Þjóðólfur - 24.04.1896, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.04.1896, Blaðsíða 1
irg. (60 arkir) kostar 4 kr. Erlendis 5 kr.— Borgiat íyrir 15. jan. Uppsögn, bnndin við &ramðt, Aglid nema komítildtgefacda tyrir 1. oktAber. ÞJÓÐÖLFUE. XLYIII. árg. Á sóttarsæng. (Eptir A. U. Bdáth). Með grárri skímu gægðist um gluggaraufar tunglið svo all-ljóst var þar inni; en allt í einu hvarf það. Þó skýst það undan skýi, og skín svo fölleitt aptur og skýtær skuggi flögrar í skímunni á veggnum. Á sóttbeð liggur sýslumaðurinn Vium. Hann gætir út til glugga, svo gagnsætt eittkvað skelfur á bak við bera rúðu; sem blæia létt það kvikar. Það verður hjúpur hvítur, sem höfuðklæði faldað, og undan hvítum hjúpi inn horfa döpur augu. Á sóttbeð skelfur sýslumaðurinn Vium. Hann starir stirðum augum og stórir svitadropar á kaldstamt enni koma og kuldasviti’ á vanga. Hún gamla Guðrún vakir, við gráa mánaljósið. Á enni sér hún svitann, hvað sveitin pískrar veit hún. Á sóttbeð engist sýslumaðurinn Víum. Hún Guðrún kennir hvískrið: í kaldmyrkt skot var látin hin seka sakakona, hún Sunnifa hin unga; og hann bar liússins lykil, en hún bar jóð und barmi er höfuð kennar muldist yið hafi barða klettinn. í andarslitrunum engist sundur Víum. Hún sér það, gamla Guðrún, það glansa á enni perlur, og kaldstamt er á kinnum, hún kveður lágum rómi: „Týnd er og töpuð æran, tuuglið veður í skýjum — og syndug aál er glötuð, og Sunnifu skál nú tæmir á sóttarbeðnum sýslumaðurinn Víum“. Hannes Hafstein. Reykjavík, föstudaginn 24. apríl 1896. Jafnframt og vér höfum þá ánægju að birta lesendum vorum þýðingu á þes&u ein- kennilega kvæði sænska skáldsins Bááth, sjáum vér oss einnig fært, fyrir góðvild þýðandans, að láta blað vort flytja fleiri þýðingar eptir hann á nokkrum stuttum smákvæðum erlendra snilldarskálda, eink- um Heine (úr „Buch der Lieder") og eitt- hvað eptir Byron, Schiller, Longfellow o. s. frv. Hyggjum vér, að slikar þýðingar eptir jafnsnjallt skáld sem hr. H. Hafstein, hljóti að verðá öllum kærkomnar. Þjóð vor hef- ur yfir höfuð mætur á fögrum skáldskap, og henni lærist það smátt og smátt, að geta gert greinarmun á gullinu og soranum. Ritstj. Háskólamálið. IV. En þött vér einkum eigum að taka til- lit til þess, sem einkennir oss sem þjóð, þá megum vér samt sem áður ekki ein- angra oss um of frá umheiminum, frá al- heimsmenntuninni, heldur reyna að fylgj- ast með henni, eins og kraptar vorir og ástæður leyfa. Að háskólastofnun hér á landi sé ískyggileg tilraun til að „útiloka" oss frá heimsmenntuninni, er staðlaust bull, eins og svo margt fleira, sem sagt hefur verið til að sverta þetta mál. Hór er um alls enga útilokun eða neina einstrengings- lega steingervingsstofnun að ræða, þótt surnir mótstöðumenn vorir séu að básúna þá kenningu, auðvitað helzt þeir, er á danska háskólann hafa gengið, og þykjast þar hafa drukkið af brunni vizkunnar og verið inn í miðjum straumnum, en vér ætl- um satt að segja, að sá straumur hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá þeim mörg- um, en ekki í gegnum þá, því að fjölda- margir, sem þaðan hafa komið, hafa flutt fremur lítið líf, litla andlega strauma til fósturjarðar sinnar, að aflokinni háskóla- verunni, þótt nokkrar undantekningar séu auðvitað í því sem öðru. Miklu fremur virðast þessir svonefndu menntunarstraum- ar hafa haft fremur ill áhrif á marga, þá er þess er gætt, hversu margir efnilegir syn- ir fósturjarðar vorrar hafa „glatazt“ við háskólann í Kaupmannahöfn. Vér leyfum 2ír. 20. oss að hafa þetta orð, því að hvað er sorg- legra en að sjá ágæta hæfileika spillast og verða að engum notum, föðurlandinu til tjóns og niðurdreps, og þótt vér töluð- um ekki, þá mundu steinarnir tala. Það hafa margir lagt héðan frá landi að af- loknu námi á latínuskólanum til að leita sér frekari menntunar við Hafnarháskóla. Þar hafa verið margir hraustir og efni- legir drengir, augasteinar feðra sinna, yndi og von mæðra sinna, og líklegir til mikillar menningar, líklegir til að vinna fósturjörðu sinni hið mesta gagn. En hvað hefur orðið um marga þeirra? Þeir hafa sumir komið aptur hrörlegir á sál og lík- ama með brotna burtstöng og bugað þrek á morgni lífsins, viljalausir og leiðir á líf- inu, vandamönnum og vinum til sárrar sorgar og þungrar byrði. Þeir hafa nfl. liðið skipbrot á hinu ókunna landi, fallið fyrir freistingunum og látið um of ginn- ast á glapstigu, og það verður sjaldn- ast eða aldrei bætt að fullu eða gert gott aptur. Sá tími, sem er illa varið, verður ekki að eins aldrei aptur heimtur, heldur bera menn óheillamerki þess tíma með sér alla æfl. Þess bera menn sár nm æfi-ár sem að eins var stundarblátur, því brosa menn fram á bráðfleygri stund sem burtþvær ei ára grátur o. s. frv. Hins vegar eru þeir aðrir, er til há- skólans sigla, er aldrei líta aptur ættjörðu sína. Vér tölum ekki um þá, sem deyja eðlilegum dauða ytra, því að dauðann get- ur alstaðar að borið, en vér tölum um þá, sem hafa stytt sér sjálfum æfistundirnar, einmitt sakir þess öfugstreymis, er háskóla- dvölin hefur framleitt, sakir liinna miður hollu áhrifa, er lífið þar hefur haft í för með sér, og vér tölum um þá, sem eptir mikla fjáreyðslu og margra ára iðjuleysis- rölt og óreglu í Höfn hafa orðið „ómögu- legir menn“, eins og kallað er, og hlotið að hörfa þaðan, ef til vill með leynd, annaðhvort til Ameríku eða annað út í myrkrið, og til sumra hefur aldrei spurzt síðan. Eru þetta ekki tapaðir sauðir? Eru þeir ekki dauðir fósturjörðunni? Jú, vissulega. Vér þekkjum ýmsa, einmitt frá síðustu árum, ýmsa skólabræður vora, er hafa „farið í hundana“ við Hafnarháskóla,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.