Þjóðólfur - 18.09.1896, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 18.09.1896, Blaðsíða 1
Arg. (60 axhlr) kostar 4 kr. Erlendií 5 krBorgUt (yrir 15. J41I. Cppsðgn, bnzsdin vií &rasn6t, Sgilð nonsa bomitilStgefanðt. tyrir 1. októbor. ÞJÖÐÖLEUE. Reykjavík, fðstudaginn 18. september 1896. ÍXVIII. árg. Úr „Bucli (ler Lieder“. Eptir Heine. Þessar konur kunna að meta, hvað oss hentar skáldunum. Mér þær gáfu mat að jeta, mér og snilldarandanum. Hvílík súpa! Sú var brúkleg, sætt gat vínið fjör mér kveikt. Og svo þessi unaðssöngnr! Og sú rjúpa! Sú var ateikt. ÓðsniHd, trúi jeg, um þær ræddu, Unz loks saddur burt jeg fer; °£ )eg þakka sagðan sóma, sem þær höfðu auðsýnt raér. H. H. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 6. sept. J;k,uud. Það stendur einhverstaðar, að 1 París sé versti skríll í heimi. Nú má segja, að í Miklagarði sé hann verri. Það var í vikunní sem leið, að fregnin flaug UIU uppreisn þar í borginni. Nokkrir rmeníumenn hafa brotizt vopnaðir inn í banka einn stóran um hábjartan dífg, og Eótað að þeir skyldu þaðan aldrei fara fyr en soldán léti undan réttlátum kröf- um. Það reyndist satt, 30 vel klæddir menn komu í bankann, sýndu skambyss- urnar og kváðust rnundu setjast í bank- ann. Þar voru hátt á annað hundrað starfsmenn, og segir sagan, að lítið hafi orðið um vörn. Hermenn eru strax send- ií þangað, og skjótast menn á, en eptir litla bríð gefa þeir upp vörnina í bank- anurn með því skilyrði, að þeir megi fara frjálsir úr landi. Enskur lávarður tók við þeim á skip sitt, flutti þá til Frakk- lands, og þaðan verða þeir fluttir til New-York, því Frakkar hafa neitað að se,ía þá fram. Þetta skeði ekki ailt í einu, og fór eiru fram | gama mUnd, en því miður eru tréttir óljósar ennþá, vegna þess að ' ' °""um var bannað að ‘telegrafera’. Þ ' !'r trézt, að Múhameð^trúarmenn hlupn )>P víðskotin og tókuaðelta Armena; i borginni er fádæma mikið af slæpingjum, hinum versta skríl, sem iifir 4 því sem fyr. fellur; þoim eru allar óeirðir kærar, því þá geta þeir stolið og ræut í friði. Nú voru þeir ekki einir um hituna; kaupmenn, iðnaðarmenn og vinnumenn, yflr höfuð Tyrkir af öllum stéttum hlupu með hnifa og byssur á eptir hverjum Armena, sem þeir þekktu eða vissu af. Evrópumenn létu þeir halda líflnu, en ræntu þá, sem þeir náðu í. Manndrápin stóðu í þrjá daga. Fyrsta daginn var konum hlíft og börn- um, en menn drepnir. Annaa dag myrtu þeir alla, sem þeir náðu í, suma léku þeir herfllega. Þá voru hermenn að manndráp- unum. Sendiherrarnir skoruðu á soldán að stilla lýðinn, hann svaraði vel, en kvað Armena öllu valda. Þriðja daginn sögðu þeir honum að gera annaðhvort, láta hætta, ella skyldu þeir taka til sinna ráða. Þá Iinnti manndrápunum, enda fóru enskir hermeún víða um borgina, og tóku hvern skálk sem þeir náðu í. Þá varð að hreinsa götur með slökkvivélum, svo voru þær blóðugar. Sagt er, að Armeníumenn, sem drepnir voru, hafi skipt mörgnm þúsund- um. Enn segja menn, að útlit sé fyrir, að drápin hafi veri ráðin fyrirfram; þau byrjuðu svo fljótt og hættu allt í einu — rétt eins og eptir skipan. Um annað er mönnum ekki tíðræddara þessa dagana, og bíða óþreyjufullir rannsókna og úrslita. Krít. Þaðan oru þær gleðifréttir að segja, að eyjarskeggjar hafa fengið sjálfs- stjórn. Löggjöf fær þing þoirra í samein- ingu við landshöfðingja; hann skal æ vera kristinn; soldán kýs hann. Hæstarétt fá þeir líka. Noregur. Norðmenn sitja að veizlum og eru kátir. „Framu siglir með ströud- um frara og stendur við á stórbæjunum. Alstaðar er honum fagnað sem bezt má verða. í Niðarósi stóðu 30,000 manns og biðu bans við bryggjusporða. Eptir því voru aðrar viðtöknr. Nansen þakkaði vel, það væri auðséð, að hér væri hjarta Noregs. — í Björgvin hefur hann verið. Þar var siglt á'móti honum mörgum gufuskipum. Þar var Grieg og flutti mikla tölu, N .nsen þakkaði snjallt; frá Björgvin væru ráðin runnin til þessarar farar, hann hefði búið sig undir hana þar o"g ráðið hana í fyrstu, því væri bærinn fæðingarstaður íyrirtækis- ins og fóstra. Svo er sagt, að aldrei hafi Nr. 44. jafnmikið verið um dýrðir á þessum stöð- um báðum. Allar búðir voru lokaðar. Dag- arnir voru helgir hátíðisdagar, fáni í hverj- um glugga og Ijós, er kvelda tók, og dans- pöllum slegið upp í annari hverri götu, og allt eptir þessu. — Á meðan býr höfuð- borgin sig undir að taka á móti „Framu, sem allra kappsamlegast, og þar verður mest um dýrðir. Þar tekur konungur við Nansen og allir hinir mestu og tignustu menn í einum hóp. Björnstjerne Björnson í fararbroddi. Allir Norðmenn sögðu: „Tali Björnstjerne Björnson, hann er vor snjall- astur“, og sóttu hann til Þýzkalands. Eptir að Nansen skildi við „Fram“, sem sagt er síðast frá, rakst skipið með ísnum fram og aptur og loks í norður svo langt, að Nansen einn hefur komizt lengra. Þá rak það í suður aptur, álíka og Nan- sen hafði gert ráð fyrir, og kom alheilt og óskemmt sem fyr er sagt. Sverdrup, sá er tók við stjórn af Nansen, er kallað- ur hinn mesti atgerflsmaður, vitur maður og hamingjumikill. Nansen heldur hon- um fram í hvivetna. Danmörk. „Ingólfur“, sá er verið hef- ur á skjökti 1—2 ár í kringum ísland, kom beim rétt á eptir „Fram“, og vissi enginn af því fyr en fáum dögum síðar; þá var farið að tala um hann, og kom mönnum allflestum samam um, að hann hefði eiginlega verið í IWreskautsferð. Eitt blaðið sagði jafnvel, að Nansens ferð væri ekkert hjá „Ingólfs", og raupaði alldrjúg- um. Um þetta var mikið skrafað og skrif- að og hentu margir mikið gaman að, þar á meðal „Politiken“. Þetta barst um all- an Noreg, og urðu þ8ir hissa þar, en tóku þó þann kostinn sð hlæja. Sá hét Thul- strup, er sagði þessa vizku, og er for- maður fyrir „Studenterforssii'.gen"; hann var einn með „Ingólfl" og r íeppti þsssu við blaðamann. Julius Lange er dauður, frægur maður á Norðurlöudum. Hann fccnn! manna bezt skyn á list og Hstaverkura. Hann var göf- ugur maður og spekingur að viti. Lobauov, rússneski utanríkisráðgjafinn, er látinn. Hann þótti nmfram aðra stjórn- vitringa, er nú sitja að völdnm í Norður- álfunni, aðra eu Hanotaux hinu franska;

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.