Þjóðólfur - 16.10.1896, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 16.10.1896, Blaðsíða 2
194 Betra er autt rúm en illa skipað. Eg hef af „Þjóðólfi“ séð, að fréttir þær, er yður, herra rítstjóri, hafa borizt héðan úr hreppi um jarðskjálftana og skaða þann, er af þeim hefur hlotizt, eru nokkuð óljós- ar og varla hálfsögð saga, auk heldur meira. Furðar mig stórum á því, að enginn hinna heldri manna sveitarinnar skuli hafa ritað greinilegar fréttir um þenna voða-atburð, sem öllum hlýtur að verða mjög svo minnis- stæður. Bæði af þessum orsökum og eins af hinu, að nokkrir sveitungar mínir hafa óskað eptir að einhver brigði ljósi yfir að- gerðir hinna stjórnandi manna hér í þess- um hörmulegu ástæðum, vil eg hér með biðja yður að ljá eptirfylgjandi línum rúm í blaði yðar. Eg þarf varla að lýsa jarðskjálftunum, hvernig þeir voru hér um slóðir, því að þeir voru hér líkastir því sem í hinum sveitunum, þar sem mest ósköpin gengu á, einkum jarðskjálftinn nóttina milli hins 5. og 6. þ. m. Allir voru í fasta svefni og vöknuðu við vondan draum, sem nærri má geta. Menn hrundu gluggunum upp og fólkið fór hálfnakið og sumt næstum alnakið út um þá, sumt með brjóstmylk- ingana í fanginu; ýmsir meiddust á hönd- um eða fótum af glerabrotum eða öðru, sem allt þeyttist eins og jeljadrífa innan um húsin. Létu menn helzt fyrirberast í heygörðunum það sem eptir var nætur. í þessum jarðskjálfta féllu mörg þau hús, er lítið eða ekki högguðust í hinum fyrri jarðskjálftum, og allir bæir hér í hreppi skemmdust meira og minna. Mun flestum finnast það mikið kraftaverk að allir héldu lífi og enginn stór-slasaðist, því að sum- staðar féllu baðstofurnar rétt í því að fólkið komst út. Á Einum bæ í Marteins- tungusókn komst fólkið nauðulega út í fyrsta jarðskjálftauum. Þar var konan ein heima með vinnukonu og 2 börn, annað á fyrsta ári en hitt á öðru. Konan brauzt út um glugga, en rétt í því að þær voru komnar út með börnin, féll mestöll baðstof- an. Líkt þessu var sumstaðar í jarðskj álft- unum nóttina milli 5. og 6. þ. m. Eg var hér inni í baðstofu með konu mina og nýfætt barn okkar, og vöknuðum við af fasta svefni við þennan ófagnað. Þorði eg hvorki að vera inni né fara með konuna og barn- ið út í næturkulið og myrkrið. Höfðum við haldizt við hér inni í hinum fyrri jarð- skjálftum, en nú voru bæjarhús mín farin að bila, og fyrír því réð eg það af um morguninn að fara út með konuna og barnið, hafandi þá ekkert skýli, j og þar á ofau áttum við annað barn til á öðru ári, sem var, þegar jarðskjálftinn kom, hjá tengdaforeldrum mínum í öðrum bæ, og bar mér einnig að sjá um það. Hið unga barn okkar lét eg skíra um morguninn hér úti á túninu og bjóst við, að líf þess yrði eigi verndað. Yíða lá við eldsvoða sökum þess, að eldiviðurinn hrundi fram yfir hlóðir í eld- húsunum, og sumstaðar var kviknað í, þegar menn fengu ráðrúm til að drepa eldinn. Fjósin hrundu yfir kýrnar og þeim varð nauðulega bjargað út. Á mörg- um þeim bæjum, þar sem húsin hrundu þó eigi algerlega, brotnaði flest sem brotn- að gat af húsmunum, t. d. stundaklukkur, lampar, leirtau, pottar og önnur ílát, og fólkið gat með naumindum neytt matvæla sinna, enginn þorði í húsin að koma og allt fór fram undir beruin himni. — Þegar eptir fyrsta jarðskjálftann varð vatn í flest- um brunnum og uppsprettum skolgrátt að lit, sumar uppsprettur þornuðu, en aðrar uxu um helming eða meira. Hér í hrepp hafa í jarðskjálftum þess- um fallið til grunna eða því sem næst þessir bæir: Brekkur, Árbæjarhjáleiga, Bjálmholt, Marteinstunga, Hallstún, Gata, Nefsholt (2 bæir), Skammbeinsstaðir, Kví- jarholt, öíslaholt, Ketilsstaðir, Hagi (2 bæir), Lækur, Hreiður. Allir aðrir bæir hafa ýmist hrunið að nokkru leyti eða skemmzt meira og minna, svo að eigi er í þeim verandi sumum hverjum; sumstaðar hefur baðstofan ein hangið eptir. Flestöll fjós hafa hrunið og meiri hluti af útihúsum. Á nokkrum þessum bágstöddu bæjum eru einyrkjar, sumir mjög fátækir með korn- ung börn, og engum þessum mönnum hef- ur sýslumaður eða sveitarstjórn veitt neina þá hjálp, er hjálp geti heitið. Vissulega er hin drengilega hjálpsemi Reykvíkinga og annara mjög svo þakklætisverð, en því miður höfum vér Holtahreppsmenn næst- um algerlega farið á mis við hana, þ ví að allir þeir verkamenn, er komið hafa aust- ur hingað, hafa eptir fyrirlagi sýslumanns farið upp á Land eða austur á Raugár- völlu, ekki sízt á ríkisbæina, þar til nú að komið er undir vetur hefur sýslumaður ráðstafað hingað í hreppinn nokkrum af þessum mönnum örfáa daga á sum efna- betri heimilin, þar sem mannskapur var þó nokkur fyrir og bærilegar ástæður. Meira að segja: Eptir að byrjað var hér á byggingum, seudu Þykkbæingar nokkra menn til að vinna eitthvað til hjálpar á hinum bágstöddustu bæjum í hinum forna Holtamannaareppi, en fulltrúi sveitarianar hér vísaði þeim þegar í annan hrepp, sem að visu var bágstaddur, en hafði þó fengið marga menn áður. Sveitarnefnd, hrepp- stjóri, sýslunefndarmaður og oddviti, sem allt er hér einn maður, vissi lítt hvað gerðist í hreppnum, eða lét sig það litlu skipta; sést það bezt af því, að hrepps- nefndin hafði eigi hið minnsta eptirlit með að nýfædd börn, sængurkonur og annað lasburða fólk hefði tjöld, skýli eður annan umbúnað til að forða lífi sínu, þegar allir urðu að liggja úti. Hér eru nú margir bæir í rústum enn að heita má, og sumstaðar situr konan með börnin grátandi úti í haustkuldanum, en bóndinn sveitist einn við moldarrúst- irnar, sem ólíklegt er að hann komi upp húsum úr, áður en eitthvað af börnunum hefur látið lífið. Það verður eigi með sanni sagt, að hér í hreppi sé enginn stjórn, en dæmin eru deginum ljósari, að það eru börn sem stjórna, eígi börn að vexti né aldri, held- ur börn að vilja og þekkingu, og mega aðrir en eg dæma um, hvort betra sé „autt rúm en þannig skipað“. Þjóðólfshaga 29. sept. 1896. Jón O. Sigurðarson.. Yerð gullsins. (Úr „Kringfljaa", eptir Chance í „Bngl. Magaz“). Eins og flestum mun kunnugt, þá er í öllum löndum, og ef til vill hvað mest í Bandaríkjunum, almeun kvörtun yfir því, að gullið hafi á seinni árum hækkað svo mjög í verði, að nú þuifi miklu meira en áður, hvort heldur af vöru eða vinnu, til að jafnvega einu pundi af gulli. Það er með öðrum orðum, að allir aðrir hlutir séu orðnir ódýrir í samanburði við gull. Eða þá að gullið sé orðið dýrt. Og með því að gullið táknar reiðupeninga og mikið til þá fjárstofna, sem eru á veltu, þá er sagt, að peningarnir séu orðuir dýrir. Menn verða þeirra vegna að leggja meira á sig. Bóndinn verður að framleiða moira til þess að ná í þá. Og þetta segja menn sé orsök- in til hinnar bágu tíðar. Yið það að silfrið er í flestum rikjum úr gildi numið sem jafuhliöa peningamálm- ur gullinu, og af þvi að gullið þar af leið- andi verður eiusamalt að nægja því hlut- verki og þeirri eptirspuru, sem áður var jafnskipt með málmum þessum, þá segja menn, að gullið sé hækkað í verði úr því sem áður var. Og nú, segja menn enn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.