Þjóðólfur - 11.02.1896, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 11.02.1896, Blaðsíða 3
27 á hverjum degi, og er því mælzt til, að hlutað- eigendur tefji ekki skipið með því að láta Btanda 4 flutningum að og frá skipinu. Kaupmannahöfn, 15. janúar 1896. D. Thomson. Jón Ólafsson, sem nú er meðritstjóri blaðs- ins „Wisconsin Nordmanden“ í Madison varð fyrir áfalli miklu 19. nóv. t. á. Segir svo í „Heims- kringiu" 29. nðv., að drukkinn dýralæknir hafi keyrt vagni sínum yfir hann eitt kveld í myrkri. Póru hjólin yfir hægri öxlina og höfuðið, og lá Jón með- vitundarlaus um hálfa klukkustund, áður en náð- ist í lækni. Segir blaðið svo frá „að gagnaugna- beinið hafi verið brotið og mörg gapandi sár á höfð- inu, en slagæðar sundurhöggnar, er spýttu blóð- lækjum, og hafi orðið að sauma saman þrjár rifur á höfðinu. Hafi fáir hugað honum líf fyrsta kveld- ið, en nokkrum dögum síðar hafi hann })ó verið á góðum batavegi og sárin tekin að gróa. Sjónleikir, ef sjónleiki skyldi kalla, voru leiknir í Glasgow 6. þ. m. Yoru þar sýndir á leik- sviðinu tveir frumsamdir íslenzkir leikir. Hinn fyrri („Pörin tvenn") var að því leyti skárri, að hann var ekki stórhneykslanlegur, enda þótt allri bygging leiksins og meðferð efuisins væri harla ábótavant, en hinn síðari („Á fjórtándan- um“) var þannig úr garði gerður, að það virð- ist þurfa meir en meðaldirfsku til að bjóða fólki með óskertri skynsemi til að hlusta á slikan skrípaleik, enda gengu margir burtu, áður en „úti var“ og þótti nóg komið af svo góðu. „Yggdrasill—Óðins hestr“. Ný skýring hiunar foruu hugmyndar eptir Eirík Magnússon bókavörð í Cam- bridge. Verð: 1 kr. Fæst hjá kaupm. Ben. S. Pórarinssyni, Reykjavík. K.artöHu.r, laukur, epli, hvítkálshöfuð, rödbeder, silleriknopper fást í verzlun Sturlu Jónssonar. Tímaritið „Kringsjaa“, gefið út af Olaf Norli í Kristjaníu, kemur úr tvisvar í hverjum mánuði, eða alls 24 hepti um árið, og kostar að eins 8 kr., ef það er pantað hjá bóksölum hér í bæn- um, og ekki þarf að senda það með póst- um, en annars 10 kr. fyrir áskrifendur út um land. Hvert hepti er 80 bls. „Kringsjaaíl er hið fjölshrúðugasta og skemmtilegasta tímarit á Norðurlöndum. Ómissandi fyrir hvern menntaðan mann, er vill fylgja með tímanum. Sigurður bóksali Kristjánsson veitir nýjum pöntunum móttöku. TVlSttaU, sirz o. fl. ný- komið í verzlun Sturlu Jónssonar. Gratulations-kort nýkomin með ‘Laura, fást’ á Laugaveg 15. C. ZIMSEN hefur einkaútsölu fyrir ísland á Quibells Sheep Dip & Cattle Wash. Ágætt baölyf á kindur og aðrar skepnur. Reglur fyrir brúkuuiuni verða prentaðar á íslenzku. Ekta anilínlitir teí •sH •fH P-H fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og PA Ht- & VH í verzlun & Ö C eS Sturlu Jónssonar cö Aðalstræti Nr. 14. M Kl rt- • Steinsmíöi. Legsteínar af öllum stærðum og með fjölbreyttu lagi, vandaðir að öllum frá- gangi, ennfremur stólpar til að girða með grafreiti, og tröppur og fleira steinsmíði fæst hvergi ódýrara eða með betri borg- unarskilmálum en hjá undirskrifuðum stein- smiðum í Reykjavík. Magnús G. Guðnasnn. Ólafur Sigurðsson. 16 „Eg held það sé nú ekki vert að reiða sig heldur á allt, sem sagt er“, sagði þá Þórður. „Það er líklega lítið eða ekkert satt af öllu því hrósi“, sagði Anna, fegin efa þeim, sem lýsti sér í orð- um föður hennar. En Þórður þoldi það ekki heldur; það mátti hvorki vera van né of. „Ja, og ekki veit eg heldur, hvað maður á að &egja um það; ætli manni verði það þó ekki fyrir að trúa einhverju af því; ólíklegt er að allir ljúgi“, sagði hann með aðfinnandi róm. Svo varð aptur þögn; Þórður vildi hafa vald á straumnuta. „Eg held þú hefðir gaman af því, þegar þangað væri koniið“, sagði Þórunn aptur til dóttur sinnar. „Ekki held eg það. Eg vil helzt ekki fara“. „Máske eigi þá alveg að hætta við það?“ spyr Þórð- ur nokkuð örari. „Fyrir mér má það“, svaraði Anna rólega. „Jæja, það fer flest svoua, þótt maður vilji eitthvað reyna. Það er held eg bezt að drepast út af“. Anna fann að karli sárnaði, en hún vildi ekki ®fyggja föður sinn. „Eg held að eg skipti mér þá ekki af því“, sagði hún svo lágt, að varla heyrðist. „Það er líklega hart, að það standi á mér“. Þetta var eins og Þórður vildi, og þurfti því ekki svars. 13 ekki frá því, að það hressti sig á morgnana, og honum þótti opt vænt um, ef Þórunn kallaði á hann inn í búr, til dæmis þegar gestir voru farnir. — Jafnframt þessum nauðsynjakaupum tapaðist ýms gjaldeyrir, sem hann áður hafði haft, og hann varð að selja hitt og þetta, sem búið gat naumast misst. Hann hafði til dæmis selt nokk- uð af smjöri framan af búskaparárum sínum, en nú gekk fullilla að draga saman í leigurnar. Svo varð að láta fé í kaupstaðinn á haustin til þess að kvitta skuldir, en þá þurfti nokkuð af kornmat, þegar leið á vetur.— Loksins datt honum í hug kútholan sín, en þá leit hann á ská upp og hugsaði með sér: „Og jæja, það er nú ekki mjög opt, sem það kemur að. Það er þá annað- hvort, að maður er hundur, eða honum ætti að vera frjálst að gleðja sig svolítið einu sinni eða tvisvar á ári“. * * * Það var kveld eitt, skömmu eptir komu Hallgríms að Seli, að Þórunn var ekki komin inn í baðstofuna frá að skammta kvöldmatinn. Vinnukonan var ekki heima, svo Þórunn hafði sjálf mjólkað kýrnar, til þess að tefja ekki Önnu við þráðarspunann. Þórður var eigi heldur inni. Hann hafði gengið út, þegar hann hafði borðað , að líta til veðurs, og var ekki kominn aptur. Systkinin voru líka búin að borða og tekin til vinnu aptur. „Skot, skil, högg“, sögðu skyttau, höföldin og slag-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.