Þjóðólfur - 06.03.1896, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.03.1896, Blaðsíða 2
42 mjög vel, er eg las hana, enda er það svo veruleg breyting, að vert væri að ræða hana nokkuð áður en farið er lengra með breytingarnar. Eg ætla því að minnast dáiítið á uppástunguna, sem höf. telur margt og mikið til gildis, þó, eins og hann tekurfram, „eitthvað megi að henni flnna“, en það ætla eg að yfiriáta öðrum. Það verður aldrei tölum talið, hvað þetta takmark fyrir sveitfesti hefur íþyngt sveitarsjóðunum; og þó dettur mér ekki í hug að ámæla neinni sveitarstjórn fyrir það, að hún reyni að verja hreppinnsinn í- mynduðum eða fyrirsjáanlegum þyngslum og koma þeim á aðra, þegar lögin leyfa það. Það er líka alkunnugt, að þegar komið hefur verið að þessu takmarki, hafa menn verið drifnir burt úr hreppnum, sem að minnsta kosti sumir annars hefðu aldrei orðið sveitarstyrks þurfandi. Þegar ungt fóik fullvinnandi er tekið upp í fátækraflutning, þá er aðferðin svo niðurlægjandi — eins fyrir það, þó með- ferðin sé óaðfiunauleg — að það eðlilega hlýtur að missa allt traust á sjálfu sér, og að koma heim í forna átthaga á þenna hátt, er svo særandi fyrir sómatilfinning- una, að mér finnst ekkert ónáttúrlegt, þó margur gerði skjótan enda á skömminni, með því að drepa sig. Opt á það sér líka stað, að þar sem þetta fólk er tekið upp, er fyllsta þörf fyr- ir vinnu þess, en þar sem það á að lenda, getur opt staðið öðruvísi á, því með litl- um fyrirvara koma þessar sendingar opt- ast; og þó það sé staðfest af reynslunni, að þeir sem einu sinni eru komnir á sveit- ina, verði kærulausir til að bjarga sér, þá er það opt eðlileg afleiðing af fyrirkomu- laginu. Yæru þar á móti þau ákvæði gildandi, sem áður eru nefnd, að hver maður hefði þar rétt til hjálpar, sem hann á lögheim- ili, er hann fyrst getst upp, þá mundi fljótt fækka vinnandi þurfamönnum, því hreppsnefndirnar mundu þá ekki flýta sér að hjálpa neinum upp á væntanlegt end- urgjald frá hans framfærslusveit, til þess um leið að losast við þá, heldur finna það hollast fyrir sveitarfélagið að hjálpa fá- tæklingum til að bjarga sjálfum sér, og hvað mikið geta menn ekki gert í þá átt með góðum vilja og dálitlu trausti á sjálf- um sér. En þá þyrftu líka hreppsnefnd- irnar að gefa betur gætur að Iausafólki en nú á sér stað, þó ekki væri nema að vita um heimilisfang þess í ákveðinntíma (20. júní), því lausamaðurinn, ef hann ætti ekki Iögheimili, mundi verða álitinn eiga þar sveit, sem hann dveldi, er hann yrði styrks þurfandi, sem vel gæti komið fyrir, vegna veikinda o. fl. Það hvetti líka lausafólk til að gæta betur að högum sín- um, svo það yrði ekki í vandræðum með heimilisfang, því sá, sem einu sinni ekki gæti staðið í skilum með lögboðin gjöld, svo húsráðandi yrði skyldaður að borga, honum mundi erfitt að fá húsnæði á eptir. Og loks vil eg geta þess, að þá kæmi tími til (sé hann ekki kominn), fyrir hrepps- nefndirnar að hlýða betur 22. gr. í tilsk. 4. maí 1872, sem skipar þeim „að koma í veg fyrir húsgang og flakk, með hvörju móti sem hún getur“. Því dýrmætur ætti tíminn að vera hverjum, sem ekki vill vera upp á aðra kominn. Þá vil eg með fáum orðum minnast á það, sem virðist vera aðalmeining ritgerð- arinnar, að sýna nauðsyn milliþinganefnd- ar; það er eins og höf. treysti því, að slík nefnd muni finna fullnægjandi ráð við sveitarþyngslunum, en eg er nú svo lítill trúmaður, að eg efast um, að slík nefnd muni svara kostnaði. Mér finnst það ekki vera nema eins manns verk, að draga saman í heild allt það, sem nú gildir um stjórn íátækramálefna, og þó eitthvað kunni að vera þar, sem þyki úrelt, er það ekki eins dæmi (í hinni kirkjulegu löggjöf stend- ur margt, sem ekki er farið eptir), og til að fá ákvæðinu um sveitfestina breytt, þarf ekki milliþinganefnd. Noröan af Ströndum. (Fréttapistlar tir Bjarnarfirði). I. Vorið 1895 má segja að hafi verið eitt hið bezta, sem fðlk í þessu byggðarlagi hefar átt að venjast, sumarið einnig fremur gott, og grasvöxtur víðast með bezta móti, bvo gláttur byrjaði hér almennt í 10. og byrjun 11. viku sumars; heyskapur yfir höfuð með betra móti, enda varð nýting góð hjá allflest- um, því þurkar voru miklir, en stormasamt mjög, t. d. allan ágtistmánuð mátti heita, að væri stöð- ugur norðangarður, enda snjóaði síðast i mánuðin- um, ofan í miðjar fjallshlíðar, og sökum frosta féll gras mjög snemma, 9. sept. skipti um til vætu, fyrst af norðri í 2 daga, og siðan af suðvestri, og hjá þeim, sem ekki voru þá hættir heyskap, skemmd- ust hey að mun, þvi svo mátti heita, að upp frá því kæmi aldrei þerridagur; fremur má heita, að haustið hafi verið storma- vætu- og kafaldasamt, en optast þó nægur hagi fyrir skepnur, svo skipti um aptur til batnaðar, og má nú heita mjög snjó- litið, og hezta tíð; mest frost 3. desbr. 12° á R., en aptur al. desbr. 5° hiti um miðjan daginn á R. í hinum mikla norðangarði 3. októher, sem víða hefur verið minnst, urðu allvíða skaðar bæði á skipastól og fleiru, t. d. á stöku stað í Árnes- hrepp, en þó sérstaklega á Gjögri, laskaðist skipa- stóll meira ög minna; hér í hreppi, á Eyjum, fauk áttæringur, sem fest var út af á fjóra vegi, og laskaðist að mun, einnig fauk þar margt fleira, viður og ýmislegt, og tók sumt á sjó út; þar urðu og töluverðar skemmdir af sjógangi, á túni, sem og víða annarsstaðar, og varpeyjum, sem að likind- um nemur mörgum tugum krðna virði; víða'tók og við að reka, og sumstaðar fleira, t. d. í Reykjar- vík gekk sjórinn inn í skemrnu, og tók við allan, sem þar var, einnig tók þar út hrognkelsaneta- trossur, og reipi, með viðartrönum og ásum, sem netin og roipin voru hengd á, og er sá skaði víst töluverður; á Kleifum í Kaldbaksvík tók sjórinn hliðarvegg undan tveimur fjárhúsum og hlöðu, alla ytr; hleðslu, inn í miðjan vegg; ennfremur gekk sjór þar í fjárhúsin, svo féð varð að láta út, þótt neyðarkoBtur þætti, og var heppni að ekki hlauzt meira tjón af, og á fleiri stöðum gerði þetta veður meira og minna tjón. í þessu sama hreti lágu 2 menn úti í 2 sólar- hringa, á Trékyllisheiði; þeir voru báðir úr Bjarn- arfirðinum, komuúr Reykjarfjarðarkaupstað, og voru á heimleið; þegar þeir komu upp á háheiðina syrti j að með kafaldið, en sökum þess þeir höfðu áburð- arhesta, gekk þeim ferðin seint, því fyrir hestana voru komin umbrot, og urðu þeir því að láta fyrir- berast, þar sem þeir voru komnir; þeir höfðu á glasi dálítið af brennivíni, sem þeir hresstu sig á, og gátu með því haldið sér heitum og vakandi; mun því óhætt að fullyrða, að það hafi orðið þeim til lífs, og sýnir það, að brennivín getur stundum kom- ið í góðar þarfir, þegar þess er neytt í hófi, þó mörgum hætti við allt um of að lasta það. II. Hvað aflabrögð snertir, þá mátti heita bezti afli hér seinni part sumars, þeir sem þá gátu far- ið að róa, sem fáir voru, og fram yfir leitir, eu svo fór að draga úr því smátt og smátt, svo vertíðin varð mjög misjöfn, enda var tiðin stormasöm; getur þvi ei annað heitið, en afli hafi orðið almennt í minna meðallagi; i vetur hafa stöku menn stund- að hákallaróðra, einB og fyr, og hefur fremur lítið aflazt enn sem komið er, en sjóveður þó einhver hin beztu, sem fengizt geta, stillur dag eptir dag og viku eptir viku nú laugan tíma, og vill það opt reynast svo, að hákall aflast sízt, þegar bezt viðrar, og er það bagalcgt, þar það er sá fiskur, sem ekki fæst utan með yfirlegu og erfiðleikum. Hval rúmlcga þrítugan rak 12 ágúst í sumar á Eyjum, en var samt töluvert skaddaður að þvi leyti, að þvesti allt var ónýtt; fórst bóndanum Lopti Bjarnasyni mikið vel salan á hvalnum, eins og flest sem bonum kemur við. 10 fjórðunga af spiki og 12 I fjórðunga af rengi, seldi hann hvort fyrir sig * / 4 kr., og tunnuna af spik- og reugisundanfláttu og tungu, hvort fyrir sig á 2 kr., einnig hýsti hann og fæddi yfirborö af mönnum þeim, sem í skurðin- um voru, sem var undir 30 manns, allan timann meðan á því stóð, fyrir alls ekkert endurgjald, og fórst honum það allt með sórna, enda er Loptur höfðingi heim að sækja, og gerir sér ekki manna- mun, hver sem í hlut á, og mesti bjargvættur og prýði sveitar sinnar, frcmstur og fyrstur ætíð til hjálpar þeim, sem leita hans ef svo ber undir, og ekki sízt hinum fátæku og nauðstöddu. Hvalur tvítugur hljóp á land 4. nóvember á Kleifum á Selströnd. — Jörð sti er eign J. J. Thorarensen á Reyðarfirði, — Sala á bonum var einnig mikið góð. III. Jarðaboitw eru allt of litlar í þessari sveit,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.