Þjóðólfur


Þjóðólfur - 25.10.1895, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 25.10.1895, Qupperneq 2
202 hann mikils virður, að það má kalla, að I hann hafi með áliti sínu þvingað Breta- stjórn til þess, að senda her manns í Miklagarð. — Hvað af því verður, gefur tíðin að vita. En mikið hafa Englendingar vaxið af þessu, að hafa her úti í tveim stöðum til þess að hegna illgerðum konunga og þjóða. Það sýnir hve mannúðin og menningin er orðin rík og föst í §essi. Hér í höfuðstaðnum er risið upp nýtt blað: „Folh og Land“, heldur rautt, og fylgir því fast, að taka stjórnarskrármálið upp á ný og skiljast ekki fyr við, en lok eru komin á það mál, svo að vel megi við una. Krabbe heitir sá, er á blaðið, sýslumaður, merkur og vel virður; hann hefur áður fyr verið forseti í fólksþinginu, neðri deild alþingis Dana, en lét af þing- störfum og pólitík, þegar mest var uppi- standið. Sá sem varð glaður var Hörup, og sparar nú ekki vinstri mönnum brynsluna. Er nú vanséð að hverju rekur í poli- tík Dana. Áskorun alþingis um breyting stúdenta- styrksins, ætlar stjórnin ekki að sinna; hún veit víst miklu betur en þingið um það mál, eins og önnur. Það væri víst ekki vanþörf á, að það væri skýrt fyrir fólki; eg hef enn þá engan hitt, semekki hafi misskilið það. Það væri þarft verk og þakka vert af þingmanni þeirra Borg- firðinganna, að taka því tak; það virðist liggja honum næst, því að hann er höf- undur og flutningsmaður að áskoraninni. Á morgun á að halda fund um það mál í stúdentafélaginu íslenzka. Eg veit ekki, hvort út af honum fæðist „protest“, bæn til stjórnarinnar, um að skipta sér ekki af, hvað þingið hefur sagt — eða ekki neitt. Dr. Ehlers heldur áfram ferðasögunni í Berlingi; skrifar nú lítið um holdsveiki en mikið um fjöll og óbyggðir, og er svo að sjá, sem hann hafi ferðazt meira að gamni sinu, heldur en til vísindalegra rannsókna. Hér eru glepsur. * * Á einum stað minnist hann á væring- arnar milli sín og íslendinga. Segir að hann hafi feugið það fyrir allt sitt starf, að það hafi verið slegizt upp á sig með illindum og hrottaskap. Og ísafóld hafi t. a. m. „lofað einum sýslumanni að húð- skamma sig“, og hann hafi kallað sig húmbúgista! Þær hafa vaxið honum í augum árnar fyrir austan, og jöklarnir. Hann lýsir því ægilegu og ófæru, nema fuglinum fijúganda og íslenzku hestunum. Þeir félagar héldu, að árnar væru beztar yfirferðar, „þar sem bakkarnir væru grænir", og þar þeysti einn þeirra út í einu sinni; þar fór allt á kaf og maðurinn — hann var enskur — af hestinum. Þeir skoluðust. samt upp úr báðir og síðan var þeyst heim að Þor- valdseyri. Þorvaldur bóndi var hinn bein- asti og lét hita þeim „toddy“ meðal annara góðra hluta. En Englendingurinn vildi ekki „toddy“. Þá seig brúnin á Þorvaldi. Lézt hafa orðið þess var, að hann héldi meira upp á vatn en „spíritus", hann hafi borið það heim í stígvélunum. — Það er nú saga að segja af þessum stígvélum enska læknisins. Hann hafði lært það af íslendingum, segir dr. Ehlers, að þurka þau upp á þann máta, að troða í þau bréfarusli og tréspónum og kveikja svo í. En á einum bænum þótti vinnukonunum illa brenna, og helltu steinolíu í og logaði þá bæði vel og lengi. Stígvélin þornuðu svo rækilega, að þau rifnuðu í hengla, þegar sá enski datt í ána. — Þetta er hér skráð til viðvörunar þeim, sem hafa þann sið, að kynda bál í stígvélunum sín- um. — Gaman þótti Ehlers að koma að Þorvaldseyri, og þar sá hann heyhlöðu sem tók 20,000 hesta. * * Þegar Ehlers reið frá Heklu, kom hann á bæ og sá þar vitlausan mann. Þar hafði sýslumaðurinn komið daginn áð- ur; þann vitlausa setti fyrst hljóðan, síðan leggur hann undir flatt og bendir á sýslu- mann: „Þarna fær skrattinn vænan bita“, segir hann. — Fólkið var hróðugt yfir þessu, segir dr. Ehlers. Hann notar tækifærið til þess, að lýsa það mikið mein, að enginn vitlausraspítali sé til á íslandi, eins og þörfin sé mikil fyrir hann. Eg ætla ekki að elta doktorinn upp um fjöll og firnindi og ekki að Geysi, þó að hann lýsi því öllu fagurlega af list og prýði. Pasteur hinn frakkneski vísindamaður og læknir er látinn. Hann var frægastur allra vísindamanna á þessari öld, að Darwín fráskildum. Starfa hans og upp- fundninga hefur áður verið getið annars- staðar. En til merkis um frægð hans er það, að honum var reist höll til þess að starfa og kenna í, fyrir samskot frá öll- um hinum menntacfa heimi. Hann var um sjötugt, er hann lézt, og verður graf- inn á ríkis kostnað. Jómfrú Benedikte Arnesen-Kall er ný- látin 82 ára gömul. Hún var íslenzk í föðurætt (dóttir Páls Árnasonar rektors) og hélt mikið upp á ísland. Hún hefur og skrifað bók um ferðir sínar heima. Merkilegast rita hennar er: „Livserindrin- ger“. Annars hefur hún ritað margt. Þeg- ar kvennaskólinn í Reykjavík var reistur, átti hún góðan þátt í að safna gjöfum til hans. Hún var hin merkasta kona og drengur góður. Yiðauki. Eptir enskum blöðum, er ná til 12. þ. m., er þessu fréttnæmu við það að bæta, sem hér hefur sagt verið. í Miklagarði héldu rósturnar áfram 4—5 daga. Voru þá margir Armenar af dögum ráðnir með hinni mestu grimmd og líkum þeirra varpað í Sæviðarsund, en miklum felmtri sló á bæjarbúa, og þustu Armenar hópum saman í kirkjurnar og leituðu þar hælis, en tyrkneskt varðlið gætti dyranna. Nú þótti stórveldunum til vandræða horfa, og hertu enn fastara að soldáni, að taka nú í taumana og gera enda á þessum ófögnuði, en hann fór undan í flæmingi, lofaði öllu góðu, en varð minna úr framkvæmdunum. Armenar fengust ekki til að hverfa heim til sín úr kirkjunum, fyr en þeir fengju fulla tryggingu fyrir, að þeir yrðu ekki drepnir eða teknir hönd- um, er þeir gengju út. Lofaði soldán því loks eptir ítrekaðar áskoranir frá sendi- herrum stórveldanna, að þeim skyldi enginn óskundi ger, ef þeim þóknað- ist að labba heim, og bað sendiherrana jafnframt liðveizlu til að rýma fólkinu úr kirkjunum og við það sat, er síðast frétt- izt. Annars voru sendiherrarnir allóánægð- ir með undirtektir soldáns og þóttu þær ófullnægjandi. Sátu þeir á ráðstefnu um, hvað gera skyldi, og er ekki enn frétt, hvað gerzt hefur á þeim samkomum, en Englendingar hafa herflota til taks við Lemnos, ef eitthvað skyldi í skerast, og soldáninn gerist erfiður. Er soldáni mjög illa við flota þennan í nágrenninu, og hef- ur hvað eptir annað beðið enska sendi- herrann að gera það fyrir sig, að senda hann burtu, en sendiherrann hefur þver- neitað því. Hvort þetta dregur til írek- ari tíðinda þar suður frá, er ekki unnt að segja. Englendingar hafa hingað til stutt einna mest að því, að halda Hund- Tyrkjauum uppi, en nú er svo að sjá, sem þeir séu orðnir þreyttir á því, og að minnsta

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.