Þjóðólfur - 12.10.1896, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 12.10.1896, Blaðsíða 1
irg. (eo »rklr) ko»t»r 4 kr. Erlendlt 5 krBorglit fyrlr 15. Júll. Uppiögn, bnndin viö ár»m6t, ógild nem» komltildtgafand* fyrir 1. október. ÞJOÐÓLFUR XXVIII. árg. Reykjavífe, mánudaglnn 13. október 1896. ÞJÓÐÓLFUR ' 1897. Hlunnindi fyrir nýjaf kanpendur að næsta (49.) árgangi: Sögusafn Pjóöólfs þrjú bindi (7., 8. og 9.), 1894, 1895 og 1896.. Alls um 800 bls. Mjög skemmti- legt safn, og þar á meðal nokkrar íslenzk- ar sögur. Nýir kanpendur geta einnig átt kost á að kaupa 1.—4. hepti af hinni fróðlegu s'ógu af Þuríði formanni og Kambsránsmönnum fyrir 2 Itr. 50 aura öll (1. h. 1 kr., 2. h. 50 a., 3. h. 50 a. og 4. h. 50 a.). Af 1. heptinu eru að eins eptir nokkur eintök. Þessi hepti verða ekki send neinum fyr en þeir borga þau. Engir aðrir en nýir Jcaupendur Þjöðólfs geta átt kost á að eignast söguna. Fimmta (og síðasta) hepti sögunnar kemur út næsta vor, og fá það allir kaupendur blaðsins, gamlir og nýir. Ferðapistlar frá ritstjóra „Þjóöólfs“. VI. Stnttgart, 5. sept. Nú erum við þá komnir í höfuðborg Wurtemberg-rikis, í hinum fagra Nekkar- óal. Hlýt eg að vera fáorður um förina hingað frá Bonn, því að fyrst og fremst er eg hræddur um, að eg hafi þegar of- boðið^ Þjóðólfi með pistlum mínum, og svo er hitt, að ef eg ætti að lýsa nokkurn- veginn greinilega siglingunni upp eptir Rín, frá Bonn til Mainz> 0g þvi, sem þar var að sjá til beggja handa, mundi það fylla mörg númer af blaðinu. Eg vil því að eins geta þess, að við lögðum af stað frá Bonn upp eptir fljótinu í fyrra dag snemma (kl. 8V2) á gufuskipi er „Friður“ (»Friede“) heitir. Er það hjólskip, eins og flest skip, er ganga á Rín. Við kom- um við á ýmsum stöðum á leiðinni, sem óþarft þykir að nefna, því að það eru flest smáþorp ein, nema Koblenz, sem er all- snotur bær með 42,000 íbúum, og liggur hann á vesturbakka Rínar, ofan við ármót- in, þar sem Mosel rennur í hana sunnan af Frakklandi. Við Koblenz er brú mikil, yfir Rín, er járnbraut fer eptir, og litlu neðar önnur, er Þjóðverjar nefna „fliegende Biucke“, þaðer lausabrú, sem byggð erá bátum, og sáum við, hvernig farið var að loka henni og opna hana. Þá er skip ganga um, er einn hluti brúarinnar dreg- inn til hliðar með gufuskipi og fer skipið um op það, er þá myndast, en síðan er brúnni hleypt saman aptur, og sjást þá engin vegsummerki. Andspænis Kobienz, á eystri bakka Rínar, er kastalinn Ehren- breitstein og þorp samnefnt með 5,300 í- búum. Er mjög fagurt um að litast á báðar hendur beggja vegna með ánni frá Bonn til Mainz. Er þar víða undirlendi lítið meðfram ánni, en allt skógi vafið; sumstaðar að eins ofurlítið þrep með ánni, er hlaðið hefur verið upp fyrir járnbraut- ina, er brunar þar á bökkunum og smýg- ur gegnum múlana eptir jarðgöngum (tun- nels), er boraðir hafa verið gegnum fjöll- in, og hefur það víða verið mikið og erfitt verk. Er einkennilegt, að sjá af skipum þessa öskrandi gufufáka bruna með feikna- hraða rétt hjá manni á bökkunum, opt með 30—40 og stundum 50 vagna og þar yfir aptan í sér. Þeir eru ekki lengi að að fara fram úr skipum, sem síga hægt og hægt upp á móti straumnum, en all- mikill hraði er á skipum, er þau fara nið- ur eptir og hafa strauminn með sér. Er jafnan krökt af skipum á ánni upp og niður, og afarstórir timburflotar fóru opt fram hjá okkur niður ána. — Frá þorp- inu St. Goar, alllangt fyrir ofan Koblonz og upp að smábænum Biogen, er talinn einhver hinn fegursti knflinn á Rínarför- inni upp eptir til Maiuz. Rennur áin þar víðast í nokkrum þrengslum og allmiklum bugðum, og eykur það fegurðina, en marg- ar einkennilegar rústir að sjá á landi uppi, og svo er mjög víða á Rínarbökkum. En einhver þjóðsaga er tengd nálega við hvert tóptarbrot, og væri langt að rekja þá rollu, en slíkar sagnir hafa þó einkennileg áhrif á mann, þá er maður sér staðina sjálfa. Verður það allt til að gera náttúrufegurð- ina á slíkum stöðum áhrifameiri, og vekja dularfullar endurminningar um löngu horf- inn tíma. — Rétt fyrir ofan St. Goar skagar klettasnös allmikil fram í ána, og er stöng reist efst uppi. Þessi klettur er Lorelei, sem Heinrich Heine hefur gert víðfrægan með hinn ágæta kvæði sínu: „Eg veit ei af hvers konar völdum“, en þ að kvæði byggist að nokkrn leyti á þjóð- sögu um Lorelei. Þá er við fórum þar hjá, stóðu 4 stúlkur efst uppi á klettin- um við stöngina og veifuðu hvítnm klút- um að oss skipverjum, og sjálfsagt hafa þær sungið líka, til að leika Lorelei, þótt við heyrðum það ekki fyrir niðnum í ánni, sem er allstraumhörð á því svæði. Erþar einna hættulegust siglingaleiðin á fljótinu, enda voru þá 3 við stýrið. Gegnum Lorelei eru grafin járnbrautargöng; sáum við einmitt, er við fórum þar hjá, að ein lestin smaug inn í hana með marga vagna. — Við Bingen standa rústir af turni út á og í ánni. Er hann kallaður Músaturn- inn, og á að draga nafn sitt af því, að biskup nokkur (Hatto) í Mainz hafi átt að láta brenna inni fátæklinga, er báðu hann um korn, og sagt, að þessar korn- mýs ættu ekki betra skilið. En eptir það varð hann fyrir svo mikilli ásókn músa, að honum varð hvergi vært, og lét hann þá byggja turn þennan úti í ánni, en mýsnar syntu þangað, og átu hann loks upp til agna. • Er þetta stutt sýnishorn af einni þjóðsögunni um Rínarrústirnar.— Fyrir ofan Bingen allt til Mainz verður Rín breiðari með mörgum hólmum, en landið flatara, og eru þar hinar ágætustu vínekrur (Riidesheim, Johannisberg o. s. frv.) Við komum til Mainz kl. 8 um kveld- ið, eptir 12 kl.st. ferð frá Bonn. Bærinn stendur á vesturbakka Rínar, skammtfyr- ir neðan þar sem fljótið Main rennur í hana að austan. í Mainz eru 77,000 í- búar. Þar er dómkirkja merk og forn, er við skoðuðum, og þar stendur líkneskja Gutenbergs þess, er fann prentlistina. Er hún gerð af Thorvaldsen 1837. Þar er og líkneskja Schillers. Frá Mainz fórum við í gær kl. 1, í steikjandi hita (22° C. í skugganum) til Heidelberg, yfir mikla járnbrautarbrú, er liggur yfir Rín skammt fyrir ofan Mainz. Er landslag á þessari leið mjög slétt, en fjöll í fjarska. Voru menn við heyvinnu þar á völiunum, alveg eins og á íslandi. Skáraði þar hver á eptir öðrum, en kvenn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.