Þjóðólfur - 20.12.1895, Síða 2

Þjóðólfur - 20.12.1895, Síða 2
234 ur ekki út fyrir, að sjávaratvinnan hafl verið arðsamari, né að menn hafl spunnið silki úr samþykktunum. Eitt er víst, að þrátt fyrir allar miklu vonirnar um gagn og gróða af þeim, þá er allur almenning- ur í basli og skuldum, og hungur við dyrnar, ef ekki innan dyra allmargra heim- ila á samþykktasvæðinu. En eðlilegt má þetta auma ástand þykja, er þess er gætt, að netasamþykktin fyrirmunar bezta afl- ann hverja þá vetrarvertíð, er þorskur gengur á venjulegum tíma, og er stór og feitur? (iViðurl.). Mannalát. Hinn 9. þ. m. andaðist að Tjarnarkoti í Njarðvíkum merkisbóndinn Arinbjörn ólafsson (í Njarðvík Ásbjörns- sonar Sveinbjörnssonar Egilssonar í Sand- vík Sveinbjörnssonar). Hann var kvænt- ur Kristínu Björnsdóttur Becks frá Sjáfar- hólum Tómassonar söðlasmiðs Björnssonar sýslumanns í Pingeyjarsýslu Tómassonar. Eitt meðal barna þeirra er Ólafur verzl- unarm. í Reykjavík. Arinbjörn heit. var vellátinn dugnaðar- og sæmdarmaður. Hinn 19. f. m. andaðist að Hafna- nesi í Nesjum Þorlákur Jbnsson (bróðir Eymundar í Dilknesi) mesti þjóðhagasmið- ur á tré, járn og kopar, ágæt skytta og mjög vel að sér. Hann var fæddur á Hofi í Öræfum á nýársdag 1833, og bjó þar fyrst, en síðar í Suðursveit og Nesjum. Hann lézt úr krabbameini í maganum. Seint í f. m. andaðist Þorunn Þor- steinsdbttir í Pétursey í Mýrdal ekkja merk- isbóndans Sigurðar Eyjólfssonar, er þar bjó. Hinn 14. þ. m. andaðist hér í bænum Solveig ÞorkelsdMtir kona Grísla bónda öíslasonar, sem nú er á Esjubergi, en tengdamóðir Einars ritstj. Hjörleifssonar. Drukknun. Hinn 20. f. m. drukkn- aði unglingspiltur frá Höfða í Eyjahrepp í Bakkaá í Hörðudal. Hann hét Hjörtur og var son Guðna fyrv. hreppstjóra á Dunk- árbakka. Var hann á heimleið frá kunn- ingjum sínum, en hláka og vatnavöxtur var þennan dag. Pegar pilturinn ætlaði yfir um á ísspöng, þá mölvaði áin sig upp og fór með allt saman að líkindum fram í sjó, því að maðurinn var ófundinn 11. þ. m., eptir því sem skrifað er þaðan úr Dölum. Fyrirspurn. Herra ritstjóri! Br nokkuð hæft í þeirri fregn, sem flogið hefur fyrir, að nágranni yðar Björn Jónsson ísafoldatritstjóri sé genginn í „Hjálpræðis- herinn“ og hafi fengið „adjutants“-nafnbót? Og er það satt, að hann sé tekinn að biðjast fyrir og „krossa“ sig til varnar gegn einhverjum iilum anda í blaðlíki „Dagskrá" að nafni? Forvitinn. Svar: Það er víst ekkert hæft í því, að þessi virðulegi nágranni vor sé enn orðinn „adjutant11 í Hjálpræðishernum, en hvað verða kann veit enginn, því að máttur hersins er mikill, og sízt fyrir að synja, hvað honum tekst. Hann hefur mörgum „umsnúið". Allir vinir ísaf. ritstj. munu hjartanlega gleðiast á þeirri stund, er hann verður „sleginn til riddara“ í hernum, því að þá má hann aldrei reið- ast, aldrei tala ljótt upp frá þvi, karlfuglinn. En sú unun að sjá hann syngjandi á „pallinum“(!) Hvað „Dagskrá11 snertir, þá er það víst mis- skilningur, að Isaf. ritstj. krossi sig gegn henni, eða líti hornauga til hennar, því að hann hefur sjálfwr sagt, að honum sé enginn ami í blaðtetrinu — „síður en svo“ (!) Og hver skyldi ekki trúa þvi, sem hann segir, sjálfur sannleikspostulinn og sak- leysisdúfan, þessi ljómandi fyrirmynd islenzkra blaðamanna i sannleiksást, óhlutdrægni og velsæmi, sem ávallt er að hampa dyggðunum sínum framan í fólkið? Það er bara lakast, ef „Dagskrá" tekur upp á þeim rækals grikk, að prenta ókeypis allar opinberu auglýsingarnar upp úr Isafold, eins og flogið hefur fyrir, að hún ætli sér, því að þá er hætt við, að sáiar-jafnvægi ritstj. raskist og „sólar- litlir dagar“ fari í hönd, enda munu þá allar fyr- irbænir Hjálpræðishersins trauðla hrökkva til að styðja ísafold á brauðfótunum. Bitstj. Alþýðufyrirlestrar Stúdentafélagsins. Eálldbr Jbnsson bankagjaldkeri heldur fyrirlestur í Good-templarahúsinu 22. des. næstk. kl. 6 e. h. Umræðuefni: Stjbrn Eeykjavíkur. Inngangseyrir 10 a. Að- göngumiðar fást í búð Fischers, Ensku verzluninni (Austurstr. 16) og við inn- ganginn. Sjónleikir. Með því „Skugga-Sveiim“ hefur verið sóttur svo vel þau kvöld, sem hann hefur verið leikinn, þá hefur leikfélagsstjórnin ákveðið að setja aðgöugumiðana niður þau kvöld, sem „Skugj?a-Sveinn“ verður leik- inn hér eptir, til þess að gera sem ftestum kost á að sjá hann. Verðið verður þannig: Beztu sæti 0,75. Almenn 0,60. Barnasæti 0,35. Standandi pláss 0,50. Leikið verður á laugardag og sunnu- dag næstkomandi. Stjórnin. I verziun J. P. T. Bryde’s í Rvík — fæst — allskonar járnvara. í verzlun J. P. T. Bryde’s í Rvík — fæst — ekta gott Munntóbak og Rjóltóbak, Reyk- tóbak, margar tegundir af Yindlum í */i og x/2 kössum frá 12,50 —4,00. Vínföng: Encore Whisky 1,60 fl. Sódavatn. Cognac mjög gamalt. Gamli Carlbergs Lager öl. Hvítt Portvín. Sherry. Spansk Rödvín ágætt 1,10 fl. Bitter. Kína-Iífs-elixír. Brama-lífs-elixír. Fataefni mjög vandað og ódýrt og tilbúiun fatnaður fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Falleg j ÓlaKort fást á Laugaveg nr. 15. í verzlun F. Finnssonar eru nýkomnar ýmsar vörur, er seljast með góðu verði. C. ZIMSEN hefur einkaútsölu fyrir ísland á Quibells Sheep Dip & Cattle Wash. Ágætt baðlyf á kindur og aðrar skepnur. Reglur fyrir brúkuninni verða prentaðar á íslenzku. Brjöstsyliur af 011- um tegundum fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. í verzlun J. P. T. Bryde’s í Rvík — fæst: — mikið af jjfataefnum. Buxnaef'ni ágætt margar tegundir. Borðteppi margar teg- undir, mjög falleg og ódýr. Vetrar gar- dínutau. Tvisttau (50 munstur). Angola. Pique. Lasting. Ermafóður. Nankin. Ver- garn. Molskind. Handklæðadúkar og bað- handklæði. Flonel. Javacanevas. Dowlas. Shertingur hvítur og niisl. Kantabönd. Blundur og lissur. Silkiborða. Kjólatau. Kvennslypsi. Skinnhanzkar hv. og misl. Heklugarn, Brodergarn. Fiskigarn. Tvinni. Sjöl og sjalklútar o. m. fl. Allt nyög ódýrt gegn peningum. Ekta anilínlitir fcrí PT 25 1-H fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og S5 Ö 'r-1 í verzlun X 3 P ci Sturlu Jónssonar H* ei Aðalstræti Nr. 14. !—* W erf- •jHTíuiiiuii r

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.