Þjóðólfur - 17.04.1896, Qupperneq 4
76
að taka aðra stefnu í Dalasýslu-félaginu, nfl. að
láta alla ull, sem félagsmenn hafa, skuldir yið
kaupmenn skuli óhorgaðar, að þvi leyti, sem ekki
verður borgað með skurðarfé í haust. Hvernig
þeirri uppástungu reiðir af er bágt að segja um.
Sumum lízt það óráð, því kaupmenn herði þá því
fastar að sínum hnútum o. s. frv.
Heppnaðar læknin!?atllraunir.
Snemma í októbermán. 1890 lagðist sonur minn,
Guðmundur Helgi, í innvortisveiki, sem mest lá
vinstra megin í brjöstholinu. Yar hann þá á 14.
ári. — Fyrsta árið gerði dr. Jónassen lækninga-
tilraunir við hann, og sýndi við það þá alúð og
ósérplægni, sem honum hvarvetna er lagin; en eigi
fékk hann unnið svig á sjúkdóminum. Því næst
reyndi landlæknir Schierbeck við drenginn; en hon-
um þyngdi að eins við þessar tilraunir. Tveir
smáskammtalæknar hér í nærhéruðuuum, sem orð
hefur farið af fyrir heppni í lækningum, hafa einnig
reynt við hann árangurslaust. — í fyrravor var
hann fermdur i rúminu, því þá voru allir orðnir
vonlausir um bata. — 1 fyrravetur fór eg þess á
leit við hinn sjálfmenntaða lækni, herra Eyjólf
Þorsteinsson frá Berufirði (nú í Hólabrekku við
Reykjavík), að hann gerði tilraun við piltinn, og
lét hann tilleiðast. Var pilturinn þá búinn að
liggja rúmfastur Bamfleytt á 5. ár, opt mjög þjáður,
og þoldi eigi að liggja nema á aðra hliðina; var
því orðinn mjög tærður og magnþrota, en hafði
vaxið nokkuð í legunni, og það i boga, eins og
hann lá í rúminu: var sú hliðin, sem hann lá á,
talsvert lengri en hin. Hr. E. Þ. byrjaði tilraunir
sínar 20. jan. f. á. Brátt tók sonur minn að hress-
ast og styrkjast; um sumarmál gekk hann óstudd-
ur um gólfið; nú gengur hann um allt utan og
innan bæjar heima við og kemst ríðandi án annara
aðstoðar til næstu bæja. Hann er óðum að styrkj-
ast, bæði andlega og líkamlega, og vöxturinn er
mikið farinn að réttast.
Um sama leyti í fyrra byrjaði hr. E. Þ. einnig
lækningatilraunir við 63 ára gamla konu hér á
heimilinu, Guðfinnu Jónsdóttur, sem legið hafði l‘/2
ár rúmföst, opt svo sárþjáð, að hún þoldi eigi, að
henni væri snúið í rúminu. Hafa tvær systur henn-
ar legið árum saman á líkan hátt, og hvorug kom-
izt á fætur aptur. Henni fór að létta til muna
nokkru eptir að hún hafði fengið meðal frá hr. E. Þ.
Að áliðnu sumri komst hún á fætur, og hefur farið
batnandi síðan.
Fyrir öll þau ómök og útlát, er hr. E. Þ. hafði
við sjúklinga þessa, hefur hana alls enga borgun
viljað þiggja.
Frá þessu vil eg skýra opinberlega, sérstaklega
vegna þess, að svo opt er rætt og ritað lítilsvirð-
andi um óskólagengna menn, sem fást við lækning-
ar, hina svo nefndu skottulœkna, undantekningar-
laust. En bæði þeim sjúku og öðrum, er undir
þeim verða að búa, mun finnast jafn-friðsæll batinn,
fenginn við aðgerðir manns, sem er læknir að nátt-
úrufari, hefur menntað sig sjálfur án skólagöngu-
kostnaðar og starfar af mannkærleika, launalaust,
eins og þó læknirinn væri skólagenginn og í laun-
uðu embætti.
Hvað herra Eyjólfi Þorsteinssyni viðvíkur, hygg
eg, að hann muni flestum vorum sjálflærðu læknum
framar hafa þekkingu á mörgu því, er að hjúkrun
sjfikra og lækningum lýtnr.
Úlfarsfelli í MosfellBsveit 20. jan. 1896.
Sigurður Guömundsson.
Misprentað i næstsíðasta blaði, bls. 32,ia neðan-
máls: „í leiðinni" les: „í biðinni".
f Hinn 12. þ. m. andaðist, eptir langar
sjúkdómsþjánirigar, kona mín elskuleg Sig-
ríður Ásmundsdöttir, en einkadóttir okkar
Sigurbjörg andaðist 18. f. m., eða rúmum
þrem vikum á undan móður sinni.
Þetta tilkynnist fjarverandi vinum og
vandamönnum.
Efri-Brú í Grímsnesi 19. marz 1896.
Jön Guðmundsson.
Kvennfélagsfundur
verður haidinn í Goodtemplara-húsinu á
miðvikudaginn 22. þ. m., kl. 8 e. h.
Snemmbær kýr, ung og góð, fæst
keypt nú þegar hér í nágrenninu. Ritstj.
vísar á.
Atyinna óskast.
Maður, sem er alvanur verzlunarstörf-
um, óskar atvinnu. Ritstj. vísar á.
Skófatnaður, sem og (xalloscher
fæst pantaður í gegnum mig, frá konunglegu skó-
gerðaverkstæði í Dresden, og er seldur með verk-
smiðjuverði -)- fragt, hvort heldur er fyrir kvenn-
menn, karla eður börn. Verðlisti, með myndum og
nákvæmri lýsingu á hverri skótegund, er til sýnis.
Til þess að menn geti gert sér svolitla hug-
mynd um hagnaðinn, sem innifalinn er í því, að
panta skófatnað sinn í gegnum mig, þá skal eg
hér sem dæmi að eins nefna verðið á fjaðraskóm,
eins og það er hingað upp komið: karlmanns-fjaðra-
skór frá 5 kr., kvennmanns-fjaðraskór frá 3 kr. 60 a.,
barna-fjaðraskór (stórir) frá 3 kr.
Auk þess má panta hjá mér mjög góða, en þó
ódýra, tilskorná leðursóla.
Líitið nú sjá og notið tækifærið!
Reykjavík 16. apríl 1896.
B. H. Bjarnaaon.
Eg undirskrifaður hef þjáðzt af óhægð
fyrir brjósti og taki undir síðunni; fór eg
því að reyna Kína-Lífs-Elixírinn frá hr.
Waldemar Petersen í Prederikshavn. Þeg-
ar eg hafði neytt úr einni flösku, fann eg
til bata, og vona, að eg geti orðið heill
heilsu, ef eg brúka bitterinn stöðugt.
Skarði 23. des. 1895.
Matth. Jónsson.
Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum
kaupmönnum á íslandi.
Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta
Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að
V I*
líta vel eptir því, að -- standi á flöskun-
um í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá-
setta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji
með glas í hendi, og íirmanafnið Valdemar
Petersen, Frederikshavn, Danmark.
Pr jónavólar.
Undirskrifaður hefur, eins og hingað
til, aðal-umboðssölu fyrir ísland á hinum
vel þekktu prjónavélum frá Simon Olsen,
og eru vélar þessar að líkindum þær beztu,
sem fást.
Af vélum þessum eru nú hér um bil
40 í gangi hér á landi, og hef eg ekki
heyrt annað, en að öllum hafi reynzt þær
mjög vel.
Vélarnar eru brúkaðar hjá mér, og
fæst ókeypis tilsögn til að læra á þær.
Þeir, sem ekki nota tilsögnina, fá eptir-
leiðis vélarnar 10 krónum ódýrari.
Vélarnar sendast kostnaðarlaust á all-
ar þær hafnir, sem póstskipið kemur við á.
Nálar, fjaðrir og önnur áhöld fást alltaf
hjá mér, og verðlistar sendast, ef þess er
óskað.
Áreiðanlegir kaupendur geta fengið
borgunarfrest eptir samkomulagi.
Pantanir óskast sendar hið fyrsta til
JE*. INTielson,
Jens Hansen
Vestergade 15, Kjöbenhavn K
hefur hinar stærstu og ódýrustu birgðir í
Kaupmannahöfn af eldavélum, ofnum og
steinolíuofnum. Eldavélarnar fást hvort
menn vilja heldur fríttstandandi eða til
þess að múra upp og eru af mörgum stærð-
um frá 17 kr. Yflr 100 tegundir af ofn-
um. Magasinofnar, sem hægt er að sjóða í,
líka öðruvísi útbúnir frá 18 kr. af beztu
tegund; ætíð hinnr nýjustu endurbætur og
ódýrasta verð. Nánari upplýsingar sjást á
verðlista mínum, sem er sendur ókeypis
hverjum, er þess óska og sem skýrir frá
nafni sínu og heimili. Verðlistinn fæst
einnig ókeypis á skrifstofu þessa blaðs.
Singers-saumavólar fást ávaiit í
verzlun Sturlu Jónssonar.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannea Þorstelnsson, cand. theol.
F élagsprentamiðj an.