Þjóðólfur - 24.08.1895, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.08.1895, Blaðsíða 1
Arg. (fiOSarkir) kostar 4 kr Erlendis 5 kr.— Borgist fyrir 15. júli. Uppsögn, bnndin yið á,ram6t, óglld nema komi tilútgefanda fyrir 1. oktöber. ÞJÓÐÓLFUR. XLYII. árg. Reykjfiyík, laugardaginn 24. ágúst 1895. Nr. 42. Rannsóknin í Skúla-málinu. Eins og fyr var drepið á hér í blaðinu valdi neðri deild alþingis 5 manna nefnd til að rannsaka aðgerðir landstjórnarinnar í Skúla-málinu, og hlutu kosningu í hana: Einar Jónsson, Guðjón Guðlaugsson, Sig- hvatur Árnason, Sigurður Gunnarsson og Þórður Thoroddsen. Sigurður próf. Gunn- arsson var kjörinn formaður nefndarinnar, en Einar próf. Jónsson skrifari og fram- sögumaður. Nefndarálitið er allítarlegt með 11 fylgiskjölum. Er svo að sjá, sem nefndin hafl leyst hinn umfangsmikla starfa sinn mjög samvizkusamlega af hendi. Er hvívetna byggt á skjölum þeim, er nefnd- in fékk í hendur, og saga málsins rakin eptir þeim. Kemur þar í ljós, eins og vita mátti, að það hefur í fyrstu verið lands- höfðingi einn, er var „pottur og panna“ í rannsókninni og frávikningunni, án þess hinn þáverandi setti amtmaður Kristján Jónsson yfirdómari, sem næsti yfirboðari Skúla Thoroddsen, ætti þar hlut að máli, enda ritaði amtmaður honum 20. april 1892, að haida áfram rannsókninni í Skurðs- málinu og að sér þyki rétt, að hann geri það, en rétt á eptir, 10. maí s. á., ritar landshöfðingi ráðgjafanum bréf og ieggur til, að hafin verði málssókn gegn Skúla Thoroddsen og honum vikið frá embætti um stundarsakir. Frá málsupptökunum er þannig skýrt i upphafi nefndarálitsins: „Rannsókn sú, er hafin var gegn fyrverandi sýslnmanni Skrtla Thoroddsen, er rannsókn um meðferð hans á sakamáli gegn manni, sem grunað- nr var um morð, Sigurði Jóhannssyni. Þá er landB- höfðingi ritar ráðgjafa fyrst um þetta mál 10. maí 1892, er það meðferð Sk. Th. á þessu máli 0g ekkert annað, er hann flnnur að embættis- færslu hans og byggir á tillögur sínar um, að víkja honum frá embætti um stundarsakir, og aetja ann- an í hans stað, eða láta setudómara rannsaka málið, eða mann með konunglegu erindisbréfi, án þess honum væri vikið frá. Þess skal getið, að meðferð Sk. Th. á nefndn sakamáli hafði eigí verið kærð af neinum, enda segir og landsh. í bréfi til vor 22. f. m. til svars upp á fyrirspurn vora. „hver verið hefði hin fyrsta orsök til þees, að það þótti nauðaynlcgt að rann- saka meðferð Sk. Th. á sakamálinu gegn Signrði Jóhannssyni": „Orsökin til þess að hafin var rann- sókn um meðferð fyrrum sýslumanns Skúla Thor- oddsens á sakamálsrannsókn hans gegn Sigurði Jóhannssyni, var ekki kæra frá Sigurði þessum né öðrum mönnum, heldur sjálf meðferð téðs embættiB- manns á rannsókn þessari, sem mér var kunn af prófseptirriti, er amtmaðurinn yfir Buður- og vestur- amtinu hafði látið mér í té“. jg; Það er nú auðvitað ekkert á móti því, að lands- höfðinginn komi því til vegar, að slík rannsókn sé hafin gegn embættismanni, þó að enginn hafi kært hann, ef landsh. sér, að full ástæða er Bamt sem áður til þess. En þegar svo stendur á, að enginn af hlutaðeigendum kærir, og landsh. verð- ur málið kunnugt að eins af þvi, að hann sér eptir- rit af prófum sýslumanns í málinu, er viðkomandi amtmaður sýndi honum, þá kemur það nokkuð kynlega fyrir, að hann skyldi eigi tala um það við amtmann, sem var hinn næsti yfirboðari Sk. Th., hvað gera skyldi. Að vísu segir landsh. í bréfi til ráðgjafans 10. maí 1892: „Eptir að rannsðknardómarinn hafði sent amtinu eptirrit af prófunum, áleit það, að málið i ýmsum atriðum væri ekki nægilega upplýst og fyrirskipaði þá ný próf, sem eigi eru enn til lykta leidd, en jafnframt gerði amtið mér kunnugt hið meðtekna prófseptirrit, sumpart til þess að leiða í Ijós hina miður heppilegu meðferð málsins i heild sinni af hálfu hlutaðeigandi rannsóknardómara, sumpart til þess að leiða í ljós aðferð hans gagn- vart fanganum11. Og benda þessi orð til, að þeir hafi talað um prófin nákvæmlega og amtmaður verið að finna að meðferð Sk. Th. á málinu og að- ferð hans við fangann. Og fyrir augum ókunnugs manns koma orðin svo fyrir í bréfi landshöfðingja, eins og tiigangur amtmanns hafi verið að kæra sýslumann; en bæði hefur landsh. neitað því, að hann hafi verið kærður, og svo hefur maður sá, er þá gegndi amtmannsstörfum, Kristján Jónsson yfir- dómari, skýrt svo frá í bréfi, er hann ritaði oss 3. ág. þ. á. út af fyrirspurn vorri um það, á hvern hátt og í hvaða tilgangi hann hefði sýnt lands- höfðingja prófseptirritið: „Þegar eg fékk eptirrit þetta, sýndi eg landshöfðingjanum það, af því að málið var orðið hér allhljóðbært, og talaði þá við hann um málið fram og aptur. En skömmu síðar bað landshöfðingi mig að lána sér prófin og það gerði eg, án þess að grennslast neitt eptir því, eða eg hefði neina hugmynd um það, í hvaða tilgangi hann lánaði þau. Prófin afhenti eg honum „brevi manu“ eptir munnlogri beiðui hans“, og síðar í bréfinu segir hann: „Það var alls ekki tilgangur minn að kæra Skúla Thoroddsen fyrir landshöfð- ingja, með því að afhenda honum prófin, enda held eg, að landshöfðingi hafi ekki skilið það á þá leið“. í fyrnefndu bréfi landshöfðingja 10. maí 1892 bendir hann á Lárus Bjarnason sett- an málfærslumann, er sé vei fallinn til að rannsaka málið og sömuleiðis fús á að taka að sér jænnan starfa, og féllst ráðgjaf- inn á það 2. júní s. á., og þá fær L. B. konunglegt umboð til að takast á hendur rannsóknina, en þar er ekki minnst á annað en „Skurðs-málið“. Um þetta atriði fer nefndin svofelldum orðum: „Yið þessa ráðstöfun ráðgjafans höfum vér það að athuga, að oss þykir hinn konunglegi erinds- reki mjög óheppilega valinn, en um það verður að kenna landshöfðingja, en miklu siður ráðgjafanum, því að landshöfðingi telur manninn í brjefinu 10. maí 1892 „að sinni ætlan vel fallinn til og sömu- leiðis fúsan á, að taka að sér greindan starfa“. Viðvíkjandi þessu viljnm vér taka það fram, að oss kemur það undarlega fyrir, að landshöfð- ingi skyldi alls ekkert tala um þá|fyrirætlan sína, er fram kemur í bréfinu 10. maí,g við” hlntaðeig- andi amtmann, áður en hann framkvæmdi hana, en sér í lagi furðar oss það, að hann skyldi eigi tala við hann um mann þann, er taka skyldi að sér rannsókn þá, er honum þótti óhjákvæmileg, heldur fara í kyiþey til nefnds málaflutningsmanns og semja fyrir fram við hann um að taka rann- sóknina að sér. Því næst viijum vér geta þess, að oss virðist það engum efa bundið, að rjettast hefði verið, að velja til rannsóknarinnar gætinn, glöggan og reyndan lögfræðing, helzt einhvern valinkunnan sýslumann, svo framarlega sem ekkert annað hefði verið haft fyrir augum en það, að fá sannleikann leiddan í ljós, eins og auðvitað átti að vera. Þess vegna verðum vér að álíta það mjög óhyggilega ráðið, að velja til starfsins ungan mann, alveg óreyndan og þar á ofan embættislausan mann, sem gat jafnvel gert sér von um að komast að embætti hinB sakborna sýslumanns, ef hann missti það fyrir fullt og allt, og gat því haft talsverða freistingu til þess, að gera málstað hans sem verst- an. Það kom einnig fram í rannsókn hans og öll- um málarekstrinum á eptir, að hann hefði eigi þá stillingu og lægni til að bera, er slíkt starf krafði, og síðast í dómi hans, þar sem hann dæmir Skúla sýslumann frá embætti, en sem hæstiréttur fellir hér um bil að öllu leyti úr gildi“. Þá er rannsókn hins konunglega erinds- reka var lokið, ritar iandshöfðingi ráð- gjafanum 26. júlí s. á. og leggur til að höfða dómsmál á hendur Skúla Thoroddsen fyrir brot á 127. gr. hegningarlaganna, og að þar af ieiðandi beri að víkja honum frá embætti, þar til málinu sé ráðið til lykta með dómi, og minnist þar einnig á, að ástæða geti verið til að rannsaka em- bættisfærslu Sk. Th. einnig í öðrum grein- um. í bréfi 15. ágúst s. á. ritar ráðgjafi landshöfðingja aptur og kveður svo á, að setja skuli Sk. Th. frá embætti um stund- arsakir og höfða mál gegn honum, og þá eru þessir mörgu hegningarlagaparagrafar fyrst nefndir, sem orðnir eru svo kunnir. En nefndin hefur ekki getað fengið upp- lýsingar frá landshöfðingja um, hvernig þessir „paragrafar“ eru komnir inn í ráð- gjafabréfið. í bréfi þessu er ekkert ákveðið um, að Lárus Bjarnason sé lengur sjálf-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.