Þjóðólfur - 28.08.1896, Qupperneq 1
Árg. (60 arkir) kost»r 4 kr
Erlendii 5 krBorgUt
(yrir 15.
Uppiögn, bnndin vií iramftt,
Agild nem> komi tilðtgefftnda
iyrir 1. oktöber.
ÞJÖÐÓLFUB.
XLVIU. árg.
Gr8f Rousseau’s.
(Eptir Schiller).
Minningartákn um minnkun tíðarinnar,
margfalda níðstöng fósturjarðar þinnar,
þú Rousseau’s gröf, jeg heilsa, heilsa þér!
Friðsæld og ró þjer foldin megi veita,
friðsæld og ró, þess varst þú æ að leita,
friðsæld og ró, það fannstu loksins hér!
Hvenær mun undin forna saman síga:
Svartdimmt var fyr, þeir spöku máttu
hníga,
Ijósara’ er nú, þó leið hinn spaki enn.
Sókrates féll mót hópum hártogara,
hniginn er Rousseau fyrir kristnum skara,
Rousseau, sem kristnum reyndi að breyta
í menn.
H. H.
Nýmæli.
Eptir Béra Guðm. Guðmundsson í Gufndal.
(Niúnrl). Það kann nú margt að mæla á
móti því, að selja sveitarsjóðunum kirkju-
jarðir, landssjóðsjarðir og aðrar opinberar
eignir. Látum svo vera. Hið mesta væri
fengið, ef allar jarðeignir einstakra manna
gætu orðið eign sveitarsjóðanna.
Hart kann að þykja, að hamla öllum
einstökum mönnum frá að vera jarðeig-
endur. Hér er samt ein bót í máli, að
með þessu móti yrðu allir jarðeigendur,
en umráð jarðanna yrðu, innan lögbund-
inna takmarka, í höndum sveitarstjórnar-
innar. Það mætti færa mörg og sterk
rök fyrir því, ef rúm leyfði, að það er
optast gagnslaust, stundum einnig skað-
legt, að menn eigi fleiri jarðir en ábýli
sitt. En eins og nú hagar til, festast
jarðir lítt í ættum, heldur safnast til eiu-
stakra efnamanna, eða skiptast í smá-
parta, og er hvorttveggja miður heppilegt.
Það má óhætt fuliyrða, að aldrei verði
það algengt til lengdar, að hver bóndi
eigi ábýli sitt. Hér er ekki miklu að
tapa.
En geta sveitarsjóðirnir keypt jarðirn-
ar ? Vafalaust. Um það þarf að eins skyn-
samleg lög og haganlegar framkvæmdir.
Benda mætti á þetta: Sveitarsjóðirnir ættu
að hafa forkaupsrétt ti! jarðanna, upp á
Reykjavík, föstudaginn 28. ágúst 1896.
25—28 ára afborgun, í hvert sinn sem
jarðeigandi deyr eða bú hans kemur til
skipta, og jafnvel vera skyldir til að kaupa.
Andvirðið greiðist erfingjum jafnótt og það
tellur til útborgunar. Hvíli skuld á jörð-
unni, fullnægir sveitarsjóður þinglýstum
skuldbindingum. Skylt sé að seíja jarð-
irnar eigi dýrri, en sem svarar eptir 6 °/0
miðað við eptirgjaldið. — Þegar jörð er
seld við nauðungaruppboð, skal sveitar-
sjóður og hafa forkaupsrétt að jöfnu verði
við hæstbjóðanda. Eptir þessu kæmust
jarðirnar smátt og smátt í eign sveitar-
sjóðanna. Vitanlega kemur hér allmargt
til íhugunar, sem ekki er unnt að rekja
í einni blaðagrein. Eg hef að eins stutt-
lega drepið á það helzta, og meir hugleitt
það, sem með þessu mælir, því optast verða
nógir til að sjá missmíði á nýungum.
Eptir að jörð er komin í eign sveitar-
sjóðs, yrði að varna því með lögum, að
hún gæti tapast honum að fullu eða geng-
ið úr eign hans. Hins vegar má eigi eyða
veðgildi jarðann8. Nú kann svo fara, að
sveitarsjóður selji jörð sína að veði og
standi síðan eigi í skilum með lúkn-
ingu skuldarinnar. Samt er mikið síður
hætt við sliku, heldur en þegar einstakir
menn veðsetja jarðir sínar. En ef slíkt
kæmi fyrir, mætti ákveða, að Jánardrott-
inn skyldi fá jörðina í hendur og hafa
sem sína eign ákveðið tímabil, ef skuld er
eigi áður lokið.
Ætti þessi timi að vera nógu langur
til þess, að lánardrottinn yrði búinn að fá
ríflega borgaða skuld sína með vöxtum og
vaxtavöxtum, með því að njóta eptirgjalds-
ins af jörðunni. Færi það því eptir upp-
hæð skuldarinnar, hve langur þessi tími
þyrfti að vera. Að honum liðnum skyldi
svo jörðin falla aptur í eign sveitarsjóðs
án frekara endurgjalds til lánardrottins.
Það er ekki nauðsynlegt, að þessi breyt-
ing komíst skyndilega á. Hitt varðar
mestu, að hún ekki raski snögglega eða
tilfinnanlega viðskiptalifi manna, eða lendi
í bága við hag þeirra, sem nú eru eig-
endur jaiðanna.
Engin hætta sýnist vera á því, að þetta
mundi draga úr áhuga manna að græða
fé. Menn mundu eptirleiðis leggja sama
kapp á að safna lausafé, og það því frem-
Nr. 41.
ur, sem sú aðferð er fullt eins greið og
enginr fyrirstaða á að geta komið fé sínu
á sjóði, sem veita jafnvel enn betri trygg-
ingu en fasteign felur i sér fyrir einstaka
menn.
Sumum erfingjum væri óhagur að því,
að fá ekki andvirði jarðanna nema smátt
og smátt, aptur væri það betra fyrir suma.
Þegar á allt væri litið, mundi þetta lík-
lega jafna sig.
En kæmist þetta á, mundi þar með
lagður sá grundvöllur undir félagshagsæld
þjóðar vorrar, að ekkert land á nú slík-
an; en hver einstakur hefði eptir sem áður
frjálsar hendur og fullan hug til að stunda
sinn eigin hag og lifa sínu eigin lífi.
Háskólamál Norðmanna fyrrum.
(Kafli úr ritgerðinni „Nationale Symboler“ í fijt lidskrift).
Það sem vakti fyrir forvígismönnum
háskólamálsins var víst ekki í fyrstu röð
hin verklega hliðsjón af þeim fjárhagslegu
og vísindalegu gagnsmunum, sem stofnun
háskóla í landinu sjálfu mundi hafa í för
með sér. Og víst var það ekki af nein-
um kærleiksblöndnum kvíða fyrir því, að
Noregur gæti ekki staðið straum af eigin
háskóla, að danska stjórnin setti sig svo
harðvítuglega móti þessari kröfu. Nei,
hluturinn var sá, að háskólamálið var
orðið þjóðarmálefni, háskólinn þjóðlegt tákn
(symbol). Yöntun síns eigin háskóla var
eigi að eins velmegunar spillir fyrir Norð-
menn, heldur var hún einnig stórt skarð
í þeirra þjóðlegu sæmd. Menn hugsuðu
almennt á þá leið, að hvert sjálfstætt ríki
yrði að hafa sinn háskóla, eins og sína
eigin stjórn og sitt eigið flagg. Það var
undirlægjuskapar merki fyrir þjóðina, að
synir hennar urðu að sækja til háskóla
annars lands.
En einmitt þess vegna vildi danska
stjórnin ekki verða við kröfunni. Hún
óskaði einmitt, að þjóðlund hinna ungu
Norðmanna veiklaðist og sjjófgaðist niðri
í Kaupmannahöfn. Hún vildi að Noregur
væri Danmörku háður einnig i andlegu
tilliti. Hún var hrædd um, að eiginn há-
skóli mundi ala og efla vaknandi þjóð-
ernistilfinningu Norðmanna, og gæti það