Þjóðólfur


Þjóðólfur - 24.08.1895, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 24.08.1895, Qupperneq 4
168 því sem um var að ræða (vatns- og brauðs- þvingunin gegn Sigurði ,,skurð“). Sagði hann, að þar kæmi beinlínis fyrst í ljós hlutdrægni landshöfðingja, er auðsjáanlega hefði bætt við þessari röngu skýringu í svigum, til að gera málið ískyggilegra. Þá minntist hann og á landshöfðingjabréfið 30. marz, sem hér er prentað fyr í blað- inu, og mótmælti því alvarlega, að hann hefði haft í frammi pólitiskar æsingar eða sýnt yfirboðurum sínum lítilsvirðingu, og kvað landshöfðingja mundu eiga örðugt með að sanna það, ef í hart færi, m. fl., er hér verður ekki talið. ,2^ Guðjón Guðlaugsson hélt því næst all- þungyrta ræðu, sagði, að það væri skuld stjórnarinnar, að lögfræðingar hefðu eigi verið skipaðir í nefndina, því að þeir lægju undir fargi stjórnarinnar, er þeir gætu ekki velt af sér. Rakti hann í ræðu sinni eins konar syndaregistur landshöfðingja í þessu máli í 11 liðum, með þeirri alvöru og Ijósu greind, sem honum er lagin, og fékk ónefndur blaðstjóri í Reykjavík auk þess ósvikinn skerf sinn hjá þingmannin- um. Mun naumast öllu mergjaðri ræða gegn landshöfðingja og stjórnarklíkunni hafa verið flutt á þingi, eu þessi. Þar var ekki verið að klípa neitt utan af því. Þykir oss mjög leitt, að geta ekki birt hana alla í blaðinu, einkum af því að „ísafold" finnur líklega(?) ekki hvöt hjá sér til að birta ítarlegt ágrip af henni. Guðlaugur Guðmundsson talaði því næst i málinu, og þarf ekki að lýsa því fíekar, að bverju sú ræða hné, því að það mun flestum fullljóst, án þess þeim sé sagt það, að sá þingmaður hafi ekki staðið upp til að ávíta landshöfðingja og stjórnina í þessu raáli. 0g auk þess fá menn líklega að sjá þá ræðu á prenti, einhverstaðar annars- staðar, ef til vill nú þegar í dag. Sigurður Gunnarsson talaði síðast í mál- inu og sú ræða var fremur í Guðjóns en Guðlaugs anda, enda skortir Sigurð próf. ekki einurð til að láta skoðanir sínar í ljósi, þótt landshöfðingi og stjórnin séu annars vegar. En hann getur verið all- meinyrtur í garð andmælenda sinna, og þó jafnan með hinni mestu hægð og hita- laust. Það kom fram í umræðunum bæði hjá framsögumanni o. fl., að réttast væri að samþykkja rökstudda dagskrá í máli þessu í stað tillögu nefndarinnar, en þó með nokkuð svipuðu orðalagi, en Tryggvi Gunn- arsson vildi ekki láta landshöfðingja getið, og afhenti forseta rökstudda dagskrá, þar sem nafni iandshöfðingja var alveg sleppt úr, en sú dagskrá var felld við atkvæða- greiðslu, en hins vegar samþykkt með 13 samhljóða atkvæðum svo látandi rökstudd dagskrá frá nefndinni: „Um Ieið og neðri deild alþingis lýsir megnri óánægju yfir aðgerðum stjórnar- innar, sér í Iagi landshöfðingja, í málinu gegn fyrverandi sýslumanni og bæjar- fógeta Skúla Thoroddsen, og yfir fjár- tjóni því, er landssjóði hefur verið bakað með rekstri þess máls og endalokum frá stjórnarinnar hálfu, tekur hún fyrir næsta mál á dagskrá“. Að eigi greiddu fleiri en 13 atkvæði með þessari rökstöddu dagskrá kom til af því, að margir ætluðu sér að greiða atkv. með tillögu nefndarinnar, og hefur síðar heyrzt, að hún mundi hafa orðið samþykkt, ef atkvæði hefðu verið greidd um hana. Óhyggileg ummæli Bins og drepið var á siðasta blaði, gaf lands- höfðingi það berlega í skyn við umræðu fjárlag- anna í efri deild, að stjórnin mundi ekki samþykkja fjárlögin, eða með öðrum orðum gefa ftt bráðabyrgðar- fjárlög, ef fjárveitingin til Skftla Thoroddsen hvort heldur 3000 eða 5000 kr. væri samþykkt, því að þessi fjárveiting væri löðrungur á stjórnina. Þetta átti að skjóta þingmönnum skelk í bringu, svo að þeir þyrðu ekki að samþykkja fjárveitinguna af hræðslu við bráðahyrgðarf:járlög. Og svo kom ísa- fold náttftrlega með geysimikla romsu út af þessum ummælum, og í hvílíkan voða landinu væri stofn- að, ef þetta yrði samþykkt. Þeir þingmenn væru hér um bil landráðamenn, er yrðu þessa valdandi með atkv. sínu. Blaðið ætlaði nfl. að reyna að sparka styrknum ftt af fjárlögunum með þessum vanalega heimsku-ofsa og gifuryrðum, og nft voru síðustu forvöð. Bn þingmenn sáu, hvaðan vindurinn blés, sáu, að það átti að hræða þá eins og hálf- vita börn. Og árangurinn varð sá, að fjárveiting- in til Sk. Thoroddsen var samþykkt i neðri deild í fyrra dag, ekki að eins hinar 3000 kr., eins og efri deild hafði fært það niður, heldur hækkað upp í 5000 kr. Þetta var samþykkt með 15 atkv. gegn 8. Þessir 8 voru: Björn Sigfússon, Guðl. Guð- mundsson, Jón Jensson, Jón Jónsson próf., Jón Þórarinsson, Ólafur Briem, Tr. Gunnarsson og Þorl. Guðraundsson. Hafði Tryggvi borið upp till. um að fella upphæð þessa alveg burtu, en það var fellt, Við þá atkvæðagreiðslu skoruðust sumir undan að greiða atkv. (Klemens Jónsson, Jens Pálsson, Jón Jónsson og Þórh. Bjarnarson), af ástæðum, er virt- ust vera nokkuð veikar. Við umræðurnar um þetta gerði Guðl. Guð- mundsson fyrirspurn til landshöfðingja um, hvort það væri alveg víst, að samþykkt þessarar upphæðar mundi leiða af sér bráðabirgðafjárlög, og þá lýsti landshöfðingi því ótvírætt yflr, að það væri sín per- sðnulega sannfæring, án þess hann hefði umboð til að lýsa þvi yfir. Mun Guðlaugur hafa gert þetta til að ögra deildinni, og fá yfirlýsinguna nógu skýra, og var það allmikill ónota-greiði við lands- höfðingja, þótt svo ætti ekki að vera. En skýzt, þótt skýrir séu. Ýmsir þingmenn töluðu í þá átt, hversu óhæfilegt það væri af fulltrúa stjórnarinnar að ögra með bráðabirgðarfjárlögum ftt af slíku lit- ilræði, og væri þetta til þess að stæla þingmenn, en ekki til að draga kjark úr þeim. Talaði dr. Valtýr Guðmundsson snarpaBt í garð landshöfðingja ftt af þessum ummælum, og þðtti þeim, sem hoyrðu ræða hans bæði einarðleg og fullkomlega makleg, eptir því Bem ástóð. Það má og með sanni segja, að þessi yfirlýsing landshöfðingja var afar-óhyggileg, hvernig sem á það er litið, og það hafa jafnvel sjálfir flokksmenn hans játað. Það var varúðarvert fyrir mann í hans stöðu, að setja þetta mál svona á oddinn, eins og menn segja, því að á hverjum skellur skuldin, ef vér fáum bráðabirgðarfjárlög? Bkki á þingmönn- um, er eiga að fylgja sinni sannfæringu, heldur á landshöfðingja sjálfum. Og þótt ekkert verði ftr neinum bráðabirgðarfjárlögum, sem er mjög liklegt, þá hefðu þessi orð landshöfðingja betur ótöluð ver- ið, því að þá mundi verða litið svo á, að hann hefði haft fullan vilja til að jsmclla bráðabirgðarfjárl. á hina islenzku þjóð, en vantað valdið og kraptinn til að koma því til leiðar. Hann gat því ekki gert Skftla Thoroddsen eða máli hans meiri greiða, en að skiljast við það á þennan hátt, í stað þess að láta, eins og stjórnina skipti engu þessi fjárveit- ing, og er undarlegt. að jafn skarpur og glögg- skyggn maður, sem landshöfðingi, skyldi ekki sjá það, að hér var of djarft teflt fyrir hann. Allt gaspur ísafoldar um þetta mál hefur að eins gert ilt verra og gerir það betur, ef framhald verður á þvi. Öll vörn þess blaðs fyrir landshöfð- ingja, er hinn mesti ógreiði, er honum getur verið gerður — sannnefndur „bjarnargreiði“. „Guð varð- veiti mig fyrir vinum minum“ má hann segja. í gær voru fjáriögin samþykkt í efri deild, eins og neðri deild hafði skilið við þau, svo að þau komu i þetta skipti ekki fyrir sameinað þing. Einhverjir konungkjörnir þingmenn kváðu hafa gert tilraun til að fella bnrtu fjárveitinguna til Sk. Th., en sft breytingartillaga féll, enda var hún þýðingarlaus, þá er fyrirsjáanlegt var, að hftn hlaut að falla í sameinuðu þingi. Að stjórnin synji nft fjárlögunmn staðfestingar og gefi ftt bráðabyrgðarfjárlög ftt af einum 5000 kr. er harla ótrftlegt. Að minnsta kosti mætti það heita firn mikil, og mundi hvívetna mælast illa fyrir. ^ Alþingl var slitið i dag kl. 4. Verður skýrt ger frá gerðum þess í næsta blaði. Póstskipið „Laura“ fór héðan áleiðis til Hafnar í gærmorgun, og með þvi fjöldi farþega, þar á meðal allmargir íslenzkir stúdentar til há- skðlans, og fttlendir ferðamenn. Tapazt hefur jarpskjóttur hestur, 5 vetra, vetrar-afrakaður, mark: Btýft, fjöður apt. hægra; sneitt fr., fjöður apt. vinstra. Hesturinn er ættað- ur ftr Mýrasýslu og hefur þangað strokið. Þeir sem hitta þennan hest eru beðnir að gera mér að- vart sem fyrst. Lindarbæ 11. ág. 1895. Ól. Ólafsson. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Porstelnsson, cand. theol. FólagsprentsmiöjaD.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.