Þjóðólfur - 06.03.1896, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 06.03.1896, Blaðsíða 4
44 Eptir ósk nokkurra manna — les — Einar Hjörleifsson aptur söguna BRÚIN (nýsamda sögu eptir sjálfan sig) í Goodtemplarahúsinu í kveld, föstud. 6. marz, kl. 8% e. h. Aðgöngumiðar fást á afgreiðslustofu ísa- foldar og við innganginn og kosta 60 aura. Stór Concert. Söngfélagið frá 14, janúar 1892 heldur C 0 N C E R T næsta laugardag og sunnudag, 7. og 8. þ. m„ í Goodtemplara- húsinu. — Nánara á götuhornum. „Yggdrasill—Óðins hestr{í. Ný skýring hinnar fornu hugmyndar eptir Eirík Magnússon hókavörð í Cam- hridge. Verð: 1 kr. Fæst hjá kaupm. Ben. S. Þórarinssyni, Reykjavík. Fjármark Guðjóns Magnússonar á Lauga- bökkum í Ölfusi er: biti fr. hægra, heilhamrað vinstra. eir, sem hafa skuldað mér svo árum skíptir, án þess að hafa borgað mér eða samið við mig um borgun á skuldum sín- um, mega búast við, að skuldir þeirra verði afhentar málaflutningsmanni til inn- köllunar, ef þeir eigi hafa borgað þær eða samið við mig um borgun þeirra fyrir 1. apríl næstkomandi. Reykjavík, 2. marz 1896. Sigfús Eymundsson. Eg hef lengi þjáðzt af óhægð fyrir brjóstinu og óreglulegri meltingu, en er eg hafði tekið inn 2 flöskur af Kína Lífs- Elíxír frá hr. WaUemar Petersen í Frede- rikshavn, get eg með ánægju vottað, að upp frá því hef eg ekki kennt fyrgreindra veikinda. í sambandi við þetta vil eg geta þess, að gömul kona nokkur hér á bænum (Sigríður Jónsdóttir) hefur neytt Kína-Iífs-elixírs með bezta árangri gegn illri meltingu, er stafaði af ofmiklum kyr- setum innanbæjar, en hafði áður vanizt vinnu undir berum himni. Sömu reynslu hafa einnig ýmsir fleiri hér um slóðir, er hafa neytt og enn neyta bittersins gegn ýmiskonar lasleika. Eg get því með öruggri sannfær- ingu veitt Kína-Lífs-EIixírnum meðmælimín sem læknislyfi gegn fyrgreindum sjúkdóm- um, og því fremur, sem auðvelt er að hafa hann jafnan við hendina, með því að hann er ódýr í samanburði við það, sem önnur læknislyf og læknishjálp kosta. Grafarbakka 20. júní 1895. Ástríður Jönsdóttir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að Iíta vel eptir því, að vj,Pj standi á flöskun- um í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, Danmark. Þakkarávarp. Við endurminningar umliðna tímans, vaknar hjá okkur við þessi áramót, sú til- finning, að láta opinberlega í Ijósi, þá miklu góð- gerðasemi, sem þau heiðurshjón, verzlunarst-jóri Stef- án Jónsson og frú hans Ólöf Hallgrímsdóttir fyrir fleiri ár hafa sýnt okkar húsi, ekki eiuasta með árlegum gjöfum, heldur og einnig hafa þau tekið að sér son okkar Stefán Bjarnason, kostað nám hans í barnaskólanum og klætt hann. Um leið og við því vottum þessum háttvirtu heiðurshjónum okkar innilegasta þakklæti fyrir allar veittar velgerðir, óskum við þeim allra gæða hér og annars heims. Sauðárkróki 2. janúar 1896. Halldór Einarsson. Guðrún Eldjárnsdóttir (yfirsetukona). Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorstelnsson, cand. theol. Félagsprentsmiðjan. 18 var enginn syfjaður; allir höfðu nóg að hugsa — um Ameríkuferðina. Þórður lagði niður fyrir sér, hvernig helzt myndi tiltækilegt að haga sölu búsins, og hvers verðs mætti vænta fyrir það. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að „það mundu ekki verða skemmtilegir allir þeir snúning- ar, sem rót þetta mundi hafa í för með sér“. Hann blés þungan og velti sér á hlið fram að brík. Hann var ekki gefinn fyrir að standa í miklu stíma- braki. Þórunn var milli vonar og ótta. Hana óaði við, hve sér mundi finnast allt stórkostlegt þar vestra, hún kveið fyrir að þurfa að kveðja systur sína, „þótt það reyndar væri nú ekki opt, sem þær gætu fundizt11, henni lá við að sjá eptir ýmsu úr búinu, til dæmis henni Helsu sinni, sem var allra bezta mjólkurkýr. Aptur á móti hélt hún, að hún mundi geta haft rólegri daga, þegar þar væri sezt að, líka gæti hún, ef til vildi, haft svo lítið af munum sínum með sér, svo sem rokkinn sinn; en einkum vildi hún allt vinna til þess, að áhyggj- um og erflði létti af manni sínum, og hún vonaði, að börnin þeirra gætu betur mannazt þar og framtíð þeirra orðið fegri. Bræðurnir sigruðust einkum af ferðafýsn og ný- ungagirni. 19 En Anna. — Hún hafði samþykkt fyrirætlan þessa einungis til þess að styggja ekki mjög föður sinn, en þvert á móti vilja sínum. Ósjálfrátt vaknaði nú hjá henni endurminning margra gleðilegra og áhyggjulausra stunda, sem hún hafði lifað þar frá því hún mundi fyrst tii, mörg atvik, sem höfðu huggað hana og hresst, þeg- ar eitthvað gekk á móti, rifjuðust nú upp fyrir henni. Hve yndislegt hafði það verið, þegar hún, barn, var með bræðrum sínum snemma klædd á vorin: sólin roð- aði skýin og fjöllin, fuglarnir fóru að syngja og lömbin að leika sér á túninu; eða á kveldin, þegar sólin var að síga í æginn og geislar hennar stöfuðu eptir firðinum, allt varð svo kyrt og hljótt, dálítið rökkur færðist hægt og hægt yfir og blómin sveipuðust í næturdögginni. — Henni fannst nú, að hvergi mundi vera eins ánægjulegt, eins og í dalnum sínum, og íbúar hans vera hópur vina og vandamanna, sem hún vildi helzt vera með alla daga sína. — En ekkert var henni þó þyngra, en að hugsa til þess, að skilja við hana nöfnu sína. Hún hafði jafnan verið henni svo góð, og viljað hafa hana sem optast hjá sér. — Og það var líka einn enn, sem hún hlaut þá að kveðja og sjá að líkindum ekki aptur, en sem henni fannst hún naumast mega hugsa til, þótt hún varla vissi, hvernig á því stæði. Það var hann Helgi á Grund.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.