Þjóðólfur - 24.04.1896, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 24.04.1896, Blaðsíða 3
i var sv&rið. Daginn eptir sendi hann miljóuina. Þá gekk gríski krónprinzinn í málið og fleiri tignir menn og tóku að undirbúa leikina. Yar nú látið boð út ganga í öll lönd og leikfélögum boðið að seuda mann til Aþenuborgar á olympsku-leikina til að reyna sig. Þotta þóttu tíðindi og gerðist heldur en ekki kapp meðal íþróttamanna víðsvegar um löndin. Nú standa leikirnir yfir og blöðin flytja nákvæmar sögur af því, sem gerist þar- Margskonar leikir eru framdir, kapphlaup og kappreið, róður og sigling, knattleikir á ýmsa vegu, kringlukast og vopnfimi, sund og margt fleira. Qiímur eru þar og sýndar, en þær eru með öðrum hætti en heima tíðkast. Þeir kunna ekki önnur tök en hryggspennu og axlatök og af brögð- um hælkrók og hnykk og skessubragð; það er mest undir því komið hjá þeim, að vera sem sterkastur og bolast, og þykir þó ófagurt. Þar hóf danskur maður þyngst lóð og hélt yfir höfði sér — blöðin greinir á um, hve margir fjórðungar það var; hann heitir Jensen, er stúdent, 22 ára gamall. Það þykir Dönum gott. En Ame- ríkumenn reynast þar umfram alla aðra menn að íþróttum og leikfimi. Friðþjói'ur Nansen. Eius og Þjóðólfur gaf í skyn, reyndíst fregnin um Nansen flugufregn, spunnin upp á þeirri löngu leið norðan úr Síberíu til Pétursborgar. (Meira næst). Samgönguvandræði á sjó verða fyrir- sjáanleg hér við Faxaflóa þetta ár, með Því að ekki er útlit fyrir, að nokkur gufu- bátur verði hafður í förum hér um flóann. Verður það mörgum bagalegt, ekki sízt kaupafðlki. Væri þó ekki vanþörf á, að fátækt fðlk héðan frá sjónum, gæti fengið sem ódýrastan og greiðastan flutning til að leita sér sumaratvinnu, í þeirri ördeyðu, sem nú er hér i sjávarsveitunum. Það er mjög Iíklegt, að margir verði einmitt að setjast aptur sakir þessa samgönguleysis, og er slíkt fyrirkomulag óþolandi til lengd- ar. Hvað „Elínu“ sálugu snertir, þá dylst víst engum, að það var betra að veifa röngu tré en engu, þar sem hún var, þótt ófullkomin væri og fullnægði alls ekki þörfum manna. Nú hafa eigendur „Elínar“ boðið hana fram til milliferða um flóann í sumar, og vilja fá 5500 kr. styrk af sýslufélögunum, eu eins og eðlilegt er, hafa hlutaðeigandi sýslunefndir eigi viljað sinna því boði. Hið nafnkunna ‘strand’ „Elínar“ í haust er mönnum í offersku 79 minni til þess, að sýslufélögin vilji leggja fram mikið fé til að skinna fleytu þessa upp að nýju. Úr því að hún var gerð að strandi, og ábyrgðarféð hefur fengizt greitt fyrir hana, þá mega eigendurnir láta sér nægja. Bezt að Iáta haua nú vera alveg úr sögunni, þótt hún væri skárri en ekk- ert, meðan hún hékk uppi. Vér verðum að snúa huga vorum eitthvað annað með gufubátsferðir um Faxaflóa eptirleiðis. Það eru fleiri en Fischer stórkaupmaður, sem semja má við um það, þótt bæjarstjórnin hér sjái ef til vill engan annan. Botnvörpuveiðaskip enskt hefur næstl. viku verið með veiðarfæri sín hér á“Álpt- nesingamiðum (Bollaslóð) og skemmt net manna, þar á meðal missti Jón hreppstjóri Þórðarson á Hliði algerlega 7 net og fleiri þar á Álptanesi urðu fyrir skemmdum á veiðarfærum sínum. Kærði Jón hreppstj. spell þessi fyrir landshöfðingja, og brá þá „Heimdallur“ sér suður á Bollaslóð til funda við skip þetta, um leið og hann fór vestur 21. þ. m. Vita menn ekki frekar af því að segja, en sjálfsagt verður skipið krafið skaðabóta fyrir spell þessi. Annað er ekki hægt að gera að sinni, en eptir- leiðis væri engin vanþörf á, að löggjöfin reisti skorður við þessum botnvörpuveiðum á fiskimiðum landsmanna, þótt eigi sé í landhelgi, og það er enda brýn nauðsyn. Svo þótti mönnum viðbregða, að fiskur hyrfi af Bollaslóð, er botnvörpuskipið var þang- að komið, en áður höfðu Álptnesingar reytt þar nokkuð. Gtufuskipið „Á. Ásgoirsson“ kom hing- að frá Danmörku aðfaranótt 22. þ. m. og fór vestur til ísafjarðar í gær. Farþegar með því Jakob Thorarensen kaupm. frá Reykjarfirði og Árni Riis verzlunarm. frá Stykkishólmi. Enginn póstur var sendur með skipi þessu frá Höfn, að eins örfá bréf aukreitis til einstakra manna. Brezka ljárílutningsbannið. Frum- varpið um það hefur verið samþykkt við 2. umr. í parlamentinu. Má því telja vafa- laust, að það verði samþykkt til fullnaðar. Landsjððsskipið „Vesta“ átti, að því er síðast frétzt hefur, að Ieggja af stað til útlanda frá Akureyri 14. þ. m. Var þá búið að gera svo við stýrið af 2 járnsmiðum á Akureyri (fyrir 2000 kr.[!J), að hún var talin ferðafær, eu óhultara þótti þó að láta gufuskipið „Egil“, er Wathne hafði sent, fylgjast með henni austur á Seyðis- fjörð. Hafði „Egill“ í vesturleiðinni kom- izt með naumindum fyrir Langanes sakir hafiss, og orðið í fyrstu frá að hverfa. Er því harla tvísýnt, að „Egill“ og „Vesta“ haíi komizt klaklaust austur. Að nokk- urt skip fáist eystra til að halda áfram strandferð „Vestu“ frá Akureyri, er talið mjög hæpið, og eigi fékkst „Egiil“ til þess, enda var ekki svo ráð fyrir gert áður. Skilnaðarsamsæti héldu ýmsir bæjar- búar hér í fyrra kveld á „Hotel Island“ til að kveðja Hannes sýslumann Eafstein, er nú fer alfari héðan vestur á ísafjörð með „Laura“ 3. maí til að takast þar em- bætti sitt á hendur. í samsæti þessu tóku þátt 55 manns af ýmsum stéttum, þar á meðal 5 utan bæjar. Fyrir minni heið- ursgestsins mælti í fyrstu dr. Björn Ólsen rektor, og síðar margir aðrir. Voru ræðu- höld hin fjörugustu og skemmtun hin bezta. Hannes Hafstein mælti mjög liðlega og fallega fyrir minni skáldsins Steingríms Thorsteinsson, er var þar viðstaddur. Einnig var þar drukkið minni skáldsins Matthíasar Jochumssonar og ýms önnur minni. Samsæti þetta var ekki að eins eitthvert hið allra-fjölmennasta í sinni röð, er hér hefur verið haldið, heldur fór það jafuframt sérlega vei og skipulega fram. Eptirmæli. Það er orðin venja, sem og lofsvert er, að láta blöðin greina frá helztu æfiatriðum og lífBeinkenn- um látinna merkismanna, en þð blöðin hafi getið um lát þeirra ððalsbðnda Egils Halldórssonar, er andaðist á Beykjum á Keykjabraut í Torfalækjar- hreppi 10. júní 1894, og húsfrú Ingibjargar Jóns- dðttur, er lézt að heimili sínu Hæli í sama hreppi 28. des. sama ár, þá hefur hvergi opinberlega verið minnzt á æfiferil þeirra, og eruð þér því, herra ritstjðri, beðinn um, að ljá eptirfylgjandi línum rúm i blaði yðar. Egill sál. Halldórsson var fæddur á Melstað í Húuavatnssýslu 251 júní 1818. Ólst hann þar upp hjá föður sínum séra Halldðri prófasti, er var hinn mesti merkismaður, eins og kunnugt er. Rúmlega tvítugur að aldri sigldi Egili til Kaupmannahafnar, og nam þar snikkara-handiðn. Eptir tveggja ára dvöl erlendis kom hann hingað til lands. Kvænt- ist um þrítugsaldur fyrri kouu sinni Sigurveigu Jóhannesdóttur frá Laxamýri, og byrjaði þegar bú- skap. Af börnum þeirra 5 komust 3 synir á full- orðinsaldur, og er einn þeirra hér á landi, Arnðr ljós- myndasmiður á Bjarnastöðum. Árið 1869 kvæntist hann seinni konu sinni Þorbjörgft Árnadðttur, ekkju á Reykjum, og bjó síðan á Reykjum til dauðadags miklu rausnarbúi. Son einn áttu þau hjón, er Hjáimar heitir. — Egill sál, var með mestu þrek- mönnum talinn, karlmannlegur og drengilegur í sjón og mikill vexti, gáfumaður góður og skáld- mæltur. Eigi var hann siður í reynd drengur góð- ur, áreiðanlegur i orðum og gerðum, tryggur vinum sínum, en vægði lítt til fyrir þeim, er á liluta hans gerðu. Hanu hafði á yngri árum bæði moðan hann

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.