Þjóðólfur - 18.09.1896, Page 2

Þjóðólfur - 18.09.1896, Page 2
174 t>eir tveir voru kallaðir einna slungnastir og komu sér vel saman. Bússakcisari er nú kominn á ferðina; öll lönd mæna til hans vonaraugum og einkum Þýzkaland. Sjálfur keisarinn hef- ur, að ætlun manna, skrifað fagnaðarkveðju í eitt blaðið, þegar hann kom yfir landa- mærin. Sá rússneski stóð þó hvergi við þar í landi; það varð öllum augljóst, að hann og kona hans eru í orlofsferð til Frakklands, og þar er hann nú. Ferðapistlar frá ritstjóra „Þjóðólfs44. H. London 27. ágúst. Þar er nú til máls að taka, er fyr var frá horfið, föstudaginn hinn 21. þ. m. Þann dag allan dvöldum við félagar í Liverpool og skoðuðum bæinn. Er þar afarmikil umferð á strætunum, einkum nálægt höfn- inni, en annars er þar ekki neitt sérlega markvert að sjá. Þar er alls konar lýður saman kominn, og svo hafa Englendingar sjálfir sagt, að siðferði karla og kvenna væri þar ekki meira en í meðallagi gott, og öllu lakara, en í flestum öðrum hafnar- borgum á Englandi. Liverpool liggur beggja vegna við ána Mersey, og heitir sá hluti, er stendur á syðri bakkanum, Birkenhead. Þangað fórum við á járn- braut eptir jarðgöngum, er liggja undir ána. Var okkur hleypt niður í göngin í Iyptivélum (elevatores) og sömuleiðis upp upp aptur hinum megin. Var allmikil kola- svæla þar niðri og lopt hið versta, svo að við urðum manna fegnastir að koma und- ir beran himinn aptur. Svo fórum við aptur yfir ána á gufubát frá Birkenhead til Liverpool. í skipakvíunum við Liver- pool iiggja hin afarstóru fólksflutniugaskip, er ganga vestur yfir Atlantshaf til Ameríku, og eru sum þeirra 7—9000 tons að stærð. Sáum við nokkur þeirra og eru þau harla stórfengleg. Frá Liverpool lögðum við af stað kl. 2 á laugardaginn 22. þ. m. með járnbr&ut til Birmingham, sem liggur hér um bil miðja vega n’illum Liverpool og London. Hafði Howell Öíæfajökulsfari, er var okkur sam- ferða til Liverpool með „Vestu“, boðið oss að ve > einn dag hjá sér í Birmingham. Var þetta hin fyrsta ferð okkar á járn- braut, og gekk ferðin nokkru greiðara en að ferðást milli sveita á íslandi. Datt okkur þá í hug, að langt væri okkar feðia- fold á eptir tímanum í því að hafa ekki einn einastíi járnbrautarstúf, svo mikið sem mílu vegar. Á leiðinni til Birming- ham nam járnbrautarlestin staðar stutta stund í smábæjunum Crewe, Stafíord og Wolwerhampton. Er á þeirri leið víða mjög fallegt landslag, smáöldur með dæld- um á milli og allt akrar umkringdir skógi. Var það ný og fögur sýn fyrir okkur fé- laga, nutum við útsýnisins, sem unnt var, og nokkrir Englendingar, sem voru í sama vagnherbergi sem við, fræddu okkur ágæt- lega um hitt og þetta á leiðinni. — Allan sunnudaginn dvöldum við hjá Mr. Howell. Býr hann í laglegu húsi utan við bæinn, þar sem Háuvellir (Highfields) heita, og er þar mjög fagurt umhverfis, skrautlegir trjágangar og skemmtistaðir. Er Birming- ham einn með hinum fegurstu bæjum á Englandi og fólkið þar mjög myndarlegt. Einkum virtist okkur verkmannalýðurinn bera með sér, að hann ætti við dágóð kjör að búa. í bænum eru um 400—500,000 íbúar, og er þar iðnaður mikill. Hlustuðum við á guðsþjónustu þar í ýmsum kirkjum, og var það alleinkennilegt. T. d. þótti okkur það nýstárlegt, að allur söfnuðurinn söng standandi, og eigi fór presturinn fyrir altarið, en hélt að eins ræðu. Mr. Howell er strangur „Methodisti“ og sömu- leiðis kona hans. Er bróðir hennar prest- ut þar við eina kapelluna, er faðir þeirra hefur reist, og sækir þangað einkum verk- mannalýður. Heyrðum við hann prédika í þeirri kapellu og sagðist honum vel. Jafnframt veitir hann forstöðu einhverri hinni stærstu lampaverksmiðju á Englandi, og skoðuðum við hana nákvæmlega. Hafði þar hver maður sitt ákveðið verk af hönd- um að inna. í þeirri verksmiðju (Wright & Butler) eru um 400 manns í vinnu, þá er skrifarar eru taldir með, og má sjá af því, að þetta er engin smáræðis verksmiðja. í Birmingham skoðuðum við einnig mjög markvert málverkasafn, og voru þar marg- ir dýrindisgripir t. d. kóróna af kónginum í Delfi, alsett gulli og gimsteinum m. fl. Einnig komum við þar í sunnudagaskóla, og sátu börnin þar í deildum eða hvirf ing, en kennarinn i miðjunni, og voru börnin mjög kyrlát, svp að enginn hávaði heyrðist, en kennarinn talaði í hálfum hljóðum. — Borðsiðir Englendinga eru harla ólíkir því, sem tíðkast á íslandi. Yenju- lega los heimilisfaðir stutta bæn á u/dan hverri máltíð og aðra lengri á eptir, og krjúpa þá allir niður við borðið. Englend- ingar borða morgunverð um kl. 8 f. m., því næst um kl. 1, eins konar miðdagsverð, er nefnist „lunch", en hinn eiginlega mið- dagsverð kl. 6, og kveidverð kl. 9. — Mánudaginn 24. þ. m. fór Mr. Howell með okkur til Hamstead-kolanámu, skammt frá Birmingham. Er það hin dýpsta kola- náma í heimi, um 1000 fet niður í jörð- ina. Fórum við þar niður í kolakerru, sem var áþekk kiáfum þeim, er tíðkast sumstaðar á íslandi, sem ferja yfir vötn, t. d, yfir Jökulsá (Héraðsvötnin) hjá Flata- tungu og víðar. Settum við upp sérstak- ar (kolanema) húfur og höfðum Ijósbara í hönduuum. Opið sem við fórum uiður um, var líkast eldgíg, en svo var hraðinn mik- ill, er við sigurn þar niður, að við fórum 70 fet á sekúndu, og var loptstraumurinn af hraðanum svo mikill, að það var eins og við værum staddir í mesta norðanveðri, eins og það er verst í Reykjavík. Var mjög einkeunilegt að skyggnast um þar niðri. Yoru þar brautir, er vagnar gengu eptir, en út frá aðalbrautinni liggja ótal gangar og kymar, þar sem kolin eru högg- in, og flutt til aðalbrautarinnar. Yar okk- ur sagt, að aðalbrautin, er liggur eptir endilangri námunni, væri um 2 mílur, og ganga þar jafnan vaguar, en til að flytja að henni eru íslenzkir hestar haíðir, og lengra burtu, þar 8em hestar geta ekki komizt að, bera mefin kolapokana á bakinu, úr yztu kymum námunnar. Við gengum all- lengi þar niðri og skoðuðum gangana. Var þar hlaðíð fyrir spýtum til að varna því, að kolin hryndu niður, en þvertré í mæn- irnum; en svo var þrýstingurinu mikill, að mörg þessi þvertré voru brotin, og var all-ógurlegt að gauga þar um hálfboginn með ljósberanu í höndunum. Munum við aldrei gleyma þeirri för okkar, en eigi vildum við láta kaua ófarna, og þótti oss mjög mikið gaman að koma þar niður í þessa vítisgjá, því fremur sem við ætlum, að mjög fáir íslendingar hafi hingað til komið niður í jafndjúpa námu. Mr. Howell og kona hans sýndu okkur mikla gestrisni. Sagðist hann hafa fengið svo góðar viðtökur víða á íslandi, að hon- um væri mikil ánægja að því, að hafa íslendinga í húsum sínum. Nutum við þá góðs af gestrisni og velvild landa vorra gagnvart útlendingum. Er Howell hinn viðkunnanlegasti maður, og ann hinni ís- lenzku þjóð og íslenzkri náttúiufegurð. Sagðist hann mundu koma aptur til ís- lands að sumri komanda. Lætur hann sér mjög annt um, að vekja eptirtekt Englendinga á íslandi og fá þá til að ferðast þaugað.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.