Þjóðólfur - 24.04.1896, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.04.1896, Blaðsíða 2
78 ef oss leyfiat að hafa það orð, og ýmsir þessara hafa verið hinir efnilegustu og gáf- uðustu piltar, er engirm renndi grun í, að mundu fara svo, er þeir sigldu, því að margir þeirra hafa verið hinir mestu reglu- menn, er þeir fóru héðan. Það er óþarft að nefna einstök nöfn. En vér hryggj- umst í huga, er vér minnumst þessara krapta, er land vort hefur misst, eingöngu sakir Hafnarvistarinnar, leyfum vér oss að segja. Það sést iíka, að það er ekki allt með felldu, þá er þess er gætt, að á 40 árum frá 1845—1885 hafa um 140 ís- lenzkir stúdentar siglt til háskólans, en 65 tekið embættispróf. Hvar eru hinir 75? Að vísu hafa sumir, er ekki hafa tekið próf, heldur komið svo búnir aptur, orðið þó föðurlandi sínu til mikils gagns, en hinir eru þó miklu fleiri, er ekki hafa getað notið hæfileika sinna til hálfs sakir Hafnarverunnar. Þetta er allt mjög athugavert. Og ein- mitt þessar ófarir íslenzkra stúdenta við Haínarháskóla, það er ein af hinum allra- sterkustu hvötum fyrir oss til að stofna há- skóla hér hjá oss. Það er enginn efi á, að hér mundu fáir verða „ómögulegir menn“, því að hér eiga margir vandamenn og vini og aðra, er gætu haft hliðsjón með þeim, og hér eru freistingarnar svo fáar. En hins vegar finnst oss það sjálfsagt og lítil hætta í sjálfu sér, að efnilegir stúdentar, er hefðu lokið námi sínu hér við háskólann með heiðri, fengju að því búnu styrk til að ferðast til útlanda og sækja aðra háskóla til að fullkomna sig í einhverri grein um stundarsakir. Samskonar styrk veita aðrir háskólar. Danir, Norðmenn og Svíar fara t. d. til Þýzkalands, Frakklands, Ítalíu og annað. Það er talið nauðsynlegt til að afla sér víðara útsýnis. Þótt, Danir sjálfir kalli Kaupmanuahöfn Aþenu Norðurlanda, þá sannar það lítið. Danmörk er ekki einu sinni miðpunktur menntunarinnar á Norðurlöndum, hvað þá heldur meira. Það er stór misskilningur. Straumar heims- menntunarinnar liggja allt sunnar og þess vegna fara Norðurlandabúar suður á bóg- inn til að afla sér meiri menntunar, en þeir geta fengið heima fyrir. (Meira). Útlendar fróttir. Kaupmannahöfn 10. aprll. England og Egyptaland. Það hefur ýmislegt skipazt í stórpólitíkinni síðan um daginn, og enn er það England, sem frá er að segja, það á margra barna að gæta og kemur víða við. Transvaalhrinan er nú hér um bil á enda, það er enn ekki búið að dæma Dr. Jim og félaga lians, en stórtíðindin eru um garð gengin í þeirri áttinni. Matabelar, sem eru lýðskyldir Tlie Chartered Company, hafa að vísu gert uppreisn, en þangað er sendur her manns, og fara litlar sögur af þeim. En frá öðrum slóðum í Afríku vænta menn tíðinda, frá Egyptalandi og Norð- austur-Afríku. Englar hafa gert þangað her manns að óvilja soldáns, Frakka og Rússa, en hvorirtveggja hafa hönd í bagga með stjórn landsins. Englar ráða lögum og lofum þar í landi, þó það heiti svo sem soldán hafi yfirráðin og Kedívinn völdin fyrir hans hönd. En þar að auki er nefnd manna kosin af stór- veldunum, sem á að ráða fyrir miklu af fé landsins, og i þetta sinn samþykktu fulltrúar þríveldisins og Englands, að verja fénu til þessar herfarar; fulltrúar Frakka og Rússa greiddu atkvæði á móti og gengu siðan úr nefndinni. Englar hirtu ekkert um það, og létu Kedívann búast og senda her aí stað eigi að síður. Foringi hersins er enskur, og heitir Kitchever, En á herferðinni stendur þannig, að því er séð verður: Yið aðganglnn í ítölum og Abessiníu- mönnum komst hreyfing á Mahdistana, þá menn, sem fylgdn Mahdíanum forðum daga, réðust inn í Egyptaland, sigruðu Engla, felldu Gordon við Kartum og stofnuðu loks mikið riki fyrir sunnan Egyptaland og vestan Abessiníu. Foringi þeirra hinn frægasti hét Osman Digma, og um daginn fréttist, að hann væri korninn á ferðina með ofurefli liðs og til þess mundi förin ger, að gera út af við ítali, fyrst og fremst, — sögðu Euglar — og leita síðan á Egypta- land. Þessi herferð er þá fyrst og fremst bein- línis farin til þess að hjálpa ítölum úr klípunni. Og þar af þykjast menn sjá, að saman dregur með Englandi og þríveldinu. En önnur orsökin er sú, að ýmsir líta illum augum á ríki Engla í Egyptalandi, — einkum Frakkar — og vilja hafa þá þaðan burt sem fyrst. En á meðan þeir eiga í ófriði við óvini Egyptalands, munu fæstir girnast að koma þeim á burt þaðan. Þessi nýi ófriður er þá pólitiskt bragð af Englurn. Þeir slá tvær flugur í einu höggi: vingast við þríveldið og festa fót- inn í Egyptalandi. Frakkar sjá þetta, og eru reiðir mjög; þar er sá í mestu gengi, sem hrópar hæst um yfirgang Engla— hvað af því fæðist, gefur tíminn að vita. ítalir fara hverja hrakförina á aðra ofan í Abessiníu, sitja þar í nokkrum kastölum vista- og vopnalitlir. Baldissera vill ekki hafa meira lið að heiman, enda er verið að semja frið milli landanna, og honum hægist um vörnina, þegar Englar eru komnir á stað, eins og sagt er frá annarsstaðar í blaðinu. Budini og ráðaneyti hans er sezt á laggirnar. Fyrsti þingfundurinn, sem það var á, flugust þingmennirnir svo á, að það varð að slíta fundi, og það gekk þrisvar sinnum sama daginn. Það þóttu mest tíðindi, að þegar Rudiui var spurður um Afríkustríðið, þá sagðist hann lítið um það geta sagt, því skjölin, sem snertu það, væru ekki lengur í vörzl- um ráðaneytisin8 — þau hefðn ekki „fyrir- fundizt“ þegar hann tók við. Þar með beindi hann að Crispi, að hann hefði stol- ið skjölunum um leið og hann fór. Þá barðist þingheimur og áheyrendurnir líka, svo að ryðja varð þingsalinn og pallana. Nærri má geta, hvernig söng í blöðuuum; málgögn Crispis kölluðu Rudini og ráða- neyti hans — náttúrlega lygara, og þar á ofan föðurlandssvikara og óhýsandi glæpa- menn. Olympsku leikirnir. Allir, sem hafa lesið sögurnar okkar, vita, hve mikinn hug hinir fornu íslendingar lögðu á leiki og líkamsíþróttir yfir höfuð, sund og knatt- leiki, glímur og vopnfimi, það var þeirra yndi engu síður en fróðleikur og kvæða- skemmtan. Grikkjum hinum fornu var líka þannig farið, og þeir höfðu svo mikið við leikina hjá sér, að þeir töldu árin ept- ir þeim. Á seinni tímum hefur meira og meira kapp verið lagt á það um allan heim, að herða líkamann og temja sér leikfimi; hún er „kennd“ við skólana í öllum siðuðum löndum, bæjarstjórnir í öllum meiri háttar bæjum láta búa til leikvelli, og allt er gert til að hvetja æskulýðinn til að vera úti og leika sér. Loks fóru menn að leggja leiki með sér, siglingamenn úr öllum heim- inum, hjólreiðamenn o. s. frv., og þetta gekk þangað til í hitt eð fyrra, að það kom upp sú hugmynd í Paris, að stofna til olymp- isku leikjanna á ný, og stefna þangað íþróttamönnum af öllum löndum. En þá var Grikkland í sem mestum kröggum, og gat ekki lagt nógu mikið fé af mörkum, svo að það leit út fyrir, að þetta mundi farast fyrir. Þá kom boð frá kaupmanni einum i Alexandriu á Egyptalandi, og spurði, hve mikið vantaði á. „Eina miljóu króna1,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.