Þjóðólfur - 02.05.1896, Blaðsíða 3
87
ur Magnússon í Cambridge gert sér mikið j
far um að tala máli íslendinga og koma
á framfæri bænarskrá frá almennum fundi
á Egilsstöðum á Völlum dags. 11. febr.,
er Austfirðingar höfðu sent honum og jafn-
framt heitið á hann til fylgis í þessu máli.
Undir bænarskrá þessa hafa ritað Einar
próf. Jónsson alþm., Giuttormur alþm. Vig-
fússon og Snorri Wium. Er þar skýrt
tekið fram, hvílíkan hnekki íslenzk verzl-
un mundi bíða við þe3si bannlög, og lýst
því trausti til Breta, að þeir taki tillit til
bæna íslendiuga, því fremur sem alls ekki
sé að óttast pestnæmi meðal hins útflutta
fjár o. s. frv. Jafnskjótt sem meistari
Eiríkur fékk bænarskrá þessa, leitaði hann
ráða og aðstoðar hjá Bille, sendiherra Dana
í Lundúnum, og lét hann greiðlega aðstoð
sína í té, enda er svo að sjá, sem hann
hafi látið sér mjög annt um þetta mál frá
upphafi. Leizt honum mjög vel á bænar-
skrána og gerði engar breytingar við hana,
taldi hana mikilsverða tillögu málinu til
stuðnings o. s. frv. Jafnframt sendi hr.
E. M. bænarskrána til hr. James Bryce,
sem var landbúnaðarráðherra í síðasta ráða-
ueyti frelsismanna og er íslands vinur mik-
ill. Hefur hann borið upp breytingarat-
kvæði þess efnis, að þiggja ísland undan
ákvæðum lagaboðsins. Bryce skrifaði meist-
ara Eiríki aptur, að reglulegasta aðferðin
væri, að sendiherrann sendi utanríkisstjórn-
inni skjalið og kvaðst Bryce þá krefjast,
að það yrði lagt fram sem þingskjal. Ept-
ir nokkrar bréfaskriptir varð sú niðurstað-
an, að sendiherrann fékk leyfi stjórnar
sinnar til að senda skjalið til Salisbury, er
svo léti það ganga til landbúnaðarráða-
neytisins. Lýsti sendiherrann því jafn-
framt yfir í bréfi til hr. E. M. 28. marz,
að samkvæmt sínu viti „mundi þessi beini
vitnisburður um ástæður sveitafólks á ís-
landi hafa nokkur áhrif á skoðanir manna
í House of Commons (neðri málstofunni)“.
Hefur hr. E. M. skýrt mjög rækilega frá
þessu öllu saman í bréfi til ritstjóra þessa
blaðs 23. f- m., en hér hefur orðið mjög
stutt yfir sögu að fara sakir rúmleysis.
Hann kveðst hafa talað við nokkra þing-
menn um þetta og skýrt málið fyrir þeim,
Þar á meðal við annan þingmann háskól-
ans, prófessor Jebb, sem er kunnugur
landbúnaðarráðherranum Walter Long, og
lofaði að flytja málið við hann, en Long
þessi er sagður lipurmenni og góður við-
skiptis. Gerir meistari Eiríkur sér vonir
um einhvern árangur af því, og mega land-
ar vorir vera honum þakklátir fyrir alla
hans frammistöðu í þessu máli, hvernig sem
skipast. í niðurlagi bréfsins fer hann svo-
felldum orðum um mál þetta:
„Frumvarpið er enn ekki komið til
umræðu í nefnd. Stendur á því, að beðið
er eptir nýjum skýrslum frá konsúl Pat-
erson. Að stjórnin hér hafi skilið skýrsl-
ur konsúlsins svo, að pestnœmur kláði (con-
tagious scab) gengi í fé íslands, er hafið
yfir alla efa1, sem og það, að þetta hefur
stjórninni verið gefið í vændir alla leið.
Sá, kláði, sem stafar af tordræpum kláða-
maur, er, eins og allir vita, ekki til á ís-
landi. Þetta er sá kláði, sem stjórnin hér
heldur, að skýrslur konsúlsins eigi við, því
að þessi kláði er contagious, dreifist ótrú-
lega fljótt út frá skepnu til skepnu, hvern-
ig svo sem á stendur. En um skinnút-
brot af illri meðferð og óþrifum að vetr-
arlagi, sem allir vita, að ekki eru conta-
gious, (pestnæm), og græn grös, vorskúrir
og vorhlýindi ráða skjóta bót á, og mér
vitandi aldrei verður vart við að sumar-
og haustlagi, veit stjórnin hér ekki, að sé
að ræða í skýrslum konsúls síns. Konsúll
Paterson sannar þó sjálfur í ísafold, að
þetta sé einmitt kláðategundin, sem skýrsl-
ur hans eiga við, því að hann segir, að
íslendingum sé tamt að leyna kláðanum.
Væri hér átt við maurkláðann, þá væru
þessi orð konsúlsins alveg sömu þýðingar,
eins og þó hann hefði sagt þetta: íslend-
ingum er tamt að leyna því, ef nábúar
þeirra gereyða lífsbjörg þeirra!“
Af þessu sést, að ummæli vor í síð-
ustu greininni gegn konsúlnum í Þjóðólfi
17. f. m. eru einmitt hnífrétt og einkenni-
lega samhljóða þessum bréfkafla. Nú skipt-
ir miklu, hvernig konsúllinn smeygir sér
úr klípunui, og hvernig hann skrifar ensku
stjórninni. Það getur að líkindum riðið
baggamuninn.
Dáinn er 16. f. m. úr taugaveiki séra
Jónas Björnsson í Sauðlauksdal 46 ára
að aldri (f. 12. apríl 1850, sonur Björns
Kortssonar frá Möðruvöllum í Kjós og
Helgu Magnúsdóttur prests í Steinnesi
Árnasonar biskups Þórarinssonar). Hann
var útskrifaður úr skóla 1874, af presta-
skólanum 1876, vígður að Kvíabekk s. á.,
varð aðstoðarprestur hjá séra Magnúsi
Gíslasyni í Sauðlauksdal vorið 1877 og
fékk það brauð við uppgjöf hans 1879.
Séra Jónas var hóglátur maður og vel
þokkaður.
1) Lög Btjórnarinnar ern sett gegn innflutningi
gripa frá, löndum, jiar contagious eýki gengur í kvik-
fé manna.
Póstskipið „Laura“ kom hingað í fyrra
dag og með henni mikill fjöldi farþega, par á með-
al kaupmennirnir Sturla Jóneson, W. Christensen,
Eyþór Felixson, Guðm. Thorsteinsson, W. Ó. Breið-
fjörð, Helgi Helgason héðan úr bænum; Jóh. Hansen
verzlunarstj., N. B. Nielsen verzlunarm., P. Thor-
steinason kaupm. frá Bíldudal, Ólafur Árnason
kaupm. frá Stokkseyri, Gram frá Dýrafirði, Sig.
Sæmundsen frá Ólafsvík, Lárus Snorrason frá ísa-
firði, R. Riis frá Borðeyri, ungfrú Sigríður Jónas-
sen (háyfirdómara), Sigurður Thoroddsen verkfræð-
ingur, Guðm. Hannesson læknir, Guðm. Þorláksson
cand. mag., Ward énski fiskkaupmaðurinn og m. fl.
Frá Vestmanneyjum kom alkominn hingað hinn
nýi landritari Jón Magnússon með konu sinni.
Embættaveitingar. Héraðslæknisembættið
í Reykjavík og grenndinni er veitt hinum setta
héraðslækni Ghiðmundi Björnssyni. — Kennara-
embættið við latínuskólann (árslaun 2000 kr.) veitt
cand. mag. Þorleifi Bjarnason og héraðslæknisem-
hættið i Þingeyjarsýslu Gísla Péturssyni auka-
lækni í Ólafsvik.
Lausn frá embætti hafa fengið héraðs-
læknarnir Ólafur Sigvaldason í Bæ og Þorgrímur
Johnsen á Akureyri.
„Vanskil á póstsendingum".
Þegar sem jeg las umkvörtun Jóns bónda Sig-
urðssonar í Syðstu-Mörk, í 14. tölubl. Þjóðólfs þ.
á., um vanskil á póstsendingum, skrifaði eg við-
komandi bréfhirðingamanni Sigurði Sigurðssyni á
Seljalandi, og óskaði að hann gæfi mér upplýsing-
ar um, hvernig á þessum vanskiium mundi standa.
Hann hefur nú 14. þ. m. svarað bréfi mínu þannig:
„Út af umkvörtun Jóns bónda Sigurðssonar í
Syðstu-Mörk, i 14. tölubl. Þjóðólfs þ. á., með van-
skil á póstsendingum, sem hann segist hafa orðið
fyrir, þá vil eg mælast tll, að þér, hr. póstaf-
greiðslumaður vilduð grennslast eptir, hver sje vald-
ur að þeBsum vanskilum, eða hvort þau Béu annað
en imyndun úr honum Bjálfum. Þvi eg get sann-
að, að þessar bækur, sem hann segist hafa fengið
austan úr Skaptafellssýslu, komu hingað með fe-
brúarpóstinum frá Odda, og þær voru sendar hon-
um daginn eptir. Sömuleiðis hafa hingað engin
blöð komið, hvorki til hans nje annara endursend
frá Prestbakka“.
Eptir þessu bréfi að dæma, virðist ekki þörf á,
að grennslast frekar eptir þessum vanskilum, enda
jafnast þetta víst milli þeirra nágranna Sigurðar
og Jóns.
Odda 20. apríl 1896.
Skúli Skúlason
(póstafgreiðslumaóur).
Skemmtileg herbergi,
hvort heldur fyrir einhleypa eða fjölskyldur, fást
leigð frá 14. mai næstk. við Skólavörðustíg nr. 12.
Ágæt kýr, sem á að bera um miðjan septem-
ber næstk., er til sölu. Ritstj. vísar á.
Greiðasala. Eptirleiðis sel eg næturgistingu
og annan greiða fyrir sanngjarnt verð, án þess að
skuldbinda mig til að hafa allt það til, er um kann
að verða beðið.
Helli í Ölfusi, 19. apríl 1896.
Halldór Jónsson.