Þjóðólfur - 11.02.1896, Blaðsíða 1
irg. (60 arkir) kostar 4 kr.
Erlendis 5 krBorgiit
ftrrir 15. J4H.
ÞJÖÐÓLFUR
Uppsðgn, bnndin við iramét.
ðgild nema komi tilfltgefanda
fprir 1. oktflber.
KLYIII. árg.
ReybjaTÍk, Þriðjudaginn 11. febrúar 1896.
Nr. 7.
Pistlar úr AustQöröum.
Eptir Héraðsbúa.]
I.
í 30. nr. „Austra“ 1895 er grein eptir
„Fjarðarbúa“, um framfarir á Austurlandi;
með því framsókninni er markaður bás
hér eins og annarsstaðar, þá virðist eiga
vel við, að drepið sé á, að til sé, fyrir
austan, fleira, en framfarir og hyggindi.
í ritgerðinni eru taldar framfarir í
flestum greinum, og þær stórkostlegar í
sumu. Um þetta má segja: „Vandratað
er meðalhófið“. Þó dettur mér, sem þess-
ar línur rita, eigi í hug, að neita því, að
nokkrar framfarir séu á Austurlandi, enda
þótt eg sjái hvorki hagnaðar eða hagræðis-
von, enn sem komið er, af sumu, er „Fjarð-
arbúinn" telur upp, t. d. ferðunum í Lag-
arfljótsósinn. Þó að í fyrra tækist einu
sinni að fara í Ósinn, svo að gagni yrði,
þá sannar það eigi mikið, annað en að
mögulegt sé, þegar gott er í sjó og hag-
stætt veður, að ná Ósnum. Héraðsbúar
þurfa meira, þeir þurfa mikla flutninga
nm Ósinn á vorum, þegar vöxtur er í
Fljótinu. Þá hefur herra 0. Wathne eigi
tekizt að sanna, að auðvelt sé að veita;
sízt í sumar, þegar „Austri" var að lofa
hann fyrir að demba vörunum, sem áttu
að fara í Ósinn, upp á Borgarfjörð, mörg-
um hlutaðeigendum til mikils óhagræðis, þar
sem þær urðu að þorna og blotna, undir ber-
uai himni á klöppuuum við sjóinn, fram um
mitt sumar. Nokkrir kusu þá ferð betur
ófarna ýmsra orsaka vegna. Slíkar ferð-
ir Þyhja dýrar fyrir 6—7 þúsundir króna
siyrk af opinberu fé. — Hvernig efndi
herra 0. Wathne framboð eða samning sinn
um flutninga og ferðir í Lagarfljótsós ?
Vonandi er, að málsaðilar skýri almenn-
ingi nákvæmlega frá því. Með þessari
síðustu Flóa-ferð munu kveðnar niður ferð-
ir um Ósinn fyrst um sinn. Hin dýrmæta
akbraut „Fjarðarbúans“ notast ekki, því,
auk framkvæmda 0. W., er fossaudi ljón
á honni, sem verið hefur ódýr brautar-
vörður frá ómunatíð, og máske stöðvar
framkvæmdir austfirzku kappanna í svip,
utan í orðum og loptbyggingum, sem reyn-
ast magrar framfarir.
II.
Búnaðarskóli vor er auðvitað talinn
með framfarafyrirtækjum Austflrðinga, enda
er eigi annar vegur beinni til menningar
og ávinnings, en að auka þekkingu bænda
á helztu greinnm landbúnaðarins; það er
aðaltilgangur skólans.
^ Eg efast heldur eigi um það, að skól-
anum yrði mikið ágengt í því, að kenna
umbætur í gras- og garðrækt, koma á
lipurri heimilisstjórn og hentugum vinnu-
aðferðum, ef hann væri rétt notaður, en
það er ekki.
Vér þurfum meira til að nota skólann
að fullu, en að nurla saman fé handa hon-
um, svo að hann geti hangið í samahorf-
inu eða sömu vesöldinni, sem búnaðarskól-
ar vorir hafa orðið að stríða við, allt til
þessa. Hún er svo þjóðkunn, að óþarft er, að
fara nákvæmlega út í þá sálma.
Skólinn þarf að vera þannig úr garði
gerður, að hann geti varið sem mestum
tima til að kenna jarðræktarstörf; hann
þarf að láta pilta stunda jarðabætur meiri
part sumarsins, en hafa vinnumenn til
venjulegra bústarfa; þá fengju piltar við-
unandi verklega æfingu, og yrðu færir um
að leiðbeina bændum við jarðyrkju. Til
þessara framkvæmda þarf skólinn meira
fé; það verðum vér að útvega, eða
leggja fram, ella hætta hokrinu og sam-
eina búnaðarskólana. Þá yxi þeim ás-
megin og mundu þeir þá þeyta menntun-
inni með meiri krapti um þjóðlíkamavorn,
og þjóðin hafa farsælli not af þeim. Það
er auðsætt, að skólarnir þurfa að hafa á-
lit bænda, til þess að þeir sendi sonu sína
á þá, og það er lífsskilyrði fyrir búnaðar-
skóla, að þeir, sem frá þeim fara með
sæmilegum vitnisburði, geti sléttað tún,
hlaðið garða, rist fram mýrar, sagthvern-
ig áburð skuli nota m. m., því annars
vill enginn jarðabótavinnu þeirra til lengd-
ar. Menn hætta að nota þá, og fara má-
sko eins og búnaðarfélagið, sem tók fyrir
verkstjóra dreng, er ekkert hafði lært að
jarðabótum, og sem nokkur jarðabótastörf
gat alls eigi gert, en þá tilsögn af verk-
mönnum við sum þau störf, er hanu réðst
í að framkvæma. Er slíkt alleinræn stjórn,
og eykur lítt álit forstöðumanna.
Eg kalla óhagsýni, að hafa búnaðar-
skóla, en nota lítið við jarðabætur þá, er
af honum koma, og láta fyrirkomulag hans
vera í nokkurri óreiðu.
III.
Pöntunarfélag Fljótsdæla er nytsemd-
arfélag, og hefur eflaust bætt mikið verzl-
un á Austurlandi, en mest er það ein-
stakra manna verk, er eigi hefur náð
sannri viðurkenningu í brjósti alþýðu. —
Margir tortryggja það og gera lítið úr því,
segja að það bæti lítið verzlun manna,
þeir sem stjórni því sjái um, að fara sem
næst kaupmönnum með verð á vörum, svo
að það sé enginn hagur að skipta við fé-
lagið o. s. frv. En í haust ættu þessir
menn að sjá, að þeir hafa farið með lok-
leysu og sleggjudóma, því að þetta ár hef-
ur verið mikill ábati að verzla við félagið.
Útlendar vörur í lágu verði, og ull og
sauði hefur félagið selt mun betur en kaup-
menn.
Ættu menn nú að láta sannfærast, og
taka höndum saman, til að efla félagið
og sitt eigið gagn. Innan að, þ. e. úr
landinu, er von á hagkvæmum og nota-
sælum verzlunarsamtökum, en eigi frá út-
löndum eða útlendingum.
Stórverzlun 0. Wathnes virðist nokk-
urskonar stundar-ofraun fyrir manninn,
enda . undarlegum skilyrðum bundin að
sumu leyti, sem eigi mun verða arðmeira
að skipta við en pöntunina, þegar borið
er saman verð, bæði á útlendri og inn-
lendri vöru.
Maðurinn sýnist ei þola munu slíka
viðskiptaraun til lengdar, því heyrzt hefur,
að hann sé að hrökklast úr landi með
allar sínar ómetanlegu framfarir.
IV.
Enga hyggni tel eg það, hve Austfirð-
ingar eru sparir á að bæta jarðir sínar.
Þeir eru eflaust langt á eptir Norðlingum
og Yestflrðingum í því; það er órækur
vottur um deyfð og áhugaleysi á helzta
atvinnuvegi vorum. Séu jarðir eigi bætt-
ar, þá er hætt við, að framfarir landbænda
verði meiri á orði en á borði. Alþingi
veitir í fjárlögunum árlega talsvert fé til
eflingar búnaði; af því fé gengur mikið til
búnaðarfélaga. Vér Austfirðingar erum
mjög gætnir í því, að stofnabúnaðarfélög;