Þjóðólfur - 06.09.1895, Page 3

Þjóðólfur - 06.09.1895, Page 3
175 Englands. Hefur fjárkaupafélag það, er útgerð skipsins annaðist og minnst var á í síðasta blaði, beðið allmikinn hnekki við för þessa, enda lítur út fyrir, að hún hafi verið iítt skynsamlega stofnuð, og því mjög óvíst, hvort nokkuð verður úr frek- ari starfsemi þess hér við land. Slys. Seint í f. m. vildi það voða- slys til, að Gísli Jónsson bóndi á Eystri-Loptsstöðum datt ofan úr heyi og hryggbrotnaði, en lifði þó viku við mestu harmkvæli. Drukknun. í fyrra dag fannst maður rekinn í flæðarmáli við „batteríið“ hér í bænum, Ólafur nokkur Jónsson, allmikill drykkjumaður, og er ætluu mauna, að hann hafi einhvern vegiun oltið í sjóinn. f Hinn 12. maí síðastl. andaðist að heimili sínu Reykjum á Reykjabraut húsfrú Þorbjorg Árna- döttir eptir stutta banalegu. Hún var fædd 30. nóv. 1823 á Ásum í Svínavatnssókn, en dvaldi lengst æskuáranna á Tindum í sömu sókn. Árið 1847 giptist hún Sigurði óðalsbónda Sigurðssyni á Reykjum, en missti haun eptir 16 ára sambúð. Áf 5 börnum þeirra lifa 2, Kristján, sem nú býr á Reykjum, og Ingibjörg húsfrú í Mjóadal. Árið 1869 giptÍBt hún í annað sinn Agli snikkara Hall- dórBByni, er andaðist vorið 1894; áttu þan 1 son Hjálmar að nafni. Þorbjörg sál. var ein af merkia- og sómakonum þessa lands, fyrirtaks dugnaðarkona, og skörung- ur í allri bústjórn, enda var 'neimili hennar eigi síður orðlagt velmegunar heimili en alkunnugt, sem gestrisnis- og velgjörða heimili. Hún var kona skynsöm í bezta lagi og vel að sér, gætin og hógvær, kjarkmikil og stillt. Einkar hjálpfús var hún við alla, ekki sízt við snauða menn og bágstadda, sem hún einatt sýndi örlæti og veglyndi. Búskaparár hennar á Reykjum voru orðin 48, og öll þau ár stóð bú hennar með miklum blóma. Hafði hún þannig bæði vel og léngi verið sveit sinni til styrktar. Álmennum vinsældum átti húú að fagna. — Jarðarför hennar var íjölmenn. Þeir héldu sína húskveðjuna jhvor séra“Bjarni Pálsson í Steinnesi og séra"St. M.gJónsson á,jAuð- kúlu. í kirkjunni talaði sérapjarni en við gröfina séra Jón Jónsson á Hofi. n. Yottor ð. Herra ritstjóri! Með| því eg hef einusinni ár- angurslaust beðið Ísaíold um rúm^til þess, að verja mig gegn ósönnum áburði, er hún flutti um mig, leyfi eg mér nú að leita til yðar, og biðja yður að ljá eptirfarandi vottorðum rúm í yðar heiðraða blaði. Eg vona að nöfn þeírra manna (bréfhirð- ingamanna og póstafgreiðslumanns) er undir vott- orðunum standa séu eins þung á metunnm í aug- um allra góðra manna, eins og dylgjur og aðdrótt- anir ísafoldar í fréttapistlunum úr Austur-Skapta- fellssýslu. Fossi á Síðu í ágústm. 1895. Sigurður Pétursson, póstur. * * * Að því er snertir röggsemi Sigurðar Pétursson- ar, sem pósts milli Prestsbakka og Odda, þá get eg yfirleitt gefið honum góðan vitnisburð, að því leyti, sem eg þekki til; jt. d. er hann gætinn og djarfur við ófærur þær, sem hér eru á báðar síður á véfr- um, og er mér eigi kunnugt, að hann tefji að ó- þörfu á ferðum sinum. Mýrum 24. júlí 1895 Bjarni Einarsson. Ofanskrifuðu vottorði er eg samþykkur. Yík 25. júli 1895 Halldör Jónsson. Oíanrituðu vottorði er eg að öllu leyti sám- þykkur. Holtijundir Eyjafjöllum 26. júlí 1895. Kjartan Einarsson. Ofanrituðu vottorði er eg samþykkur. Seljalandi 26. júli 1895. Sig. Sigurðsson. Ofanskrifuðu vottorði er eg samþykkur. Staddur að Fagradal 29. júli 1895. Ingim. Eiríksson. Við framanskrifuð vottorð hef eg fáu öðru að bæta en að ég er þeim samþykkur; þó skal þess getið út af ummælum ísafoldar 49. tölubl. þ. á. að engin póstferð hefur fallið niður af völdum aust- anpóstsinS, eins og þar er géfið í skyn. Pósturinn kom hingað 19. janúar, eins og hann átti að koma, svo við þá ferð er engu seinlæti né hirðuleysi að dreifa. Pósturinn fór svo héðan áleiðis til Reykja- vikur 21. jan., svo að ólíklegt er, að bréf þau, er hann hafði meðferðis hafi ekki náð í póstskipið, sem fór f'rá Reykjavík 8. febr. og orðið að bíða marzferðarinnar, eins og ísafold segir. Odda 24. ágúst 1895. Skúli Skúlason, (póstafgreiðslumaður). 52 siuna, og þá, er þeir höfðu tekíð ráð sín saman stuudar- korn, veik hann aptur til kirkjuunar og sagði: „Jæja þá, vér viljum veita þér bæn þína, en gleym því ei, að getir þú ekkert konunglegt náðarbréf lagt fram, áður en kveldmessan verður sungin, þa hnígur höfuð þitt hér til jarðar. Og þér, heilögu feður, hlustið á syndajátning hans, því auðsætt er, hvernig þetta mun fara“. Nú víkur sögunni að litlu húsi; það stóð í fögrum beykilundi, ekki mjög langt frá Redwynde Court. Þar bjó einn af leiguliðum gósseigandans, hinn gamli gull- gerðarmaður Evenden, með einkasyni sínum Hinrik. Hinn ungi maður hafði tekið alimikinn þátt í hátíð vors ins, og gekk því mjög seiut til hvílu um kveldið, en vaknaði skjótt við, að barið var hart á útidyrnar. Það lá við sjálft, að Hinrik missti Ijósið úr hendi sér af undrun, er hann leit hina ungu dóttur yfirboðara síns, Blanche Heriot, standa frammi fyrir sér og biðja með titrandi rödd um leyfi til þess að fá að tala við hann og föður haus. Blanche sagði nú frá öllu, er vér hofum heyrt, og frá því, er síðar bar við. Hún hafði raknað við, þegar háreystið hófst í húsinu, og flúið dauðhrædd til klaust- ursins. Þar hafði hún hitt Audeley og hann hafði sagt henni, að öll lífsvou hans væri fólgin í fingurgulli, er 49 annað að gera fyrir Audeley en að reyna að forða sér á flótta, því að öll vörn var árangurslaus. Harin skaut þverslánni fyrir hurðina til að tefja fyrir og hljóp upp stigann, vék svo til vinstri handar og lauk þar upp leynihurð; komst hann við það út á veggsvalirnar, en um leið og hann lokaði á eptir sér, var fordyrishurðin niðri mölvuð upp og gerðist af hark mikiö. Nú var um lífið að tefla. Audeley hélt niðri í sér andauum og heyrði að hinir þungfæru riddarar hlömmuðust upp stigann. Hann vonaði, að þeir mundu ganga fram hjá leyuihurð- inni og rannsaka herbergin uppi, og þá gæti hann á meðan komizt niður í garðinn og á hestbak. Eu hundurinn, sem hljóp íyrir, fann spor hans, og rak upp gól mikið. Á svipstundu fundu hermennirnir leyni- hurðina og brutu hana upp. „Haldið hundinum", kall- aði sá, er fremstur gekk, „því að anuars tætir hann manninn suudur til agna og heldur — — “ Þá brá fyrir leiptri og hvellur heyrðist, og maður- inn, er mælti orð þessi, datt dauður um koll. Hundur- inn réðst þá á Audely og glepsaði í öxlina á honum. Eu tennur sporhundsius bitu ekki á brynjuna, og þreíf riddarinn þá í hnakkakambinn á honum og fleygði hon- um með svo miklu aili yfir riðið niður í garðinn, að hann fór úr hálsliðunum. Audeley þaut nú sem kólfi væri skotið þvert yfir

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.