Þjóðólfur - 06.09.1895, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 06.09.1895, Blaðsíða 4
176 Handa herra Boga Melsteð. Af því að mér var ekki koatur á að sjá síðustu Fjallkonu-blöð áður seinasta biað af Sunnanfara kom út, vildi eg mega biðja yður, herra ritstjóri, að Ijá þessari yflrlýsing sem íyrst rúm í blaði yðar: „Það vottum við undirritaðir, að við vorum á íslenzka stúdentafundinum 25. april þ. á. og sáum, að cand. mag. Bogi Th. Melsteð gekk að sæti Dr. Jóns Þorkelssonar, er þá hafði í erindi minnzt á stofnun háskólasjóðsins og getið þess, að Bogi hefði meðal annara skrifað undir áskorun um samskot til hans, og heyrðum við þá, að Bogi Melsteð skaut þeim orðum að Dr. Jóni og laut jatnframt niður að honum: „ Þú hefur þá stolið nafni mínu undir hanau. Kaupmannahöfn 6. júlí 1895. Sigurður PHursson. Þorst. Oíslason. Ennfremur sagði Bogi Melsteð, er Dr. Jón bað hann ítreka orð sín: „Þú munt bezt vita sjálfur, hvernig þú hefur komizt að þvi“. Sigurður Pétursson11. Eg bæti því hér við, að aðrir i stjórn félagsins en Sigurður Pétursson segjast ekki hafa heyrt þessi orð Boga (Sæmundur Bjarnhéðinsson og Helgi Jóns- son) og geta því ekkert um þetta borið. Er þetta svo nóg svar handa Boga fyrst um sinn. Kaupmannahöfn 6. júlí 1895. Jón Þorkelsson. Prestaskólakennari, séra Jón Helga- son prédikar í dómkirkjunni á sunnudaginn kem- ur kl. 5 e. h. Samskot til Háskólasjóðsins. Frá félugi í Gufudalssveit (sbr. 36. tbl. ,,Þjóðó]fs“) 100 kr, frá dr. phil. Carl Kiichler i Leipzig (safnað á Þýzkalandi) 70 kr. 34 aurar, ennfremur frá þýzkum háskólakenriurum og fræðimönnum 102 kr. (safnað af C. Kuchler). Jón Jasonsson veit- ingamaður á Borðeyri 5 kr., ónefndur Eyja- maður 1 kr., ónefnd kona í Borgarfirði 3 kr. á allskonar vörum, sem sendar eru til eða frá útlöndum með pöstgufuskipunum eða öðrum gufuskipum, get eg útvegað, hvenær sem óskað er, gegn lágu ábyrgðar- gjaldi á öllum tímum árs. Tr. Gunnarsson. Hjá undirskrifaðri geta fullorðnir og börn fengið kennslu til munns og handa. Friðrika Lúðvíksdóttir. 5 Laugaveg 5. Kennsla. Einar kennari Þórðarson frá Kirkjuvogi tekur að sér að kenna nokkrum börnum í Reykjavík á næstkomandi vetri. Skil- málar góðir. Semjið sem fyrst við snikk- ara Björn Þórðarson við verzlun Sturlu Jónssonar, sem gefur allar nánari upplýs- ingar. M?±l leigu óskast hentugt húsnæði fyr- ir litla; familíu 1. október. Ritstj. vísar á. V ottorð. Eg undirskrifuð hef í mörg ár verið sjúk af taugaveiklun, og hef þjáðzt bæði á sál ok líkama. Eptir margar árangurs- lausar læknatilraunir, reyndi eg fyrir 2 árum „Kina-lífs elixír“ frá hr Waldemar Petersen í Frederikshavn, og þá er eg hafði neytt úr fjórum llöskum varð eg undir eins miklu hressari. En þá hafði eg ekki föng á, að kaupa meira. Nú er sjúkleikinn aptur að ágerast, og má sjá af því, að batinn var hinum ágæta bitter að þakka. Litlu-Háeyri, 16. jan. 1895. Guðrún Símonardöttir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaup- mönnum á íslandi, Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína- lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eptir v.p. því, að — standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan- um: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Valdemar Petersen, Prederikshavn, Danmark. Hannyrðabókin og Rauðhetta fæBt á skrifstofu „Þjóðólfs“. Eigandi og ábyrgðarmaðnr: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Félagsprentsmiðjan. 50 ganginn yzt út í horn, þar sem hlekkur einn var fest- ur, er lék á hjóli í þakinu og hélt uppi stórum lampa, er hafður var til að kveikja á í garðinum. Á svip- stundu leysti Audeley annan enda hlekksins, þreif utan um hann báðum höndum, varpaði sér út yfir ridið og rann óðfluga niður í garðinn um leið og lampinn dróst með braki og bramli upp undir ioptið. Kúlurnar hvinu um eyrun á honum, en engin hæfði hann, og á svip- stundu var hann kominn niður og skreið út um glugga út í forgarðinn og þaðan út á brúna, og hljóp sem fæt- ur toguðu í áttina til klausturkirkjunnar, er var Ijós- um skreytt, því að þar var þá einmitt verið að halda guðsþjónustu kl. 12 ura nóttina. Áður en hinlr höggdofa hermenn voru komnir ofan úr hallargarðinum og höfðu tekið hesta sína, hafði Audeley orðið það skjótari, að hann komst að kirkju- veggnum, þá er hermennirnir voru enn í nokkur hundr- uð feta fjarlægð út á vellinum. En þvi miður voru dyrnar á kirkjunni á þeirri hlið, er frá sneri, og þang- að var ekki unnt að komast á svo stuttum tima. En Audeley kleif djarflega upp ósléttan múrvegginn, náði í glugga, braut hann upp, og stóð á svipstundu mitt á meðal munkanna, er urðu utan við sig af ótta. „Vernd, í nafni hinnar heilögu^meyjar!“ kallaði riddarinn, um Ieið og hann kraup á kné fyrir ábótan- 51 um. „Þér þekkið mig, Angwin ábóti, og þér munuð ekki neita fylgismanni hinnar ógæfusömu Lancaster- ættar hælis í neyð“. „Stattu upp, sonur minn“, svaraði ábótinn, „gakk inn að hinu beilaga altari og bið guð að gera óvini þína miskunnsama11. Nú settist Audeley dauðþreyttur niður hjá altarinu. En áður en messan byrjaði á ný, sást mannsandlit í brotna glugganum, og svo var kallað með hörkulegri rödd: „Ábóti sæll, þér hýsið uppreistarmann, og eg krefst þess í nafni Játvarðar konungs, að þér framseljið hann“. „Hann hefur falið sig vernd heilagrar kirkju og fengið griðastað hjá oss“, svaraði ábótinn. „Því gefum vér engan gaum“, sagði hermaðuriun. „Klausturkirkjan í Tewkesbury gat ekki verndað Som- erset og klaustrið í Chertsey skal heldur ekki veita öðr- um lítilmótlegri uppreistarmanni grið. Framseldu hann góðfúslega, ella tökum við hann með valdi“. „Bíðum við 1“ sagði Audeley og stóð upp. „Fyrir mína skuld skal helgi klaustursins í Chertsey ekki verða saurguð. Veitið mér frest þangað til hringt verður næst í kveld, og geti eg þá ekkert konunglegt skírteini sýnt, skal eg deyja með glöðu geði“. Hermaðurinn, er lá á glugganum, veik til félaga

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.