Þjóðólfur - 27.03.1896, Blaðsíða 3
59
er gjölin honum að þakka. Maður þessi
er ættaður frá Ægissíðu í Holtum, og er
nú rúmlega þrítugur að aldri. Mun hann
hafa dvalið 8—10 ár í Noregi og á nú
heima í Þrándheimi. Er framkoma þessa
almúgamanns harla ólík atferli sumra hinna
svokölluðu „Iærðu“ landa hans, er erlend-
is búa, og þykjast mestir mennirnir, er
þeir í ræðu og riti læða út úr sér ein-
hverjum órökstuddum óþverraskæting og
óhróðurs lokleysum um þýðingarmikil lands-
mál og menn þá, er þau vilja styðja, eins
og t. d. hefur sést fyrir skömmu um há-
skólamálið í íslenzku tímariti frá Kaup-
mannahöfn. En eins og vænta mátti hef-
ur eitt hérlent óþokkablað lapið upp þessi
snyrtiyrði og sleikt út um báðum megin
yfir slíku sælgæti. Það er iítið, sem hunds-
tungan finnur ekki!
Aflabrögð. Mjög daufiegar horfur eru
enn með afla hér við flóaun, eigi orðið
fiskvart á opnum bátum hér á Innnesjum.
En flskiskúturnar, er komu inn fyrir
skömmu, höfðu aflað dável á jafnstuttum
tíma, og það iunan Garðskaga. í Her-
dísarvík, Grindavík og Höfnum kvað hafa
orðið vel flskvart, og eins á Miðnesi. Um
70 fiska hiutur kominn í Mýrdal um næstl.
heigi, en á Stokkseyri og Eyrarbakka
aflalaust enn, enda gæftaleysi hamlað.
“Prestaskólakennari, séra Jón Helga-
son prédikar í dómkirkjunni á sunnudaginn kem-
ur kl. 5 e. h.
Fyrirlestur.
Eptir beiðni ætlar séra Jóh. L. Frederik-
sen að halda fyrirlestur í Goodtemplara-
húsinu sunnudaginn 29. þ. m„ ki. 8
um hinar andlegu hreyfingar á síðastliðn-
um 25 árum. Ágóðinn á að ganga til
ekkju með munaðarlausum börnum.
Aðgöngumiðar fást allan laugardaginn
í húsi Kr. 0. Þorgrímssonar, og kosta:
Beztu sæti 75 a., almenn sæti 60 a.
Stúdentafélagsfundur
í kveld. Lektor Þorhailur Bjarnarson
hefur umræður um það: Hvers vegna er
móðurmálið útilokað við opinberar söng-
skemmtanir hér í bce?
Emil V. Abrahamson
Kaupmannahöfn K.
Þær vörur, sem firmaið sérstaklega flytur:
Campechetré, kvistalaust, blátrjárextrakt,
indigó- og aniiínlitir, pakkalitir og önnur
litarefni. Katechu til veiðineta.
Til vesturfara.
Þeir, sem ætia að flytja til Ameríku í
ár, af Vestur- og Suðurlandi, verða teknir
með „Laura“, sem á að fara frá ísafirði
18. júní, frá Dýra- og Arnarfirði 20., frá
Patreksfirði og Stykkishólmi 21. og frá
Reykjavík 25. sama mánaðar. En þeir,
sem ætla að flytja frá Norður- eða Austur-
landi, verða að fara með „Thyra“, sem á
að fara frá Sauðárkrók 8. júní; kemur við
á flestum höfnum milli Sauðárkróks og
Seyðisfjarðar (sjá farplanið), og fer þaðan
14. júní. — Allir verða að vera tilbúnir á
hverjum stað, daginn áður en skipin eiga
að leggja á stað eptir farplaninu. Farbréf
fá vesturfarar þeir, er fara með „Laura",
í Reykjavík hjá undirskrifuðum og um
borð í „Laura“, en þeir, sem fara með
„Thyra“, fá farbréf hjá þeim herrum:
Friðbirni Steinssyni á Akureyri, Vigfúsi
Sigfússyni á Vopnafirði og L. J. Imsland
á Seyðisfirði. Einnig geta vesturfarar far-
ið með „Vesta“ í maí, og geta þeir þá
fengið farbréf sín hjá einhverjum af áður
nefndum agentum mínum, eða hjá sýslu-
skrifara Jóni Runólfssyni á Eskifirði.
Fargjald verður í ár, eins og eg hef
áður auglýst, nfl. alla leið frá íslandi til
Winnipeg:
fyrir hvern, sem er yfir 12 ára kr. 160,00
— börn frá 5 til 12 ára . — 80,00
— — — 1 til 5 ára . . — 57,50
— — á 1. ári . . . . — 10,00
Frá íslandi til lendingarstaða í Ameríku:
fyrir hvern, sem er yfir 12 ára kr. 115,00
— börn frá 1 til 12 ára . — 57,50
— — á 1. ári . . . . — 10,00
Ameríku-dollarar verða teknir einungis
kr. 3,60 hver.
Reykjavík, 18. marz 1896.
Sigfus Eymundsson,
ASalumhoðsmaðnr Allan-línunnar á íslandi.
Gufubáturinn „Oddur“
fer frá Hafnarfirði og Reykjavík kringum
8. apríl og tekur með til flutnings góss
til Þorlákshafnar og Eyrarbakka.
P. Nielsen.
Nýbrennt og malað kaffi,
bezta tegund, fæst á hverjum degi í
verzlun
Th. Thorsteinsson’s
(Liverpool).
Atyinna oskast.
Maður, sem er alvanur verzlunarstörf-
um, óskar atvinnu. Ritstj. vísar á.
Núna fyrir páskana
mun eg selja útlendan skófatnað af öll-
um stærðum, og einnig hef eg afarmiklar
birgðir af skófatnaði unnum á vinnustofu
minni. Allt verður selt afar-ódyrt.
Reykjavík 26. marz 1896.
Rafn Sigurðsson.
Prjdnayélar.
Undirskrifaður hefur, eins og hingað
til, aðal-umboðssölu fyrir ísland á hinum
vel þekktu prjónavélum frá Simon Olsen,
og eru vélar þessar að líkindum þær beztu,
sem fást.
Af vélum þessum eru nú hér um bil
40 í gangi hér á landi, og hef eg ekki
heyrt annað, en að öllum hafi reynzt þær
mjög vel.
Vélarnar eru brúkaðar hjá mér, og
fæst ókeypis tilsögn til að læra á þær.
Þeir, sem ekki nota tilsögnina, fá eptir-
leiðis vélarnar 10 krónum ódýrari.
Vélarnar sendast kostnaðarlaust á all-
ar þær hafnir, sem póstskipið kemur við á.
Nálar, fjaðrir og önnur áhöld fást alltaf
hjá mér, og verðlistar seudast, ef þess er
óskað.
Áreiðanlegir kaupendur geta fengið
borgunarfrest eptir samkomulagi.
Pantanir óskast sendar hið fyrsta til
í*. IVielsen,
Eyrarbakka.
Eg undirskrifaður hef þjáðzt af óhægð
fyrir brjósti og taki undir síðunni; fór eg
því að reyna Kína-Lífs-Elixírinn frá hr.
Waldemar Petersen í Frederikshavn. Þeg-
ar eg hafði neytt úr einni flösku, fann eg
til bata, og vona, að eg geti orðið heill
heilsu, ef eg brúka bitterinn stöðugt.
Skarði 23. des. 1895.
Matth. Jónsson.
Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum
kaupmönnum á íslandi.
Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta
Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að
líta vel eptir því, að VFP' standi á flöskun-
um í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá-
setta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji
með glas í hendi, og firmanafnið Valdemar
Petersen, Frederikshavn, Danmark.
IPQT í húsinu nr. 4 í Lækjargötu
eru 2 lierbergi, sem hr. verzlunarstj.
Jón Laxdal bjó í, til leigu írá 14. maí.
Húsgögn fylgja. llitstj. gefur leiðbein-
ingar.
„Þjóðólíur“ lcemur út tvisvar í uæstu
viku, þriðjudag- og laugardag.