Þjóðólfur - 29.05.1896, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 29.05.1896, Blaðsíða 1
irg. (60 arklr) koetar * kr. Erlendln 5 kr.- Borgist fyrir !&• Dppaögn, bnndln vi9 irainöt, ögild nema komi til útgefanda iyrir 1, oktéber. ÞJÓÐÖLFUR XLVIII. árg. Útlendar fréttir. Kaupmannaböfn 6. mai. Tflrlit. Hver dagur færir ný tíðindi, og svo hefur það verið allt þetta ár frá upphafi. Þingdeilur hið innra, kappræður, flokkadrættir, sókn og vörn í allsherjar- málura þjóðanna, stórpólitiskar orrahríðir hið ytra. Annan daginn er dátt með stjórn- um landanna, hinn daginn rígur og við- sjár. Eins og fyr er frá sagt hér í blaðinu, er nýlendupólitíkin orsökin til alls þessa óróa. Allar þjóðir vilja toga sem mest til sín, og fá aðra til að toga með sér, móti hinum og móti íbúum þeirra landa, sem deilan er um. — Vér sögðum frá því eigi alla fyrir löngu, að lítið útlit væri fyrir, að þríveldið héldist mjög lengi, engum þætti lið að Italíu, og henni væri hentugast að koma sér vel við Frakkland. Nú, eptir að Crispi fór frá, hefur Vilhjálmur þýzki keis- ari farið suður til tals við Rudini, og það- an til Vínar, og ætla menn, að hann hafi verið að búa um hnútana, og tryggja sam- bandið nokkur árin enn. Jafnframt ætla menn, að hann hafl lagt þeim liðsyrði við Englendinga, og þess vegna hafl fulltrúar þríveldisins greitt atkvæði með, að kostn- aðurinn við herferð Englendinga á hendur Mahdistunum, skuli greidd af fó Egypta- lands. Eins og áður er sagt, hafa ítalir hag af þeim leiðangri, enda hafa þeir nú sagt sundur griðum við Abessiníumenn, og farnir að sækja á aptur. Fyrir nokkrum vikum var ekkert ólíklegra en vinátta með Þjóðverjum og Englondingum, nú vinna þeir saman eins og beztu bandamenn. Nú sem stendur vinnur England og þríveldið saman í bezta bróðerni; en Frakkland stendur eitt sér og mænir á Rússland. Konungsmorð. Persakonungur, Shah Nasred-din, var myrtur 1. maí í höfuðborg sinni Teheran. Hann var á gangi 0g margt manna með honurn, og ætlaði til heilags staðar eins í borginni; hann nam staðar og talaði alúðlega við vatnskarla nokkra, sem urðu á leið hans; þá reið af skot, og hitti konunginn í hjartastað; hann féll á knén, stóð upp aptur og datt niður dauður. Morðinginn var þegar höndlaður; hann er af flokki Babía, það eru ofstækismenn Reykjavík, föstudaglnn 29. maí 1896. í trúarefnum, og hafa áður reynt að koma konuDginum fyrir. Hann segist hafa verið „kosinn“ til að vinna vígið, og hefur nefnt marga meðseka sér. Nasred-din konungur (Shah) er frægur hér í álfu af ferðum sínum um höfuðlönd- in; hann hefur verið þrisvar alls hér vestra, til að kynna sér siðu hérlendra þjóða. Árangurinn hefur ekki orðið mikill, hann kvað hafa komið á póstgöngum og látið slá mynt eptir frönskum peningum, jafnvel fengið franska iðnaðarmenn og vegasmiði austur til sín, en stjórnarfar var algerlega austurlenzkt; hann lét drepa stórvezíra sína eða ráðgjafa, þegar honum þótti eitthvað að, og ef villa fannst í reikn- ingum fjármálaráðgjafans, þá fékk sá hýð- ingu með priki — 400 högg í itjarnar; Konungurinn var óvenjulega vel kvæntur; hann átti 4 konur og 200 hjákonur, og allar fylgdu þær honum á ferðum hans um Persaland; hann eignaðist, að því er menn vita, 19 sonu og 19 dætur. Eptirmaður hans lieitir Muzafler-eddin Mirza, og er ekki arlborinn til ríkis, en sá eiginlegi krónprins var tyrkneskur ambáttar sonur, og þótti þess vegna ófær til ríkisstjórnar. Nú eru menn hræddir um, að hann muni kveikja óeirðir. Transvaal. Nú er það komið upp, sem margan grunaði, þýzku blöðin sögðu hátt, og Englendingar urðu sem reiðastir yfir: að á bakvið herför Jamesons hafa staðið margir mikilsmetnir menn, þar á meðal fyrst og fremst Cecil-Rhodes, og aðrir for- ingjar Englendinga í Afríku. Sumar fregn- ir segja, að sjálfur Chamberlain hafi vitað af frumhlaupinu, en það er ósannað enn, og yfir höfuð allar fréttir óglöggar hing- að til. Það kvað liafa fundizt telegröm í farangri Jamesons, sem Búar tóku, og af þeim á þetta að hafa sést. Víst er, að það er ekki um annað meira talað þessa dagana, og Bretar fá sannarlega sinn mæli fleytifullan af blaðaskömmum. En þeir láta sér fátt um finnast og kæra sig hvergi. Kláðastriðið í Suðurafríku liggur niðri um stund, en búizt er við nýjum bardög- nm, þegar minnst varir. — Nú, rétt í þessu, kom telegram sem segir, að því sé Iokið, Nr. 26. uppreisnin algerlega kúguð. Sömuleiðis, að Cecil-Rhodes og aðrir höfðÍDgjar fyrir The Chartered Company hafi sagt af sér völdum í félaginu, Það er hæst í Eng- lendingum, að taka einkaleyfið af því. Á Frakklandi er nýtt ráðaneyti mynd- að af hófsemdarmönnum eintómum og heit- ir Meline ráðherrann; þar er Hanotaux utanríkisráðgjafi og kunnastur ráðgjafanna. Ekki hefur það mikið fylgi, 35 atkvæði framyfir. Hinir rauðustu hafa sett í gang „agitatión" um allt landið, og eru alt- ákafir. í Danmörk liggur pótitík í dúnalogni, nema hvað „Politiken“ er að ala á stjórn- inni og erta ráðgjafana. Hún kallar ráða- neytið „Kontorbetjentenes Fagforening“, og er helzt á henni að sjá. sem hún muni gera sig ánægða með allt fyrst um sinn, ef að eins verða reistar skorður við því, að ráðgjafarnir geti gengið í ríkissjóð og sóað honum til hvers sem þeir vilja. Það or nokkuð annað, en það sem Hörup sagði 1885: „Ekkert yfir og ekkert jafnhliða fólksþinginu 1“ Sem stendur hafa Kaupmannahafnar- búar nóg að hugsa og tala um: brúðkaup Lovisu Friðriksdóttur, krónprins, og Frið- riks af Schaumburg-Lippe. Blöðin full alla daga af lýsingum á viðurbúnaðinum, telja gjafirnar, heimanfylgju, jafnvel pilsin prinsessunnar og skyrturnar hafa verið taldar fram nákvæmlega. Það má álíta víst, að hún fékk 12 tylftir alls, en um það kemur mönnum ekki saman, hvort þær voru úr silki eða öðrum dýrindis-dúk, sem eg man ekki nafnið á; eg heyrði á kappræðn um það seinast í gær, en varð einskis vísari. Brúðkaupið var annars haldið í kyrþey, og bæði við hirðina og í borginni hefur verið minua um að vera en þegar konungsdæturnar voru gefnar ríkiserfingjum Englands og Rússlands. Það hefur líka mátt heyra það á fólki, að því fiunst prinsessan taka niður fyrir sig; Danir eru engan veginn ánægðir með þennan tengdason, heldur en tengdadótt- urina, konuefni Carls prins; hún er dóttir prinsins af Wales, og eru þau systkina- börn. Hann fór til Hollands í fyrra vetur,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.