Þjóðólfur - 04.10.1895, Blaðsíða 3
193
V.
Eg trúi vel því, sem hr. Þórólfur seg-
ir um vinuutíma og verkalauu í „höfuð-
staðnum"; eg vissi það áður. En af því
mér virðist hann véfenga orð mín um þetta
atriði, skal eg í bróðerni ráðleggja honum
að fara í kaupstað einn, er heita má hér
„nærlendis“, (um 30 mílur frá höfuðstaðn-
um), ganga þar í vinuu við „barlest“, bera
grjót í pokum á bakiuu, ofnkol, salt o. s.
frv. Eg vona að hann fái þar, auk áður-
nefndra hlunninda og vinnulauua (16 au.
um kl.stund.), tvívegis einar 15—20 mín-
útur og einstöku sinnum V, stund til mál-
tíða í klöppunum eða undir einhverjum
húsveggnum, verði ekki breyting frá því,
sem þar hefur tíðkazt undir 20 ár. Því
skal ennfremur viðbætt honum til fróðleiks,
að kvenfólk hefur fengið þar við áður-
nefndan salt- kola- og grjótburð á bahinu
12 au. um kl.stundina, segi og skrifa tólf au.
— og það í vörum og þeim ekki ætíð sem
beztum. Hvað snertir „skrúfunalí um
smjörpundið fyrir „uppskipun" á salttunnu,
get eg ekki hrósað henni; en þó munu
vera svo óhagfelldir staðir til, við strendur
landsins til „uppskipunar“, að menn væru
ekki ofsælir af einu grænmygluðu gráða-
pundi, sízt „margarin“-pundi, fyrir „upp-
skipun“ á salttunnu, væri það um sláttinn
eða þá góður afli væri af sjó.
VI.
Hr. Þórólfur álítur það merki um frjálsa
verzlun, að ýmsar vörutegundir, sem eg
álít nauðsynlegar, svo sem járnið, vanti.
Það verður þó leiðara að svara kaupmann-
inum ákveðinni pundatölu af saltfiski úr
hverri salttunnu, eins og sumir hafa ein-
skorðað, þegar menn geta ekki komið skip-
um sínum á sjóinn fyrir skorti á ýmsu til
þeirra og annars, sem að þeim atvinnuvegi
lýtur og ekkert verður umflúið. „Farið
þið nú meðhrognin ykkar ábakinu til Reykja-
víkur!“, sagði einn frjálslyndi (?) verzl-
unarstjóriun fyrir nokkrum árum, þegar
bændur höfðu misst í sjóinn sitt eina skip,
sem á varð flutt. Kallar hr. Þórólfur það
frjálsa verzlunaraðferð, að menn geti ekki
fengið vinnu sína eða vöru borgaða nema
í vörum eða þá í seðlum, sem hvergi ganga
í nokkur gjöld í víðri veröld, nema ef til
á næstu „knæpu“, 0g á þeim standi: „borg-
ast einungis í vörum“ og gildir til ákveð-
ins dags það árið, t. a. m. 31. júlí eða
31. ágúst?. Þegar menn nú neyðast til að
taka þessi merkilegu skeinisblöð, er eðli-
legt að þeir vilji kaupa fyrir þau þær vör-
ur, sem þeir þurfa og geta notað, en ekki
glingur, brúðuhausa né leirhunda, sem
æfinlega hafa verið nægar birgðir af á
sumum stöðum. Vörurnar þurfa að vera
til, svo verzlunin geti innleyst seðla sína,
sem hún hefir ákveðið að borga í vörum!
Hr. Þórólfur þarf að komast í stöðu þeirra,
sem við svo lagaða verzlun búa, svo hann
viti hvernig frelsið smakkar. Það er gott
að ekki er alstaðar eins, og að hann þekk-
ir þá planka, sem kosta 7—7x/2 kr., og
fær úr þeim 4 árar, (sjálfsagt á átt- og
tíæringa), en eg og margir fleiri þekkja
hina plankana, sem hafa kostað 8 kr. og
hafst úr þeim 2 árar.
VH.
í dæminu um erfiðismennina höfðu þeir
ekki selt kaupmanninum vinnukrapt sinn
fyrir umsamið verð og ekki í margvíslega
vinnu, heldur að eins til kolaburðar um
daginn, en eklci til að róa út skip kveldið
og nóttina eptir. Hr. Þórólfur efast um,
„að kaupmaður beiti valdi, og fari svo, þá
sé það erfiðismanninum sjálfum að kenna".
Um þetta geta verið skiptar skoðauir.
Öllum frjálsum mönnum mun þykja óviður-
kvæmilegt að láta fara með sig eins og
ánauðuga menn eða fanga. En fleira mun
vera kallað að beita valdi, en reka á eptir
erfiðisfólki með böndum eða bareflum. III-
yrði og hótanir um afarkosti, t. d, „að
loka búðinni og stoppa verzlunina, þótt
frjálsir menn amist við að vinna dag og
nbtt, ver en sakamenn, kalla eg valdi sé
beitt. Sú aðferð, að lolm búðum oq stoppa
verelunina, frjálsa verzlun, ef líkt stendur
á, muudi verða hljóðbært og þykja afar-
kostur í höfuðstaðnum.
VHI.
Að kaupmanninum væri ekki frjálst að
fara að eins göfugmannlega og hann fór
við Norðmanninn, hef eg aldrei sagt; en
aðferðin sýndi meinlegt hrekkjabragð við
nærstadda viðskiptamenn sína, er vildu ná
kaupum hjá Norðmanninum. Það er ekki
venja við löggilta verzlunarstaði, að menn
þurfi að fara út á rúmsjó eða reginhaf til
að ná samningi um kaup á timbri, en í
þetta sinn hefðu bændur þurft að hafa það
svo. Enginn neitar því, að bændur qeti
leikið eitt og annað hrekkjabragð og strák-
skap, en sem betur fer, blygðast allir vand-
aðir menn við það.
Búnaðarpistill.
Eptir Jón Sigurösson í Syðstu-Mörk.
Eins og eg áður hef í blaði yðar, herra ritstjðri,
ritað nokkuð um eitt atriði landbúnaðarins, nefnil.
um meðferð túnanna, þá ætla eg nú með línum
þessum að minnast á annað atriði landbúnaðarins,
sem er um hagnýting heyjanna um sláttinn, og
því bið eg yður, herra ritstjóri, að lána rúm fyrir
línur þessar i yðar heiðraða blaði.
Eins og það er mikilsvert að auka grasvöxtinn
sem mest má verða, bæði pieð því að slétta túnin,
bera vel á þau áburðinn, og sjá um, að hann komi
þeim að tilætluðum notum, veita vatni á engjarn-
ar, þurka þær upp með skurðum, þar sem þær eru
um of votlendar o. s. frv., eins er hitt ekki síður
áríðandi, og það er það, er eg vildi mínnast á með
línum þessum, að vanda sem bezt má verða þurk-
inn á heyinu um sláttinn. Þetta er svo stórt og
áríðandi atriði í búnaðinum, að því má ekki láta
óhreyít, þegar um hagsæld sveitarbóndans er að
ræða. Hver getur metið allt það óhagræði, allt
það tjón, og eg vil segja alla þá óblessun, er leitt
hefur af því, að hirða í heygarðinn eða heyhlöð-
urnar blautt eða illa þurkað hey? Ailt það tjón, er
af því heíur hlotizt, verður ómögulega metið til
peninga; það er næstnm ofætlun hverjum manni.
Margur talaði um íjárkláðann, þegar hann geis-
aði um landið, sem vonlegt var, þvi hann var
sannkölluð iandplága, meðan hann stóð yíir; en hann
hvarf úr sögunni aptur smámsaman, svo hans er
nú að jafnaði ekki minnst íramar.
Margur talar enn í dag, og það ekki að orsaka-
lausu, um fjárpestina, er allt af liggur hér i landi
íslendingum til ómetanlegs tjóns i landbúnaðinum,
en um hana má þó segja sem er, að hún liggur
ekki á fjárstofninum árlega, heldur er að henni
áraskipti, og það svo, að stundum koma þó nokkur
ár í röð, að hennar gætir lítið um landið.
En hitt, að vanda illa þurkinn á heyjunum al-
mennt um sláttinn, það er sú landplága, er allt of
almennt liggur á íslenzku þjóðinni, þótt það kunni
helzt að eiga sér stað hér á Suðurlandi, þar sem
rigningarnar eru einna ákalastar. Við þurfum ekki
annað en koma i heygarðana og heyhlöðurnar hjá
bændum að vetrinum til að sjá þetta; þá eru það
hreinustu undantekningar, ef við sjáum livann-
græna töðuna í heystálinu; hitt sjáum við almenn-
ara, að hún er meira og minna skemmd: mygluð,
rauðornuð eða alveg svört og varla stráheil, og
ætti öllum skynsömum mönnum að vera það skilj-
anlegt, hvilikt tjón annað eins hefur i för með sér,
að fara svona með aðalbjargræðisstofn sinn, nfl.
töðuna. Það er hið mesta tjón, er einn bóndi get-
ur gert sér í búnaðinum, og eg áiít, að full rök
megi leiða að því, að skaðsemi fjárpestarinnar eru
smámunir að reikna i samanburði við það tjón, er
menn gera sér með því að vanda illa þurk á heyj-
um sinum, og einkanlega á töðunni, og eg álit það
sama, eins og ef bóndi, sem á afbragðs-töðu og
ágætt kúagagn, léti á hverju máli hella niður
helming af mjólk þeirri, er hann fær úr kúnum
sinum að vetrinum, og þá verður tjónið ölium
skiljanlegt; en eg held, að þetta sé ekki ofdjarft
tiltekið á móti þeim bændum, er eiga myglaða eða
svarta töðuna.
Menn heyra nálega á hverjum vetri næstum
almenna umkvörtun um, að kýrnar mjólki mjög
illa, en fáir nefna orsökina, þótt hún sé almennt
þeim að kenna, er heyhirðingunum ræður um slátt-
inn.
Sama verðnr upp á blaðinu, þegar um engja-
heyskapinn er að ræða. Sauðfé, og þó sér i lagi
lömbin, veikjast af þessu skemmda heyi, veikjast
svo af því, að þau opt og einatt fara að týna töl-
unni úr lungnaveiki og fleiri veikindum, þegar kem-
ur fram yfir nýár, og svo heldur þessu áfram allan
veturinn, að þau eru smátt og smátt að týna töl-
unni opt og einatt, þar til að eins fá eru orðin