Þjóðólfur - 04.10.1895, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 04.10.1895, Blaðsíða 2
192 veggir og móbrúut þak. — Allvíða eru tjarnir og vötn meðfram brautinni, en al- staðar er skógivaxið alveg fram að bökk- unum, verður því iilt um útsjón. Ki. 7 á mánudagsmorgun var komið til Stokk- hólms. Var ekki laust við, að fólk væri nokkuð ierkað og þreytt eptir ferðina, enginn hafði getað sofnað sakir þrengsla, var kvennfólkið farið að hvítna í kinnum, þó rjótt væri að náttúrufari. Urðu víst flestir fegnir að kotnast út úr lestinni, enda höfðum við að eins einu sinni farið út úr vögnunum á leiðinni, var það í Nás- sjö, um kveidið kl. 10. Þar var staðið við hálfa klukkustund. Hef eg ekki séð harðari aðgang í soltnu fé, sem kemst í heygarð í harðindum, en þar var. Það lá við, að menn berðust í bróðerni, um að ná í brauðbita, kaffibolla, mjólkursopa o. s. frv., og margur einn var með bollann hálfdrukkinn í hendinni, þegar gufupípan hvein til brottlögu; en ekki dugir áð segja: „Eigum við að setja, eigum við að láta upp?“; ef maður vill vera með, verður maður að hlýða pípunni tafarlaust; það er líka satt bezt að segja, að pípunni er hlýtt miklu betur en nokkru „kommando“ orði. Hún er búin að kenna mörgum að hlýða, sem ekki kunni það, áður en hann komst í kynni við hana. Fundurinn byrjaði kl. 8x/2 á þriðju- dagsmorgun í Östermalmskirkju. Var fyrst sunginn sálmur og síðan flutti Billing bisk- up í Stokkhólmi langa ræðu, um kristi- lega auðmýkt, sem kennurum og lærisvein- um bæri að stunda öllu öðru fremur. Þótt kirkjan væri ein hin stærsta í bænum, þá komust þeir ekki nærri allir inn, sem f und- inn sóttu, enda voru þeir eitthvað yfir 6500: Danir 1500, Norðmenn 1200, Finn- ar 300, hitt Svíar. Þá er guðsþjónustunni var lokið, tóku fundarmenn til starfa í 3—5 herbergjum daglega. Voru rædd 42 málefni alls og alls, sem öll snertu að einhverju leyti skóla eða uppeldismálið. Er það mín trú, að íslendingar hefðu haft gott af því, að vera þar sem flestir. Það er litið með öðrum augum á skólamálin hjá frændþjóð- unum, en heima hjá okkur. Umræður voru fjörugar og skemmti- legar, en alllítill skoðanamunur, og var því fundur þessi mjög friðsamur; þó kom- ust þeir nokkuð í hár saman höfuðfröm- uðir skólaiðnaðarins á Norðurlöndum, þeir Axel Mikkelsen danskur og Otto Salomon frá Nás; fluttu þeir sinn fyrirlesturinn hvor; talaði Mikkelsen fyr, en hinn á ept- ir. Hafði Salomon gert harðar árásir á Mikkelsen og rifið fyrirlestur hans mjög niður; hafa margir Danir sagt mér, að Mikkelsen hafi farið hina mestu hrakför fyrir Sqlomon, enda gat Mikkelsen ekki svarað, með því umræður fóru ekki fram um þetta mál. Sýning á kennsluáhöldum og bókum í ýmsum námsgreinum stóð í sambandi við fundinn; ennfremur voru og sýndir ýmsir munir, sem unnir hafa verið í skólunum; eins og kunnugt er, hefur allmikil stuud verið lögð á það á seinni árum á Norður- löndum, að koma á verklegri kennslu í sambandi við hina bóklegu tilsögn, og er árangurinn auðsjáanlega góður orðinn. Voru margir munir mjög vel gerðir, sem 12 og 13 ára gömul börn höfðu unnið að. (Niðurl. næst). Nokkrar athugasemdir um verzlunina, (Svar til Þórólfs frá, Víg-lundi). IV. Það er bæði ný og gömul vísa „að það sé kaupmönnum að kenna, að landsmenn séu í kaupstaðarskuldum“. Sannast sagt, er beggja skuldin. Vitanlega biðja marg- ir kaupmanninn um lán; kaupmaðurinn hefur líka opt boðið lán. Hann hefur séð sem er, að það var gróðabragð (eg vil ekki segja hrekkjabragð), að hafa fleiri og færri háða sér með skuldabandinu ár ept- ir ár, ef til vill allan þeirra aldur, þó „prósenturnar11 að eins haíi tapazt afhöf- uðstól skuldarinnar. En að lána öreiga eða óreglumönnum á sama hátt og sumir kaupmenn hafa gert, getur varla álitizt annað en stórflónska, þar á ofan láta hinn skilvísa borga tjónið af skuldaþrjót- unum og hröppunum. Er það frelsi og því samhliða réttlæti? Bankalán er ólíkt búðarláni. Bankinn lánar eptir föstum regl- um og gegn nægri tryggingu þegar í byrjun. Búðarlánið þar á móti opt á huldu og ó- vissu og reglulaust. Betur mundi hafa farið, ef kaupmaður hefði fylgt föstum reglum, eins og bankar við sín lán. Það verður víst bágt að reka, að margir hafl orðið skuldugir fyrir það, að þeir hafa orð- ið að fá eina og aðra vörutegund dýrari hjá kaupmanninum, en hún hefði verið á öðrum nærliggjandi stað og einmitt hjá kaupmanni. Því verður aldrei „gleymt“ er menn ekki hafa vitað. En þess eru víst dæmi, að skiptavinir hafa fyrst feng- ið að vita hið sanna verð eptir áramót í reikningum sínum. Og niðurstaðan þá hef- ur verið þveröfug við það, sem sagt hefur verið í kauptíð, skuld í staðinn fyrir inni- eign og innieign í staðin fyrir skuld. Það er óþægilegt í „ös“, að segja sérhverjum frá verði á hverjum hlut, sem merktur er með bókstöfum í stað zifírutölu og þegar hinar óæðri undirtyllur búðarinnar geta ekki ráðið fram úr þeim bandrúnum eða dvergadylgjum tilsagnarlaust, getur þess háttar meinloka hjálpað til þess, að skuld- arupphæðin verði „ráðgáta". Qjaldþolið verður líka „ráðgáta“ á þeim stöðum, þar sem elikert verð, eða þá óvíst verð er á innlendu vörunni eða innlögðu vörunni allt til áramóta og svo, þegar menn verða að bíða eptir lofuðum uppbótum á annað eða þriðja ár!! Hr. Þórólfur segir „að kring- um kaupstaði sé optast meiri atvinnu að fá en annarsstaðar“. Hann er Iíklega ó- kunnugur til sveita og jafnvel í ýmsum verzlunarstöðum landsins og þeim sumum ekki svo fjærri honum. Eg hef víða dval ið til sveita og við sjávarstrendur og hvergi séð annað eins atvinnuleysi og einmitt við verzlunarstaðina, ekki einungis dögunum saman, heldur vikum og mánuðum saman, nema þegar eitthvað hefur orðið átt við sjó eða róið. Hálfíullar og alfullar búðir af atvinnuleysingjum og stórir „hópar“ úti á götunum. Þar á móti munu sárfáir ganga atvinnulausir, svo dögum skipti í sveitinni, sem annars hafa hug á að vinna, jafnvel ekki við sjóinn, þar sem jarðarnot eru. Eg hafði ekki sagt „að mikið vol- æði sé í kringum kaupstaði, vegna þess, að kaupmenn selji nábúum sínum vöruna dýrari en öðrum“, svo það var óþarfi fyr- ir hr. Þórólf að neita því. En eg ætla nú að segja það, að nábúar sumra kaup- manna verða opt að kaupa vörur eða nauð- synjar sínar dýrari af þeim, en aðrir fjær- búandi. Þetta verður á þann hátt og þar, sem útlend vara er óðar „sett upp“ og hákauptíð er lokið (með byrjun sláttar eða fyr og seinna í júlímánuði); og á þessum slægsmunum, sem „koma eins og skratt- inn úr sauðarleggnum“, vara sig fáir, þá er aðalkaupeyrir nábúa kaupmannsins, fisk- urinn, ekki tilbúinn á mörgum stöðum og svo verða þeir opt að hafa það, sem kall- að er „úrkastið“ vegna hins sama og get- ur þetta allt saman hjálpað til skuldanna allmikið. Það er alls ekki rétt ályktað hjá hr. Þórólfi, „að orsök til volæðis kring- um kaupstaði sé sú, að þeir, sem búa nærri búðinni, séu óvarkárari með að biðja um lán og spili lakar úr efnum sínum, en þeir sem fjær búa“. Óvarkárni og van- spilun gengur upp og niður til sveita og sjávar, nær og fjær verzlunarstöðum. Kaup- menn eru líka misvarkárir.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.