Þjóðólfur - 25.09.1896, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 25.09.1896, Blaðsíða 4
180 og merkasta safn í heimi, og mætti eyða þar mörgum dögum og vikum til að skoða það nákvæmlega. Eiunig skoðuðum við þjóðsafnið (National-Gallery) og eru þar geysimörg og fögur málverk eptir ýmsa hina frægustu málara. — í gærkveldi vor- um við á skemmtistað hér í Lundúnum, er Alhambra nefnist. Voru þar sýndir ýmsir trúðleikir o. fl. Þar á meðal voru sýndar ljósmyndir með algeriega nýrri að- ferð, þannig, að allar hreyfingar sáust greinilega. Mátti þar sjá vagna renna eptir götunum, og fólkið ganga eptir þcim svo náttúrlega, eins og það væri lifandi. Þar voru og sýnd veðhlaup, og þutu hest- arnir áfram með fljúgandi ferð, en mann- fjöldinn þyrptist saman á götunum, og var það allt mjög eðlilegt, enda klöppuðu áhorf- endurnir ákaflega við þessa sýningu. Yar okkur sagt, að þetta væri alveg ný upp- fundning. og dáðust, Englendingar mjög að henni. Áður hafa menn ekki getað sýnt éðlilegar hreyfingar, heldur að eins óhreyf- anlegar myndir. — í kveld leggjum við af stað frá Lundúnum til Newhaven og það- an til Dieppe á Frakklandi. Borðum við kveldverð hér, en morgunverð i París, því járnbrautarlestin á að koma þangað mill- um kl. 7 og 8 í fyrra málið. Eg ætlaði að heimsækja Mr. Stead, út- gefanda hins nafnkunna tímarits Rewiew of Rewiews, en hann var ekki í borginni um það skeið, svo að eg gat ekki fengið að sjá karlinn. Eg sé nú, að eg er orðinn allt of lang- orður um Lundúnir, og er þó drepið að eins á fátt eitt, er fyrir augun bar. Verð eg að láta við þetta sitja að sinni og fara hér eptir fljótar yfir sögu, enda er eg nú að segja skilið við stærstu borg heimsins, og mun þá síðar verða færra til frásagna, auk þess sem „Þjóðólfur“ minn hefur ekki rúm fyrir langa ferðasögu frá mér. Eldur uppi. Menn, sem nýlega komu úr Landeyjum, fullyrða, að eldur hafl sézt úti í hafi fyrir vestan Vestmannaeyjar vik- una sem leið. Icelandic Shipping and Trading C= Hafnarstræti 6. Með „Quiraing“, 3. ferð, eru nýkomnar birgðir af alls konar vefnaðarvörum, svo sem: alls konar lérept, bleikjuð og óbleikjuð, vetrar-gardínutau, kjólatau, hálstau, handklæði, vasaklútar, axlabönd, tvinni, tölur. Enn fremur ágætar millumskyrtur fyrir erfiðismenn, flonnolett af öllum tegundum, ítal. klæði, fínir, svartir sokkar, ullarbolir handa kvennfólki og margt fleira. * Bnn fremur kartöflur og aðrir ávextir. Með næsta skipi koma birgðir af kaffi og sykri og alls konar matvöru. Öllum þeim, er heiðruðu útför foreldra olchar sálugu, Arnbjarnar Þórarinssonar og honu hans Guðrunar Magnúsdóttur á Selfossi, hinn 16. þ. m., með návist sinni, og öllum þeim, er á annan hátt hafa synt ohkur hluttehningu í sorg óhhar, vottum við hér með okhar innilegasta þahhlæti. Selfossi 19. sept. 1896. Sigurgeir Arnbjarnarson. (xiiðrún Arnbjarnardóttir. Uppboðsauglýsing. Mánudaginn 28. þ. m. kl. 11 f. hád. verður opinbert uppboð hsldið í leikfimis- húsi barnaskólans á ýmsum merkilegum bókum, þar á meðai kirkjusögu Finns biskups, tilheyrandi dánarbúum Jóns Pét- urssonar háyfirdómara, séra Fr. Eggerz o. fl. Söluskilmálar verða birtir á undan upp- boðinu. Bæjarfógetinn í Reykjavík 18. septbr. 1896. Halldór Daníeisson. Harðflskur og saltfiskur fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. WT íslenzka skáldskaparins á þessari öld eptir mag. Karl Kúchler í Leipzig, 1. hepti, fæst til kaups á skrif- stofu Þjóðólfs og kostar 2 hrónur. Ætl- azt er til, að bókin komi út i 3 heptum. Enskukennsla. Undirskrifaður veitir tilsögn í að Iesa, tala og rita ensku einum eða fleirum í senn. Reykjavík, Vallarstræti 4. Guðm. Duðmundsson læknir. Brúkuð íslenzk frímerki borgar undirskrifaður hœrra verði en nohh- ur annar á Islandi. Stokkseyri við Eyrarbakka 12. júní 1896. Jón Jónasson verzlunarstjóri. Kennsla lianda börnum fæst hjá liprum og góðum kennara fyrir mjög væga borgun. Menn gefi sig sem fyrst fram á afgreiðslustofu „Þjððólfs", er vísar á kennarann. „Yggdrasill— Óðins hestr“. Ný skýring hinnar fornu hugmyndar eptir Eirík Magnússon bókavörð í Cam- bridge. Verð: 1 kr. Fæst hjá kaupm* Ben. S. Þórarinssyni, Reykjavík. Brúkuð íslenzk frímerki kanpir undirskrifaður afar-háu verði. Finnbogi G. Lárusson utanböSarmaSur við verzl. „Edinborg“ I Rvik. Ágætar byssur apturhlaðar, ein- og tvihleyptar, útvegar undirskrifaður fyrir kr. 15,00 til 72,00. Samkvæmt eigin reynslu get, eg ábyrgzt, að byssurnar eru góðar. Reykjavík 23. sept. 1896. Árni Jóhannesson bókbindari. Góð jörð til sölu. Snæringsstaðir í Svínavatnshreppi í Húnavatnssýslu, metin 24,4 hndr., sem sér- staklega hæg og notagóð jörð hefur þótt eptir stærð, og jafnan verið vel á henni búið fyrir íengri tíma, hún hefur gott tún, hægar engjar og beitiland. Jörðin getur verið laus til ábúðar í næstkomandi far- dögum 1897, ef svo um semst. Frekari upplýsingar gefur undirritaður ábúandi jarðarinnar. Lysthafendur snúi sér til á- búandans fyrir 30. desemberh. á. SnæringBBtöðum, 8. ágúst Ts96. Hallgr. Hallgrímsson. Singers saumavólar nýkomnar í verzlun Sturlu Jónssonar. ódýrari en nohhru sinni áður. Eigandi og ábyrgðarmaðnr: IlanneK PorstelnBSon, cand. theol. FólagBprentsmiðjau

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.