Þjóðólfur - 06.03.1896, Blaðsíða 3
43
enda er litið um verkamenn þar, vinnufólksakortur
er hér almennur, margir bændur sem engan vinnu-
mann hafa, daglaunamenn rétt ófáanlegir, og eng-
inn húfræðingur, avo varla er heldur við miklu að
bflaat þar sem svo stendur á; samt er það stöku
maður, sem lítilfjörloga sléttar þúfnapælur i túni
sínn, og aðrir, sem grafa skurði eða hlaða túngarðs-
spotta í kringum tún sín. T. d. má geta þess, að
Loptur bóndi á Eyjum hefur sléttað töluvert af
túni sínu, og er fyrir nokkrum árum búinn að girða
það allt, og eru fáir, sem hafa sýnt annan eins
dugnað og framkvæmdarsemi, enda má segja að
hann sé eini maðurinn hér í sveit, sem hefur dá-
lítil fólksráð, og væri ekki ólíklegt, nú í þessu góð-
æri, að fleiri hefðu löngun að feta eitthvað í sömu
áttina, væri ekki fólkseklan jafn tilfinnanleg.
Styrkveiting búnaöarfélagsins.
Á síðasta fundi búnaðarfélags suðuramtsins kom
fram beiðni frá Sigurði Magnússyni o. fl., um styrk
til að varna skemmdum af Hóisá. Við tillögu
stjórnarnefndariunar um beiðni þessa var gerð sú
breytingartillaga á fundinum og samþykkt:
„Að veita beiðendunum 50 au. fyrir hvert dags-
verk alit að 200 kr., ef ráðanautur félagBÍns álítur
tiltækilegt að ráðast í fyrirtækið, og borgÍBt
styrkurinn, þegar búið er að vinna verkið og það
álízt tryggilega af hendi leyst til frambúðar“.
Þetta vil eg biðja útgefanda „Þjóðólfs“ í tilefni
af grein Ólafs Gislasonar í síðasta blaði „Þjóðólfs“
28. dag f. m., að taka upp í næsta blað.
Reykjavík 5. dag marzm. 1896.
H. Kr. Friðriksson.
Bjargarskortur kvað nú vera meðal fá-
tæklinga sumstaðar í sjávarsveitunum kér
við Faxaflóa, er stafar eðlilega af hinu lang-
vinna aflaleysi. Er vonandi, að bráðum ræt-
ist úr þvi, því að annars getur varla hjá því
farið, að almenn hungursneyð verði í fá-
tækustu hreppunum. Frétzt hefur, að fisk-
vart hafi orðið í Höfnum og á Miðnesi
um næstl. helgi.
€. ZIMSEN
hefur einkaútsölu fyrir ísland
á
Quibells Sheep Dip & Cattle Wash.
Ágætt baðlyf
á kindur og aðrar skepnur.
Reglum fyrir brúkuninni útbýtt gefins.
Stúlka um fermingaraldur óskar að komast í
vist á gott heimili næstkomandi vor til að gæta
barna. Ritstj. vísar á.
Þakkarávarp. Eg undirskrifuð flyt hér með
hr. kaupmanni Popp á Sauðárkrók mitt innilegasta
hjartans þakklæti, fyrir hina stórmannlegu gjöf, er
hann gaf mér næstliðinn gamlársdag, og bið eg
gððan guð að launa honum og öðrum, sem mér
hafa gott gert, sem eru mjög margir.
Sauðárkrók 7. jan. 1896.
Ingigeröur Oestsdóttir.
Atvinna óskast.
Maður, sem er alvanur verzlunarstörf-
um, óskar atvinnu. Ritstj. vísar á.
Eg undirskrifuð, sem um mörg ár
hef verið meira og minna þjáð af lifrar-
veiki og ýmsum öðrum sjúkdómum, sem
hafa af henni stafað, gef hér með það
vottorð, byggt á 2 ára reynslu, að síðan
eg fékk frá herra Halldóri kaupm. Jóns-
syni í Vík Kína-Lífs-Elixír frá Valdemar
Petersen í Friðrikshöfn, hefur heilsa mín
farið dagbatnandi, og hef eg hinar beztu
vonir um, að með áframhaldandi brúkun
þessa lyfs, fái eg algerða lækningu meina
minna.
Keldunúpi á Síðu 20. ágúst 1895.
Bagnhildur Gísladóttir.
Vottar:
Bjarni Þórarinsson.
Oísli Ambjarnarson.
í haust var mér dregið lamb með mínu marki:
heilrifað, standfj. apt. h., blaðstýft apt., biti fr. v.,
en sem eg á ekki. Eigandi gefi sig fram og semji
við mig um markið.
Barkarstöðum 18. febr. 1896. ^
Sveinn Sveinsson.
Fjármark Magnúsar Magnússonar á Lauga-
bökkum i Ölfusi er: gat hægra, stýfður helmingur
apt. vinstra.
' 20
Helgi þessi hafði misst foreldra sína mjög ungur, en
þau Anna á Grund, systir Þórunnar, og maður hennar
tekið hann að sér og alið upp sem sitt eigið barn; sjálf
áttu þau engin börn.
Lesandanum mun nú detta í hug, að Anna í Seli
hafi einhversstaðar átt bréfmiða frá honum eða eitthvað
á þá leið, en það var ekki. Hann hafði aldrei skrifað
flenni eina línu, aldrei dansað við hana eitt spor og
jafnan verið fremur fámáll við hana. En hann var, ef
til vili ejni af drengjunum, sem aldrei stríddi henni
eða erti hana upp, þegar þau spurningabörnin gengu til
prestsins, og hann varð jafnvel stundum fyrir gamni
félaga sinna hennar vegna. Þannig var það eitt sinn
á heimleiðinni, að þau komu að læk, sem vaxið hafði
um daginn. Drengirnir og stallsystir Önnu stukku yfir
hann, en Anna þorði ekki. Var hún þá „raggeit“ nefnd
og henni ráðlagt að fara heim að bæ þar, að biðja um
fylgd. Helgi gekk þá aptur að læknum og kallaði:
,,Á eg að taka í höndina á þér Anna?“ Hjálpaði hann
henni svo yfir um, en félagar hans hlógu að, hve hann hefði
sjálfur verið hræddur, og þó heldur viljað vaða, en að
annar hjálpaði henni. — Önnu fannst jafnan nokkuð
vanta, þegar hún kom að Grund, ef Helgi var ekki
heima; hún óskaði, að þau mættu vera þar sem optast
bæði, og hún meira að segja hafði eitthvert hugboð um,
17
„Nú varð lengi þögn. Svipur heimilisins hafði allt
í einu breyzt, gleðibragðið horfið, en vandræði og óánægja
komin í þess stað. Ólafur sat í vefstólnum, en var hætt-
ur að vefa. Guðmundur var farinn að tálga kambskaptið
með hnífnum sínum og rokkurinn hennar Önnu snerist
hægt og hægt, eins og haun ætti von á við hvern snún.
ing að mega hætta. Gamla klukkan, sem stóð fyrir
miðjum gafli, hélt ein áfram og sagði með jöfnum hraða
„eitt enn“, „eitt enn“, eins og hún vildi minna á, að
tíminn líður með jafuri ferð þrátt fyrir allar bollalegg-
ingar manna og breytingar mannlífsins.
Loksins reis Þórður upp og „púaði“ í skeggið. „Eg
held það sé bezt að fara að lesau, sagði hann, tók bæk-
ur af hillu og rétti að Ólafi. Svo tók hann prjónana
sína. Systkinin sungu á bækuruar, það voru Passiu-
sálmarnir, og Þórunn söng upp úr sér. Þórður hafði
stundum raulað ögn líka, en gekk heldur illa að „kom.
ast undir róminn", síðan farið var að syngja nýju lög-
in; í þetta sinn lét hann það alveg vera. Á meðan text-
inn var lesinn héldu allir að sér höndum; svo var
lesin hugvekjau og prjónað á meðan, sungið eptir, gerð
bæn sín og boðnar góðar stundir.
Eptir lesturinn bjuggu þær mæðgur um í rúmun-
um; svo var háttað og ljósið slökkt. En í þetta sinn