Þjóðólfur - 06.09.1895, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 06.09.1895, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) koetar 4 kt Erlentiis 5 kr.— Borgist fyrir 15. J41Í. ÞJÓÐÓLPUR. Uppsögn, bundin yið áramót, Agiid nema komi tilútgefanda fyrir 1. oktAber. XLYII. árg. KeykjaTÍk, föstudaglnn 6. september 1895. Nr. 44. Alþingi 1895. Ekki munu dómar íslenzku þjóðarinnar um þetta Dýafstaðna alþingi á einn veg falla, sem varla þarf heldur að vænta. Það var of mislitt og sundurleitt til þess, að það gæti afkastað neinu verulegu á grundvelli almenns þjóðvilja í landinu. Þó munu ýmsir telja aðgerðir þess í samgöngu- málinu stórt stig í framfaraáttina, og get- ur vel verið, að svo sé. En að svo stöddu verður það ekki talið með stórvægilegum umbótum, lieldur að eins tilraun til um- bóta, því að vér höfum enga reynslu á að byggja í því efni, hversu landssjóður er heppilegur leigjandi gufuskips eða ekki. Vér rennum þar alveg blint í sjóinn. En reynslan er mikilsverð og hana verðnr opt að kaupa dýrum dómum. Og það verður einhvern tíma að gerast. Þingið á því alls enga vanþökk skilið fyrir aðgerðir smar í þessu máli, einkum þá er úrslitin urðu þau, að ekki skyldi í meira ráðizt en að leigja eimskip (til tveggja ára), en því að eins kaupa skip, að ekkert fengist leigt með aðgengilegum kjörum. Að vísu gera menn ráð fyrir, að kostnaðurinn við að Ieigja skipið verði engu minni í reynd- inni, heldur en þótt það væri keypt, en áhættan, ef illa tekst, verður þó allajafna raiklu minni við leiguskipið, er landssjóð- ur getur losnað við, þá er samningstíminn er liðinn, þar sem hann annars sæti uppi með skipið, ef hann ætti það, og mjög hæpið, að hann gæti losnað við það, nema með stórkostlegu fjártjóni. Það er einnig ávallt hægt að kaupa, ef allt gengur vel. — Auk þessa stórvægilega nýmælis veitti þingið mikinn styrk til gufubátaferða, t. d. í Sunnlendingafjórðungi og á Faxaflóa 7,500 kr., í Vestflrðingafjórðungi og á Húnaflóa 10,000 kr., í Norðlendingafjórð- ungi 10,000 kr. og í Austfirðingafjórðungi 6,000 kr., að svo miklu leyti sem hlutað- eigandi sýslufélög og bæjarfélög vilja veita að minnsta kosti J/4 á móti 8/4 úr lands- sjóði. Þótt varla megi búast við, að allur þessi styrkur verði hvívetna notaður á fjárhagstímabilinu, þá liggur samt mjög mikil hvöt til verulegra framkvæmda og umbóta í þessum undirtektum þingsins. Kröfur þjóðarinnar um auknar samgöngu- bætur, einkum á sjó, voru orðnar svo há- værar, að þingið hlaut eitthvað að gera til að sinna þeim, og það hefur einnig sýnt fullan vilja á því, svo að það gæti komið í ljós, hvort kröfur þessar væru á sannarlegri, knýjandi þörf byggðar eða ekki. Að þessu leyti hefur því þingið gert skyldu sína, enda er það aðal-afrek þess. Þá er samgöngumálunum er sleppt, getur þingið ekki talizt mjög afkastamikið. Það eru harla fá frumvörp afgreidd frá því, sem markverð geta talizt, að undan- skildum nokkrum uppvakningum frá fyrri þingum, t. d. lagaskólamálinu, afnámi hæstaréttar, prestskosningalögunum, eptir- launalögunum, kjörgengi kvenna o. s. frv. Stjórnarfrumvarpið um varnir gegn út- breiðslu næmra sjúkdóma er mjög þarft nýmæli, en ný þingmannafrumvörp, er samþykkt voru, geta engin talizt þýðingar- mikil. Þau eru flest mjög smávægileg. Lögin um hagfræðisskýrslur og um nýja frímerkjagerð eru einna helzt þeirra. Hvort nokkurt tillit verður tekið til hinna mörgu þingsályktana, er samþykktar voru, er harla hæpið, enda voru þær eigi þýðingar- miklar sumar hverjar. Þó má geta þess, að þingsályktunin um steinhússbyggingu fyrir æðri menntastofnanir og söfn lands- ins í minningu 50 ára afmælis alþingis er ekki svo þýðingarlítil, sem sumir kunna að ætla, þótt ekki sje ákveðið, hvenær reisa skuli þá byggingu. í þessari álykt- un er fólgin bein yfirlýsing frá þinginu sjálfu, að hana þurfi að reisa, og hún eigi að verða minnisvarði löggjafarþings ís- lendinga, sá minnisvarði, er því sé sam- boðuastur, enda í fullu samræmi við þarfir vorar og kröfur á yfirstandandi tíð. í atvinnumálum sýndi þingið þá helztu rögg af sér, að hækka styrkinn til bún- aðarfélaganna úr 12,000 kr. upp í 32,000 kr. og veita ábyrgðarfélagi fyrir fiskiskip við Faxaflóa 5000 kr. styrk. Ennfremur gerði það landssjóðslán til þilskipakaupa aðgengilegri, og veitti á fjáraukalögum 2500 kr. handa norskum dýralækni til að ranhsaka bráðafárið og leggja ráð við því, einnig veitti það kand. Bjarna Sæmunds- syni 800 kr. styrk til flskiveiðarannsókna og Magnúsi Þórarinssyni á Halldórsstöðum 1200 kr. til að setja á stofn tóvinnuvélar á Húsavík. ísgeymslufélögum var enn- fremur heimilað Ián úr Iandssjóði, allt að 30,000 kr., þó ekki meira eu 8000 kr. í hvern stað. I menntamálum bólaði ekki á neinni nýrri framfarastefnu hjá þinginu, því að ekkí getur það talizt, stórvægilegt, þótt það veitti aukinn sty*k til Flensborgar- skólans, barnaskóla og sveitakennara, eða hækkaði dálítið styrkinn til Bókmenntafé- lagsins og Þjóðvinafélagsins. Það er ann- ars undarlegt, hversu fráleitt þingið er að vilja styðja og styrkja bókmenntirnar í landinu. Allt, sem þar að lýtur, er jafn- an látið hanga á horriminni. Það er ekki einu sinni litið við því að veita neinn styrk til bókmenntalegra fyrirtækja, til að gefa út dýrmæt rit t. d. í sögu landsins, eins og t. d. lögþingisbækurnar. Nálega öll undirstöðu- og heimildarrit vor í sögu og bókmenntum landsins frá síðari öldum liggja enn óprentuð, og munu þess varla dæmi í nokkru öðru landi, að ekkert sé gert til þess að koma ritum þessum fyrir almenningssjónir. En svo veitir þingið ár- legan styrk út í bláinn til að „safna“ til íslandssögu, og þykist með þvi hafa þvegið hendur sínar. Þess ber vel að gæta, að sé bókmenntum vorum enginn sómi sýnd- ur, þá dvínar og deyr allur vísindalegur áhugi í landinu og þjóðin missir smám- saman alla virðingu og ræktarsemi við hinn helga arf forfeðra sinna, sem fólginn er í lífssögu þjóðarinnar á liðnum öldum. Hugsunarhátturinn breytist og snýst að hégómaskap og tildri einu, án nokkurrar þekkingar, og er þá illa farið. Þingið verður því eptirleiðis að taka verulega stefnubreytingu að þessu leyti, að því er bókmenntir vorar snertir, ef vel á að fara. Þá er að minnast á stjörnarskrármálid, það mál, sem olli þeirri sundrung og þeim flokkadrætti á þessu þingi, að sjaldan hef- ur frekar verið. Hverjar ástæður hafl ver- ið til þess, að allmargir þingmenn tóku sig saman þegar í þingbyrjun að hleypa fleyg inn í málið — tillögunni góðu, — það er hulið, en að það hafi verið sprottið af einhverjum öðrum hvötum, en einlægri velvild til málsins munu ýmsir fulltrúa um. Þess er jafnvel getið til, að annað mál, sem vita mátti, að kæmi á dagskrá

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.