Þjóðólfur - 31.07.1896, Side 2
146
ætla að segja af sér, þegar konungur kem-
ur heim frá Wiesbaden.
Botnvörpumálið á Englandi.
Ein8 og skýrt er frá í fréttunum hér á
undan, er allmikill kurr í Englendingum
út af botnvörpumálinu, og sést það enn
greinilegar af fyrstu fyrirspurnunura, er
alþm. frá örimsby, G. Dought gerði til
stjórnarinnar á fundi í parlamentinu 22.
f. m. Fyrirspurnir þessar eru svolátandi:
1. Hvort stjórnin viti, hvílíkum yfirgangi
brezk fiskiskip sæti af danska herskipinu
við ísland.
2. Hvort hún viti, að hinir ensku fiski-
menn eru svo æfir yfir þessum rangindum,
sem þeir eiga undir að búa, að það er á-
stæða til að óttast mannvíg og eignatjón,
ef þeim (fiskimönnunum ensku!) er ekki
veitt nægileg og hæfileg vernd.
3. Hvort stjórnin, vegna þeirra atburða
sem orðið hafa nýlega, ekki viiji senda her-
skip til íslands á sumrin, til þess að fiski-
menn geti skotið máli sínu til brezkra
manna, ef þeim verða enn á ný sýnd rang-
indi.
Þá koma tvær spurningar um himinhróp-
andi rangindi, sem enskir fiskim. hafi orðið
fyrir við Jótlandssíðu; þá víkur hann apt-
ur að íslandi, og spyr
6. Hvort stjórnin viti, að þegar botn-
vörpuskipið „TJndine11 var á heirnleið, 5
enskar mílur uudan Vestm.eyjum, þá hafi
vopnaðir herforingjar ráðizt til uppgöngu
á hana, heimtað að sjá aflann og gert
hann upptækan, unz herskipið hafði náð
eyjunum og spurt eyjarskeggja, hvortþeir
hafi séð skipið fiska (í landhelgi), gefið síð-
an skipstjóranum, Hillyer, aðvörun og
sleppt honum eptir langa töf, og
7. Hvort stjórnin ætli að skipa riefnd
til þess að rannsaka þessar yfirtroðslur, og
til þess að líta á framkvæmd hinna nýju
íslenzku botnvörpuveiðilaga.
Þessu svaraði utanríkisráðgjafi Curzon,
þannig, að hann hafi fengið skýrslu um, að
mörg fiskiskip hafi verið tekin og sektuð
á ísl. og í Danmörk, þar á meðal þau,
sem spyrjandi nefndi. „Stjórnin sér að
þetta er merkilegt mál og álítur æskilegt,
að koma skipun á þessi efni, því að af
þeim stafi deilur og jafnvel hætta. Full-
trúi vor í Kauprnh. hefur fengið skipun
um að biðja dönsku stjórniua að líta á mál-
ið, og að heimta nákvæma rannsókn. Þó
finnst stjórninni ekki nauðsyn til bera, að
skipa rannsóknamefnd í Englandi. Fjögra
skipa floti muu innan fárra duga fara
„heimsóknarferð til æfinga“ til stranda ísl.
og Danmerkur11.
Þessi fyrirspurn þótti tíðindum sæta í
Danmörk, og sérstaklega þetta með her-
skipin. Stjórniu lagði út á djúpið, og lét
„Berl. Tid.“ flytja svolátandi boðskap:
„Vegna þess að það hefur þótt tíðindum
sæta, að parlam. hefur spurt ensku stjórn-
ina o. s. frv. skal þess getið, að enska
stjórnin hefur að eins beðið dönsku stjórn-
ina um nákvæmar uppplýsingar um þá at-
burði, sem um er að ræða. — Að því leyti
sem sagt hefur verið, að enska Btjórnin ætli
að senda nokkur herskip „í heimsókn“ til
fiskimiða við fsl. og Danmörk, þá er það
ekki annað en það, sem danska stjórnin
lengi hefur óskað eptir. Það er ekki langt
síðan að vor stjórn hefur gefið þeirri brezku
í skyn, að sú ráðstöfun einmitt væri heppi-
leg“.
Strandferðaskipið „Tliyra“ kom hiag-
að 24. þ. m. norðan og vestan um land
og með henni nokkrir farþegar, útlendir og
innlendir, þar á meðal Sigurður Magnússon
aukalæknir frá Dýrafirði og Sigmundur
Guðmundsson prentari.
Pðstskipið „Laura“ kom hingað að
kveldi s. d., og með því nokkrir farþegar,
þar á rneðal læknaskólakand. Wilhelm Bern-
höft, sem lagt hetur stund á tanúlækn-
ingar ytra, tveir danskir mannvirkjafræð-
ingar, annar (Paulli að nafni) til að skoða
hafnarkvíarstæði hér í Rvík, hinn til að
segja álit sitt um og undirbúa vitagerð á
öarðsskaga. Ennfremur kom kaþólskur
prestur (danskur) Osterhammel að nafni,
og í fylgd með honum 4 nunnur eða hjúkr-
unarkonur (1 dönek, 1 þýzk og 2 frakk-
neskar) er munu sérstaklega eiga að ann-
ast hjúkrun og vitjun sjúkra í sambandi
við kaþólska trúboðið hér á landi.
Enska skáldkonan frú Disney Leith,
kom nú með „Laura“ ásamt dóttur sinni
og frænku, og ferðuðust þær allar til öeysis,
eu fara héðan aptur nú með „Laura“.
Þetta er þriðja skiptið, sem frú Leith heim-
sækir land vort, og kvað henni lítast hér
einkarvel á sig og hefur miklar mætur á
tungu vorri og bókuienntum. Húu gaí út
í fyrra ljóðmælasaín ailstórt. Eru þar ýms
frumort kvæði, út aí ýmsum viðburðum í
fornsögum vorum (Svanasöngur Skarphéð-
ins, Hef'ud Kára, Síðasta sigliug Flosa,
Víg Illhuga bróður örettis o. fl.), einnig
nokkur tækifæriskvæði frá ferðura hennar
hér á landi í fyrra og hitt eð fyrra, og
þýðiugar á íslenzkum kvæðum. Eru laug-
flest þeirra eptir Steingrím Tnorsteinsson,
alls 15, 3 eptir Hallgrím Pétursson, l eptir
Bjarna Thorarensen („Eldgamla ísafold41),
örím Thomsen, Hannes Hafstein og Þor-
stein öíslason, og brot úr öunnarshólma
eptir Jónas Hallgrírusson. Eru þýðingar
þessar vel af hendi leystar og víðasthvar
smelluar. Bera þær vott um, að skáldkona
þessi hefur mjög góða þekkingu á tungu
vorri og hefur skilið mætavel kvæði þau,
er hún hefur snúið. Sumar þýðingarnar
eru jafuvel afbragðsgóðar. Frú Leith á
miklar þakkir skilið af oss íslendingum
fyrir þessa tilraun sína til að gera nýís-
lenzkan skáldskap kuunan í hinum ensku-
talandi heimi, því fremur sem það eru svo
sárfáir Englendingar, sem gera sér far
ura að kynnast bókmenntum vorum að
neinu ráði, eða leggja nokkura rækt við
þær. Það eru Þjóðverjar, sem íramar öll-
um öðrum hafa reynzt oss beztir drengir í
þeim efnum, en Danir allra manna verst.
Þeir hafa sýiit, að þeir virða hinar nýju
bókmenntir vorar að vettugi, og vildu víst
helzt telja öðrum þjóðum trú um, eí þeir
gætu, að hér byggju skrælingjar einir, eins-
konar hugsjónasnauðar hræður og andlega
volaðir apturkreystingar.
Embættispróf í læknisfræði við há-
skólann hafa tekið Þórður Gudjolmsen og
Magnús Ásgeirsson hvortveggja með 2.
einkunn.
Ileimspekisprófi hafa lokið við há-
skólann: Páll Sæmundsson og Sigurður
Eggerz hvortveggja með 1. eink.
Nellemann fyrv. íslandsráðgjafi er orð-
inn konuugkjörinn þjóðbankastjóri með
15,000 kr. Iaunum. Auk þess hefur hann
6000 kr. eptirlaun sem uppgjafaráðgjafl,
eða alls 21,000 kr. um árið, svo að stjórn-
in launar honum dável, Ianga og dyggva
þjónustu, enda mun hún eiga honum að
þakka mest allra manua, að apturhulds-
og kúgunarstefnan hefur gersamlega orðið
ofan í Danmörku, á síðari árum.
Oóður alli er nú hér á Innnesjum
mestallt ýsa, en mjög fáir, sem róðra stunda,
því að fólkið flykktist svo mjög til Auat-
fjarða í vor héðan úr sjávarsveituuum.
Jaröskjálftinn á Java 1883.
(Niðurl.). Hver bresturinn kom nú á fæt-
ur öðrum, eptir því sem sjórinn braut meir
og meir af landinu og sökkti því niður í
djúpið. Eg hræddist liversu sjórinn varð
voðalegur, er hinar æðandi reginbylgjur