Þjóðólfur


Þjóðólfur - 21.02.1896, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 21.02.1896, Qupperneq 2
34 því ekki tel eg ugpdrátt íslauds þann minni, enda er hann og ekki til í nærri öllum skólunum. Lestrarkennslubók er engin til, í lík* ingu við það, ssm tíðkast í öðrum lönd- um. Náttúrusaga er og engin til við hæfi barna, þótt lögin heimti að hún sé kennd. Margur mundi ætla, að sögu ættjarðar- innar skyldi kenna í skólunum, á sjálfu sögulandinu, en það má telja frágangs- sök, því að engin bók er til handa börnum í þeirri grein. Þessi skortur á kennslubókum er öll- um barnaskólunum jafn tilfinnanlegur og hindrar mjög starfsemi þeirra allra, svo það þarf enginn annan að öfunda hvað það snertir. En aptur er sjálfsagt, að kannast við það, sem er, að einstakir skól- ar eru allvel búnir að flestum áhöldum. Þannig er skólinn í Reykjavík, á Út- skálum — hann er sá eini, sem hefur borð og sæti, eins og vera á — og líklega skól- inn í Hafnarfirði. Flesta aðra, sem eg hef komið í, vantar meira og minna til þess, að geta talizt í þolanlegu ástandi. Þessar misfellur þarf að lagfæra sem allra fyrst; umbætur í þessa átt þurfa að ganga fyrir öllum nýjungum. Að endingu vil eg ekki láta þess ógetið, að eg hef alls ekki ritað þessa grein til þess, að spilla fyrir handvinnukennslunni, heldur einungis til þess, að benda mönn- um á agnúa þá, sem eg ætla séu á skóia- ástandinu yfir höfuð. Enginn getur árnað skólunum betra gengis en eg; og víst vildi eg óska þess, að hagur þeirra stæði með þeim blóma, að með sönnu mætti um þá segja, að þá vantaði ekkert annað en handvinnukennsluna, en á meðan okkur vantar svo margt annað, sem mér sýnist meira á ríða, get eg ekki æskt eptir, að hún verði innleidd sem skyldunámsgrein, hve feginn, sem eg vildi. Vöruverö í Stokkseyrarfólaginu. Aðalfundur þess var haldinn í Hala 19. og 20. desbr. Formaður kosinn alþingismaður Þórður Guðmundsson, í stað séra Skúla í Odda, sem sagði af sér formennskunni. Félagið skipti við þá Zöllner og Vídalín, sem að undanförnu. Verzlunarmagn þess var næstl. ár á milli 80 og 90 þÚB. kr. Inneign þess, þá reikningar voru gefnir, nokkur þúsund krónur. Verðlag á inn- lendum vörum félagsins hefur Þjóðólfur auglýst áður, en verð á útlendum vörum er sem hér segir með öllum kostnaði á- lögðum, að undanskildum deildarstjóra- launum: Rúgur 100 pd. kr. 6,07 Rúgmjöl .... — — 6,19 Bankabygg nr. 1 . — — 8,43 nr. 2 . — — 7,80 Grjón — 8,97 Hveiti nr. 2 . . . — — 6,52 Klofnar baunir . . — — 9,08 Mais — — 7,35 Haframjöl .... — — 12,47 Kaffi pundið — 0,89 Export — — 0,39 Kandís - — — 0,23 V Melis — - 0,198/ Rulla — — 1,36 Rjól — — 1,06 Spritt pott. - 1,11 Rommspritt . . . — — 1,03 Hellulitur .... pundið — 0,47 Blásteinn .... — — 0,30 Hvitt garn . . . — — 0,66 Brúnt garn . . . — 1,00 Stangajárn . . — — 0,11 Hóffjaðrir .... 1000 — 3,01 Girði ‘galvaniserað’ pundið — 0,17 Þakplötur, 3 álnir . . . . — 1,29 4 álnir . . — 1,76 Naglar, 4 þuml. . . 1000 - L71 3 — . . — — 0,92 2 — . . — — 0,50 1 — — — 0,18 Færi, 4 punda . . — 2,75 — 3 — ... — 2,03 — 2 — (línur) — 1,36 — 1 — — — 0,96 Steinolia, fatið . . — 23,45 potturinn . — 0,15 Salt, 1 tunna (250 pd.) . . — 3,50 Strákaðall, pundið . — 0,30 Tjörukaðall — . . — 0,28 Skóleður, pundið . . — 0,65 Af framanritaðri verðskrá má sjá, hvern- ig viðskiptin hafa orðið, og telja allir við- skiptamenn verzlunina mjög góða. Félagið mun eiga skuldlausar eignir um 4000 kr. Þ. G. Strandasýslu. (Bjarnarfirði) 18. jan-: „Þetta nýbyrjaða ár heilsaði mönnum með hinni mestu blíðu, heiðbirtu og logni, einn- ig mjög frosthægri tíð, og var bezta hláka 4. 9. og 10. janúar, svo jörð mátti heita orðin alauð upp á háfjöll. 12. janúar skipti um til lakara með norðankafalds harð- neskju og 8 gr. frost á R. og hefur síð- an mátt heita stórhret, þó hefur optast verið ratljóst með byggð; mest frost f þessu hreti 16. þ. m. 14 gr. á R. Póstur kom loks að Skarði 16 þ. m. og höfðu tafið hann slæmar ár og slæmt veður; þó munu meira hafa tafið ferð hans slæmar ár, því þær voru víðast óíærar nokkra daga í byrjun hretsins, enda mun engum detta í hug, að álíta það slóðaskap af póst- um, þó ferð þeirra seinki að einhverju leyti, þegar slæm veður eða ófærar ár hamla ferð þeirra; og hvað þessum pósti viðvíkur, þá væri miklu fremur ástæða til að ávíta hann fyrir ofmikið kapp á ferð- um sínum og jafnvel ofdirfsku, t. d. með því að leggja á fjallið milli Goðdals og Kúvíkur í tvísýnu og næstum óíæru veðri“. Yesturskaptafellssýslu (Mýrdal) 6. febr.: „Veturinn hetur verið mjög gjaf- felldur sem af er, og kom það sér því vel, að almenuingur var vel heyjaður. Rétt eptir miðjan f. m. gerði hér slæmt bylja- kast, og kyngdi niður miklum snjó, en nú er hann að mestu þiðnaður. Tiðin yfir höfuð mjög óstöðug og sífelt úfinn sjór, svo aldrei verður borið við að róa. — Heilsu- far fremur gott, en þó ber hér sorglega mikið á einum sjúkdóm, sem sé sullaveik- inni. Er það mikið mein, ef það væri að miklu leyti skeytingarleysi manna að kenna. Eg er að visu ekki svo nákunnugur, að eg þori að fullyrða, að svo sé, en hræddur er eg um, eptir því sem eg hef litið til, að menn séu ekki nærri því svo varkárir, sem vera ætti, hvorki við slátrun fjár, né heldur með ílát, því það mun víst nokk- uð víða, að hundar hafi nær því óhindrað- an aðgang að ýmsum ílátum, en slíkt mun, því miður, ekki eins dæmi um þessa sveit. Hefur aukalæknirinn hér (Stefán Gíslason) stungið á mörgum, og á sumum hvað ept- ir annað. Hefur hann mikið álit á sér fyrir að takast það mjög heppilega, og mun það maklegt. Heyrzt hefur, að hann muni innan skamms fá héraðslæknisem- bætti1, og munu flestir telja það maklegt, þar sem hann hefur um mörg ár verið aukalæknir í erfiðu héraði. En margir munu sakna hans hér, því auk þess að vera ötull og samvizkusamur læknir er hann hið mesta lipurmenni í allri fram- komu og hvers manns hugljúfi. Lítill hygg eg, að sé pólitiskur áhugi hér meðal almennings, en menntunarfýsn eykst hér, sem annarstaðar; þó er fremur ’) Hann hefur nú fengið 14. lseknishérað (Norð- urmúlasýslu). Hafa Norðmýlingar verið mjög 6á- nægðir yfir því, hversu lengi veitingu embættiaiua hefur verið frestað, og bversu hinn setti læknir þeirra (Jón Jónsson) er óhaganlega settur í hérað- inu (á Skriðuklaustri) m. fl., er þeir hafa kvartað um. Það er enginn efi á, að þeir fá nú mjög sam- vizkusamau og góðan lækni, þar sem hr. Stefán Gíslason er. Bitstj.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.