Þjóðólfur - 27.03.1896, Blaðsíða 2
58
Þá er að minnast á athugasemdir hr. Pr. við Jiað
eem virkilega stendur í „ Verði ljós". Maður fær
hjartBÍátt, er maður les aðra eins klausu og þessa
í grein hr. Pr.: „Pyrir þá, sem verið hafa í ka-
þðlskum löndum og séð kirkjur þær, sem prðte-
stantar hafa byggt svo sem fyrir fordildar sakir1,
standa þar sem syrgjandi öbyrjur1, eða séð þær
undir uppboðshamrinum eða þá niðurrifnar-------,
og fyrir þá sem muna meira en það, sem skeði í
gær og minnast þess, hvernig hín ensku trúboðs-
félög aftóku eða minnkuðu1 fjárstyrkinn til trú-
boðsins á Ítalíu, sökum þess að rannsókn sú, sem
hafin var þar syðra, hafði slegið ðfrægilegu ljðsi yf-
ir sigurfregnir kristniboðanna — fyrir alla þessa
menn verða hinar háu tölur, er „ Verði ljós!“ flytur1,
hrein og bein opinberun" (í þessu sambandi nefndi
blaðið reyndar engar tölur, en það gerir auðvitað
ekkert til!). Með þessum röksemdum vill hr. Pr.
sanna, að hin evangeliska kirkja hafi enga útbreiðslu
hlotið á Suðurlöndum! Kirkjan er eptir skoðun
hr. Fr. sama sein kirkjubyggingarnar; ekki er að
furða þótt hr. Pr. þyki lítið koma til hinnar evan-
gelisku kirkju i Suðurlöndum, því þar fer hann víst
ekki með öfgar, er hann telur hinar evang. kirkju-
byggingar litilsvirði i samanburði við kirkjubygg-
ingarnar kaþóisku. En eptir Bkoðun okkar próteBt-
anta er kirlcjan (og „Yerði ljós“ talaði um hina
evangelisku kirkju, ekki kirkjur í Suðurlöndum)
ekki uppbyggð af marmara eða höggnu grjðti, held-
ur af lifandi steinum (sbr. 1. Pét. 2, 5), þ. e. mönn-
um, sem — þðtt það ef til viil sé í miklum veik-
leika — elska hjálpræði Jesú Krists og vilja ekkert
sér til sáluhjálpar vita nema Jesúm Krist og hann
krossfestan. Hin evang. kirkja getur verið í mesta
blðma á Ítalíu, enda þðtt þar sæist engin kirkju-
bygging, því að eins og hr. Fr. veit „hann sem er
herra himins og jarðar býr ekki í musterum, sem
með höndum eru gerð“, heldur er hann alstaðar
þar nálægur, „sem tveir eðaþríreru samankomnir
í hans nafni", án tillits til þess hvort á húsinu,
þar sem þeir koma saman, eru 20 turnar eða eng-
inn og enda þðtt þeir komi saman úti á víðavángi.
Hr. Fr. telur auðsjáanlega hinn ytri ljðma páfa-
kirkjunnat beztan vottinn um dýrð hennar og full-
komleika — en hér mun fuil þörf að minnastorða
Krists í Matt. 23, 27.! Því neitar engin, að dýrð
páfakirkjunnar er mikil hið ytra, en þá sést bezt
hve mikið slíkt stoðar, þegar litið er til menning-
arástandsins í löndum páfakirkjunnar, t. a. m. Ítalíu
og Spáni, þar sem meir en annarhvor maður er hvorki
læs né skrifandi! og hjátrúin svo mikil, að ferða-
mönnum, sem þangað koma, finnst þeir vera komn-
ir aptur á miðaldatímana, þegar myrkur hjátrúar
og hindurvitna grúfði hvað svartastyfir löndunum;
já, ekki að eins hjátrú, heldur einnig voðalegasta
vantrú. Það virðist enn þá geta til sanns vegar
færzt, sem Macchiavelli sagði forðum: „Vér ítalir
getum þakkað hinum heilaga (páfa)stðli þann vel-
gerning, að hann hefur í trúarefnum gert oss að
kæruleysingjum eða guðleysingjum“,—því að sömu
raddirnar heyrast enn á vorum dögum. Þannig
segir Rafaelo Marianó hiklaust: „Það getur ekki
öðruvísi verið, en að Ítalía gefi osb að líta hiðvið-
bjððslegasta sambland hjátrúar og vantrúar. Ka-
þólskan getur að eins orðið gröf okkar, eins og hún
hefur verið böðull okkar. Og verði hún ekkigjör-
eydd mun hún vissulega gjöreyða oss“, eða þegar
heimspekingurinn Augusto Vero (f 1885) segir:
„Hin ítalska kaþðlska stendur heiðindðminum næst,
‘) Leturbreytingarnar gerðar af oss,
og má i því tilliti segja, að hún sé trúarleysið í
hinni kristnu trú“. — Með þessu vildi eg sýnt
hafa, að kirkjubyggingarnar sanna ekkert viðvikj-
andi blóma kirkjunnar, hvorki hinnar evangelisku
né hinnar kaþólsku, og þá sannar heldur ekki það,
að kirkjur prðtestanta í Suðurl. standa eins og
„syrgjandi óbyrjur", eins og hr. Fr. að orði kemst,
neitt í þá átt, að prðtestantatrúin hafi ekki út-
breiðzt á Ítalíu í seinni tíð. En bezta sönnun fyr-
ir vexti og þróun hinnar evang. kirkju á Ítalíu,
tel eg hinar sáru kvartanir hins „heilaga föður“
Leo 13. sjálfs í hirðisbréfum hans á seinni árum,
er hann t. a. m. í einu þeirra segir „að það kremji
hjarta sitt að sjá musteri annarlegrar trúarmanna
aukast i Róm, undir vernd hinna borgaralegu laga“,
og með tilliti til hinna evangelisku skóla, telur það
óviðjafnanlega svivirðingu, að jafnvel i Róm, fyrir
augum páfans sjálfs skuli vera byggðir slíkirskól-
ar, þar sem börnin séu fyllt með viðbjóðslegustu
villulærdómum“. Slíkt talaði Leo 13. ekki, efhann
þættist ekki sjá kirkju sinni hættu búna af út-
breiðslu hinnar evangelisku kirkju, þessi sami „hei-
lagi faðir“, sem í umburðarbréfi sínu frá 3. des.
1880 kallar hina evangelisku trúboða „sendiboða
djöfulsins", er ekki æski neins annars en útbreiða
vald myrkrahöfðingjans!
Að hr. Frederiksen langi til að koma Filippo
de Lorenzi inn á vitlausraspítala, furðar mig ekki.
Eg hef séð það, sem verra var í málgögnum páfa-
kirkjunnar á Norðurlöndum, „St. 01af“ í Kristjaníu
og „Söndagsblad for kath. Kristne“ i Khöfn, þeg-
ar um einhvorn þann mann var að ræða, sem sneri
bakinu við páfakirkjunni; það er vanalegasta að-
ferðin að draga þá á einhvern hátt niður í sorpið.
Hr. Fr. man líklega, hvernig farið var með mann-
orð pater Chiniquy’s, eptir að hann hafði snarað af
sér okinu. Við þekkjum allt of vel aðferðina, sem
erindrekar páfans brúka við slík tækifæri, til þess,
að vér þiggjum hið velmeinta tilboð hr. Fr.’s um
að útvega oss upplýsingar um þennan de Lorenzi.
„Verði ljós!“ tók greinina um hann eptir „Allge-
meine evang.luth.Kirchenzeitung“(1895, nr. 46). En
síðan hef eg séð þessa hins sama getið i tveimur
blöðum dönskum og einu norsku, en þar á móti
hvergi dregið í efa, að bréfið væri ekki rétt herm-
andi. Það er náttúrlega ekki óhugsanlegt, að
áðurnefnd kaþólsk málgögn séu búin að pota hon-
um inn i einhverja dárakistuna, þótt eg hafi ekki
séð það.
Loks er að minnast lítilsháttar á sparkið til
Lúthers frá páfatrúarmönnum. Hr. Frederiksen
ber ekki á móti því, að „Verði ljós!“ hermi þar
rétt frá, en hann kallar slíkt „að rannsaka sagn-
irnar um Lúther (Lúthersmýþuna)". Hvað „rann-
sóknir" þessar snertir, þá hefur lítilsháttar verið
brugðið Ijósi yfir þær af fróðum mönnum, og með
sögulegum rökum sýnt, að þær séu ekkert annað
en rógburður og heilaspuni, tilbúinn af páfans trúu
þjónum,1 líklega til þess, að fá meðal prótestanta
eitthvað, sem hægt væri að jafna við hina helgu
menn: Sixtus 4., Innocens 8. og Alexander 6. —
Hr. Fr. hefur heldur ekki getað stillt sig um að
sparka til Lúthers í grein sinni. Það eru einkum
fjögur atriði, sem hann tilfærir. Sem nr. 1 kemur
auðvitað gamla sagan um tvíkvæni hertogans af
Hessen. Hr. Fr. ætlar þó ekki, að það sé nokkuð,
sem hinir rannsakandi páfatrúarmenn hafi fyrstir
komizt á snoðir um? Við prótestantar þekkjum
*) Próf. Dr. Frederik Nielsen: Romersk-katolske Angreb
paa Luthers Person. Kh. 1893. (Schönberg).
söguna ofur vel, og því hefur aldrei verið neitað
meðal prótestanta, að þar hafi Lúther og Melank-
ton skjátlazt mikillega, en hins vegar kastar það
ekki ófrægð á minningu þeirra hjá oss, fyrst og
fremst af því, að vér vitum það, að þeir voru synd-
ugir menn eins og vér (ekki gæddir neinum páfa-
legum óskjátlanleika) og gat því yfirsézt í þessu,
og þar næst af því, að vér vitum, að enginn hefur
tekið sér þessa yfirsjón nær og dæmt hana harðar
en þeir sjálfir. — Viðvíkjandi „hjúskaparráðlegg-
ingum" Lúthers, sem hr. Fr. minnist á, skal eg
aðeins geta þess, að það er rétt einkennileg skoð-
un hjá hr. Fr., ef hann vill mæla beryrði manna
í tali á 14. og 15. öld með mælikvarða binnar 19.
aldar! En skyldi hr. Fr. ekki þekkja það, sem
ljótara er en hjúskaparráðleggingar Lúthers ? Hvað
segir hr. Fr. um spurningarnar, sem páfakirkjan
leggur í munn þjóna sinna, til brúkunar í skripta-
stólnum kaþólska?1 Annars hefur rækilega verið
brugðið ljósi yfir þessar „hjúskaparráðleggingar" í
bók, sem flestir þeir, er óska, geta auðveldlega
eignast.2 Hin „paradoxu" orð Lúthers: „Syndgaðu
drjúgum og trúðu drjúglega11, skilur hr. Fr. bók-
stafiega, enda kemur það sér bezt fyrir hann. Vér
prótestantar játum vitanlega, að orðin séu djörf,
en vér hneykslumst þó ekki á þeim, af því að vér
vitum vel, hvað Lúther meinti með þessum orðum,
að þau fela í sér hvatningu til alvarlegrar synda-
viðurkonningar, sem aptur á að hvetja manninn til
þess af alvöru að varpa sér líknarbeiðandi í skaut
náðarinnar. Hvað lokB „nauðungarvilja raannsins“
snertir, sem hr. Fr. auðsjáanlega telur eitt af því,
sem Lúther hafi kennt, þá hefur hr. Fr. líklega
ekki munað það, að Lúther og Melanchton höfðu
tekið þennan lærdóm upp eptir einum af höfuð-
kennifeðrum hinnar kaþólsku kirkju, sjálfum Ágúst-
ínusi kirkjuföður (vill hr. Fr. kannske setja Ágúst-
ínus á villumannaskrána fyrir það?), en hinu hefur
hr. Fr. líklega gleymt, að þeir báðir hurfu frá
þessum lærdómi síðar.
Eg hef svo ekki neinu hér við að bæta að sinni,
öðru en því, að þakka hr. Frederiksen í Landakoti
fyrir það, að hann hefur gefið mér tilefni til að
skrifa þessar línur og ritstjóra „Þjóðólfs" fyrir það,
að hann hefur léð þeim rúm í blaði sínu.
Jón Helgason.
Laglcg &jöf. Orgelverksmiðjueigendur
Isachsen & Renbjör í Levanger í Þránd-
heimsstipti hafa með bréfi 19. jan. þ. á.
heitið að gefa íslenzka háskólasjóðnum
vandað „harmonium“, sem er 350 kr. virði,
og er auðvitað, að sjóðurinn tekur þeirri
sæmdargjöf feginshendi, og mun reyna að
fá hljóðfærið selt fullu verði. Mynd af
því fylgdi bréfinu, og er hún til sýnis á
skrifstofu Þjóðólfs. Göfendurnir skýra frá,
að þeir hafi vakizt til urahugsunar um
háskólamálið við fyrirlestra, er landi vor
Ólafnr Felixson hefur haldið i Þrándheimi
og þar í grenndinni, svo að í raun réttri
i) gbr_ eharles Ohiniquy: Den romersks Præst, Kvinden
ogPrivatsKriftemaalet. Oversat af Peter Helgvold. Krist-
janía. 1892, e»a: Elisa Eichardson: Katolicisme ogKloster-
liv. Personlige Oplevelser.
5) J)r. H. Scharling: Luther om Ooelibat og Ægteskab.
Khavn 1883.