Þjóðólfur - 04.10.1895, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 04.10.1895, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr Erlendis 5 kr.—Borgist fyrir 15. júli. Dppsögn, hundin vi» áramöt ógild nema komi tilútgefanda fyrir 1. október. ÞJÓÐÓLEUR XLYII. árg. ReykjaTÍk, föstudaginn 4. október 1895. Nr. 48. ÞJÓÐÓLFDR 1896. Hlunnindi fyrir nýja kaupendur að næata (48.) árgangi: Sögusöfh Þjóðólfs fjögur bindi (5., 6., 7. og 8.), 1892, 93, 94 og 95. Alls um 500 bls. Mjög skemnitilegt safn. Þar á meðal íslenzkar sögur t. d. „Magnúsar þáttur og Guðrúnar" og „Hungurvofan“ eptir séra Jónas Jónas- son. Með því að búast má við, að sumir r.ýir kaupendur vilji eignast það, sem út er komið af hinni fróðlegu sögu af Þuríði formanni og Rambsránsmönnum, geta þeir fengið keypt þessi þrjú fyrstu hepti, sem þegar eru prentuð, fyrir 1 kr. 75 a. öll. (þ. e. 1. hepti 75 a., 2. h. 50 a., 3. h. 50 a.). Það eru síðustu forvöð fyrir þá, sem vilja eignast alla þessa sögu, því að sárlítið er eptir af 1. heptinu. Þessi hepti verða ekki send neinum fyr en um leið og þau eru borguð, en vissara er að panta þau raeð blaðinu, ef menn ætla að kaupa þau? því að þá verða þau geymd. Engir aðrir en nýir Jcaupendur ÞjóðóJfs geta átt kost á að fá sögu þessa keypta. Fjórða hepti sögunnar, er kemur út næsta ár, fá allir kaupendur blaðsins, gamlir og nýir, ókeypis. Þessi ofangreindu kjör standa nýjum kaupendum til boða óbreytt til 1. marz 1896. Með l>ví að það liefur stundum tíðkazt, að menn hafa pantað blaðið með fylgiritum þeim, er því hafa fyigt ókeypis, og fengið þau send sérstak- loga, án þess borgun fylgdi, en prcttast síðar um hana, þá verða fylgirit blaðsins eptirleiðis ekki send neinum einstaklingum, fyr en um leið og blaðið er borgað á hverjum tíma árs, sem það er. Bn út- gefandi gerir undantekningu frá því við reynda útsölumenn og aðra kaupendur, er jafnan httfa stað- ið í skilum, ef þeir ðska þess. Burðargjald undir svo mörg fylgirit er svo feikimikið, að útgefandi getur ekki staðið sig við að senda þau svona fyrir- fram til óþekktra nýrra, manna, enda tíðkast það í engu landi, að því er kaupbæti blaða snertir. Það má og á sama standa, hvenær kaupendur fá fylgi- ritin, þá er þeir eiga þau vís, hvenær sem borgun frá þeim kemur. Nðg ábætta fyrir útgefanda að senda blaðið sjálft til ókunnra manna, án þess borgað sé fyrirfram. IPF" Þjððólfur hefur síðustu 2—3 ár fengið miklu meiri útbreiðslu en fyr, áunnið sér meiri og meiri hylli meðal almennings, og á marga góða skiptavini, er hafa sýnt honum mikinn velvilja, og vonum vér, að svo verði einnig eptirleiðis. Kirkjuhvoll. Hún amma mín það sagði mér: „Um sólarlags-bil á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til. Þá mátt ei trufla aptansöng álfanna þar, — þeir eiga kirkju’ í hvolnum, og bttrn er jeg var í hvolnum kvað við samhljðmur klukknanna’ á kvöldin". Hún trúði þessu’, hún amma mín, —jeg efaði’ ei það, að allt það væri rétt, er hún sagði’ um þann stað, jeg leit þvi jafnan hvolsins með lotningu til,— jeg lék mér þar ei nærri um sðlarlags-bil: jeg þðttist heyra samhljðminn klukknanna’ á kvöldin. En forvitnin með aldrinum þð óx svo mér hjá, og einhver kynleg löngun og brennandi þrá; — á sumarkvöldi björtu um sðlarlags-bil á sunnudegi Kirkjuhvols jeg reikaði til. — í hvolnum glymur samhljðmur klukknanna’ á kvöldin. Og er jeg þar hjá hvolnum stóð við bamranna göng, jeg heyra þðttist kynlegan, ðmfagran söng. Og yfir öllum hvolnum og hömrunum þar helgiblær og dular-ró svo undarleg var. — í hvolnum glymur samhljðmur klukknanna’ á kvöldin. Jeg stðð sem elding lostinn þar, jeg starði hvolinn á, þar stððu dyrnar opnar, í björgin jeg sá: þar glöptu Ijðsin sjðnir með geislanna blik, — jeg guðshús sá þar opið; — það kom á mig hik: jeg þðttist heyra samhljðminn klnkknanna’ á kvöldi. Og dýrðleg var hún, kirkjan sú, — á sveimi jeg sá þar svífa álfa ljðsklædda’ um gólf til og frá, og öldung sá jeg stttnda þar altarið við. — En allt í þoku’ eg sá það: jeg heyrði sífellt klið af þung-glyrojandi samhljðmi klukknanna’ á kvöldi. Og konu sá jeg hvitklædda við kirkjunnar dyr, — þá kaldur greip mig hrollur, er þekkti jeg ei fyr; hún varir að eins bærði og benti mér frá með björtum gullin-sprota og ljómi skein af brá, og alltaf kvað við samhljómur klukknanna’ á kvöldi. En ðttablandna lotningu’ mér innra’ eg fann hjá, og eins og leiðslu-fanginn gekk eg Kirkjuhvol frá. Mér fannst eg brotizt hafa í helgidóm inn; — mér hvellur kvað í eyrum með töfra-hljóm sinn hinn undarlegi samhljómur klukknanna’ á kvöldi. , * * * Er aptanblikið sveipar fjöll, um sðlarlags-bil, á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til! Þú verður aldrei samur og áður, alla stund i eyrum þér mun gjalla fram að síðasta blund hinn undarlegi samhljðrour klukknanna’ á kvöldin. Ouðm. Guðmundsson. Frá kennarafundinum í Stokkhólmi. Stutt fcrðasaga eptir Pétur 6nðmundsson.x Kaupm.höfn 13. sept. ’95. Herra ritstjóri! Eg lofaði að senda yður nokkrar lín- ur um ferðalagið í Svíþjóð í sumar. Þetta kef eg ekki haft tækifæri til að efna fyr en nú; er það mest því að kenna, kvern- ig samgöngum er háttað við ísland. Laugardaginn 3. ágúst kl. 7 um kveld- ið, lagði eg af stað til Stokkhólms frá Höfn með gufuskipinu „Gefjun“ („Gefion“ kalla Danir) til Málmeyjar. Þangað var komið kl. 8x/2. Farið þangað kostaði að eins 1,00 kr. Eg var í Málmey um nótt- ina. Á sunnudagsmorguninn kl. 6 fór eg á járnbrautarstöðina og keypti farmiða til Stokkh., kostaði hann aðra leiðina kr. 12,40; var þó fargjaldið sett niður um helming fyrir okkur kennarafundarmenn. Kl. 8 lagði lestin af stað, kom að rúmum klukku- tíma liðnum til Lund. Þar varð eg eptir; var þar við kirkju og ætlaði að skoða þar um leið hinn nafnkennda „bótaniska" garð, en gat það ekki vegna óhemju rigningar, sem var því nær allan þennan dag. Kl. S1/^ kom lest sú frá Málmey, sem flutti hina dönsku kennara, er þessa leið fóru tii Stokkhólms; var hún ærið löng, enda voru farþegar yfir 500, 14—16 í hverjum vagni. Eg fór inn í einn vagninn, mátti það ekki seinna vera. Viðstaðan var ekki nema 5 mínútur, svo ekki var hægt að litast um, hvar rúmbezt væri í vögnum þessum. Síðan var haldið af stað norður eptir landi. Útsjónar nýtur lítt úr vagn- inum. Sést lítið annað en akrarnir beggja vegna við brautina eða skógur og bænda- býli á víð og dreif, sumstaðar fast við veginn og sumstaðar kippkorn frá hon- um. Engir eru bæirnir úr torfi gerðir, eins og heima, heldur annaðhvort úr timbri eða múrsteini. Flest eru hús þessi lituð eða máluð rauð, eða hvítir *) Barnaskðlastjðra frá Eyrarbakka, einn þeirra 4 íslendinga, er staddir voru á þessum fundi. Hinir voru Sigurður Sigurðsson barnaskólastjóri frá Mýrarhúsum, Sveinbjörn Sveinbjörnsson adjunkt í Árðsum og NiJsulás Runðlfsson cand. mag. frá Kaupmannahöfn.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.