Þjóðólfur - 29.05.1896, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.05.1896, Blaðsíða 2
102 og var þar vel tekið. Danir héldu, að hann ætlaði að biðja hinnar ungu drottningar, og voru farnir að kalla hana „vor Sviger- datter“, en þegar ekkert varð af, styggð- ust þeir, og hafa ekki fyrirgefið honum ennþá, að hann prettaði þá um tengda- dóttur með drottningarnafni. Bjðrnstjerne Björnson hefur skrífað grein í síðasta hepti „TilskuerenV' og „Kringsjár-1 um nýnorskar bókmenntir og hefur hún vakið mikla eptirtekt. Hann kemur hér til bæjarins í dag. Kielland er hér fyrir, og fleiri norsk skáld. Björnson er farinn að búa í útlöndum síðan Ibsen kom heim til Noregs. Þeir komast ekki fyrir báðir í sama landinu. — Nýdáinn er F. W. Bugge biskup í Kristjaníu (f. 1838), einhver hinn merkasti guðfræðingur Norðmanna, og einkum nafn- kunnur fyrir biflíuskýringar sínar, er þykja ágætar. Hann varð bráðkvaddur. Síðustu fregnir um fjárflutningsbannið, Landi vor, meistari Eiríkur Magnússon í Cambridge, hefur sent ritstjóra þessa blaðs eptirfarandi fróðlega skýrslu um þetta þýðingarmikla mál: Hr. Bryce gerði þá fyrirspurn frá þing- manna bekk, 20. apríl, hvort stjórnin hefði fengið skýrslu frá almennum fundi o.s.frv- á íslandi um þær afleiðingar, er af banni gegn innflutningi íslenzks fjár mundi stafa fyrir það land, og hvort stjórnin væri við búin að birta þá skýrslu svo sem þing- skjal. Stjórnin svaraði spurningunni þann- ig, að hún væri alveg við því búin að birta „bænarskrá íslendinga“ svo sem þing- skjal, ásamt bréfi sendiherra Dana, er henni fylgdi, og svari stjórnarinnar til sendi- herrans. Skjölin eru nú birt. — Það, sem máli skiptir, í svari Lord Salisburys til sendiherrans, sem er dags. 24. apríl, er þetta: .. . „Stjórn Hennar Hátignar þykir mik- ið koma til þess skoðunarmáta, sem þar“ (í bænarskránni) „er fram settur (‘attach much importance to the point of view therein represented’) og tekur það einlæg- lega sárt að sjá, hvaða ugg menn ala um hin skaðlegu áhrif, er af lagafrumvarpinu megi leiða fyrir sveitafólk á íslandi ; en hún hefur þóttzt knúin til, eigi að síður, að hafa augastað á hinum brýnu þörfum akuryrkjumanna í þessu landi, sem eiga sárlega bágt, því að þeim til tryggingar var frumvarpið samið að öndverðu". „Þegar þess er gætt, hve erfitt er, af skoðun hins lifanda dýrs, að segja fyrir víst, hvort það sé, eða sé ekki, sýkt, álít- ur stjórnin, að engar full-tryggar skorður verði reistar gegn innfærslu fjárveiki, ef undanþágur, sérstökum löndum í vil, eru leyfðar, endrum og sinnum, frá hinni al- mennu reglu, er til skilur, að innfluttum skepnum skuli slátrað í höfninni, þar sem lent er; og virðist stjórninni því æskileg- ast, að gera öllum löndum jafnt undir höfði í þessu efni".1 „En að þessum athugasemdum sleppt- um, þá eru hér önnur efni í, sem hafa gert stjórn Hennar Hátignar það ómögu- legt, að komast að nokkurri annari niður- stöðu. Samkvæmt klausum þeim, er víkja að þjóðum þeim, er hæsta ívilnun þiggja (‘the most favoured nations clauses’) í samn- ingum milli þessa lands og Frakklands, Þýzkalands og annara velda, verður sér- hvert einkaleyfi, sem látið er ná til nokk- urs hluta einhvers útlands, að vera og látið ná jafnt til þeirra landa, sem þessir samningar hafa verið gerðir við. Sökum samninga-skildaga hennar við önnur veldi er því, í raun og veru, loku fyrir það skotið, að stjórn Hennar Hátignar geri upp á milli íslands og annara landa, á þann hátt, er farið er fram á, þar er um ævarandi og almennt lagaboð ræðir“. „Mér er það óljúft að tilkynna yður þennan úrskurð, en eg skal með ánægju verða við beiðni þeirri, er þér látið nppi í bréfi yðar, að leggja það, ásamt bænar- skránni, sem þér voruð svo góður að leggja innan í það, fram fyrir House of Com- mons“. (Undirskrifað: Salisbury). Þannig hljóðar, í orð-fyrir-orð-þýðingu, svar stjórnarinnar, og sjá menn af því, . hvernig þessu máli íslands byrjar hjá stjórninni og hvernig svar hennar hefur skapað því byr í þinginu, þá er málið kemur til nefndar umræðu. En dag frá degi virðist þetta lagaboð sjálft eiga við sívaxandi byrleysu að búa á þingi Breta. Og 2. þ. m. ritaði sendiherra Bille mér bréf þar að lútandi, er svo hljóðar: „Eg vildi láta yður vita síðustu fregn- Af þessum kafla úr bréfl Salisbury rná sjá, að það er ekki alveg þýðingarlaust fyrir mál þetta, að ensku stjórninni hafa verið bornar héðan áBtæðu- lausar hviksögur um pestnœman kláða o. s. frv., svo að bull ísafoldar um, að kláðahætta eða kláðaleysi komi alls ekki til skoðunar í þessu máli, er ofur- græningjalegt, enda þótt fleiri ástæður en kláða- hættan ein séu samverkandi hjá ensku stjórninni til að gera frumvarp þetta að lögum undantekn- I ingarlaust. Bitstj. ir, sem eg hef fengið, um dýra-pestnæmis lagafrumvarpið, og eru þær í þá átt, að svo virðist, sem í vöxt fari efi í House of Commons um það, hvort stjórninni muui takast að koma því fram, sökum þess, að hin stærri frumvörp (skattamál, skólamál, írsk landbúnaðarmál) verða að ganga á undan. Hr. Bryce sagði mér þetta, hér um daginn, og bætti því við, að ef frum- varpið kæmi eigi til umræðu fyrir hvíta- sunnu-þinghléð, þá virtist sér, að mjög mundi torvelt verða að fá frumvarpinu komið í lög, áður en þinglausnir verða í ágúst". „Ennfremur er ástæða til að ætla, að þótt frumvarpið verði að lögum þennan þingsetutíma, þá muni þau eigi eiga að öðlast gildi fyr en í nóvember. Þetta er nú það, sem eg er að reyna að fá, að fram- gengt verði, svo að innflutningur fjár frá íslandi, í ár, verði óhultur. Ef til vill er það léttir fyrir fólk að vita af þessum horfum, þótt hvortveggja sé ágizkun, og vildi eg því kynna yður þær áður, en þér senduð þeim, er skrifuðu yður, fregnina um það, hvernig bænarskrá þeirra var tekið“. Sendiherra Bille á sannarlega þakkir skildar að íslendingum fyrir hans ótrauðu, gætnu og lipru framkomu í þessu máli. Cambridge, 8. maí 1896. Eiríhur Magnússon. Prestvígsla. Hinn 24. p. m. (hvítasunnu- dag) var cand. theol. Jes Gíslason vígður til prests að Eyvindarkðlum. Concert, að eins einn, heldur söngfélagið frá 14. jan. 1892 í Goodtemplarahúsinu á sunnu- daginn (trínitatis) þ. 31. maí, kl. 61/,, e. h. Nánara af götuauglýsingum.__ jjYggdrasill—Óðins hestr“ Ný skýring hinnar fornu hugmyndar eptir Eirík Magnússon bókavörð í Cam- bridge. Verð: 1 kr. Fæst hjá kaupm. Ben. S. Þórarinssyni, Reykjavík. _ Reiðhestur, 7 vetra gamall, vakur og vilj- ugur, er til sölu nú þegar. Ritstj. vísar á seljanda. XTndirBkrifaður kaupir IIÆSTA YEBDI alls- konar gamlar bækur, handrit og skinn- hlöð.' Rvík ’96. Ben. S. Þórarinsson kaupm. Utanáskript til Jóns Olafssonar ritstjóra er nú framvegis: ,Nordeu Offlce 284 Grand Ave. Chicago, Ilh, U. S.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.