Þjóðólfur - 11.02.1896, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 11.02.1896, Blaðsíða 4
28 Eimskipaútgerð hinnar íslenzku landstjornar. BráðaMrgða-verðskrá. Þangað til sérstök farmgjaldsskrá er samin, verður farmgjald fyrst um sinn 10°/o ódýrara en á hinni núgildandi verðskrá fyrír vöruflutning á póstskipunum. Hlutfall milli hinna einstöku vörutegunda verður fyrst um sinn hið sama og nú, meðan ekkert betra hlutfall er fengið. Farrúm verða þrjú. Þriðja farrúm verður undir þiljum, og eru farmiðar á það seldir sama verði og þilfarmiðar ofan þilja á póstskipunum. Þó er fargjaldið miili Keykjavíkur og Austfjarða suður fyrir land að eins 10 kr., og milli Vestmannaeyja og Austfjarða 7 kr. Farrúm þetta milli íslauds og útlanda verður selt á 40 kr.; fram og aptur á 70 kr. — Farmiðar á fyrsta og öðru farrúmi verða fyrst um sinn seldir sama verði og hingað til hefur verið á póstskipunum; þó verður farið milli fslands og ann- ara landa á öðru farrúmi að eins 60 kr.; tvífarseðlar 100 kr. Nú vill farþegi fara fram og aptur milli tveggja hafna, en getur ekki farið nema aðra leiðina með landskipinu, en hina með skipi hins sameinaða gufuskipafélags; fær hann þá hinn saraa afslátt á fargjaldinu, og ef hann hefði farið báðar leiðir með sama skipi. „RetourbíIæti“ eimskipaútgerðar hinnar íslenzku landstjórnar gilda jafnt „Retourbílæti“ hins sameinaða gufuskipafélags á skip beggja. Fæðispeningar verða á dag 3 kr. 60 aurar á fyrsta farrúmi, og 2 kr. á öðru far- rúmi, en farþegum skal heimilt að taka ekki þátt í einni eða fleiri máltíðum á dag, og borga þeir þá ekki fæðispeninga fyrir allan daginn, heldur að eins fyrir þær mál- tíðir, sem þeir njóta, eptir verðskrá, sem verður til sýnis á skipinu. — Á öðru og þriðja farrúmi er farþegum ætíð heimilt að hafa með sér mat. Þess skal getið, að skipið stendur ekki lengur við á hverri höfn en nauðsyn- legt er, og er því mælzt til, að hlulaðeigendur láti ekki standa á sér með flutninga að og frá skipinu. p. t. Kaupmannahöfn 16. janúar 1896 I). Thomsen, farstjóri. Prjónavúlar. Undirskrifaður hefur, eins og hingað til, aðal-umboðssölu fyrir fsland á hinum vel þekktu prjónavélum frá Simon Olsen, og eru vélar þessar að líkindum þær beztu, sem fást. Af vélum þessum eru nú hér um bil 40 í gangi hér á landi, og hef eg ekki heyrt annað, en að öllum hafl reynzt þær mjög vel. Vélarnar eru brúkaðar hjá mér, og fæst ókeypis tilsögn til að læra á þær. Þeir, sem ekki nota tilsögnina, fá eptir- leiðis vélarnar 10 krónum ódýrari. Vélarnar sendast kostnaðarlaust á all- ar þær hafnir, sem póstskipið kemur við á. Náiar, fjaðrir og önnur áhöld fást alltaf hjá mér, og verðlistar sendast, ef þess er óskað. Áreiðanlegir kaupendur geta fengið borgunarfrest eptir samkomulagi. Pantanir óskast sendar hið fyrsta til F Nielsen, Eyrarbakka. Steinolíutunnur, tómar, kaupir Th. Thorsteinsson (Liverpool). Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorstelnsson, cand. theol. F élagsprentsmi í j an. 14 borðið í höndum Ölafs; „ríf, ríf“, sögðu kambarnir á knjám öuðmundar, og „snarr, snarr, snarr“ rokkurinn hennar Önnu; stundum hægði hann á sér, og þá teygð- ist lopinn upp að vegg, en svo herti hann sig aptur og reif þá í sig þráðinn, en áður voru fingurnir búnir að lyppa nýjan lopa handa honum. „Hvað ætli pabbi og mamma séu að gera frammi?“ spurði Olafur, þegar hann stanzaði til að færa niður veflnn. „Þau eru víst að búa út kvöldskatt handa okkur“, sagði Guðmundur. „Betur að okkur smakkaðist hann þá vel“, sagði Anna. Hjónin komu nú inn, svo samtalið varð ekki lengra Þau settust á rúmið sitt. — Þórður seildist eptir tréspæni á gólfinu, studdi olnbogunum á knén og fór að reita hann sundur. Nú þurfti Ólafur að bæta vefinn. — Þórður ræskti sig þá og tók til máls: „Eg býst við að það sé viðkunnanlegra að minn- ast, á það við ykkur, sem verið er að tala um. Það er ekki langt frá því, að okkur sé að detta í hug að reyna að komast til Vesturheims í sumar. Hvernig ætli ykkur lítist á það?“ Ólafur hélt áfram að koma þræðinum gegnum höf- 15 uldin, Anna hætti að teygja langt lopann, og Guðmund- ur sat með hálfdregna kambana og starði á föður sinn. Það var auðséð og auðheyrt, að honum var alvara. „Eg veit ekki“ sagði Ólafur eptir nokkra stund og herti á vefnum, en fór þó ekki að vefa. Eg svo sem er hvorki með því, eða á móti því“. „Og mig hefur nú aldrei eiginlega langað það, trúi eg; en egveit ekki, hvað úr þessu ætlar að fara að verða hér“, sagði Þórður aptur. „Maður verður eitthvað að reyna“. „Eg vil fara“, gall nú Guðmundur við. „Láttu nú eins og flón“, sagði faðir hans byrstur. — Aliir þögðu. „Langar þig ekki að fara, Anna mín?“ spurði Þór- unn hlýlega. „Æi, ekki trúi eg“, svaraði Anna stuttlega. „Máske þú gætir þó haft heldur gott af því“, sagði móðir hennar aptur. „Ætli það sé betra að vera þar en hér?“ spurði Anna. „Ja, og því dettur mönnum þetta í hug, að menn hugsa að það sé ekki alveg sami dauðinn", svaraði Þórður. „Það er sagt, að það láti ósköp vel af sér fólkið, sem er komið þangað“, sagði Þórunn.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.