Þjóðólfur - 24.08.1895, Side 3
167
geti verið álitamál, hvort höfða skuli mál gegn
viðkomandi embættismanni út af fieim, en það get-
um vér aptur eigi fallizt á, að þegar málið er bú-
ið að fara fyrir alla dómstóla og hæstiréttur hefur
sýknað manninn, að þá séu sakir eigi látnar falla
niður, heldur þvi enn haldið fram, að nægar sann-
anir séu fyrir þeim embættisbrotum, er hann var
sakaður um, og sakirnar séu álitnar svo miklar,
að hann verði að missa embætti sitt“ . . .
„Bn í bréfinu 30. marz. þ. á. kemur landshöfð-
ingi fram með nýja ástæðu til þess, að setja Skúla
Thoroddsen frá embætti, sem aldrei er áður minnzt
á í bréfum þeim, er vér höfum séð, og hún er sú,
að Skúli Thoroddsen hafi sett sér það fyrir mark
og mið, „að vekja óánægju hjá þjóðinni með athafn-
ir stjórnarinnar og beinlínis gert sér far um, að
sýna yfirboðurum sínum lítilsvirðingu" og „það
mundi brjóta niður alla hlýðni og virðingu hjá
undirgefnum embættismönnum gagnvart yfirboður-
um þeirra, ef stjórnin veitti fulla uppreisn manni,
eins og honum“.
Með þvi nú að vér getum eigi viðurkennt, að
þær sakir, er bornar voru á Skúla Thoroddsen fyr-
ir embættisfærslu hans og hæstiréttur sýknaði hann
af, hafi verið nægar til þess að víkja honum frá
embætti fyrir fullt og allt, verðum vér að skoða
þessa siðastnefndu pólitisku ástæðu sem aðalástæðu
fyrir því, að honum var vikið frá embætti.
Þes&i ástæða til þess, að víkja manni frá em-
bætti, er nú svo alveg ný hér á landi, að vér er-
um eigi enn búnir að læra að sjá, að það sé nauð-
synlegt að beita henni, eins og hér hefur verið gert,
til þess að ekki falli niður „öll hlýðni og virðing
hjá undirgefnum embættismönnum gagnvart yfir-
boðurum þeirra“. Vér verðum að álita, að öllu
fremur megi búast við, að það verði til þeBS, að
skapa ófrjálsan kúgunaranda hjá embættislýðnum.
En með því, að vér álítum, að embættismannatíokk-
urinn eigi að ganga á undan þjóðinni í frjálslegri
framsókn til að efla drenglyndi, sjálfstæðan hugs-
unarhátt og framkvæmdarsaman kjark, með hina
æztu stjórnendur lauds í broddi fylkingar, þá telj-
um vér það mikla' óhamingju fyrir land vort, ef
hér skyldi fara að tíðkast að beita pólitiskum á-
stæðum á þann hátt, eins og gert hefur verið að
þessu sinni“. . . .
„Vér verðum að líta svo á þetta mál í heild
sinni, að landshöfðinginn hafi frá upphafi lagt það
fram fyrir ráðgjafann með dökkvari litum en rétt
var, og þannig gefið honum tilefni til þess, að
taka strangari ákvarðanir, en hann annars kynni
að hafa gert. Ráðgjafinn, sem er hér ókunnugur,
hlaut að líta á málið, eins og landshöfðingi lagði
það fyrir hann, og fara yfir höfuð eptir til-
lögum hans, enda hefur hann og enga fyrirskipun
gert í málinu, nema beint eptir tillögum lands-
höfðingja og sýnir það, að hann hefur viljað láta
hann ráða mestu um málið. En vér fáum ekki
betur séð, en framsetning landshöfðingja á mála-
vöxtum geri þá í ýmsum atriðum iskyggilegri en
088 virðist hafa verið ástæða til“-
í sambandi við þessa síðustu málsgrein,
er hér er tilfærð, tekur nefndin fram 6
atriði, er henni virðast sérstaklega athuga-
verð í framkomu landshöfðingja, og er
ekki rúm til að skýra frekar frá þeim hér.
Niðurlag nefndarálitsius er svo látandi:
„Að síðustu getum vér þess, að oss þykir stjórn-
in eigi hafa gætt tilhlýðilega hagsmuna landsjóðs,
þar sem leystur er frá embætti með eptirlaunum
fyrir ekki meiri sakir en oss virðast hér fyrir hendi,
ungur maður, sem lengi má búast við að njóti
eptirlauna úr landsjóði, auk þess, sem landsjóður
hefur þegar haft eigi svo lítinn kostnað af mála-
rekstrinum.
Samkvæmt því, er vér höfum sagt, ráðum vér
hinni háttvirtu deild til þesB að samþykkja eptir-
fylgjandi tillögu til þingsályktunar.
Tillaga til þingsályktunar.
Um leið og neðri deild alþingis lýsir megnri
óánægju yfir aðgerðum stjórnarinnar, sér i lagi
landshöfðingja, í málinu gegn fyrverandi sýslu-
manni og bæjarfógeta Skúla Thoroddsen og yfir
fjártjóni því, er landsjóði hefur verið bakað með
rekstri þess máls og endalokum frá stjórnarinnar
hálfu, ályktar hún að skora á ráðgjafa íslands, að
hafa mikla varúð víð, áður en hann samþykkir
tillögur hins ntiverandi landshöfðingja i samskon-
ar málum, ef þau kynnu að koma fyrir fram-
vegis“.
Það getur nú verið öllum lýðum ljóst
af liinu framan talda, af hverjum ástæð-
um Skúli Thoroddsen var sviptur embætti,
og hversu alvarlegan þátt landshöfðingi
hefur átt í því og öllum málarekstrinum
yfir höfuð. Reyadar vissu menn það nokk-
urn veginn áður, að „Skurðsmálið11 var að
eins haft að yfirvarpi, var að eins króka-
leið að takmarkinu, en sú goðgá mátti
ekki heyrast hér fyrst framan af. Það
átti að vera „Skurðsmálið" eitt og ekkert
annað, sem um var að ræða.
Nefndarálitið í heild siuui er dálítið
óþægilegt fyrir landshöfðingja og málgagn
hans. Sérstaklega er orðalag sjálfrar
þingsályktunartillögunnar ónotalegt fyrir
mann í landshöfðingjastöðu. Jafn alvarleg
ofanígjöf og vantraustsyfirlýsing er ekk-
ert gamanspil fyrir æzta stjórnanda hér á
landi. En hún er ekki gerð að rauna-
lausu. Landshöfðingjabréfið 30. marz er
svo frámunalega harðort í garð Skúla
Thoroddsens, að furðu gegnir hjá æzta
embættismanni landsins, sem framar öllu
verður að læra þá list, að stilia skap sitt,
hver sem í hlut á. En það er öðru nær,
en að sú geðstilling komi í ljós í hinu
umrædda bréfi. Þrátt fyrir hæstaréttar-
dóminn telur landshöfðingi nægar sannan-
ir framkomnar fyrir mjög miklum skorti
á reglusemi, samvizkusemi og óhlutdrægni
í embættisfærslu Sk. Th., og þá er nefnd-
in heimtaði skýringu á þessnm harðyrðum,
og spurði landsh., hvort með þessu væri
átt við nokkur önnur sakaratriði, en hæsti-
réttur hefði haft um að fjaila, vék hann
sér undan að svara þessu beint, en gaf
í skyn, að þessar sannanir hefðu komið
fram undir rekstri málsins, án þess að
nefna neitt máli sínu til stuðnings. Hann
hefur auðsjáanlega verið í hreinustu vand-
ræðum með það, og fundið, að hann var
kominn í ógöngur, er hann gat ekki kom-
izt íram úr. En svona lagaðar órökstudd-
ar ásakanir virðast veru harla djarfar,
þvert ofan í sýknudóm hæstaréttar. Allt
virðist stefna að því, að gera hæstaréttar-
dóminn allsendis ómerkan, með því að
segja eptir ^sem áður: „Klippt var það,
skorið var það“.
Einsb og kunnugt er, var því jafnan
haidið á lopti hér í Reykjavík af vinum
og vildarmönnum landshöfðingja, að ailur
þessi ófögnuður væfi ráðgjafanum að kenna,
en landshöfðingi ætti enga hlutdeild í því,
stæði alveg utan við, eins og saklaust
lamb. Og þessu trúðu margir. En sú
trú hefur nú laglega fengið banasárið, og
rís aldrei upp framar.' Það liggur við, að
landshöfðingjanum sé annars vorkunn að
hafa komizt í þessa klípu. En sú er bót-
ín, að hann mun hvorki tiltakanlega hjart-
veikur né meyr í lund. Og svo á hann
hauka í horni, þar sem hægrimannaflokk-
urinn er á þingi, og þeir eru margir, sem
hann fylla nú. Slíkir menn eru sjálfkjörnir
skildir hans og stjórnarinnar.
Á kveldfundi í fyrra dag var tillaga
þessi rædd. Tulaði framsögumaður nefnd-
arinnar, Einar Jónsson, fyrst í málinu, og
tók fram, hóglega og stillilega, helztu aðal-
atriði þess, en því næst stóð landshöfðingi
upp og lagði aðaláherzluna á, að nefndina
hefði skort lögfræðisþekkingu til að rann-
saka mál þetta, og að hún eigi hefði aflað
sér þeirra upplýsinga, er þurft hefði, að
því er snerti rannsókn á sjálfum dóms-
skjölunum í málinu, en framsögumaður
svaraði því svo, að það hefði ekki getað
komið til greina, að nefndin hefði farið að
kveða upp neinn dóm um það, er dóm-
stólarnir hefðu fjallað um og þar á meðal
hæstiréttur. Var auðheyrt á landshöfð-
ingja, að honum þótti lieldur fyrir, þá er
hann kvaðst ekki þurfa að verja aðgerðir
sinar gegn svona löguðum dómi, enda
huggaði hann sig við, að þjóðin mundi síðar
dæma sig vægara en nú. (Harla völt von!).
Skúli Thoroddsen talaði því næst all-
langt erindi og snjallt og lýsti dálítið fram-
komu landshöfðingja og það með lítt mjúk-
um orðum. Tók hann það meðal annars
beinlínis fram, að landsh. hefði í hinu fyrsta
bréfi sínu til ráðgjafans 10. maí 1892 lagt
ranga skýringu í eitt orð, svo að „fullkomin
skýrsla“ („Forklaring") væri talin sama sem
„fullkomin játning“ („Tilstaaelse"), er væri
allt annað, og hefði haft mikla þýðingu í