stendur fieiri lcaupendur alls en ísafold. ísafold getur því ekki lengur skákað í því skjólinu að vera útbreiddasta blað landsins . Það er ekki nóg, að hún segist vera það. Sú hjá- trú, sem ísafold hefur jafnan verið að berja inn í almenning, að hún væri langvíðlesn- asta, langfjölkeyptasta blaðið, hefur við ekk- ert að styðjast úr þessu, og allt hennar gum að þessu leyti er ekki annað en ó- sanninda-„humbug“ eitt og auglýsinga- veiðibrellur, sem „Þjóðólfur“ hefur aldrei lagt sig niður við. Það er að eins hér í Reykjavík og á næstu grösum, sem „ísaf.“ hefur nokkru fleiri kaupendur en „Þjóð- ólfur“, þ. e. að segja að nafnivu til, en út um land aptur miklu færri yfir höfuð. Hinn geðprúði útgefandi „ísafoldar" verður vitanlega hamslaus af gremju út af þessari goðgá(!) „Þjóðólfs“, að minnast á opinberu auglýsiugarnar og útbreiðslu- gort „ísafoldar“ í sambandi við auglýsinga- sníkjur annarsstaðar frá, og kallar þetta sjálfsagt atvinnuróg og öllum illum nöfn- um að vanda. En þess ber að gæta, að þetta er mál, sem almenning varðar, mál, sem beinlínis snertir hag landssjóðs. Það er Iandssjóður, sem á að njóta arðs af þessum auglýsingum, en hvorki einstakir menn né einstök blöð. Það er mergurinn málsins. Tíl herra héraðslæknis Ölafs Cruðmundssonar, Stórólfshvoli. Hve harla margir hlýja Iund til Hjálmarssonar báru, Jiví Gísla lista læknismund gat löngum grætt þá sáru; það sást, þá heiman sig hann bjó, að sjúkum gleymdi eigi, og hirti sízt um hægð og ró né hættulega vegi. En þegar minnist þjóð á hann, eins þá skal Ólafs getið; vort land má heiðra lækni þann, ef líf hans rétt er metið; hins fræga læknis lofsverð spor við lífsbaráttu stranga mun þessi sjúkra vinur vor eins vissulega ganga. Vort hérað elskar öðling þann, er aldrei veikum gleymir, sem böl svo margra bæta kann og bróður-kærleik geymir; þann kærleik, sem að kennir bezt hvað Kristur mælti forðum,1 svo glöggt við starf hann getur sézt hann gleymir ei þeim orðum. ■) Sjúkur var eg og þér vitjuðuð min. (Matt. 25, 36.). Hver lasinn bezt því lýsa má: eins Ijúft er varla neinum að vaka beði veikra hjá og vægja þeirra meinum; eg veit þeir rengja sjálfir sízt hans sanna lýsing þessa, svo ótal margir mnnu víst hans mikla lífsstarf blessa. Hér lengi biessist landi og þjóð vors læknis höndin þarfa, sú hönd, sem fyrir hali og fljóð til hjálpar fús kann starfa; vér biðjum guð um æfi-ár hans öll að blessa sporin, svo vaxi Ólafs heiður hár, sem hlíðarblóm á vorin. Hann lífsins njóti langa tíð með ljúfum dyggðasvanna, sú hjartans ósk þeim hljómar blíð frá húsum sjúklinganna; og góðs þeim unni föðurfrón, þess fjölda-margur biður, og signi göfug heiðurshjón guðs heill og yndi og friður. Undir nafni Sðlveigar Gtuðmundsdöttur Jón Þóröarson. Presturinn á Felli í Kollafirði hefur þykkzt mikillega út af þvi, er ÍJjóðólfur gat þess í sumar, að Benedikt Sveinsson hefði gert hann orðlausan á Þingvallafundi. Vill presturinn afsaka þetta með því, að hann hafi verið búinn að tala tvisvar í málinu (háskólamálinu), alveg eins og þar hefðu verið gerð gildandi þingsköp, eins og á alþingi, og þótt svo hefði verið (sem ekki var) þá hefði presturinn víst feugið leyfi til að svara, hefði hann treyst sér til þess, svo að þessi viðbára hans er hégóminn einber. Það sem presturinn er að rugla í ísaf.grein sinni um járnbrautamálið og Skúlamálið og atkvæða- greiðslu um það á fundinum, er í fyllsta lagi fá- tæklegt, enda mun hann hafa reikað í villu og svima um allmargt, er þar fór fram, að því er ráða mátti, en hann vill sjálfsagt láta þess gctið, að hann var genginn af fundi, þá er atkvæðagreiðsla í Skúlamálinu fór fram, af hverjum ástæðum, sem það hefur verið. Yfirhöfuð var framkomu prests þessa svo háttað á fundinum, að hann hefði átt að vera Þjóðólfi þakklátur fyrir, að henni var ekki lýst frekar en þetta, enda þótt full ástæða væri til þess. En ó- líklegt er, að Strandamenn hafi ekki liðlegra manni á að skipa en prestinum á Felli, þá er þeir þurfa að senda fulltrúa á almennar samkomur. Bitstj. „Hið sameinaða gufuskipafélag“ í Danmörk sýnist ekki hugsa mjög um oss íslend- inga, eða að minnsta kosti hugsar það víst meira um sig sjálft. Eins og þegar er kunnugt, kom „Thyra“ nokkru á eptir áætlun til Kaupmannahafnar úr fyrstu ferð sinni til ísfands i ár; þó kom hún þangað tveim dögum áður en hún átti að leggja af stað aptur í aðra ferðina, en var þá nokkuð biluð, svo gera þurfti að henni, og var því þegar kunngert um alla Kaupmannahöfn, að hún legði ekki af stað fyr en 28. maí í stað 16. t>ó dettur félaginu ekki í hug að senda annað skip, sem flestir mundu þó ætla að það gerði, þar sem það á yfir 100 skip í

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.