Þjóðólfur - 16.10.1896, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 16.10.1896, Blaðsíða 1
Arg. (60 arblr) Koatar 4 kr. Brlendia 5 kr.— Borgiat fyrir 15. Júil. Urriögc, bundin vlí iramtt, tgild nema koroltlliitgefanda tyrir 1. okttber. ÞJOðOLFUR. XLVIII. árg. Reykjayík, fðstudaginn 16. október 1896. Nr. 49. Feröapistlar frá rltstjóra „Þjóðólfs“. vm. Salzburg 9. sept. Við koinuni hiugað í gær eptir 3 kl.st. ferð á járnbraut frá Miinchen. Er mjög fagurt og einkennilegt landslag á þeirri leið, enda liggur hún, þá er nær SaJzburg dregur, yflr ása, er ganga úr Alpafjöllun- uro. En hér í Salzburg erum við komnir í þann hluta fjallanna, er SaJzburgalpar heita. Bærinn sjálfur liggur í unaðsfögr- um dal eða kvos beggja vegna við fljótið Salsach, er rennur til norðurs í Dóná. í Salzburg er hinn heimsfrægi tónsnillingur Mozart fæddur (1759), og stendur þar minnismerki hans á torgi einu sunnan við ána, og skammt þar frá er hús það, sem hann var fæddur í. Þar er og geymt safn allmikið tíl minningar um hann, bréf hans, nótur, hljóðfæri o. s. frv. — Sunnan við bæinn stendur gamall kastali, „Hohen- salzberg", á háu fjalli, er Munkafjall (Mtinchsberg) heitir. Fórum við upp þang- að eptir braut, er Þjóðverjar nefna „Drahts- eílbahn“. Er því svo háttað, að þar ganga jafnan 2 vagnar, er renna á snúnum járn- streng upp og niður til skiptis, og er neðra hólfið á vagni þeim, som niður fer, jafnan fyllt vatni, og dregur hann þá upp hinn vagninn, sem ekkert vatn er í. Jafn- skjótt sem niður er komið, er vatninu hleypt úr vagninum, en hinn aptur á móti fylltur uppi, og þannig gengur þetta til skiptis. Á þennan hátt má fara þráðbeint upp og niður há fjöll í vagni, og er það að tíðkast allvíða þar syðra í Alpafjöllun- «m og eins í Sviss. Uppi á Munkafjalli er afarfagurt um að litast yfir Salzburg og úéraðið í kring: smáþorp með þráðbeinum götnm, 8kðgi vaxnar hlíðar með skrúð- grænum, rennsléttum grasspildum á milli, UB ir hinum háu tindum Aipafjallanna, Tí a..llefur Alexander Humboldt sagt, að ri' 'u vUlnflverfl8 Konstantinópel, Neapel og Sa.zburg, Væru jjjnjr fegUr8tu blettir á þessari jörð, 0g mun það 8att) þvj að naðslegra land^ getur varla en da|inil npp ®eð Salsachfijótinu að norðanverðu austan er ^æinn sjálfan. En fólkið í Salzburg ekki frítt, og sáum við þar ákaflega mikinn sæg af eldgömlum kerlingum með afskræmislegan höfuðbúning: svartan klút um höfuðið, er lafði langt niður á herðar, og kvað það vera þjóðbúningur. Er það undarleg ráðstöfun af drottni, að láta jafn- ljótt fólk byggja jafnfagurt hérað. IX. Wien 14. sept. Eg hlýt nú að fara fljótar yfir sögu í pistlum mínum, en eg hef hingað til gert, því að annars fæ eg ekki rúm í Þjóðólfi, og veit eg þó, að honum þykir ieitt að úthýsa húsbónda sínum. — Við komum hingað til Vínar frá Salzburg að kveldi 9. þ. m., og hitti eg þá þegar fornvin minn Hcins Krticzha friherra von Jaden, er eg hef skrifazt á við allmörg ár, og hefur hans verið getið fyr í Þjóðólfi. Hann tók mér og félaga mínum með þeirri fram- úrskarandi gestrisni og velvild, að dæma- fátt er, og honum er það að þakka, að dvöl okkar í þessum mikla höfuðstað Austurríkis „an der schönen blauen Donau“ hefur orðið svo ánægjuleg og lærdómsrík, eins og hún hefur orðið. Fylgdi hann okkur fram og aptur um borgina og sýndi okkur allt hið markverðasta og fegursta, er þar var að sjá. Yrði oflangt að skýra frá því öllu. T. d. víl eg geta þess, að við höfum klifrað upp í turninn á Stefáns- kirkjunni, yfir 343 tröppur, og komumst þó ekki nema upp í hann miðjan; einnig höfum við ekið til keisarahallarinnar Schönbrunn, er stendur utan við bæinn, og skoðað þar afarmerkiiegt safn lifandi dýra, er keisarinn sjálfur á. Þá höfum við einnig skoðað tvö mjög merkiieg söfn, náttúrugripasafn og listaverkasafn, sem geymd eru i 2 afarskrautlegum bygging- um,' er kostað hafa tugi miljóna króna, og eru bæði hús þessi og söfnin einhver hiu langstórkostlegustu samkýnja þeirra, er við höfum séð á þessari ferð. Þá vor- um við eitt kveld í skemmtigarði borgar- innar, er ,;Praten“ nefnist, og er þar mjög fagurt. Þar er meðal annars sýning af Venedig (Feneyjum) í smáum stýl, með húsum, sýkjum og gondólum o. s.frv., alveg eins og það er í Venedig sjálfri. Þar sá- um við t. d. sýDÍshorn af Markúsarkirkj- unni að innan og hertogahöllinni m. fl. Þar sáum við trúðleiki afarfimlega, og heyrðum ítalska söngvara og nafnkunna spánverzka söngmey syngja. En einhver fegursta minningin frá Vinar- veru okkar verður þó ferð sú, er við tók- umst á hendur með hr. v. Jaden í gær suður í Alpafjöllin til Semmering í svo nefnda „græna Steiermark“, en þá er þang- að er komið,fer að halla suður af. Semmer- ing liggur 14 mílur í suður frá Vín. Veg- urinn, sem járnbrautin fer um til Semmer- ing, er talinn eitthvert hið stórkostlegasta mannvirki í heimi. Eru þar grafin göng (tunneler) í gegnum fjöllin á 13 stöðum, og byggðar brýr yfir dalina á milli. Er víðast hvar hengiflug fyrir neðan á aðra hönd, þar sem brautin liggur í ótal bugð- um upp eptir fjöllunum, en 2 gufuvögnum er beitt fyrir lestina, því að brekkan er eigi að síður allmikil, þrátt fyrir sneiðing- arnar. Er mjög einkennilegt og fagurt að horfa af brautinui langt niður fyrir sig ofan í dalina. Eru þar á víð og dreif sumarbústaðir Vínarbúa. Við borðuðum miðdegisverð á „Úlfsfjallahnjúk“ (Wolfs- bergkegel) hjá Semmering. Er loptið mjög heilnæmt þar uppi og angandi ilmur úr skóginum. Svo gengum við niður fjöllin heimleiðis, allt til öloggnitz, sem er sumar- bústaður hr. v. Jadens, en þaðan ókum við á járnbrautum aptur til Vínar, og þökk- uðum vini okkar með virktum fyrir alla þá ástúð og gestrisni, er hann hafði sýnt okkur. Er hr. v. Jaden íslandsvinur mikill, og hefur stuðlað mikið að því að útbreiða þekkingu á íslandi og vekja eptirtekt á því meðal Austurríkismanna. Hann er hámennt- aður maður, doktor í lögfræði og hefur nýlega fengið dómaraembætti, og er þó ekki nema þrítugur að aldri. J. C. Poestion, sem einnig er íslandsvinur mikill, heimsóttum við, og var hann hinn alúðlegasti, og vildi allt fyrir okkur gera, ef hann hefði haft svigrúm til þess frá störfum sínum. — Yfirleitt er Vínarborg fallegur bær, fólkið laglegt, fjörugt og skemmtilegt og stórbæjarbrag- ur á öllu, enda eru þar um 2 miljónir íbúa. — Við þetta verður að sitja, að því er Vín snertir, og er þó færra talið en vert væri.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.