Þjóðólfur - 21.02.1896, Síða 3
35
lítið líf í lestrarfélagi því, sem stofnað var
hér fyrir ári síðan, fyrir forgöngu hinna
helztu og beztu manna. Mun það einkum
staía af áhuga- og skeytingarleysi, og að
nokkru leyti af mismunandi skoðunum á
því, hvaða bækur skuli kaupa. Vilja flest-
ir nær því eingöngu sögubækur — eink-
um er eptirsókn eptir þjóðsögunum — en
hirða minna um tímarit eða aðrar mennt-
andi bækur, sem einstöku menn vilja reyna
að innleiða. Tillagið til félagsins er þó
svo afarlágt (1 kr.) að engan getur
munað um það. — Dáiítill vísir til
pöntunarfélags komst hér og á fót í fyrra,
nndir forstöðu Halldórs Jónssonar og Þor-
steins Jónssonar, bænda í Vík, og Jónat-
ans Jónssonar á Dyrhólum. Allir þessir
menn hafa borgarabréf, og má það nærri
merkilegt heita, að menn, sem hafa þó
Dokkra verzlun, hver út af fyrir sig, skuli
vera kjörnir til að veita almennu pöntun-
arfélagi forstöðu, en orsökin mun að miklu
leyti sú, að þeir Víkurbændur bera nokk-
urskonar ægishjálm yfir sveitinni, bæði að
efnum, dugnaði og ráðdeild, og hafa því
að maklegleikum almennings traust. Ekki
mun félagsmönnum hafa líkað allskostar
vel við hina útlendu viðskiptamenn, og er
því í ráði að hætta við þá, en snúa sér
til annara“.
Mannalát. Á nýársdagsmorgun næstl.
andaðist á Eskifirði, Sigurclur Pétursson
settur sýslumaður í Suðurmúlasýslu, úr
lungnatæringu á 29. aldursári. Hann var
fæddur á Sjávarborg í Skagafirði 25. nóv.
1867, og bjó þar þá faðir hans Pétur Sig-
orðsson, son Sigurðar prests Arnþórsson-
ar á Mælifelli og Elinborgar Pétursdóttur
systur þeirra bræðra Péturs biskups og
Jóns háyfirdómara. Sigurður heit. varút-
skrifaður ór sk6ia 1889 með 1. einkunn,
tók embættispróf í lögum við háskólann I
fyrravetur (1895) einnig með 1. einkunn,
°g var settur sýslumaður í Suðurmúlasýslu
næstl. vor. Hann var gáfumaður, stilltur
og siðprúður og drengur hinn bezti.
Hinn 7. f. m. andaðist Jón bóndi Hannes-
son á Brún í Svartárdal, bróðir öuðmund-
ar læknis Hannessonar. Hann hafði lært
búfræði í Hólaskóla, og var hinn efnileg-
asti bóndi, duglegur, greindur og gsetinn.
Hinn 25. f. m. andaðist Steinunn Ouð-
mundsdóttir, kona Brynjólfs bónda í Þver-
árdal í Húnavatnssýslu, Bjarnasonar (sýslu-
manns Magnússonar) 43 ára gömul. Hún
Var dóttir merkishjónanna Quðmundar
Jónssonar og Steinunnar Erlendsdóttur á
Mörk í Laxárdal.
Hinn 3. þ. m. andaðist lngunn Eyjblfs-
dóttir kona séra Brynjólfs Jónssonar á Ól-
afsvöllum, rúml. fertug að aldri, fædd í
sept. 1855, en giptist í júní 1880. Eru 6
börn þeirra hjóna á Iífi. Hún var guð-
hrædd kona, hjálpsöm, dugleg og myndar-
leg í mörgu.
Slysfarir. Síðastl. gamlársdag týndist
kvennmaður frá Ingunnarstöðum í Geira-
dal, Bagnheiður að nafni, og ætla menn
að hún hafi farizt í öeiradalsá.
Hinn 4. jan. drukknuðu í örímsá, 2
vinnukonur frá prestsetrinu Vallanesi.
Höfðu farið út að Egilsstöðum til kaup-
skapar og ætluðu heim sama kveldið.
Embætti. Eggert Briem málsfærslu-
maður er settur sýslumaður í Nordurmúla-
sýslu frá 1. apríl þ. á., og ætlar austur
þangað með pósti í marzmánuði.
Um landritaraembættið sækja: Jón
Magnússon sýslumaður í Vestmannaeyjum,
Eggert Briem málaflutníngsm. og kand. jur.
Gísli ísleifsson.
Um aðra málfœrslumannssýslanina við
landsyfirréttinn, er kand. jur. Hannes Thor-
steinsson hefur verið settur til að gegna
um hríð, sækja nú auk hans lögfræðis-
kandídatarnir Einar Benedíktsson, Gisli
ísleifsson, Halldór Bjarnason og Magnús
Jónsson.
Um kennaraembœttið við latínuskólann
(2000 kr. árslaun) sækja kandídatarnir
Bjarni Jónsson og Þorleifur Bjarnason, og
ef til vill Bogi Melsteð í Kaupmannahöfn.
Tveir héraðslæknar (Þorgrímur John-
sen á Akureyri og Ólafur Sigvaldason í Bæ)
eru um það leyti að segja af sér embætt-
um sínum.
Prófasturinn í Borgarfjarðarsýslu, séra
Guðmundur Helgason í Reykholti, kvað
hafa sagt af sér því embætti, og er nú
verið að kjósa prófast þar í sýslu.
Eptirmæli.
Hinn 3. júlí f. 6. andaðist & Ballará merkis-
bóndinn Steinþór Þórðarson. Hann var fæddur
á Ytra-Hólmi árið 1840. Voru foreldrar hans
Þórður bóndi Steinþórsson og Halldóra Böðvars-
dóttir; þau hjón áttu 12 börn og komust 9 þeirra
á fullorðins aldur, meðal þeirra Steinþór sál., Bjarni
bóndi á Reykhólum, Gísli, er lengi bjó á Hrafna-
björgum í Dölum og Einar á Tyrfingsstöðum á
Akranesi o. fl.
Steinþór sál. kvæntist árið 1870 Jóhönnu Krist-
ínu Petrónellu Torfadóttur prosts i Kirkjubólsþing-
um Magnússonar; varð þeim hjónum 5 barna auðið
og lifa af þeim 4.
Steinþór sál. var af öllum, sem konum kynnt-
ust, viðurkennt valmonni, stakur dugnaðar- og
starfsmaður og mjög fjölhæfur, manna fljótastur til
hjálpar, ef hann vissi, að einhver þurfti með,
hjálpaði hann mjög opt áður en sá bað, er hjálpar
þurfti. Hann var gæddur góðri greind af náttúr-
unni, en í æsku hafði hann öðruvísi ástæður en
svo, að þær leyfðu honum að gefa sig við bókum,
og barmaði hann sér opt um það, er hann talaði
um uppfræðingu þá, sem börn eiga nú kost á að fá.
Hann var gestrisinn og glaðlegur keim að
sækja, fáskiptinn um daglegt sveitahjal, trúr í
lund og tryggur vinur, og er hans því almennt
saknað í þessu félagi, sem hann dvaldi í um 18 ár,
sem einhver af duglegustu bændum.
Hann var jarðaður á Skarði 11. júli siðastl.
Við gröf hans var eptirfarandi kvæði sungið:
Hart er að líta
þig, hugkæri vinur,
hörðum spenntan heljararm,
skilinn frá börnum
og bölþrungnu vífi,
sem þér lengi bjó við barm.
Hart væri að líta
þig helblæju vafinn
svelgja þesBa svölu gröf,
svifi’ ekki vonin
á svauvængjum engla
frá lífsins kong með ljúfa gjöf.
Handskript hún hefur
af hönd drottins gjörva
og þitt leggur leiði á.
Hún segir þig lifa
lífi fullsælu
guðs þíns börnum góðu hjá.
Far nú í friði
ffá oss til hvílu
eptir dagsins unnið stríð.
Þökk fyrir samveru,
þökk fyrir verkin
þörf er vannstu þína tíð.
Vorsólin væra
vekur af dauða,
dáið einatt aptur lif
af frækorni fölvu
svo frelsarinn lífgar
eilíft blóm nær endar kif.
Með hlýra tárvætta
hér vér þig kveðjum,
leiðir skildu furðu fljótt,
en gnð markar brautir
guma lífs-sólum.
Góði vinur, góða nótt!
Guðl. Guðm.
Leiðrétting við ísafold. Mikili snill-
ingur er ritstjóri ísafoldar(U) Hann nær sér niðri á
sannleikanum, þar sem hann i 96. tölubl. 1896 bls.
382 skýrir frá sjálfsmorði Natans Rósantssonar.
1 þessari stuttu grein kennir ekki margra grasa,
en þó er þar brúgað saman eintómum vitleysum;
bvo sem því: „Að maður hafi hengt sig i Miðfirði,
á Þóreyjarnúpi". Þetta er ósatt, hann fyrirfórsér
ekki á Þóreyjarnúpi, og Þóreyjarnúpur er heldur
ekki i Miðfirði og hefur þar aldrei verið. Hefði
ritstjóranum þó ekki verið vorkun að vita það. Þar
stendur og, að Rósant faðir Natans heitins, sé son-
ur Natans þess, er myrtur var og inni brenndur
(Ketilssonar); en skyldi ísafold eða ritstjóra hennar
ekki ganga illa að sanna það!
Sannleikurinn um fráfall Natans er sá, að hann