Þjóðólfur - 25.10.1895, Síða 1

Þjóðólfur - 25.10.1895, Síða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr Erlendis 5 kr.— Borgist fyrir 15. J411. ÞJÖÐÓLFUR. Uppsögn. bnndin viö iramöt. ógild nema komi tilútgefanda fyrir 1. oktöber. XLVII. árg. Reykjarík, föstudaginn 25. október 1895. Um gufubáta vestanlands. Eptir séra Jðhannes L. L. Jðliannsson. Siðasta alþingi hefur tekið vel að sér samgöngumálið bæði á sjó og landi, enda var þar eigi vanþörf á, því fátt mun standa þjóðinni meira fyrir þrifum en hið mikla samgönguleysi, er vér höfum átt við að búa. Það eru þó einkum samgöngubætur á sjó, er flestum landsbúum munu mest að gagni koma. Nú hefur þingið veitt allmikið fé til gufubátaferða í öllum fjórð- ungum landsins. Til að halda úti gufu- bátum í Sunnlendingafjórðungi og á Faxa- flóa (Mýrasýslu) er veittur 7,500 kr. styrkur hvort árið; og í Vestfirðingafjórðungi og um Húnaflóa (Húnavatnssýslu) er styrkur þessi 10,000 kr. En hér aðauki eross Vestf. og Húnvetningum boðið 60,000 kr. lán til að kaupa og koma upp gufubátum og er auð- sætt, að vér höfum eigi not af ársstyrkn- um til að halda úti gufubátum nema vér notum lán þetta eða fáum komið gufu- bátaferðum einhvern veginn á. Þegar nú svona góð kjör eru í boði, ætti sýslufélög- in að sýna, að þeim er full alvara að fá bættar samgöngurnar með því, að nota lánið, sem boðið er fram. Þegar Mýra- sýsla er talin frá, þá tel eg víst, að allar sýslur í Vesturamtinu ásamt Húnavatns- sýslu þiggi lán þetta, því það væri meira en meðalskömm að sleppa svona góðu tæki- færi úr greipum sér til að hrinda áleiðis mesta velferðarmáli fjórðungsins, og illa væri það gert, ef eitthvert sýslufélag skær- ist nú alveg úr leik, því slíkt hlýtur að verða hinum sýslufélögunum að tjóni. Styrkurinn, sem gufubátunum er veittur árlega í fjárlögunum fyrir næstu ár, er svo ríflegur, að hann er meiri en það, sem þarf í árlega rentu og afborgun af láninu. Það er engin ástæða til að halda, að sá styrkur verði minnkaður síðar, heldur ef til vill aukinn, svo það ætti engum að vaxa í augum að koma á gufubátsferðum með slíkum kostum. En þá er að athuga, hversu marga gufubáta Vestfirðingar kom- ast af með. Eg get eigi betur séð, en að vér þurfum að minnsta kosti tvo báta, annan, er færi um Breiðafjörð og ísafjarðar- djúp og hinn norðanlands, er færi um Húnaflóa og Hornstrandavíkur. Það er með öllu óhugsanlegt, að einn gufubátur geti nægt bæði sunnan og norðan lands hér vestra, því vegalengdirnar eru svo miklar og landslagi svo háttað, að eðli- legast verður, að hvor báturinn sé sínu megin, en stöku sinnum ættu bátarnir að mætast á hentugum stað. Sumir halda jafnvel, að tvo báta þurfi að sunnanverðu, annan á Breiðaflóa, er Snæfellsness- Dala- og Austur-Barðastrandarsýsla væri saman um, en hinn á ísafjarðardjúpi og öllum vesturfjörðunum, sem ísafjörður og Vestur- Barðastrandarsýsla héldi úti. Með þessu yrði þá þriðji báturinn á Húnaflóa fyrir Stranda- og Húnavatnssýslu. Að vísu mun lánsféð nægja til að kaupa þrjá gufubáta, er væri á líkri gerð, sem báturinn „EIínu, en samt held eg að eigi ætti fyrst um sinn að byrja nema á tveimur bátum, það er hægt síðar að fjölga þeim, þegar reynslan er farin að sýna, hversu flutn- ingaþörfin er mikil. Á ísaflrði á að halda fund 20. nóv. næstk. og þangað eiga allar sýslur, sem hér er um að ræða, að senda fulltrúa frá sér til að ræða og álykta sameiginlega um þetta mál. En áður þyrftu menn að vera komnir að einhverri niðurstöðu í hverju héraði um það, hversu margir og hve stór- ir gufubátarnir ætti að vera og skipta svo bróðurlega á milli sín láninu, þegar á fundinn er komið. Verði bátarnir tveir, þá er auðsætt, að minní bátur dugir á Húnaflóa, en á vestur-flóunum, enda geta þá eigi nema tvær sýslur lagt fé til báts- ins fyrir norðan, en séu bátarnir þrír þurfa þeir allir að hafa líka stærð. En hvernig sem mál þetta er skoðað, þá er áríðandi að vera nú samtaka, til að koma þessu nauðsynjamáli fram. Menn mega hvorki vera ofdeigir til að ráðast í fyrirtækið, þótt stórt sé, né láta sundrungaranda og útúrboringsskap spilla svona mikils varð- anda framtíðarmálefni, sem hrinda mun oss og niðjum vorum stórt stig áfram til menningar og framfara, verði því heppi- lega ráðið til lykta. — Vér Vestfirðingar getum aldrei fengið góðar samgöngur á landi og verðum því að hafa það fast í huga, að eina ráðið fyrir oss og afkom- endur vora, er að hlynna að samgöngum Nr. 51. á sjónum. Með þvi munum vér geta stað- ið hinum landsfjórðungunum jafnfætis. Útlendar fréttir. — Dr. Ehlers o. fl. (Frá fréttaritara Þjóðólfs). Kanpm.höfn 4. okt. Blöðin ensku láta vel yfir aðgerðum stjórnarinnar og aðförum við Kínverja. Segja sem svo, að við þá dugi ekki annað en sóflinn. En hin frjálslyndari blöðin segja, að bezt muni að fara hægt í sak- irnar, því að ef komið sé hart við Kína, þá hrynji það og detti í mola, og vaxi þá vandinn. Annars er strax árangur orðinn af aðgerðum Engla: Jarlinn í því fylkinu, þar sem mest urðu manndrápin hefur verið settur af og keisarinn lýsti því yfir, að hann skyldi aldrei komast í embætti síðan. Englar hafa her úti í öðrum stað, við Miklagarð. Og leggja nú blöðin fast að stjórninni, að þröngva soldáni til þess, að létta áþján á Armeníumönnum, og það mun vera erindi flotans, að gefa soldáni rauðan belg fyrir gráan, ef hann Iéttir ekki ánauðinni af þeim. Þeir Armeníu- menn, sem í Miklagarði búa, brugðu þegar við og bjuggust að ganga á fund soldáns og telja honum nauðsyn sína, ætluðu þeir að ganga í stórri prósessíu að höll hans og senda síðan menn á fund hans með erindi þeirra. En þegar hersingÍD hélt af stað, sátu fyrir henni lögregluþjónar og herlið á öllum gatnamótum og stutt af að segja, slóst þar í bardaga. Féllu þar 30 manns af Armeníumönnum, en 70 urðu 8árir. Fjöldi manns var tekinn höndum og settur í dýflizu. En sá varð þó árang- urinn, að soldán rak burtu stórvezir sinn og tók annan, aldraðan mann og vitran og vin mikinn Englendinga. Armeníumenn hafa verið kúgaðir allra þjóða mest, frá því menn vita, og jafnan borið harm sinn í hljóði. Saga þeirra er álika og hörmungasaga Gyðinga og þó þyngri að því, að þeir hafa sætt afarkost- um vegna trúar sinnar fratn áþennan dag. Og hver má vita, hve lengi þeir hefðu orð- ið að þola þá, ef Gladstone hinn gamli hefði ekki tekið að sér málstað þeirra og vakið meðaumkvun alls heimsins. Svo er

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.